Vikan - 04.09.1941, Side 10
10
VIKAN, nr. 36, 1941
Heimilið
Meðferð ungbarna.
Matseðillinn.
Kálfskjöt í karrísósu.
2% kg. kálfskjöt. Vatn. Salt.
50 gr. smjör. 50 gr. hveiti. %
1. kjötsoð. 1 teskeið karrí.
Kjötið er þvegið og soðið í salt-
vatni, þemgað til það er meyrt. Þá
er það tekið upp úr og soðið síað
frá. Smjörið er brætt, hveitinu bætt
út í og þynnt með kjötsoðinu. Látið
sjóða hægt í 5 mínútur. Karríið er
hrært út í ofurlitlu soði og bætt út í.
Sósan er þá ekki látin sjóða meira.
Kjötið er látið á djúpt fat og sós-
unni hellt yfir. Soðin hrísgrjón eru
sett hringinn í kring utan með fat-
inu. Hrísgrjónin eiga að vera köld.
Bláberjasúpa.
1 1. bláber. 2 dl. sykur. 40 gr.
kartöflumjöl. 2 I. vatn.
Berin eru skoluð og sett á elda-
vélina í potti með köldu vatni. Þá
eru þau soðin, þangað til þau eru svo
meyr, að hægt er að sía þau í gegn-
um sáld (Dörslag). Súpan er siðan
sett aftur á vélina, kartöflumjölið
hrært út í vatni og jafningurinn sett-
ur út í súpuna. Sykrinum bætt út i.
Gott er að sjóða kanelstöng eða
börk af sítrónu i súpunni. Súpan er
borin fram vel heit með tvíbökum
eða brúnwðu brauði.
Enginn þekkti barnið.
Mynd þessi var samanvöðluð og
rifin í hendi ungrar konu, sem fannst
nær dauða en lífi i rústum veitinga-
húss, er sprengja hafði fallið á, í
West End í London. Það seinasta,
sem hún sagði, áður en hún dó, var:
„Látið manninn minn fá þetta . . .
uppi í sveit . . . hér.“ Það tókst
ekki að finna eiginmanninn.
Köflóttur sumarfrakki.
Þetta er léttur sumarfrakki með
hálflöngum ermum. Frakkinn er
grár, með svörtum röndum, sem eru
látnar liggja á eká í hliðarstykkj-
unum. Berustykkið, framstykkið,
bakstykkið og ermarnar eru með
beinum röndum. Breitt belti er saum-
að fast í frakkann og nær að saum-
unum að framan. Tveir hnappar eru
á beltinu að aftan. Frakkinn er fest-
ur saman að framan með einum
stórum hnapp. Brjóstvasamir eru
fóðraðir að innan með hvítu efni.
Hvít horn eru höfð ofan á hornum
frakkans.
Húsráð.
Notið sýróp í stað sykurs í svala-
drykki. Það sparar sykurinn og sýr-
ópið setzt aldrei á botn ílátanna eins
og sykurinn gerir oft.
Burstið alla mola vel innan úr brauð-
ristaranum. Það kemur í veg fyrir,
Blönduð fæða, —
brjóst og peli.
Þegar móðirin hefir ekki nægilega
mjólk í brjóstunum að staðaldri eða
örðugar heimilisástæður leyfa henni
ekki að leggja bamið nógu oft á
brjóst (t. d. þegar móðirin þarf að
ganga í vinnu utan heimilis), þá get-
ur farið vel á því að bamið fái mjólk-
urbland meðfram brjóstinu. Móðirin
á sem sé ekki þar fyrir að hætta al-
veg við að gefa baminu brjóstið; hún
á þvert á móti að leggja það á brjóst,
þegar hún kemst höndum undir, og
þó ekki væri nema á málum, þá er
það miklu betra en ekkert, svo hollur
er því sopinn úr móðurbrjóstinu; svo
er þvi þá gefið bland þess á milli og
má haga þessu ýmislega eftir því
sem á stendur. Hafi móðirin ónóga
mjólk, svo að barnið fái ekki nægju
sína, hvernig sem það tottar, er það
þó látið sjúga brjóstið meðan það
orkar og nær nokkm, en þá gefinn
ábætir á eftir (mjólk, hæfilega þynnt
með vatni eða seyði). Þegar svona
stendur á, verður affarasælast að iáta
barnið drekka blandið af barmi eða
mata það með skeið; sé því gefið
blandið á pela, getur það dregið þann
dilk á eftir sér, að baminu þyki fyrir-
hafnarminna að fá fylli sína úr pel-
anum, og haldi sig því síður að brjóst-
inu. Afleiðingin verður þá sú, að
móðirin smá-geldist, þegar hún er
svona illa sogin, og endirinn verður
sá, að bamið fær pelann einan, og er
áður skýrt frá því, hvert heilsutjón
að þeir skemmi hann og ristaða
brauðið verður bragðbetra. Lítill
mjúkur bursti er sérstaklega hent-
ugur til þessa.
fallegum má fægja þau við og við
með „peroxide." Takið mjúkan klút,
vætið hann með „peroxide" og' nudd-
ið sköftin á hnífunum.
getur af því hlotist fyrir barnið.
Engin móðir má gleyma þeim mikil-
væga sannieik, að lítil brjóstamjólk
er betri en engin. Sé móðirin fjarver-
andi mestan hluta dagsins (í vinnu,
önnur stöðug fjarvera er varla for-
svaranleg fyrir móður!), þá á hún þó,
eins og áður var sagt, að gefa bam-
inu stnu brjóstið á morgnana, áður
en hún fer að heiman, og svo oft yfir
daginn, sem hún getur. Er þá bam-
inu gefið blandið á öðrum tímum
dagsins, en ætíð með hæfilegu milli-
bili. Geti móðirin komið heim um
miðjan daginn, gefur hún barninu að
sjúga um leið, og þyrfti þá varla að
gefa því ábæti nema einu sinni á dag,
ef það fengi brjóstið þrisvar yfir dag-
inn. Yngri böm þurfa þó fleiri mál-
tíðir. Sumum mæðrum hættir við að
láta það eftir barninu, að lofa því að
sofa við brjóstið alla nóttina i rúm-
inu hjá sér, og fá sér þá sopa við og
við í hvert skipti, er það losar eitt-
hvað svefninn. Þetta er ósiður og til
ills fyrir bamið. En „örskammt er
öfganna í milli“, og hitt mun vera
ekki ótitt, að minnsta kosti, að móð-
ir, sem finnur sig hafa oflitla mjólk
eða er fjarverandi frá heimilinu allan
eða mestallan daginn, hættir alveg
að lofa barninu að sjúga sig. Þetta er
oft af hugsunarleysi (eða ræktar-
leysi!); móðirin gerir sér það ekki
nógu Ijóst, að vel getur svo farið, að
hún með þessu verði til þess að flýta
fyrir baminu sínu.
Dav. Sch. Thorsteinsson: Bamið.
Bók handa móðurinni.
Gólfdúka, sem farnir eru að upp-
litast, má bæta, með því að mála þá
tvisvar með gólflakki.
HEILDSÖLUBIROÐIR:
ÁRMI JÓNSSON,
HAFNARSTR.5 REYKJflVÍU