Vikan


Vikan - 11.09.1941, Page 2

Vikan - 11.09.1941, Page 2
2 VIKAN, nr. 37, 1941 Pósturinn [~^ Heimilisblaðið Vikan! Mig langar að fá ráðleggingar við- víkjandi kaktus, sem ég á. Blóm- knappamir detta af honum jafnóðum og þeir koma. Hvað er bezt að gera við hann, hvað viðvíkur mold og vökvun ? Húsmóðir. Svar: Orsökin getur verið sú, að kakt- usinn fái of lítið vatn eða næringu. Of mikil næring og of kalt vatn getur líka verið skaðlegt. Vatnið, sem vökvað er með, á að vera að eins ylvolgt. Ekki má vökva þá of mikið og varast að láta þá vera í of miklum hita á vetuma. Moldin á að vera iaus í sér og kalkauðug. Heimilisblaðið Vikan. Mig langar til að spyrja þig einn- ar spumingar. Þegar kona kemur inn í strætisvagn með bam, sem er svo ungt, að ekki er borgað fyrir það, hefir hún þá leyfi til að láta það sitja í sæti út af fyrir sig? Daglegur farþegi í strætisvagni. Svar: Það virðist ekki vera neitt réttlæti í að láta svo lítil böm sitja, ef annað fólk stendur. Konan ætti þá að halda á baminu. En sé nóg af sæt- um í vagninum, þá sakar auðvitað ekkert, þótt bamið sitji sér í sæti. Svar til ,,Rauðgrana“, Vestmanna- eyjum: Svar við fyrirspum yðar hefir komið í blöðunum og útvarpinu. Kæra Vika! Við sitjum hér saman og syngjum 5 ungar stúlkur, yndislega lagið „Lindin", eftir Eyþór Stefánsson. — Kæra Vika, viltu segja okkur, hver hann er, er hann ungur, er hann lag- legpir, er hann ógiftur? Ein okkar segist hafa heyrt, að hann sé faðir Jóns Eyþórssonar, en örmur segist hafa heyrt, að hann sé bóndi suður í Biskupstungum. Viltu svara okkur sem allra fyrst. Dúna. Svar: Eftir því sem oss er sagt, á Eyþór Stefánsson heima á Sauðár- króki og er formaður í karlakór þar — og kvæntur. Ekki getur hann verið faðir Jóns Eyþórssonar, þvi að þessi Eyþór hve ekki vera nema rúmlega þritugur, en Jón mun vera snögt um eldri. Ölfusárbrúin var fimmtug 8. september s.l. Vígsla Þjórsárbrúarinnar 28. júlí 1895. Sjá grein á bls. S. SKRÍTLUR. Gamall auðmaður: Ungfrú, ef þér viljið giftast mér, skal ég gefa yður þyngd yðar af gulli. Ungfrúin: Getið þér ekki beðið í hálft ár, því að ég er nefnilega að fita mig. * Kennarinn: Hvers vegna komst þú ekki í skólann í gær, Pétur? Pétur: Ég var með tannpínu. Kennarinn: Finnurðu þá ekki leng- ur til i tönninni? Pétur: Ég veit það ekki. Kennarinn: Veiztu það ekki? Pétur: Nei, því að það er búið að taka tönrúna. * A: „Hugsaðu þér, þegar ég var í Vestur-Indíum, þá hitti ég negra, sem var svo svartur, að það þurfti að kveikja á eldspýtu til að maður gæti séð hann.“ B: „Ekki er það nú rnikið. Ég hitti einu sinni mann, sem var svo horað- ur, að hann varð að koma tvisvar sinnum inn í herbergið, til að maður sæi hann.“ * Frúin: Það er hræðilegt með yður, Stína. Þér viljið aiitaf hafa seinasta orðið. Stína: En guð komi til, ég get þó ekki vitað, að frúin ætli ekki að segja meira. * Pétur gamli: Getur þú séð, hvað stendur á þessari ferðaáætlun ? Ég get lesið, en sé bara ekki hvað stend- ur þarna. Hans gamli: Já, ég get séð það, en ég kann bára ekki að lesa. * Frænka: Jæja, Hinrik. Hvað gafst þú litla bróður þinum í afmælisgjöf ? Hinrik: Ég gaf honum enga gjöf, en leyfði honum í staðinn að berja mig. * Maðurinn: Já, vel á minnst, á með- an við erum að tala um líkþoma- skurði — konan mín skar sig á brauðhníf í gær. Otgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarm.: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.