Vikan


Vikan - 11.09.1941, Side 6

Vikan - 11.09.1941, Side 6
VTKAN, nr. 37, 1941 |L^ ■ JT ■Bt ■ JJ U Framh. af 1. síðu. Pioðkorinn hefir unnið hjörtu landsmanna. að er sama, hvar maður kemur og við hvem maður talar, allir þeir, sem útvarp hafa, virðast sammála um þáttinn „Takið undir“. Og það er aðeins, þegar um eitthvað afburða-gott er að ræða, að menn geta orðið á eitt sáttir um ágæti þess. Vér náðum tali af Páli ísólfssyni, sem er stjórnandi og hrókur alls fagnaðar í þessum vinsæla þætti útvarpsstarfsem- innar og lögðum fyrir hann nokkrar spurn- ingar: — Hver átti hugmyndina að kórnum? — Þetta hefir lengi legið í loftinu. Það er svo margt gott, sem liggur í loftinu, vandinn er aðeins sá, að grípa það á rétt- um tíma. Aðrar þjóðir hafa fyrir löngu byrjað á að láta taka undir hjá sér. Því skyldum við ekki gera það líka? Var ekki einmitt sérstök ástæða til að minna þjóð- ina á ljóð skáldanna sinna, og þá sérstak- lega ættjarðarljóðin, á þessum alvarlegu tímum? — Hvenær var Þjóðkórinn stofnaður? — Fyrir tæpu ári. Ég skal játa, að ég kveið dálítið fyrir í fyrstu, því að hér var um nýlundu að ræða, sem óvíst var, hvernig hinir vandlátu hlustendur mundu taka. En undirtektimar voru strax svo góðar, að sjálfsagt þótti að halda áfram, og höfum við nú haft 15 söngæfingar með þjóðinni síðan. Og hún tekur undir, ýmist með því að syngja sjálf, en það munu flestir gera, eða með því að láta sönginn bergmála í hjörtunum. Hvemig gat líka öðm vísi farið um jafn söngelska þjóð? — Hve margir em þátttakendur í út- varpssalnum? — I baðstofunni hjá okkur syngja að- eins 8 manns, auk mín, sem ýmist syng eða stjórna eða geri hvort tveggja. ,,Er það ljóta röddin?“ spurði lítið barn mig um daginn. Blessuð bömin eru svo hrein- skilin. Jú, það er hún. Og svo þarf ég að annast öll heimilisverkin á meðan æfing stendur yfir. Þetta er úrvalslið, sem syng- ur hjá okkur, og veit, hvað það syngur, enda flest löngu þekkt landshornanna á milli fyrir söng sinn. Annars mun allur kórinn vera milli 30—40 þúsund manns. Því miður getur þessi kór ekki hugsað til utanferðar á næstunni vegna ríkjandi ástands. Okkur til aðstoðar er útvarps- tríóið og hefir samvinnan við það verið hin ákjósanlegasta. Þeim þykir bara verst að geta ekki bæði sungið og spilað! — Hvað viljið þér segja um kórinn og undirtektir þær, sem hann hefir fengið? — Allt það bezta. Þetta er viðráðanleg- asti kórinn, sem ég hefi stjómað um æfina. Allir mæta á æfingum og enginn jagast út af neinu. Það fylgir því mikil gleðí að syngja, og sú gleði er saklaus og holl, og hefir ekki í för með sér neina timburmenn, en veitir nýjan þrótt og nýja lífskrafta. Og þetta hefir þjóðin fundið og því tekur hún undir af hjartans lyst. — Vilduð þér ekki gefa lesendum Vik- unnar kost á að fá að sjá eitthvað af bréf- mn, er þér hafið fengið sem stjómandi Þjóðkórsins? — Blessaðir verið þér! Það tæki margar ,,Vikur“, ef birta ætti öll bréfin, sem bor- izt hafa. Ég skal með ánægju afhenda yður hérna dálítinn búnka til athugunar. Við höfum haft mikla ánægju af bréfunum og hinum hlýju kveðjum kórmeðlimanna og vil ég nota þetta tækifæri til að þakka öll- um Þjóðkórnum hinar góðu undirtektir! Og nú föram vér að blaða í bréfunum. Það er orðið eins með Pál og fræga kvik- myndaleikara: Hann fær svo mikið af bréf- um, að það er ómögulegt, að hann komist yfir að svara þeim. I þessum bréfum kennir margra grasa. Fólk, sem Páll hefir aldrei séð, ávarpar hann eins og hann sé aldavinur þeirra og hafi drukkið dús við það fyrir mörgum ámm. I sumum þessara bréfa er hann beð- inn að annast ýmsar útveganir. Músikalsk- ur maður fer þess á flot við Pál, að hann útvegi sér sög, því að það sé eina hljóð- færið, sem hann kunni að spila á — og ætlar Páll að verða við þeirri beiðni. Hér koma þrjú sýnishorn af bréfunum: Herra Páll ísólfsson! Ég undirritaður hefi nokkmm sinnum bmgðið mér til næsta bæjar til að hlusta á útvarp, þegar „Þjóðkórinn“ hefir sungið. Ég get ekki still mig um að þakka yður fyrir þá ánægju, sem hann hefir veitt mér og öðram, sem á hafa hlýtt. Og ég vona það, að þessi starfsemi verði til að glæða áhuga þjóðarinnar fyrir góðum söng og auka smekk hennar fyrir lögum og ljóð- um. Vel væri ef starf „Þjóðkórsins“ yrði til þess að menn syngju oftar ljóð góð- skálda, en sjaldnar. „Einu sinni var kerl- ing“ og annan slíkan skáldskap (!), sem því miður klingir allt of oft í eyrum manns. En væri nú ekki gaman að „Þjóðkórinn" syngi stöku sinni eitthvað af íslenzku þjóð- lögunum, sem mörg em dásamlega falleg og túlka ekki síður en ljóðin tilfinningar og hugsanir íslenzku þjóðarinnar. Og þótt kórinn syngi nú mest einraddað væri samt gaman í þessu sambandi að heyra ein- stöku sinnum tvísönginn „gömlu karlana". En það sem kom mér aðallega til að skrifa yður þessar línur var flutningur kórsins á „Fanna skautar faldi háum“, og ummæli yðar um það kvæði. Mér datt þá í hug ann- að kvæði eftir Jónas Hallgrímsson, kvæði, sem íslenzkt tónskáld hefir samið heilt tónverk við og á ég þar við kvæðið „Gunn- arshólma“ og lag Helga Helgasonar við það kvæði. Nú er það einlæg ósk mín, að þér kæmuð því til leiðar að þetta verk yrði flutt í heilu lagi af kór og einsöngvumm í útvarpið og það oftar en einu sinni, því að kvæðið ættu allir Islendingar að kunna og lagið er þess virði að menn læri það og syngi. En ég þori að fullyrða, að allur þorri íslendinga hefir ekki hugmynd um að þetta lag er til. Ég Iæt hér svo staðar numið, en vil að endingu þakka yður starf yðar í þágu tónhstarinnar. Það er „ein frá hinni öldinni“, sem skrif- ar eftirfarandi bréf: Herra dómkirkjuorganleikari. Ég vona, að þér mísvirðið ekki þó ég sendi yður nokkrar línur, vegna þess að ég er mikill aðdáandi yðar og læt ekkert tækifæri ónotað að hlusta á yður. Þó vil ég ekki fullyrða, nema stöku jarðarför fari fram hjá mér. Ég er ákaflega hrifinn af Þjóðkómum þó ég þori ekki að taka undir, því ég veit ekki, nema ég sé hjáróma og skemmi fyrir ykkur sönginn. Nú eruð þið byrjuð að syngja okkur í svefn, svo þá langar mig að biðja yður að lofa okkur að heyra Vögguvísu eftir Davíð og lagið eftir Pál Isólfsson; svo er það líka „Lit- fríð og ljóshærð", bæði gamla lagið og lag- ið hans Emils, og enn þá er það eitt lag og kvæði eftir ykkur snillingana: I dag skein sól, eða var það í gær, sem hún skein, ég er ekki alveg viss. En annars er það nú ábyrgðarhluti fyrir ykkur listamenn- ina að semja vöggukvæði og lög við, því það kvað vera óskapleg spilling á börn- unum að svæfa þau. Ég hefi nú haft gam- an af að klappa ofan á krakka og raula við þau (þó ég treysti mér ekki í þjóðkór- inn). Og meira að segja hefi ég nú tekið þau og setið með þau og jafnvel gengið um gólf með þau. En ég trúi yður bara fyrir þessu. Þau hafa nú samt ekki verið óhlýðn- ari en sjálfsofandi krakkar. Svo fyrir mitt leyti vildi ég nú heldur að þið hélduð áfram að semja Vögguljóðin. Fyrirgefið rausið. Og létt er yfir þessu frá Austfirðingi: Kæri Páll Isólfsson & Þjóðkórinn, Rvík. Beztu þakkir fyrir fyrst og síðast, og þá ekki sízt fyrir í gærkvöldi! En svo var líka orðið allt of langt síðan við heyrðum í ykkur síðast. Vonandi takið þið nú að „hópast undir haustið" og kvakið þá bæði seint og snemma og — kveðju úr suðri sendið æ með söng og hlýjum blæ, — svo að vikið sé lítið eitt við fallegum orðum PáJs Ólafssonar! En eitt er það þó, sem sízt má gleyma að þakka yður fyrir, og það er hláturinn ykkar! Hann megið þið alls ekki draga niður í ppp, því að hann er ein hin bezta heilsubót til sálar og líkama, sem þið getið sent okkur! Við emm svo sorglega alvar- legir, Islendingar, og fákunnandi um fagr- ar listir. Við viljum helzt ekki svngja nema fleirraddað, þótt það gangi stundum styrt fyrir einum — nema þá í pólitíkinni! Og glaður, kitlandi hlátur er afar sjaldgæfur, því miður! En hlátrasköll og hávaði býsna algeng, jafnvel hjá konum. Ykkur er því alveg óhætt að hlæja al- mennilega upp úr, þegar. verulega vel ligg- ur á ykkur, — og það virðist mér oft gera — og þá getið þið vel sungið á eftir: Nú er hlátur nývakinn---------í þeirri von og vissu, að við hlæjum öll með ykkur! Og þökkum ykkur fyrir eftir á! — Jæja, fyrirgefið þið. Ég ætlaði annars ekki að fara að skrifa ykkur sendibréf núna! Það ætlaði ég að gera „einhvem tíma seinna" og senda ykkur þá kvæði um Þjóðkórinn! En það átti að vera „drápa og gott kvæði“, og verður því sennilega

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.