Vikan - 14.01.1943, Qupperneq 2
Adalumboðsmenn:
Krístján G- Gíslason & Co. h.l.
Japanskur tundurspillir sekkur. — Þessi óvenjulega mynd sýnir
japanskan tundurspilli nokkru áður en hann sökk. Er myndin tekin
úr amerískum kafbáti, sem skaut tveim tundurskeytum að tundur-
spillinum.
Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.
2
Pósturinn
Kæra Vika.
Ég óska þér gleðilegs nýárs, með
þökk fyrir aliar skemmtanimar á
liðnum árum, og óska þér góðs geng-
is í framtíðinni. Nú langar mig til
að leita til þín með ádeiluefni. Hvort
eru spilin 5, 6 og 7 kvenkyns eða
hvorugkyns ? Á að segja fimman eða
fimmið o. s. frv. ? Vona þú birtir
svarið sem fyrst. Spilafífl.
Svar: Við leituðum að þessu í
orðabók Sigfúsar Blöndal og hefir
hann þar kvenkyn á þessum spilum.
Kæra Vika!
Mig langar til þess að leggja fyrir
þig tvær spumingar.
1. Getur þú skýrt fyrir mér,
hvemig stendur á því að um hina
nýju útgáfu af Sögu íslendinga, sem
Menningarsjóður er að gefa út, er
sagt að bók sú, sem nú er nýkomin
eftir dr. Pál Eggert Ólason um 17.
öld, sé V. bindi. Em þá komin út
áður IV. bindi, og ef svo er, þarf
maður þá ekki að eignast þau, tii
þess að samræmi komi í verkið ? Eða
eiga að koma út 9 bindi fyrir utan
þetta?
2. Hvemig á ég að fara að því að
kynnast stúlku, sem ég þekki ekki
neitt og veit ekki einu sinni, hvað
heitir, en er bálskotinn i?
Með fyrirfram þakklæti fyrir svörin.
Þinn Heimaklettur.
Svör:
1. Bók dr. Páls Eggerts Ólasonar
er hið fyrsta, sem kemur af þessari
„Sögu Islendinga", þótt það sé V.
bindi í heildarverkinu. Slikt á sér for-
dæmi, a. m. k. að nokkru leyti í út-
gáfu fomritanna, þau hafa ekki kom-
ið út í töluröð.
2. Reynið að gera það t. d. gegn-
um kunningja hennar eða vini!
Svar til Lúlú Lenox.
1. Þér hljótið að geta vanið yður
af þessum ljóta ávana, úr því að þér
eruð orðnar það stálpaðar, að þér
sjáið, hvaða leiðindi hann hefir í för
með sér. Einbeitið vilja yðar og þér
munuð sjá, að yður tekst þetta. —
2. Fyrsta skilyrðið er að þrífa
húðina vel og vandlega, bera á hana
mýkjandi krem á hverju kvöldi eftir
vandlegan þvott.
Kæra Vika!
Getur þú gefið mér eitthvert gott
ráð til þess að eyða freknum. Ef þú
gætir þetta, mundi ég verða þakkiát.
Nafnlaus.
Svar: Þér ættuð ekki að vera
áhyggjufull, þótt þér hafið freknur,
þvi að þær geta verið klæðilegar,
þótt yður finnist það kannske ein-
kennilegt. Svo getið þér huggað yður
við það, að kvikmyndaleikkonan
Myma Loy er líka freknótt og hefir
samt komizt vel áfram í heiminum.
Annars má lýsa freknur með ýmsu,
t. d. sítrónusafa, sem borinn er á húð-
ina og látinn vera kyrr í klukkutíma
€®i
GOID STRIPE
SoKKAR
VIÐURKEMMDIR FTRIR G4EÐI
VIKAN, nr. 2,. 1943
Kæra Vika!
Geturðu reynt að komast að þvi
fyrir mig, hvort ekki muni fást
„Kastagnettur" í hljóðfæraverzlun-
um í Reykjavík.
ísfirzk stúlka.
Svar: Vér höfum hringt í helztu
hljóðfæraverzlanir hér, en þær hafa
þær ekki til.
Bauða kross-maður. Mynd þéssi, sem
tekin er um borð í flugvélamóður-
skipinu „Charger“, sýnir einn Rauða-
kross-mann, sem er á verði á flug-
vélaþilfarinu. Hann er með rauðan
kross á hjálmi sínum, svo að strax
sé hægt að þekkja hann. Á flugvéla-
þilfarinu getur rás atburðanna verið
svo hröð, að lífið liggi við, að strax
náist í Rauða kross-hjálparmann.
Hann hafði ekki næga
hæfileika!!
Kennari hans reyndi að telja hann
af því að verða píanóleikari, og sagði,
að hann hefði litla hæfileika til þess.
Hann átti unga konu og bæklaðan
son, sem hann þurfti að sjá fyrír, og
hann fór um alla Evrópu og hélt
hljómleika fyrir litla borgun, til þess
að vinna fyrir nauðsynjum fjölskyld-
unnar. Þannig vann hann óþekktur,
þar til hann var þrjátíu ára að aldri.
Af tilviljun lenti hann á pólskum
samkomustað, þar sem hin mikla
leikkona Helena Modjeska kom fram.
Nafn hennar var víðfrægt orðið; all-
ur heimurinn dáðist að henni. Pianó-
liikarinn trúði henni fyrir löngun
sinni eftir að verða mikill snillingur
— það virtist vonlaus ósk, sem hon-
um ætti aldrei að auðnast að fá upp-
fyllta.
„Við skulum," sagði Modjeska,
„halda sameiginlega hljómleika í
Cracow. Þú leikur á píanóið, ég les
upp.“
Þessari uppástungu var framfylgt.
Nafn Modjesku var nóg til þess að
fylla leikhúsið, Enginn vissi eða
kærði sig um að vita, hver hinn
óþekkti píanóleikari, sem með heruii
var, væri. En eftir hljómleikana var
nafn hans á hvers manns vörum, —
ganga hans upp stiga frægðarinnar
var hafin.
Ungi píanóleíkárinn var Ignace Jan
Paderewski.
og lengur, ef húðin er feít; brint-
overilte, 3%, blandað nokkrum drop-
um af ammoníaki eða án þess. Kam-
fóruvatn má einnig nota og svo glyc-
erin, en það er of sterkt fyrir suma
og verður því að fara. varlegq með
það.
Svar til L. E.
Samkvæmt upplýsingum, er vér
fengum á hárgreiðslustofu, er ekki
til neitt óbrigðult ráð við þessu. Þér
skulið bara hirða hár yðar vel, nudda
hársvörðinn oft með mýkjándi hár-
olíu.
Lðnd leyndardómanna
ferðabók eftir Sven Hedin
í þýðingu Sigurðar Ró-
bertssonar, er komin út í
mjög vandaðri útgáfu með
45 myndum, sem flestar
eru eftir teikningu höf-
undarins.
Bókaútgáfa
Pálma II. Jónssonar,
Akureyri.