Vikan


Vikan - 04.09.1941, Side 1

Vikan - 04.09.1941, Side 1
Nr. 36, 4. september, 1941 40 daga matarlausir í eydimörk Ástralíu Flugmadurinn Hans Bertram flaug ásamt véla- manni sínum, Klausmann, til Ástralíu, en þeir urdu ad naudlenda þar á nord-austurströndinni. Og hófst nú hörd barátta upp á lif og dauda. — Þeir höfðu lítið vatn og engan mat, en héldu samt út í 40 sólarhringa. Stjórnarvöldin voru búin að gefa upp alla von um að finna þú, og það var aðeins tilviljun, að þeim var bjargað eftir 53 sólarhringa frá því að þeir nauðlentu. UM miðnætti lagði flugvélin „Atlant- is“ af stað frá eyjunni Timor í Suðurhöfum. Vélin hafði nægilegt benzín til 7 '/2 stundar flugs, en mat vannst ekki tími til að ná í. Flugmaðurinn Hans Bertram og Klausmann vélamaður áttu að geta náð ákvörðunarstaðnum, Port Dar- win í Ástralíu, á fimm stundum. Næturflugið varð örðugra en búizt hafði verið við. Sterkur vindur hrakti vél- ina 150 mílur úr leið og klukkan 6,58, þeg- ar allt benzín var þrotið, lenti Bertram í litlum flóa við eyðilega strönd. Flugmenn- irnir gengu vel frá flugvélinni og fóru í land. í byrjun áttuðu þeir sig ekki á, hvað þeir voru langt úr leið og að ströndin var óbyggð. Þeir voru aðeins glaðir yfir, að næturfluginu var lokið. Fyrst af öllu vildi Klausmann ná í vatn. En hvergi var vatn að finna. Þá fóru þeir að sjá, hvað aðstaða þeirra var alvarleg. Ekkert vatn, engir menn, allt var autt, tómt og þurrt. Sólin var mjög heit og sjávarloftið jók á þorst- ann. Þeir urðu að fá vatn! Þeir tóku vatn af kæli flugvélarinnar, en spýttu því fljót- lega aftur. Það kvöldaði og þeir gátu ekki annað gert en lagst til hvildar. Næsta dag héldu þeir ráðstefnu. Ber- tram sá ekki aðra lausn en að þeir gengju meðfram ströndinni, þangað til þeir kæmu til byggða. Þeir tóku eins lítið með sér og Framhald á bls. 3. Þetta er flugmaðurinn Hans- Bertram, er lenti i 40 daga ævintýri í eyðimörk Ástralíu. Flugvélin „Atlantis" á einum ,,fæti“ eftir að búið var að taka ann- að flothylkið undan og gera úr þvi seglbát.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.