Vikan


Vikan - 11.09.1941, Blaðsíða 14

Vikan - 11.09.1941, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 37, 1941 HUGREKKI. Praxnhald af bls. 5. Hún gekk inn í forstofuna og stóð undir ljósinu og ljómaði í hinu dýra skarti sínu. Augnablik starði Kathy á hana. Beulah horfði með ánægju á einfalda kjólinn henn- ar og svuntuna. En hvað þetta er ósnoturt og gamalt, hugsaði Beulah. Þá brosti Kathy og augu hennar Ijóm- uðu. Beulah sá, að hún var enn falleg. „Beulah!“ Hún greip hendur hennar og þrýsti þær. „Þú kemur alla leið hingað til að sjá okkur! En hvað það var fallega gert af þér. Okkur þótti svo leiðinlegt að komast ekki út á völlinn til að taka á móti þér. Bömin fóru til að sjá þig lenda og voru öll á lofti, þegar þau komu aftur! En Paul og ég —“ Brosið hvarf og hún lækk- aði róminn. „Paul er veikur. Hann hefir legið í rúminu í nokkrar vikur. Það er ekkert alvarlegt,“ bætti hún við í skyndi. „Hann þarf bara að hvíla sig. En hann gat auðvitað ekki farið — og ég — ég vil ekki fara frá honum. Harry! Ellen!“ kall- aði hún. „Getið þið, hver er komin í heim- sókn? Beulah Baron!“ Tvö börn, átta og tíu ára, komu hlaup- andi fram í forstofuna. Þau stóðu og störðu á Beuluh. „Þau voru að borða kvöldverð," sagði Kathy. „Ég ætla ekki að tef ja. Ég þarf að flýta mér til baka,“ greip Beulah fram í „Veizl- an ...“ „Máttu ekki vera að að koma upp augna- blik og heilsa Paul. Honum þætti svo leið- inlegt, ef ..." Kathy fór með hana upp stigann og inn í svefnherbergið. Paul hafði ekki breytzt mikið. Hárið var þynnra og hann var hor- aðri. En honum þótti mjög gaman, að Beulah skyldi koma. Hann þrýsti hönd hennar, spurði hana um margt og sló henni gullhamra. „Þú ert unglegri, en þú hefir nokkum tima verið, finnst þér það ekki, Kathy? Þú hefir svei mér gert Marysville að frægri borg. Við lesum allar sögurnar um þig í blöðunum, er það ekki, krakkar?" Beulah Ijómaði. Mínútumar flugu og nú var kominn tími til að fara. Beulah snéri sér við í dyragættinni. „Þegar ég kem næst, þá tek ég þig með í flugferð, Paul.“ „Það væri gaman,“ sagði Kathy og brosti. „Hann mundi hafa gaman af því. Heldurðu það ekki, Paul?“ „Mig líka!“ hrópaði Harry lith. „Og mömmu!“ bætti Ellen við. Kathy brosti. „Það er óhætt að sleppa mér.“ „Hefir þú aldrei flogið ?“ spurði Beulah. „Nei, ég er lofthrædd. Ég mundi verða hrædd —.“ „Raggeit, mamma er raggeit!" sönglaði Harry. Kathy hló, þegar þær voru á leið niður stigann. „Það er það, sem þú varst vön að kalla mig, var það ekki, Beulah?“ „Þú ert aldrei hrædd, er það?“ spurði Ellen og horfði aðdáunaraugum á Beuluh. „Aldrei,“ svaraði Beulah og kastaði brúna hárinu sigri hrósandi aftur á bak. Sigurgleði hennar var nú fullkomin. Hún var brosandi, þegar hún steig aftur inn í bílinn. „Þér emð Beulah Baron, er það ekki?“ spurði bílstjórinn, um leið og hann ók af stað. „Jú,“ sagði hún sætum rómi. „Ég býst ekki við, að þér munið eftir mér. Ég gekk í skóla með yður. Það var fallega gert af yður að heimsækja Paul og Kathy Rysing.“ „Ó, mig langaði til þess!“ sagði Beulah. „Síðan Paul veiktist, fer hún ekkert,“ hélt hann áfram. „Þau munu hafa mikla gleði af þessu.“ Hann þagði. „Hún er dá- samleg kona, hún Kathy Rysing.“ „Dásamleg?" endurtók Beulah. „Já, með veikan mann og tvö börn. Syst- ir mín þekkir hana mjög vel, og þess vegna veit ég þetta. Honum batnar aldrei.“ „Batnar honum aldrei! En hún sagði — og hann ....“ „Hann veit það auðvitað ekki. Bömin vita það ekki heldur. Kathy hefir gert allt, sem hugsanlegt var. Það er þess vegna, sem hún er alltaf heima og er sí brosandi og glöð, segir systir mín. Enginn myndi geta látið sér detta í hug —.“ Andartak þagði Beulah. Hún sá fyrir sér þreytulegt andlit Kathy, þegax hún opnaði hurðina, síðan hið snögga bros. Hún hafði boðið hana velkomna, kallað á börnin og hlaupið með hana upp stigann. Komið hlæjandi inn í herbergi Pauls og spaugað við hann og talað um flugferðina hans, þegar Beulah kæmi næst. — Og honum myndi aldrei batna. Kathy vissi það. Næt- ur og daga þurfti hún að bíða, hlaupa upp og niður stiga, matreiða, þvo og hreinsa; engin von, engin framtíð, stöðugt meiri vinnu, engin falleg föt, engar skemmtanir, engir félagar — ekkert —. Beulah hristi höfuðið. „Ég skil ekki, hvemig hún fer að þessu.“ Hún talaði lágt, eins og hún væri að tala við sjálfa sig. „Ég skil það ekki heldur," sagði bílstjór- inn. Hann nam staðar fyrir framan gisti- húsið. „Það er meira en nóg, fyrir hverja meðal manneskju. Hann fór út og opnaði hurðina fyrir „Hugrökku Beuluh“, flug- konuna hugrökku, yppti öxlum og bætti við. „En þér vitið, að við getum ekki vænst, að allir séu svona hugrakkir.“ SKRlTLUR. Pniin: Hafið þér komið til Sviss, herra Jan- sen? Auðmaðurinn: Eg veit það svei mér ekki. Þjónn- inn minn kaupir alltaf farmiðana. * Hiin: Viltu lofa mér því að koma aldrei oftar heim drukkinn um miðja nótt? Hann: Já, ég lofa því. Ég kem þá ekki fyrr en morgnar. 105 krossgáta Vikunnar. Lárétt skýring: — 1. táldreginn. — 11. fræ. — 12. rása. — 13. fraus. — 14. hlemmur. — 16. eld- fjall. — 19. skák. — 20. reið. — 21. klukku. — 22. gróða. — 23. hest. — 27. gull. — 28. möl. — 29. tengja. — 30. amboð. — 31. söngvarar. — 34. tónn. — 35. nytjadýr. — 41. jurt. — 42. hóp. — 43. ástarkvæðisins. — 47. forsetning. — 49. hljóð. — 50. fæði. — 51. þröng. — 52. fisk. — 53. sagnmynd. — 56. kind. — 57. hlass. — 58. sam- skeyti. — 59. reizla. — 61. vöðull. — 65. hitti. — 67. stjórn. — 68. nautn. — 71. guði. — 73. sjó. — 74. tilslökun. Lóðrétt skýring: — 1. eftirlit. — 2. kapp. — 3. grip. — 4. straumur. — 5. frumefni. — 6. keyr, bh. — 7. undirstaða. — 8. sk.st. —9. ofanaf- rista. — 10. hrós. — 11. merkisdagur. — 15.. ólagnin. — 17. fóðra. — 18. snemma. — 19. tap. — 24. gruna. — 25. féll. — 26. yndi. •— 27. rölt. — 32. bærist. — 33. fölna. — 35. úrskurð. 36. fljótið. — 37. töluorð. — 38. illmæli. — 39. for- faðir. — 40. dráttur. — 44. harður. — 45. skamma- bók. — 46. mylsna. — 48. spor. — 49. sést ekki. — 54. stólpi. — 55. guðshús. — 57. pípan. — 60. tusku. — 62. mældu. — 63. fugl. 64. fornafn. — 66. taki. — 68. tónn. — 70. fæddi. — 71. borð- andi. — 72. ókyrrð. Lausn á 104. krossgátu Vikunnar. Lárétt: — 1. fomgripasafn. — 11. búk. — 12. frá. — 13. knár. — 14. löt. — 16. jarm. — 19„ tófa. — 20. aur. — 21. þrá. — 22. væð. — 23. rá. — 27. mn. — 28. glæ. — 29. mannkyn. — 30. Job. — 31. um. — 34. Ra. — 35. hindurvitni. — 41. allri. — 42. annes. — 43. ættaróðulin. — 47. ff. — 49. ær. — 50. lek. — 51. hafalda. — 52. efi. — 53. en. — 56. an. — 57. arð. — 58. suð. — 59. bak. — 61. aska. — 65. litlu. — 67. rær. — 68. ódó. — 71. sjá. — 73. sár. — 74. tjalds- hreiður. Lóðrétt: — 1. fúa. -— 2. okra. — 3. nf. — 4. gró. — 5. rá. — 6. pk. — 7. ana. — 8. sá. — 9. flóð. — 10. nöf. — 11. björgunarflekar. — 15. tannbakshringur. — 17. mun. — 18. grunur. — 19. tær. — 24. álm. — 25. band. — 26. syni. — 27. mor. — 32. birta. — 33. annir. — 35. hlæ. — 36. nit. — 37. urr. — 38. við. — 39. tal. — 40. inn. — 44. amar. — 45. ófagur. — 46. undu. — 48. fen. — 49. æfa. — 54. æra. — 55. val. — 57. akri. — 60. risu. — 62. sæt. — 63. odd. — 64.. fje. — 66. tár. — 68. ól. — 70. ós. — 71. sr. — 72. ái. — Ferðamaðurinn: Er margt fallegt í þessum bæ? Leiðsögumaðurinn: Nei, þær eru nú ekki nema, þrjár, sem geta kallast fallegar. * A: En hvað þetta er ungur maður, sem þessi gamla kona á. B: Vitleysa, þetta er sonur hennar. A: Að hugsa sér, hverjum gæti dottið í hug', að svona ung kona ætti svona gamlan son.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.