Vikan - 11.09.1941, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 37, 1941
7
aldrei lokið frekar en mörgu öðru góðu,
sem ég hefi ætlað að gera um dagana! En
það er þá bót í máli, að eitthvað verður
þá eftir ógert — handa hinum!
Ég ætlaði aftur á móti að segja dálítið
sérstakt við ykkur núna. En því var ég
nærri búinn að gleyma! Þegar ég raulaði
með ykkur í gærkvöldi lagið hans „Krist-
jáns læknis“ — en svo hét hann hjá okkur
á Seyðisfirði, er ég var einn í söngkórnum
hans, karlakórnum Braga — já, hvert var
ég nú kominn! Jú, bíðið þið nú við, nú
skal ég ná mér á strík og sleppa ekki
endanum.
Ég raulaði með ykkur: Yfir kaldan eyði-
sand-----------. Þetta lag Kristjáns hefir
alltaf vakið bergmál í mér, þótt undarlegt
kunni að virðast. Stafar það sennilega af
því, að ég er ekki bara einfaldur! — Já,
og ósjálfrátt raulaði ég vísu undir laginu.
Og lagið og vísan voru hvort tveggja aust-
firzk, eins og ég sjálfur! Og það var sami
folær yfir hvorttveggja:
Trauðla rofnar tryggðarband,
treyst í raunum mínum. —
Aldrei gleymist Austurland
útlaganum sínum.
En nú geta þeir, sem engar raunir hafa
átt, sungið: treyst í draumum mínum, —
því að drauma hafa þó allir átt? Og útlag-
aim geta þeir hinir sömu sungið í fleirtölu!
— En þá eiga. þeir ekki að syngja lagið
hans Kristjáns Iæknis. Heldur eitthvað
annað! — Ojam og jæja.
Jæja, kæri Þjóðkór. Mikil eru verk þín,
og mögnuð áhrif þín á getu þjóðar vorrar:
Sveitir vorar fyllið þið söng og huga vom
glöðum hlátri. Og að munni alþjóðar
streyma nú ljóð undir ljúfum lögum! —
En þetta verðið þið að lesa Maestoso, svo
að ykkur skiljist það til fullnustu! — Að
lokum vil ég svo óska ykkur þjóðsnilli,
þjóðhylli og alls þess, sem gott er og lof-
samlegt og við þjóð er kennt, — nema að
verða þjóðstjóm! — Frá því forði ykkur
guð og gæfan! Af því er enginn öfunds-
verður! — Ef þið viljið annars heldur hafa
þetta undir lagi, þá getið þið bara tínt
saman molana í þrem-fjórum síðustu lín-
um og reist þá upp á endann! Þá líta þeir
þanníg út:
Þjóðkór vor og þjóðarsnilli,
þú sem syngur bezt og hlær,
þökk sé þér og þjóðarhylli. —
— En þjóðstjórninni komd’ ei nær!
Svona er nú farið að því að skálda! Ekki
er nú vandinn annar né meiri! Og nú kunn-
ið þið það! Og eitthvað verðið þið að hafa
„fyrir snúð ykkar“ eins og aðrir! En samt
er nú betta aðeins fyrsta afborgun af þakk-
arskuld, sem aldrei verður ykkur að fullu
greidd.
Með þakklæti og kærri kveðju.
Austfirðingur.
Sigur-
vegari
i sjósleða-
keppni.
Mynd þessi er
af ljóshærSri
skólastúlku,
sem er nýbúin
að vinna sjó-
sleðakeppni. —
Stúlkan heitir
Lucille Wilde,
er 18 ára gömul
og á heima í
Los Angeles í
Bandaríkjunum
VIPPA-SÖQUR
Sagan hennar Jóku.
BARNASAGA
Degar Vippi fór að skila Palla litla
Péturssyni bátnum, sem dreng-
-imir höfðu verið að ferja í köttinn
hennar Jóku gömlu á Bala, þá
gleymdi hann alveg timanum. Palli
átti mikið af alls konar dóti og leik-
föngum og Vippa þótti óumræðilega
gaman að fá að grúska í þessu öllu
saman. Og þegar hann loks rankaði
við sér, þá var orðið síðla kvölds og
dimmt úti.
Drengimir, Palli og Vippi, vom
orðnir svo miklir mátar, að Palli vildi
ekki heyra annað nefnt en Vippi fengi
iánað vasaljósið sitt.
„Þú getur dottið og meitt þig í
myrkrinu, þar sem þú ert svona
ókunnugur,“ sagði Palli og fékk hon-
um vasaljósið. ,,Þú skilar mér því
aftur á morgun."
Vippi þáði þetta með þökkum. Það
var gaman að geta lýst fram fyrir sig
í myrkrinu, þegar hann kæmi út.
Hvað skyldi Jóka halda? hugsaði
Vippi, þegar hann gekk niður tröpp-
umar á húsinu, þar sem Palli átti
heima. Hún heldur ef til vill að ég
ætli alls ekki að koma og vera hjá
henni í skúmum í nótt. Það er bezt
að flýta sér þangað.
Og Vippi greikkaði sporið.
Vippi var feginn, þegar hann sá
ljósið í skúrglugganum hennar Jóku.
Hann flýtti sér þangað og barði að
dyrum.
„Jæja, ertu kominn, litli vinurinn.
Ég var nú farin að halda, að þú hefð-
ir gleymt mér aftur.“
„Kanntu ekki margar spennandi
sögur, Jóka?“ spurði Vippi, er þau
höfðu setið dálitla stund í stofunni
hennar.
„Þér þykir auðvitað gaman að sög-
um eins og flestum öðrum bömum.
En það er orðið nokkuð langt síðan
ég hefi sagt sögur. Ég veit ekki,
hvort ég man nokkra núna.“
Jóka sat um tima þegjandi, eins
og hún væri að grafa eftir sögu í
minni sínu. Og Vippi beið þolinmóður
á meðan.
„Ég skal segja þér eina sögu, Vippi
minn, sem sýnir handleiðslu guðs og
hve stundum er mjótt á milli lifs og
dauða.
Pyrir mörgum árum bjuggu hjón
ein í litlu koti við sjó fyrir vestan.
Það var skammt frá kaupstað. Upp
af bænum þeirra var hátt fjall, sem
stundum féllu úr snjóskriður á vetr-
um. Eitt sinn hafði slík skriða eyði-
lagt fjárkofa fyrir þeim og drepið
nokkrar kindur.
Þau hjónin áttu tvö börn, þegar
saga þessi gerðist, ellefu ára gamlan
dreng og telpu, sem enn var á brjósti.
Konan hafði fyrir löngu viljað vera
flutt frá þessum stað, en ýmsra hluta
vegna hafði ekki orðið af því enn.
Hana grunaði alltaf, að eitthvað
ógeðfellt ætti eftir að henda hana
þama, sem og kom á daginn.
Maðurinn hennar átti bát og reri
með manni af næsta bæ, þegar gaf
á sjóinn.
Það hafði verið hriðarveður og
slæmar gæftir í langan tíma. En mið-
vikudag einn stytti upp og gerðí
betra veður. Þó var útlitið ekki gott
og maðurinn hennar ætlaði ekki að
róa. Aldrei þessu vant hvatti konan
hann til þess og hætti ekki við fyrr
en hann fór af stað, undrandi yfir
þessum óvenjulega ákafa hennar.
Þegar líða tók á daginn, fékk hún
Kára litla, syni sínum, bréf og sagði
honum að fara með það í kaupstað-
inn og afhenda það vinkonu sinni.
„Kanntu ekki margar spennandi sög-
ur, Jóka?“ spurði Vippi.
Þangað var rúmur klukkutíma gang-
ur. Kári vildi helzt ekki fara, þó að
hann annars væri hlýðinn við móður
sína. Hann var myrkfælinn, og sagði,
að dimmt yrði orðið, þegar hann
kæmi aftur. „Þú verður í nótt hjá
henni vinu minni,“ sagði konan og
rak hann nauðugan af stað.
Skömmu eftir að Kári var farinn
tók konan litlu telpuna sína til að
gefa henni að sjúga. Það var kalt í
bænum. Hún sat á rúminu sínu og
hafði vafið um sig og barnið þykkú
og hlýju sjali.
Þá dundu ósköpin yfir.
En það var eins og konan byggist
við þeim.
Voðalegur hávaði heyrðist og eitt-
hvað heljarþungt skall á bænum og
svipti honum með sér. Það var snjó-
skriða úr fjallinu. Konan righélt utan
um bam sitt og barst með straumn-
um. Ekki missti hún meðvitundina og
datt ekki annað í hug en að þær
mundu báðar lenda út í sjó og
drukkna.
En það átti að fara öðru vísi.
Rétt niður við sjóinn var gríðar-
stór klettur. Á honum stöðvaðist
nokkuð af snjóflóðinu og hlóðst fyrir
ofan hann. Þar lentu mæðgumar og
rúmið, en allt annað úr bænum fór
út í sjó.
Konan gat með miklum erfiðismun-
um brotist út úr snjónum og lagði
svo af stað í myrkrinu til þorpsins.
Hún var lengi á leiðinni og næstum
orðin örmagna, þegar hún komst
þangað og barði að dymm hjá vin-
konu sinni.
Þar var tekið á móti henni opnum
örmum. Vinkona hennar hafði orðið
alveg undrandi, þegar Kári kom með
bréfið, vegna þess að í þvi stóð ekk-
ert annað en þetta: „Hafðu hann
Kára hjá þér í nótt. Ég gef þér seinna
skýringu á þessu.“
Og nú var hún komin sjálf til
þeirra með bamið sitt á brjóstinu,
heimt úr helju á undursamlegan
hátt."
„Er sagan búin?“ spurði Vippi.
„Já," sagði Jóka og horfði hugsandi
fram fyrir sig.
„Og var bamið lifandi?"
„Þau em öll lifandi nema maður-
inn. Hann dó á sóttarsæng í fyrra.
Kári litli er nú skipstjóri á stóram
mótorbát og á heima i þorpinu, þar
sem hann svaf þessa eftirminnilegu
nótt. Litla telpan er gift og býr í
Reykjavík."
„En konan?" spurði Vippi.
„Það var ég, Vippi minn,“ sagði
Jóka gamla og þurrkaði sér um
augun.