Vikan


Vikan - 11.09.1941, Blaðsíða 12

Vikan - 11.09.1941, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 37, 1941 „Það býr engin stúlka, sem þessi lýsing á við, hér.“ „Það getur verið, að hún sé amerisk," sagði ég. Þessir starfsmenn eru svo heimskir. En maðurinn hélt áfram að hrista höfuðið. „Nei, herra minn. Hér búa sex eða sjö enskar og amerískar konur, en þær eru allar eldri en stúlkan, sem þér eruð að leita að.“ Hann var svo sannfærður, að ég fór að veröa tortrygginn. „En stúlkan sagði mér, að hún byggi hér.“ „Yður hefir hlotið að misheyrast eða þá að stúlkan hefir niglað nöfnunum, þvi að það hefir komið hingað annar maður og spurt eftir henni.“ „Hvað segið þér?" spurði ég undrandi. „Já, maður, sem lýsti henni alveg eins og þér.“ „Hvemig leit hann út?“ „Það var smávaxinn maður, í fallegum og glæsilegum fötum, með mikið yfirvararskegg, ein- kennilega lagað höfuð og græn augu.“ Poirot! Það var þá þess vegna, sem ég mátti ekki fylgja honum á brautarstöðina. Þetta var móðgandi! Ég skyldi svei mér kenna honum að skipta sér ekki af mínum málefnum. Hélt hann, að ég þyrfti bamfóstm? Ég þakkaði dyraverðinum og fór og vissi ekki vel, hvað ég skyldi halda og var vini mínum mjög reiður. Mér þótti leiðinlegt að geta ekki náð til hans strax. Mér hefði verið sönn ánægja að segja honum meiningu mína. Hafði ég ekki sagt hon- um greinilega, að ég ætlaði ekki að hitta ungu stúlkuna aftur? Vinir manns geta verið of ákafir! En hvar var unga stúlkan? Ég gleymdi reiði minni, þegar ég fór að hugsa um það. Hún hafði auðsjáanlega sagt mér rangt nafn í gáleysi. Þá datt mér annað í hug. Var það gáleysi ? Var það af ásettu ráði, sem hún hafði leynt nafni sinu og sagt mér vitlaust til um heimilisfang sitt? Því meira, sem ég hugsaði um þetta, því sann- færðari varð ég um, að þetta væri rétt. Af ein- hverri ástæðu vildi hún ekki láta kunningsskap okkar verða að vináttu. En þrátt fyrir það, að þetta hafði fyrir hálftíma verið eftir skapi mínu, þá var ég alls ekki ánægður yfir, að hún skyldi hafa komið í veg fyrir að við kynntumst nánar. Þetta var allt mjög leiðinlegt og ég var sár- óánægður, þegar ég gekk upp að Villa Geneviéve. Ég beygði út í garðinn og settist á bekkinn við skúrinn og sat þar í vondu skapi. Ég rankaði við mér við að heyra mannamál þar rétt hjá. Ég heyrði, að samtalið var ekki í garðinum, heldur í garðinum við Villa Marguerite og nálgaðist óðum. Það var kona, sem var að tala, og ég þekkti, að það var rödd Mörthu Daubreuil. „Ástin mín, er það satt?“ sagði hún. „Eru allir erfiðleikar á bak og burt? „Þú veizt það, Martha," svaraði Jack Renauld. „Ekkert getur nú skilið okkur, elskan mín. Sein- asta hindrunin fyrir giftingu okkar er nú horfin. Enginn getur tekið þig frá mér.“ „Enginn?" sagði unga stúlkan lágt. „Ó, Jack, Jack — ég er hrædd." Ég hafði staðið upp til þess að fara, því að ég sá, að ég hleraði gegn vilja mínum. Um leið og ég stóð upp, sá ég þau í gegnum trén. Þau sneru sér hvort áð öðru og horfðust í augu. Ungi mað- urinn hélt utan um hana. Þetta var óvenjulega /allegt par, þessi ungi, dökkhærði og vel vaxni maður og Ijósa, imga gyðjan mín. Þau virtust vera sem sköpuð hvort fyrir annað og voru ham- ingjusöm, þrátt fyrir þennan hræðilega atburð, sem skyggði á líf þeirra. En andlit ungu stúlkunnar var órólegt, og Jack Renauld virtist skilja það, því að hann þrýsti henni fastar að sér og spurði: „Við hvað ertu hrædd, góða mín? Hverju þarftu að kviða — nú?“ Þá sá ég þetta í augum hennar, þetta, sem Poirot hafði verið að tala um, þegar hún sagði svo lágt, að ég varð næstum að geta mér til, hvað hún sagði: „Ég er hrædd — um þ i g.“ Ég heyrði ekki, hverju Renauld svaraði, því að nú tók ég eftir dálitlu öðru neðar í runnunum. Það virtist vera brúnn runni þar, en það fannst mér ótrúlegt svona snemma sumars. Ég gekk þangað til að athuga hann, en þá færði hann sig, stóð upp og sneri sér að mér. Þetta var Giraud, og hann gaf mér merki um, að hafa ekki hátt. Hann tók í mig og leiddi mig bak við skúrinn. „Hvað eruð þér að gera hér?“ spurði ég. „Alveg það sama og þér — ég hleraði." „Ég var þar ekki af ásettu ráði.“ , „Ekki það?“ sagði Giraud. „En það var ég.“ Ég dáðist alltaf að honum, þótt mér væri mein- illa við hann. Hann horfði á mig frá hvirfli til ilja og það kom hæðnissvipur á hann. „Þér bættuð ekki úr með að skipta yður af þessu. Ef til vill hefði ég heyrt eitthvað merki- legt á næsta augnabliki. Hvað er annars orðið af öldimgnum yðar?“ „Herra Poirot fór til Paris," svaraði ég kulda- lega. „Ég get fullvissað yður um, herra Giraud, að hann er enginn öldungur. Hann hefir ráðið fram úr mörgum málum, sem enska lögreglan var alveg ráðalaus með.“ „Uss, enska lögreglan!" Giraud skellti háðslega í góm. „Ætli þeir séu ekki á líku stigi og rann- sóknadómaramir okkar. Svo að hann fór til París ? Það var ágætt. Því lengur sem hann verður þar, því betra. En hvað heldur hann, að hann geti fundið þar?" Mér heyrðist ég heyra votta fyrir óróleika i rödd hans. Ég rétti úr mér. „Ég hefi ekkert leyfi til að segja frá því,“ sagði ég með dularfullum svip. Giraud horfði fast á mig. „Hann hefir líklega vit á, að segja yður ekki neitt," sagði hann ruddalega. „Jæja, verið þér sælir. Ég er önnum kafinn." Síðan snerist hann á hæl og yfirgaf mig. Ég vissi ekki vel, hvað ég átti að taka mér fyrir hendur í Villa Geneviéve. Giraud kærði sig auð- sjáanlega ekki um nærveru mína, og það leit út fyrir, að Jack Renauld gæti líka verið án mín. Ég gekk því aftur til bæjarins, fór í sjóinn og siðan aftur til gistihúss míns. Ég fór snemma að hátta og velti fyrir mér, hvort nokkuð markvert myndi ske næsta dag. Það, sem í raun og veru skeði, kom mér alveg á óvart. Ég sat og borðaði morgunverð á gisti- húsinu, þegar þjónninn, sem hafði verið að tala við einhvem úti, kom þjótandi inn og var mikið niðri fyrir. Hann hikaði ofurlitið, en sagði síðan: „Þér verðið að afsaka, herra minn, en emð þér ekki eitthvað að fást við málið í Villa Gene- viéve?" „Jú,“ svaraði ég ákafur. „Af hverju spyrjið þér að því ?“ „Þá hafið þér ekki frétt það?“ „Frétt hvað ? " „Að það var framið annað morð þar í nótt!“ „Hvað segið þér?“ Ég stökk á fætur og skildi matinn eftir og greip hattinn minn í flýti. Ég beinlínis hljóp upp að húsinu. Nýtt morð — og Poirot var ekki við- staddur! Það var eins og örlögin væm á móti honum. En hver hafði verið myrtur? Ég þaut inn um hliðið. Hópur af þjónustufólki stóð bak við húsið og talaði saman með miklu handapati. Ég náði í Francoise. „Hvað hefir komið fyrir?" „Ó, herra. Nýtt morð! Það er hræðilegt. Það hlýtur að liggja bölvun yfir húsinu. Já, ég full- vissa yður um, að það hlýtur að liggja bölvun yfir því! Það ætti að gera boð eftir prestinum og láta hann koma með vigt vatn. Ekki sef ég eina einustu nótt í viðbót undir þessu þaki. Röðin gæti verið komin að mér, hver veit?“ Hún signdi sig. „Já,“ hrópaði ég. „En hver er það, sem hefir verið myrtur?" „Haldið þér, að ég viti það ? Ókunnugur maður. Þeir fundu hann þarna uppi í skúrnum, skammt frá þar sem Renauld sálugi fannst. En það er ekki nóg með það! Hann hefir verið rekinn í gegn um hjartað með sama rýtingnum!" Menn úr flota Bandaríkjanna eru í fyrsta sinn á verði fyrir utan sendisveitarskrifstofur Banda- ríkjanna í London. Sextíu og þrír sjóliðsforingjar og aðrir með- limir flotans, þ. á m. 11 menn, sem björguðust af skipinu Maas- dam, hafa verið sendir til London til slökkviliðsstarfa. Fllippseyjabúar í her Bandaríkjanna. Mynd þessi er af hermönn- um á Filippseyjum, þegar þeir voru að fást við stóra vélbyssu á heræfingum, sem nýlega fóru fram á eyjunum. Allur her Filipps- eyjabúa hefir verið sameinaður her Bandaríkjanna eftir skipun. Roosevelts forseta. Þetta var svar Bandaríkjanna til Japana, sem höfðu ráðizt inn í Indó-Kína aðeins 700 mílur frá eyjunum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.