Vikan


Vikan - 11.09.1941, Blaðsíða 3

Vikan - 11.09.1941, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 37, 1941 3 austanfjalls voru vígðar. Þegar stórbrýrnar Um þessar mundir eru 50 ár síðan Ölfusár- brúin var vígð. Dað var stórviðburður í sam- göngumálum pjóðarinnar. Vér birtum hér ágæta lýsingu á vígslu beggja brúnna, — Ölfusár- og Þjórsár-úr bókinni „í áföngum“ eftir Daníel heit. Daníelsson ljósmyndara, en hann var viðstaddur í bæði skiptin. Mér finnst, að ég verði að hef ja þenn- an kafla á því, að rekja lítils háttar sögu ,,brúarmálsins“, er svo var nefnt, og mikill styrr stóð um á fyrstu ár- um mínum hér syðra; en þar verður aðeins stiklað á stærstu stillunum. Ekkert verður um það vitað, hversu langt muni síðan, að menn hafi farið að láta sig dreyma um brýr á stórárnar aust- an fjalls, Þjórsá og Ölfusá. En einhvers staðar hefi ég lesið, að sá sem gerðist svo djarfur að hreyfa þessu máli í fyrsta sinn opinberlega, var ungur prestur austur í Fljótshlíðarþingum, séra Hannes Stephen- sen. Og þetta gerðist árið 1872 á sýslu- fundi Rangæinga á Stórólfshvoli. Þar var kosin nefnd í málið og fylgdi hún því svo myndarlega úr garði, að næsta sumar var fenginn erlendur mannvirkjafræðingur til þess að velja brúarstæði og áætlaði hann, að kostnaður við að reisa báðar brýrnar mundi um 168 þúsund krónur. Var svo Alþingi send bænarskrá 1877 um fjárhæð þessa úr landssjóði til beggja brúnna, en fékk enga áheym í það sinn; þótti í allt of mikið ráðizt. En á næsta Alþingi (1879) var samþykkt að veita 100 þúsund króna lán úr Viðlagasjóði gegn endurgreiðslu á 40 árum af fjórum næstu sýslunum (V,- Skaftaf., Rangárv., Árness., Gullbr. og Kjósars.) og Reykjavík. En lengra komst málið ekki í það sinn, því að lægsta tilboð í verkið var 192 þúsund krónur. Vitanlega var það barnaskapur einn að láta sér koma til hugar að brúa báðar þessar stórár fyrir einar 100 þúsund krónur, þegar verkfræð- ingurinn hafði áætlað kostnaðinn minnst 168 þús. kr. En hærra var nú ekki risið þá á stórhug þjóðarfulltrúanna. Og næst er málinu var hreyft á Alþingi, hafði verið slegið svo af kröfunum, að hætt var að ræða um að brúa hvorar tveggja árnar samtímis. Á þingunum 1883 og ’85 stóð svo tog- streitan um brú á Ölfusá. Átti brúarmálið öfluga stuðningsmenn á þingi og einnig utan þess, en hinir voru þó fleiri, sem stjórnast létu af smásálarskap og skiln- ingsleysi. Og vilji einhverjir hafa fyrir því að fletta upp Alþingistíðindum áranna 1877 —’87, þá fá menn séð tvo taglhnýtinga: úrræðaleysi og nirfilshátt, sem jafnan stóðu gegn framkvæmdum þessa nauð- synjamáls. En hér fór sem oftar, að gott mál sigrar að lokum. Alþingi 1887 sam- þykkti lög um byggingu Ölfusárbrúarinn- ar og landss jóður var skuldbundinn til þess að leggja fram 40 þúsund krónur gegn 20 þúsund krónum frá sýslunum austan f jalls. Mér og öðrum þeim, sem oft höfðu orðið að sundleggja hesta á öllum árstíðum yfir Ölfusá, fannst hér mikill sigur unninn og fögnuðum því, að brúin kæmist upp. Hitt þykir, ef til vill, ljótt af mér, að ljóstra því upp nú, eftir öll þessi ár, að sá fögn- uður snart ekki hjartastrengi alls f jöldans hér í Reykjavík. Margir hverjir fylgdust ekki með málinu á meðan það var á dag- skrá, og aðrir sögðu sem svo, að þeir, sem austan fjalls byggi, ætti að bera allan kostnað af brúarsmíðinni. Þeir litu á brú- armálið sem einkamál austursveitanna. Þeim fannst ranglátt að láta alla lands- menn gjalda þann skatt, sem af brúargerð- inni leiddi, og enn aðrir töldu, að lands- sjóður mundi þurrkaður með öllu, ef hann ætti að leggja allt féð fram. Ef vel er að- gætt, er kannske ekki með öllu rétt að fella þunga dóma yfir þeim mönnum, sem þannig hugsuðu, og lítið eða ekkert höfðu með málið að gera. En um þingfulltrúana gegnir allt öðru máh; af þeim mátti heimta, hverjum fyrir sig, að sjá og skilja, að brúarmálið var ekkert einkamál austur- sveitanna, heldur var hér um að ræða sam- göngubætur, sem óbeinlínis varðaði alla þjóðina. Að fulltrúar þjóðarinnar skyldi árum saman þverskallast við að samþykkja brúarlögin, verður lengi talið til ávirðingar þeim meirihluta, og þeim anda, sem þá réð á Alþingi, að því viðbættu, að skera fram- lag ríkissjóðs svo við neglur, að enginn vildi taka verkið að sér fyrir þá fjárhæð, sem í boði var. Erlendir verkfræðingar töldu mikið skorta á, að sú f járhæð nægði; þetta notaði Islands-ráðgjafinn danski sér og synjaði brúarlögunum staðfestingar. Stóð í þessu stappi all-langa stund, og gerðust margir úrkula vonar um fram- kvæmdirnar. En íslendingar áttu þá hauk í horni, þar sem var Tryggvi kaupstjóri Gunnarsson. Hann gekk í máhð með þeim dugnaði, sem einkenndi hann alla ævi, fékk því áorkað að konungur staðfesti lögin vorið 1889 og tók síðan að sér að byggja brúna fyrir þá fjárhæð, sem lögin heimil- uðu. Kom brátt á daginn, að þar var rétt- ur maður á réttum stað, sem Tryggvi var. Tókst honum með sinni alkunnu verk- hyggni og frábærri elju að sigra allar þrautir og hraða svo þessu mikla mann- virki, að því var fulllokið í öndverðum septembermánuði árið 1891. Og jafnframt var látið berast út um bæinn og héruðin austanfjalls, að sjálfur landshöfðinginn, Magnús Stephensen, ætlaði að vígja brúna þriðjudaginn 8. septembermánaðar. All-margir bæjarmenn hugsuðu sér til hreyfings og ákváðu að vera viðstaddir þetta tækifæri. Strax á mánudaginn í fögru veðri og glaða sólskini, fóru menn að tín- ast héðan úr bænum í stærri og smærri hópum áleiðis austur. Þar á meðal var Helgi Helgason; hann lagði á sig þessa för með söngflokk sinn og lúðrasveit, kaup- laust að vanda og ótilkvaddur. Við Sigfús Eymundsson lögðum af stað undir kveld, og náttuðum okkur á Lækjarbotnum; við ætluðum að taka myndir af brúnni. Daginn eftir héldum við svo austur að Ölfusá; hestunum komum við í geymslu í Helli, því að enn var ekki leyft að fara með hesta yfir brúna, en menn fengu að ganga hana; fórum við Sigfús til Gunnars bónda að Sel- fossi og tókum okkur gistingu að honum. All-margt fólk var komið á brúarstaðinn þá um kveldið, einkum lengra að, en fátt úr nærsveitunum. Austan við ána hafði Einar Zoega veitingasah reist fjögur tjöld og flutt þangað vistir að sunnan með æm- um kostnaði. Svo kom vígsludagurinn með drunga í lofti og rigningu, sem ágerðist þegar á daginn leið, og var úrhellisrigning síðari hluta dags og fram á nótt, sjálfsagt hin mesta á sumrinu. Vígsluathöfnin átti að hef jast kl. 2 síðdegis, og var sá tími settur með það fyrir augum, að allur f jöldinn úr næstu sveitum þyrfti ekki að búa sig að heiman fyrir ahar aldir til þess að ná í vígsluathöfnina. Klukkan 11 árdegis var brúnni lokað, og eftir það urðu allir þeir, sem að vestan komu, að láta ferja sig austur yfir, og þar á meðal landshöfðingi og hópur hans. Alltaf var fólkið að streyma á staðinn, ekki aðeins úr nærsveitunum og þorpunum niður við sjóinn, heldur og aust- an yfir Þjórsá. Nýir og nýir hópar komu í Ijósmál fram úr dimmunni og rigningunni jafnt og þétt fram til hins ákveðna vígslu- tíma. Stundvíslega gekk landshöfðingi upp á vegarpalhnn, þar sem smekklegur ræðu- stóll hafði verið gerður; stóð Helgi með homaflokk sinn og söngmenn að baki landshöfðingja. Athöfnin hófst með homa- blæstri og var leikið nýtt lag eftir Helga Helgason við Brúardrápu Hannesar skálds Hafsteins, nýort kvæði, sem útbýtt hafði verið prentuðu á staðnum; síðan var kvæð- ið sungið. Þá hóf landshöfðingi vígsluræðu sína og mælti blaðalaust, enda rigndi þá drjúg- um, svo að litlu gagni hefði komið að styðja sig við skrifuð blöð. Lýsti lands- höfðingi nokkuð sveitunum austan fjalls, brúarþörf þeirra og nauðsyn um bættar samgöngur. Rakti síðan sögu brúarmáls- ins í stóram dráttum og þakkaði öllum þeim, sem á einn eða annan hátt höfðu unnið að þvi, að reisa þetta myndarlega mannvirki, en einkum þakkaði hann þó Tryggva Gunnarssyni — manninum, sem allt hafði oltið á — fyrir ósérplægni hans, elju og sjálfsafneitun, sem hann hefði sýnt í þessu vandamikla starfi. 1 ræðulok minnti landshöfðingi á hringinn Draupni, sem var gersemi mikil og hafði þá náttúru, að ní- undu hverja nótt dmpu af honum átta hringar jafn-höfgir. Óskaði landshöfðingi þess, að sama náttúra fylgdi þessari ger-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.