Vikan


Vikan - 11.09.1941, Blaðsíða 5

Vikan - 11.09.1941, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 37, 1941 5 Hugrekki. SmciscLtyCL oJþt&i T)o.hjoiAjy. ScLn&tihn 'pAíMíps. Koma Beuluh Baron til Marysville var sigurför. Hún hafði farið þaðan um morgun með lestinni klukkan 7,10. Þá var hún magur og fölur unglingur. Brottför hennar hafði ekki raskað ró bæj- arins. Enginn hafði komið niður á braut- arstöðina til að kveðja hana. En þennan sólbjarta dag í júní, þegar hún kom aftur til Marysville í flugvélinni sinni, þá var fyrirskipaður frídagur í bæn- um. Kaðlar og lögregla héldu fólkinu, sem hafði komið til að taka á móti „Djörfu Beuluh", „Hugrökku Beuluh", eins og blöð- in kölluðu hana, frá hinni hugrökku flug- konu, sem hafði flogið hundrað flugferðir. Þegar hún steig út úr flugvélinni, mættu henni hróp og köll þúsunda áhorfenda. Seinna, eftir að búið var að aka henni í bíl borgarstjórans í gegn um raðir af fólki til ráðhússins, þá stóð hún við hlið- ina á borgarstjóranum á meðan hópar af fólki fóru fram hjá: „Munið þér ekki eftir mér, Beuluh? Ég kenndi yður í skólanum.“ „Ég átti einu sinni heima í húsinu við hlið- ina á yður, Beulah. Ég var ekki nógu gömul til að leika við yður, en ég var vön að horfa á yður hlaupa eftir mæninum á húsinu -—“ Já, þessi koma bætti fyrir allt, sem hún hafði liðið í æsku. Þá hafði hún reynt að láta taka eftir sér, vera vel þokkuð, en drengimir og stúlkurnar ypptu öxlinn og sneru við henni bakinu, þegar hún sagði: „Sjáið þið! Getið þið þetta?“ Foreldrar bamanna horfðu á hana og sögðu: „Hvað er þessi tryllta telpa hans Barons nú að gera?“ Það var aðeins eitt, sem skyggði á ánægju hennar: meðal alls þessa fjölda á flugvellinum, allra þeirra, sem komu og tóku í hendina á henni, og allra, sem stóðu með fram veginum, gat hún hvorki séð Paul Rysing — háa, herðabreiða, rauð- hærða Paul, sem var hetja hennar á skóla- ámnum — eða Kathy West — litlu, blá- eygðu, fínlegu Kathy —, sem hafði gifzt Paul. Og það var aðallega vegna Pauls og Kathy, að Beulah Baron hafði tekið boð- inu um að koma til Marysville. „Hér er einhver staður langt í vestri,“ sagði einkaritari hennar morgun nokkurn, þegar hún var að athuga póstinn. „Þeir vilja fá yður til að vígja nýja flugvöllinn þar. Ég skrifa þeim kurteislega, er það ekki, og segi að mikilsvarðandi loforð hefti yður o. s. frv. —“ „Hvar er það?“ spurði Beulah kæruleys- islega. ,j5g hefi aldrei heyrt nafnið áður. Við skulum sjá — Marysville —“ „Marysville ?“ Hún greip bréfið og starði á dagsetninguna og undirskriftina. Hún sá í anda götumar, sem hún hafði svo oft gengið einsömul, litla húsið, sem hún bjó í, trén og þökin, sem hún var vön að klifra á, skólahúsið og hópana af hlæjandi böm- um. Hún sá sjálfa sig, horaða og með strítt hár — og Kathy West og Paul — Paul, sem virtist ekki geta séð, að Kathy var bara veikburða kjáni. * Hún mundi greinilega eftir, að kvöld nokkurt hjólaði hún fram hjá húsi Kathy. Hún hafði séð Kathy, Paul og fleiri á gras- blettinum og allt í einu datt henni í hug að hjóla inn um hliðið og hjólaði svo niður tröppumar og eftir mjóum stígnum. Þá höfðu þau tekið eftir henni. Hún heyrði þau stynja: „ó“ og „æ“, þegar þau sáu hana. Hún fór brosandi til þeirra. „Þetta er ekkert. Reyndu, Kathy.“ En Kathy mótmælti. „Það er enginn vandi og þér mun þykja gaman að því. Þú mátt fá hjóhð mitt, Kathy.“ En Kathy hristi höfuðið: „Nei.“ „Hvers vegna ekki?“ ögraði Beulah. „Mig — mig langar ekki til þess.“ „En það er gaman að því, Kathy.“ Beu- lah brosti. Hún leit á Paul. „Þú ert þó ekki hrædd, Kathy?“ Nú varð þögn. Síðan kastaði Kathy til höfðinu, svo að ljósa hárið flögraði: „Jú, ég er hrædd.“ „Kathy West!“ Beulah var undrandi. „Ég trúi því ekki, að þú sért skræfa — þ ú !“ „Ég er engin skræfa!“ hrópaði Kathy. „Mig langar bara ekkert til að gera þetta.“ „Sýndu þá, að þú sért það ekki. Taktu hjólið mitt —“ „Nei! Nei!“ Tárin mnnu úr augum Kathy. „Þá ertu líka hrædd! Raggeit!" Paul færði sig nær. „Láttu Kathy í friði, Beulah. Hún er engin raggeit. Hún er eins hugrökk og þú. Bara af því að hún vill ekki gera kjánalega hluti eins og þú. — Vertu ekki að gráta, Kathy. Þetta gerir ekkert til.“ Beulah hafði séð augnatillit hans, þegar hann leit á Kathy. Hún sneri sér að hópn- um. „Ég er ekki hrædd við neitt! Bíðið þið bara! Ég skal sýna ykkur ...“ Hún hafði sýnt þeim. Sumir sögðu, að velgengni hennar væri heppni, og það hefði verið af heppni að gamli, ríki Axel Mc- Kenna tók eftir henni. En það var ekki heppni, Það var einbeittni og fyrirhyggja, sem hafði komið henni í stöðu forstöðu- konu flugvallar. Það var af einbeitni og fyrirhyggju, sem hún hafði leitað Axel McKenna uppi. Hann hafði oft flogið með félaginu, sem hún var hjá, og hann hafði hjálpað henni til að læra að fljúga, og ef henni tækist það vel, þá skyldi hún fá sína eigin flugvél. Það var af fyrirhyggju, sem hún hætti að fljúga í heilt ár, á meðan hann var veikur og hafði lofað honum að bíða eftir honum og skemmta honum. „Ég býst við, að þú sért að reyna að ná í peningana mína,“ hafði hann sagt. „Auðvitað," hafði hún svarað. Hann hafði brosað. „Gott og vel, þú vinnur. Sæktu lögfræð- inginn minn á morgun ...“ * „Auðvitað fer ég til Marysville," sagði hún. „Skrifið strax. Afþakkið öll boð, sem ég hefi fengið. Ég hefi gaman af að fara til Marysville. Ég átti heima þar. Það er fólk þar, sem mig langar að sjá.“ Enn fóm hóparnir fram hjá henni. Fólk, sem ekki vildi líta við henni í æsku, tók nú í hendina á henni, brosti og talaði. En Kathy og Paul vom hvergi! Þau vom ekki flutt, hún vissi það. Þó vom þau ekki hér til að sjá sigurför hennar. Hún gat ekki um annað hugsað. Á leiðinni frá ráðhús- inu til gistihússins bað hún um hsta yfir þá, sem ættu að taka þátt í veizlunni, sem átti að halda um kvöldið í heiðursskyni við hana. Hún leit fljótt yfir hann. Nöfn Kathy og Pauls vom þar ekki. „Ég skal sýna ykkur ...“ Hún hafði sagt það fyrir löngu síðan. Og nú — Hugs- auir hennar vom bitrar, þegar hún var að klæða sig. Að vísu myndu þau lesa um komu hennar í blöðunum, en hana langaði til að sjá þau, langaði til að kasta sigur- gleði sinni beint framan í þau. Hún gat ekki látið þetta tækifæri ganga sér úr greipum. Hún varð að sjá þau! Hún leit á úrið sitt. Hún hafði enn tutt- ugu mínútur. Fimm mínútur til baka og tíu mínútur til að — Og ef hún yrði of sein? Jæja, þá það! Hún var Beulah Baron. Það var þá bezt að borgarstjórinn og gest- imir biðu eftir henni! Hún hristi brúna hárið aftur á bak, tók hvítu og svörtu kápuna sína og leit í spegil. Hún var í fallegum, mjúkum, rauðum kjól. Hár hennar, sem áður var strítt og slétt, var nú mjúkt og liðað. Fölu kinnarnar vom rjóðar, og hún var að öllu leyti ólík tötra- legu stúlkunni, sem hafði yfirgefið Marys- ville morguninn þokufulla. Hún gekk niður og fór út um bakdymar til að vekja ekki of mikla athygli og tók leigubíl. Fáeinum mínútum síðar stóð hún við útidyr Pauls og hringdi á dyrabjölluna. Hún beið ofurlitla stund, þá kom kona og opnaði hurðina. Hún var ekki grönn leng- ur, hárið hafði misst gullna bjarmann, and- lit hennar var ellilegt og þreytulegt, en Beulah þekkti hana. Hún rétti fram hend- ina: „Kathy! Þekkirðu mig ekki? Ég er Beulah — Beulah Baron!“ Pramhald á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.