Vikan


Vikan - 11.09.1941, Blaðsíða 10

Vikan - 11.09.1941, Blaðsíða 10
VIKAN, nr. 37, 1941 10 Heimilið Mafseðillinn. Blómkálsbúðingur. 1 blómkálshöfuð. 25 gr. smjör. 25 gr. hveiti. 1 % dl. kjötsoð. 2 eggjarauður. Salt. 1 mat- skeið rjómi. Blöðin eru skorin af blómkálinu og nokkuð af stilknum skorið af. Blóm- kálið er skolað vel og Iátið með krón- una niður í kalt vatn, sem er blandað með ediki þannig, að í hvern líter af vatni er látin ein matskeið af ediki. Kálið er látið liggja í eina klukku- stund í vatninu og síðan skolað aftur. Síðan er það iátið í sjóðandi salt- ▼atn og sett á eldavélina. Skorið ör- litið í stilkinn, svo að hann soðni eins fljótt og kálið sjálft. Soðið, þar til kálið er meyrt, en má ekki detta í sundur. Kálinu er því næst skipt nið- ur og látið í skeljar eða lítil mót. Smjörið er brætt, hveitinu hrært út i, þynnt með kjötsoðinu, suðan látin koma upp, eggjarauðunum og rjómanum bætt út í og síðan saltað. Þessari sósu er hellt yfir blómkálið og tvíbökumylsnu stráð ofan á. Að lokum eru skeljamar settar inn í vel heitan ofn og látnar bakast í fimm mínútur. Það má einnig láta blómkálshöfuð- ið heilt í leirskál og hella sósunni yfir. Þá er það bakað í tíu míriútur. Uppskriftin nægir handa fjórum. Hrísgrjónagrautur. 5 1. mjólk. 450 gr. hrísgrjón. Salt. Mjólkin er sett i pott og suðan lát- in koma upp. Þá eru grjónin, sem hafa verið þvegin vel og skoluð úr þremur sjóðandi vötnum, látin út í. Síðan er grauturinn látinn sjóða við sterkan hita í fimmtán mínútur og rið daufan hita í tvær klukkustundir. Stundarfjórðungi áður en grauturinn er borinn fram, er hann saltaður og færður upp. ■■•■■•■■■■■•»•■■•••■ Fallegur eftirmiðdagskjóll. Margvisleg efni eru notuð í kjóla nú á dögum. Einna mest er notað af rósóttum og köflóttum efnum. Hér er til dæmis myrid af eftirmiðdagskjól úr silkiefni. Grunnurinn er hvítur, en bláar og hvítar borðalykkjur á víð og dreif um efnið. Kraginn er mjög klæðilegur fyrir þær, sem hafa grann- an háls. Beltið er dökkblátt, breytt að framan og hneppt að aftan. Hreingemingabursta, uppþvotta- bursta, baðkersbursta og allar aðrar tegundir bursta ætti að þvo í hvert skipti, eftir að þeir hafa verið notaðir. Málningarblettum má ná af glugga- rúðum með því að nudda þá með mjög sterku og heitu ediki. Meðferð ungbarna. „Pretturmn“ eða snuðtotan er áhald, sem aldrei ætti að koma bömum upp á að nota. -— Það má heita ógerningur að halda honum hreinum, því að hann flækist út um allt, dettur í gólfið eða þvælist innan um rúmið, og er þá oft stungið upp í krakkann án þess að af honum sé þvegið, sizt nógu vandlega, enda sá, sem lætur hann upp í bamið, sjaldn- ast hreinn á höndum sem skyldi. Veldur þessi prettur þannig óþrifum og engu góðu. Þó telja mæður prett- inn alveg nauðsynlegan, hann sé huggun fyrir bamið, það þagni oft, þegar það fái hann og þar fram eftir götunum. En þetta er óvandi og ekk- ert annað. Komið barninu bara aldrei á „prettinn", og þið skuluð sanna, að það verður alveg eins rólegt fyrir því! þá má aldrei frá þeim víkja á meðan. Á slíkum blíðviðrisdögum er jafnvei ekki nóg að lofa bömunum undir bert loft stund og stund i senn, heldur ættu þau þá að vera sem allramest úti, undir góðri gæslu. Sé suddaveður er betra að halda þeim inni, og eins í hvassviðri (ryk). Þetta, sem hér hefir verið sagt, um útivera barna á vitanlega aðeins við um heilbrigð böm með venjuleg- um framförum. Um pasturslítil böm og veikluleg er ekki hægt að gefa neinar algildar reglur. Þar verður læknir að ráða úr. (D. Schv. Thorsteinsson: Bamið). „ChattIeya-orchidían.“ Hvenær má fyrst leyfa barni út undir bert loft? Það er enginn hægðarleikur, að svara þessu svona aímennt og af- dráttarlaust, því að hér kemur svo margt til greina: framfarir bamsins og heilsufar, veðráttan og hvernig því er í ár komið. — 1 Noregi er heil- brigðum börnum lofað út þetta 6—8 vikna gömlum, og stundum fyrr, jafn- vel að vetri til, og það þó frost sé (-7-1-—2° C. eða meir), en það verð- ur að vera með þau í skjóli. En þess er þá að gæta, að börnin séu áður orðin vön góðri loftræstingu og séu ekki borin út úr sjóðheitu herberginu beint út undir bert loft. Að sumri til er þeim lofað fyrr út, jafnvel hálfs- mánaðar til 3 vikna gömlum. Þetta mun vera svipað í Svíþjóð og Dan- mörku, og ætti að vera óhætt hér. Það er svo um þetta atriði, að „manni er bæði sárt og klæjar“, ef svo mætti segja. Allir vita, hve hreint loft er heilnæmt, ekki sízt börnum, og langar því til að láta þau njóta þess sem fyrst og í sem fyllstum mæli. En á hitt er jafnframt að líta, að börn era mjög næm fyrir öllum snöggum umskiptum hita og kulda. Er þvi hér sem víðar, vandratað meðal-hófið, og ætíð gott að fara varlega. Almennt má þó víst telja, að mæður hér á landi séu yfirleitt helzt til ragar á að lofa börnum sínum undir bert loft, og kann að vera nokk- ur vorkunn, þar sem óvíðast er svo húsum háttað, að hægt sé að flytja ungböm smátt og smátt til í her- bergjum, hvert öðru kaldara, þar til loks er ráðist í að fara með þau út. Annars virðist margt benda á, að bömum sé engu vandara hér en t. d. í Noregi (fullt eins hraustbyggð og vænleiki við fæðingu engu síðri), og ætti því að mega bjóða þeim sama og þar er títt. Aðal-atriðið er, að þau séu höfð í skjóli, meðan þeim er lofað að vera úti, og verði þeim ekkert meint við fyrstu útferðina eða út- ferðirnar, ætti að smáfreka þær, jafn- vel að vetri til, þó frost sé dálítið, ef ekki er mjög hvasst. 1 sumarblíðu má telja óhætt að lofa ungbörnum út hálfsmánaðar til 3 vikna gömlum, því að veðurblíða getur verið hér fullt eins mikil og í nágrannalöndunum. Má þá jafnvel láta þau sofna úti, en Frú Godfrey Haggard, kona aðal- ræðismanns Breta í Bandaríkjunum, ber nýju Cattleya-orchidíuna, sem fékk nafnið í heiðursskyni við Lady Halifax,' konu Halifax sendiherra Breta i Bandaríkjunum. Þetta fallega blóm er hvítt með purpurarauðum varablómum i miðjunni og var sýnt á garðyrkjusýningu í New York. 'Wu %k*»»**% MILO HERDSÖLUfilRGÐIR: ÁRNI JÓNSSON, HAnMARSTft.5 REYKJAVÍK

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.