Vikan


Vikan - 11.09.1941, Blaðsíða 13

Vikan - 11.09.1941, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 37, 1941 13 ,Cocktail‘ stúlkan. Stutt framhaldssaga eftir May Christie. Forsaga: ,,Ef þér snáfið ekki burtu, þá skýt ég yður!“ aepti fjallbúinn og miðaði byssunni á vesalings heilbrigðisfulltrúann. Allt í einu heyrðist hófadynur og grönn stúlka í reiðfötum og stígvélum kom til þeirra, fór af baki, batt hestinn í skyndi og gekk hröðum skref- um að ævareiðum bóndanum, beint fyrir framan byssu hans. „Guð hjálpi þér, Martin, ertu genginn af vitinu? Leggðu þessa byssu strax niður!" hróp- aði stúlkan. „Segðu mér svo, hvað hér er um að vera“, hélt stúlkan áfram. Rödd hennar var mjög hljómfögur. Hún lagði höndina á handlegg fjall- búans og neyddi hann til að leggja niður byss- una og leit á skelfdan heilbrigðisfulltrúann. Henry greip andann á lofti. En hvað stúlku- bamið var hugrakkt! Hún var nú reyndar ekk- ert barn! Og hún var skínandi falleg! „Hann er kominn hingað til að drepa nautið mitt, ungfrú Virginia," sagði bóndinn skjálfandi röddu. „Hann ætlar að setja okkur á höfuðið. Þetta er samsæri gegn okkur, yður er óhætt að trúa því! Ég skal ábyrgjast, að hann stígur aldrei sínum fæti inn á landareign þeirra ríku!“ „Vitleysa, Martin. Lofaðu honum nú að tala. Við skulum komast að skynsamlegri niðurstöðu um þetta.“ En hvað hún var róleg — hvað hún var eðlileg og yndisleg, þegar sólarljósið skein inn á milli trjágreinanna á andlit hennar og augun voru eins og fagrar uppsprettur. 1 þeim sást ekkert nema gæði. „Fegurðardís i Kentucky kemur til hjálpar!" muldraði Georg, sem hafði tekið eftir augnaráði Henrys. „Mér þykir stúlkan vera voguð!“ „Þú verður að taka þessu rólega, Martin. Mað- urinn vill ekki gera þér neitt illt. Hann hlýðir bara skipunum, sem hann hefir fengið. Þetta er allt vegna velferðar sveitarinnar. Við verðum að finna einhver ráð, til þess að þú getir fengið þér annað naut í staðinn." Ofurlitlar hrukkur komu í hvítt enni hennar, og hún hugsaði sig um. — „Við skulum nú sjá til — ef til vill getum við sparað— ég ætla að tala við hann pabba . .. . “ Henry var sem dáleiddur af fegurð hennar og yndisþokka. Hann færði sig nær. Lefty kynnti þau. Stúlkan skýrði honum i fáum orðum frá erfiðleikum bóndans. Hann ætti aðeins fáa naut- gripi — og að þetta skyldi koma fyrir, ja, það var ekki hægt að neita, að þetta kom sér mjög illa fyrir hann .... Henry var einkennilega hrærður og sjálfum sér og vini sínum til undrunar bauðst hann til að gefa bóndanum nautgripi í stað þeirra, sem hann hafði misst. „Er hann genginn af göflunum,“ tautaði Lefty og gapti af undrun. „Hann er strax fallinn fyrir henni, sem ég er lifandi maður!“ sagði Georg og gretti sig. Hann leit aftur á stúlkuna. Hún lítur út eins og Jeanne d’Arc. Já, það var satt, hún var falleg. Að lokum var búið að leiða allt til lykta og Henry gekk hægt með Virginíu að hesti hennar. „Sé — sé ég yður ekki aftur? Ég var að velta Juiia Trevor er að dansa við Henry Van Tyle, ung- an, auðugan piparsvein á veitingahúsinu Kit Kat. Hún reynir með öllu móti að fá hann til að biðja sin. Hún vill ná í pen- inga og virðulega stöðu í þjóðfélaginu. Þama kynnist hún Willy, auðugum kaup- sýslumanni. Henry heyrir samtal milti Willy og Júlíu og verður fráhverfur hennx. Fer daginn eftir til óðalsseturs sins. Drepa á sjúkt naut hjá bónda í nágrenninu. fyrir mér — víð komum til búgarðs míns í dag — ég kem mjög sjaldan hingað — ég var að velta því fyrir mér, hvort við mættum ekki heimsækja yður?“ Hann stamaði eins og skólapiltur, þegar hann var að tala við þessa litiu sveitastúlku — hann, þessi eftirsótti stórborgarmaður! Hvað hafði eiginlega komið fyrir hann? Virginía Randolph hugsaði: Hann er sá lang- fallegasti maður, sem ég hefi nokkum tíma séð! Þegar hún leit framan í hann barðist hjarta henn- ar ótt og titt og þótt hún gengi róleg á móti w Henry var dáleiddur af yndisþokka hennar og færði sig nær. Lefty kynnti þau. bóndanum með hlaðna riffilinn, þá tók hún nú ofurlítil andköf, þegar hún sagði: „Ég hefi verið að heiman í skóla í fjögur ár, en ég hitti yður einu sinni með föður mínum, þegar ég var smátelpa — f jórtán ára eða eitthvað þar um bil — nú man ég eftir því —“ „Þá lofið þér mér að endumýja gamlan kunn- ingsskap, er það ekki?“ Hún brosti. Hún hafði fallegar, hvítar tennur. Kinnar hennar vom eins og blómstur. Analit hennar var ávalt. Kastaníubrúnt, hrokkið hárið var eins og rammi í kring um andlitið. Hvíta blússan hennar var opin í hálsinn og sýndi grann- an háls, sem var dálítið sólbrunninn. Hún var að- eins hærri en í meðallagi og fallega vaxin. Hún samsvaraði sér vel. „Ég er viss um, að það mun gleðja föður minn, ef þér og vinur yðar lítið inn í kvöld.“ Virginía var komin á bak, áður en Henry gat hjálpað. henni sneri við og reið í burtu. Ungi maðurinn stóð og starði hugfanginn á eftir henni. Virginía kom að stóra, gamla húsinu, þar sem hún átti heima. Hún var einkadóttir vel efnaðs bónda. Móðir hennar var dáin. Faðir hennar tilbað hana og liún elskaði hann. Föðursystir hennar, gömul piparmey, sá um húshaldið. Hún lét negra taka við hesti sinum og fór eld- húsmegin inn í húsið, og andlit hennar ljómaði óvenju mikið. Hún heilsaði negraeldabuskunni ekki glaðlega eins og hún var vön að gera, heldur gekk fram lijá henni og út í anddyrið. Negrakonan sá hana í gegnum dyragættina nema staðar við fuglabúr og stara á það. Virg- inía gleymdi sér alveg og sá tvo fugla á prikinu í staðinn fyrir einn! Hún brosti. Var þetta góðs viti .... ? Síðan hófst hún handa. Hún hringdi til beztu vinkonu sinnar, Charlottu Wilbertree, öðru nafni „Chotty": „Komdu hingað í kvöld. Það er ofurlitið, sem ég þarf að segja þér. Það getur verið, að það verði fleiri hér.“ „Heyrðu, hvaða piltar eru það?“ spurði Chotty áköf. „Það stendur alveg á sama. Komdu nú bara strax!“ Virginia fór út i garðinn með stóra körfu og skæri. Hún klippti fallegu rósina, sem Lulu frænku hafði þótt svo gaman að horfa á. Allt varð að vera eins yndislegt og mögulegt væri í kvöld. „Hvað stendur eiginlega til, Virginía?" Stúlkan roðnaði. „Við fáum gesti í kvöld — það er maður- inn, sem á Cedar Tree Farm og vinur hans — tveir merkir menn frá New York. Chotty kom. Há, lagleg og hávær Suðurríkja stúlka og nokkuð djörf í framkomu. Hún var í sjöunda himni yfir þess- um væntanlegu gestum og hafði eftir því sem hún sagði sjálf, ákveðið að spila út öllum sin- um trompum, því að það væri mál til komið, að hún krækti sér í rikan eiginmann. „En hvað verður þá um aum- ingja Lefty?“ spurði Virginía. „Hann er ástfanginn af þér, Chotty. Þú mátt ekki fara illa með hann!“ „Sá afglapi! Mér verður illt af að hugsa um hann!“ Chotty reigði sig. Þær fóru inn í stóru borðstofuna til að borða kvöldverð. Það var þægilega svalt þar. Lula frænka sat við annan enda borðsins, en faðir Virginíu, sem var laglegur maður á sextugsaldri, sat við hinn endann. Virginía Randolph var óstyrk á meðan á mál- tíðinni stóð. Henry Van Tyle — það var tigið nafn, já, næst- um þvi fallegt! Hún sá þennan laglega, unga mann í anda. Hann var sams konar maður og hún hafði fléttað alla drauma sina um, en hafði þó aldrei þorað að vona, að hún hitti slíkaa mann.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.