Vikan


Vikan - 11.09.1941, Blaðsíða 8

Vikan - 11.09.1941, Blaðsíða 8
8 VIKAN, nr. 37, 1941 Gissur kaupir hund. Gussi: Það fer alveg með mig að skilja við hann. Prœndi minn keypti hann fyrir 300 kr. En ég er í peningavandræðum, svo að þú skalt fá hann fyrir 50 krónur. , Gissur: Rasmínu hefir alltaf langað til að eiga svona hund. Hann er bara fallegur, greyið. Ég skal borga þér 100 kr. fyrir hann. Kaupmaðurinn: Ól, hálsband, hundakex, hundasápa, gúmmíbein, hundasælgæti, kambur, bursti og púður. Þetta eru 50 kr. herra Gissur. Þetta lítur út fyrir að vera dýr hundur. Vantar yður ekki hundahús? Gissur: Nei. Konan mín myndi hafa mig oftar í því en hundinn. Gissur: Hann hlýtur að vera tiginn hundur fyrst hann fer fínustu götumar. Skyldi hann vilja hafa ætisvepp með steikinni sinni? Gissur: Drottinn skapstór hundur. ekki í geð. minn dýri! Þetta hlýtur að vera Ég held, að honum falli húsið Gissur: Ó, ó, Gussi hafði rétt fyrir sér. Hann er mjög dýr þessi hundur. Þetta á eftir að kosta mig skilding. Gissur: Gussi átti bágt með að skilja við þig, en ég ætla að binda þig hér og láta þig dúsa. Gissur: Þessi stóll hlýtur að vera í sam- bandi við dyrabjölluna. 1 hvert skipti, sem ég sezt, þá hringir hún. Hr. Kláus: Hundurinn yðar beit tengdamóður mína. Það gerði ekki svo mikiö til, en hann beit mig líka. Hr. Símon: Hann tætti í sundur alla hjólgjörðina á biln- um mínum. Hr. Nikulás: Ég kæri yður fyrir að hafa svona grimman hund lausan. Hr. Jafet: Og hann eyðilagði blómabeðið mitt. Hr. Hildibrandur: Komið þér og náið hundinum út úr bókasafninu mínu. Hann er að borða allar elztu útgáfurnar. Gissur: Ég ætla að fara og fá þetta hundahús handa þér og setja þig inn í það. Þegar Rasmina kemur heim, þá geri ég ráð fyrir, að þú verðir að víkja fyrir mér. Lögregluþjónninn: Er þetta maðurinn? Frú Geirfuglasen: Já, takið þér þennan mann fastan. Ég sá hann fara með litla hundinn minn héma inn. Honum var stoiið fyrir fjórum dögum. Gissur: Hvað á þetta að þýða?, Lögregluþjónninn: Hann hafði stolið hundi, herra dómari. Dómarinn: Hundaþjófur? 300 kr. eða 10 dagar eða hvorutveggja. Gissur: En, herra dómari! Gudda: Gussi er úti. En hann kemur fljótlega inn aftur. Gissur: Og hann skal fljótlega út aftur, þegar hann er kominn inn.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.