Vikan


Vikan - 11.09.1941, Blaðsíða 4

Vikan - 11.09.1941, Blaðsíða 4
4 VTKAN, nr. 37, 1941 semi, sem við hefðum hér eignazt, að af henni drypi á skömmum tíma viðlíka marg- ar brýr jafn-góðar, yfir þau vötn landsins, sem þarfnaðist mest. — Ræða landshöfð- ingja var skörulega flutt og fór ekki dult, að honum var gleðiefni að mega afhenda, alþjóð til afnota, langmesta samgöngu- mannvirki, sem gert hafði þá verið hér á landi. Að lokinni ræðu landshöfðingja var brú- in opnuð, og hófst þá skrúðganga, vestur yfir hana. Tryggvi Gunnarsson og lands- höfðingi gengu í broddi fylkingar og 3—4 samsíða í hverri röð. Tók gangan nokkura stund. Vestan brúarinnar staðnæmdist fólkið og ætlaði Helgi að skemmta þar með hornablæstri, en veðrið meinaði mjög að svo gæti orðið. f skrúðgöngunni tóku þátt um 1500 manns, en fullyrt var af þeim, sem gerzt máttu vita, að utan við hana hefði staðið full 300 manns, sem mættir voru á staðnum. Var þessi mannsöfnuður eflaust hinn mesti, er um margra alda skeið hafði verið saman kominn í einum hóp hér á landi utan kaupstaða. Og hefði að sjálf- sögðu komizt nokkuð á þriðja þúsundið, ef betra veður hefði verið. En slíkt fjölmenni sýndi, hversu fögnuður almennings þar um slóðir var mikill yfir þessu mannvirki; þá var þó engan veginn auðvelt að sækja þangað, alls staðar torleiði, vegleysur að brúnni þeggja vegna og engin önnur farar- tæki en hesturinn. En hér var f jöldinn að fagna fyrsta og stærsta sigrinum, sem enn hafði verið unninn í samgöngumálum héraðsins. 1 upphafi voru sumir smeykir við, hversu brúin skalf er gengið var yfir hana; en sú hræðsla hvarf von bráðara, og menn þyrpt- ust út á brúna. Ægði þar öllu saman, ríð- andi mönnum og gangandi, ungum og gömlum, konum og körlum, lausum hest- um og klyf jahestum. Hált var á brúnni og skall laus hestur, en ekkert slys varð, og reisti hann sig sjálfur. Þegar frá leið nokk- uð sást maður þeysa brúna endilanga á harðaskeiði, og tóku fleiri það eftir, kennd- ir sem ókenndir. Þá voru enn ekki settar neinar umferðarreglur, en þær komu bráð- lega og varð þá að ríða klyfjagang og bannað að sleppa lausum hestum á brúna, án þess riðið væri eða gengið á undan þeim. Þrátt fyrir veðrið reyndu menn að skemmta sér, og tókst það vonum framar. Veitingar voru nógar á staðnum, bæði heima á Selfossi og í tjöldunum hjá Ein- ari Zoéga. Auk þess reyndi Tryggvi að hlynna að mönnum eftir föngum í skála þeim, er hann hafði byggja látið og hafzt við í á meðan á brúarsmíðinni stóð, og síð- an hefir borið nafn hans. I Tryggvaskála var glatt á hjalla, ræður fluttar, sungið og drukkið fast, eins og raunar víðar, en lítið um róstur og ryskingar. Stóð gleðskapur- inn fram á nótt og mátti kalla, að öll þessi athöfn færi prýðilega fram. Og alls staðar var talað um Tryggva Gunnarsson; nafn hans mátti kalla, að væri á hvers manns vörum. Allir lofuðu hann og dáðu, og marg- ir fullyrtu, að hefði hans ekki notið við, mundi dagur og vika hafa liðið þangað til, að brúin hefði komizt upp. Og það er sann- leikur, sem standa mun óhaggaður um aldaraðir. Árnesingar mundu Tryggva þetta líka við næstu alþingiskosningar. Þá var hann kosinn fyrri þingmaður sýslunn- ar og fór með umboð hennar næsta kjör- tímabil. Margir héldu heimleiðis um kveldið og nóttina, en flestir Reykvíkingar biðu næsta dags. Við Sigfús gátum lítið tekið af mynd- um vígsludaginn. En næsta morgun náð- um við góðri mynd af brúnni, sem víða hefir birzt. * Þó að mikill og almennur fögnuður væri yfir þessum fyrsta stór-sigri í samgöngu- málum héraðsins, þá fannst þó Rangæing- um, er brúarmálið höfðu fyrstir upp tekið, að þeir sæti við skarðan hlut og hefði enn aðeins hálfum sigri að fagna. Allir þeir, sem austan Þjórsár bjuggu, nutu ekki nema hálfra þæginda af brúnni á Ölfusá, og satt bezt að segja, var samt nóg eftir af illfærum ám og sundvötnum í Rangár- valla- og Skaftafellssýslum, þó að brú kæm- ist á Þjórsá. En eftir því að dæma, hversu Alþingi hafði snúizt við byggingu Ölfusár- brúarinnar, og skammtað fé til hennar, bjuggust víst fæstir við, að brú á Þjórsá væri svo skammt undan, sem brátt kom á daginn. Fjórum mánuðum eftir vígslu Ölfusár- brúar tilkynnti íslands-ráðgjafinn danski landshöfðingja, að mannvirkjafræðingur sá, sem umsjón hefði haft með byggingu brúarinnar, hefði boðizt til þess að gera uppdrætti og kostnaðaráætlun um slíka brú á Þjórsá hjá Þjótanda. Landshöfðingi féllzt á það, og svo kappsamlega var unnið að þessum undirbúningi, að stjórnin lagði brúarmálið fyrir Alþingi 1893, þar sem lagt var til, að landssjóður legði fram alla f jár- hæðina, eða 75 þúsund krónur, sem brúar- kostnaðurinn hafði verið áætlaður (í stað % við Ölfusárbrú). Og þessi fjárveiting var samþykkt tafarlaust og lögin staðfest 16. sept., eða hálfum mánuði eftir þing- lausnir. Með sama kappi var unnið að byggingu brúarinnar og var henni lokið síðari hluta júlímánaðar 1895. Brúarvígslan fór fram sunnudaginn 28. júlí. Veður var leiðinlegt, en þó margfalt skárra en þegar Ölfusárbrú var vígð. Um morguninn rigndi nokkuð austur um Rangárvallasýslu. Tók að rigna við brúna sjálfa nokkru áður en vígsluathöfnin hófst og stóð fram um miðaftan. Múgur og margmenni safnaðist á brúarstaðinn, og til þess að allir kæmist á einn stað, var fólki að austan hleypt vestur yfir brúna þótt lokuð ætti að vera. Vígsluathöfnin hófst kl. 4 síðdegis og var þá brúnni lokað á meðan. Hannes Hafstein, þáverandi landritari, var þama mættur fyrir hönd landshöfð- ingja og hélt hann vígsluræðuna. Ekki var sá myndarskapur á við þessa vígslu, að reistur væri ræðustóll; steig Hannes því upp á tóma sementstunnu, sem stóð á akkerishleininni vestri, og þaðan flutti hann ræðu sína. En ræðusnilld og glæsi- ! Vitið pér það? | 1. Eftir hvem er tekstinn við þýzka þjóð- 1 sönginn (Deutschland, Deutschland | = iiber alles) ? | 2. Hvað heitir höll páfans? : 3. Hvenær var Flugumýrarbrenna ? = 4. Hvem átti að brenna þar inni? | 5. Hvaða tvö fræg frönsk skáld voru af I : negrakyni ? : | 6. Hvar er líkneskið af Venus frá Milo? | § 7. Hvað heita stærstu sprengjuflugvélar, | E sem framleiddar em í heiminum, og i | hvar era þær framleiddar? \ 8. Hvaða keisari réði ríkjum í Rómaveldi, 1 | þegar Kristur fæddist? i = 9. Hvaða heimskautaland heitir eftir § þjóðhöfðingja af Habsborgaraættinni ? : : 10. Hvað heitir hæsti tindur Mont Blanc. I | Sjá svör á bl3. 15. i mennsku Hannesar Hafsteins var þann veg varið, að á sama stóð, hvar og hvenær hann kvaddi sér hljóðs; honum var einatt veitt athygli, og svo var einnig í þetta sinn, þótt ræðustóllinn væri ekki merki- legri. Orðrétt man ég fátt úr ræðunni, en flutt var hún af frábærri mælsku, orðkyngi og skáldlegum tilþrifum. Hann sagði, meðal annars, að þessar jötunbornu syst- ur, Þjórsá og Ölfusá, væri eins og glófext- ar ótemjur, fjörugar og ferðmiklar, er geistust áfram með flaksandi mökkum, fnæsandi nösum og háværum jódyn. En nú hefði loks tekizt að koma við þær beizli með stöngum úr ensku stáli og stríðum strengj- um. Og gæti því hvert barn farið ferða sinna fyrir þeim, hvort heldur væri sumar eða vetur. Síðari hluti ræðunnar var um að „klæða landið“, og minnist ég ekki að hafa heyrt snjallara að orði komizt um það efni, hvorki fyrr né síðar. Að ræðulokum var leikið á horn, undir stjórn Helga Helgasonar, lag hans við Ölfusárbrúardrápu Hannesar Hafsteins, og drápan síðan sungin. Þá gengu þau fram á brúarsporðinn, Hannes Hafstein og landshöfðingjafrú Elín Stephensen; klippti frúin með silfurskærum í sundur silkiband, sem strengt hafði verið milli handriðanna, og var brúin þar með opnuð. Hófst þá skrúðganga austur yfir brúna og menn settir til að sjá um, að hún færi skipu- lega. Stóð fulla klukkustund á því, að fólk- ið kæmist yfir og fór talning fram jafn- hliða. Reyndist mannf jöldinn vera full 2300 manns, flest úr nærsýslunum tveimur en auk þess eigi allfátt úr Reykjavík og nokkuð austan úr Mýrdal. Þegar fólkið sneri til baka vestur yfir, þyrptist það 1 óskipulögðum hópum út á brúna og urðu þá einhverjir varir við, að akkerishleinin, eða sementsstöpullinn, að austanverðu væri að gefa sig. Greip þá fjölda fólks hræðsla, en umferðin óðara stöðvuð, og eftir það stranglega gætt, að menn þyrptist ekki út á brúna. Enski verk- fræðingurinn, sem stóð fyrir brúarsmíð- inni, sagði strax, að þetta kæmi ekki að sök og auðvelt að gera við það, sem og reyndist rétt að vera. Brúin hefir nú stað- ið í 42 ár og orðið þó fyrir einhverjum þeim mestu jarðskjálftum, sem komið hafa hér á landi og ekki raskazt. Þúsundir manna, hesta og alls konar farartækja hafa farið yfir hana á þessu tímabili, og enn stendur hún óhögguð, sem betur fer, og á vonandi eftir að gera um langa stund. Veitingar voru beggja megin árinnar og menn skemmtu sér hið bezta við söng, ræðuhöld og drykkju. Ég tók mynd af brúnni, en af því að ég hafði ekki hrað- virkan lokara á myndavélinni, náðist ekki góð mynd af skrúðgöngunni. — Um kvöld- ið fóru flestir Reykvíkingar áleiðis heim. Gistu hér og hvar um Flóann, en einstöku menn héldu út í Ölfus og gistu þar. Og svo var haldið heim. Mikill var fögnuður manna yfir Ölfusárbrúnni, en ekki var hann minni daginn, sem Þjórsárbrú var vígð. Það fór ekki dult, daginn þann, að menn renndu vonglöðum augum til fram- tíðarinnar um nýja sigra í samgöngumál- um austursýslnanna. En þó þori ég að full- yrða, að fáa eða enga þar um slóðir, hafi órað fyrir því þá, að í náinni framtíð yrði fleiri stórvötn brúuð austur þar. En nú er svo komið, að kalla má, að níundu hverja nótt hafi dropið brú af Ölfusárbrúnni, því að í fljótheitum telur enginn á fingrum sér allar þær brýr, sem reistar hafa verið síð- an. Þann veg hafa þær gengið eftir og orðið að áhrínsorðum, óskirnar góðu, sem Magnús landshöfðingi bar fram við vígslu Ölfusárbrúar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.