Vikan


Vikan - 14.01.1943, Blaðsíða 5

Vikan - 14.01.1943, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 2, 1943 5 limuuiiMiiiiimiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiimiiiimiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiimiMiiiimimmmimmiuiimii Ný framhaldssaga: Líkið í • I llllll IIIUI111111111111IIIIII Sakamálasaga eftir ferðakistunni Dr. Anonymous immmmmmmmmmiimmimmimmimmimimmumi i iiiiiiiiiiui n in iiiii n 1111111111 n n ui n iiii iiiiiiMiiri Hingað til hafði ég ekki minnstu von um að fá *var við þessum spurningum, en samt gat ég ekki hætt að velta þeim fyrir mér. Tvær konur og þjónustustúlka þeirra — en hún þarf nú eklci að koma málinu við — höfðu verið teknar fastar, ▼egna þess að þær höfðu lík meðferðis. Hvað vissi ég um þessar konur? Sama sem ekkert, og þó vissi ég töluvert mikið af manni í minni aðstöðu. 1 fyrsta lagi vissi ég, hvað þær hétu, í það minnsta, hvað þær kölluðu sig. ,,Frú Orr-Simpkinson, frá London til París“, hafði ég séð standa á seðlinum við eina tösk- una. Nafn gömlu konunnar var því Orr-Simpkin- soh, og hvort sem hún hét nú þessu nafni eða ekki, þá hafði hún farið frá London undir því nafni. Ennfremur vissi ég, hvaðan hún kom — báðar konurnar, ferðakistan og líkið hafði að morgni þessa dags verið í London. Auk þess voru mér kunnir allir einstakir at- burðir við fund líksins og ég fór nú yfir þá í huganum. Málið horfði þannig við mér: Það er auðvitað ógerlegt að benda á morðingjann að svo stöddu, en það er sannarlega ómaksins vert að athuga þessar konur og reyna að komast að einhverri hugsanlegri niðurstöðu. Ég byrjaði því á gömlu konunni. öll framkoma hennar og per- sónuleiki virtist algjörlega útiloka þann mögu- leika, að hún hefði getað framið morð. Aðeins eitt mælti á móti henni, og það var ekki mótþrói hennar við að láta opna ferðakist- una — hinn vandlega bundni kaðall gat verið næg ástæða til þess —, heldur sú staðreynd, að ég hafði með mínum eigin eyrum heyrt dótturina hvísla að henni: „Það var eins og ég sagði þér. Það varst þú, sem lézt binda þennan kaðal um kistuna í Lon- don, þótt það væri einmitt bezta ráðið til þess að ▼bkja grun!“ En jafnvel þessi athugasemd gat haft saklausa merkingu, og mér fannst það mjög ósennilegt, að > móðirin væri meira en hilmari í þessum glæp — ef hún yfirleitt átti nokkum þátt í honum. En dóttirin ? Það var augsýnilega meiri ástæða til þess að tortryggja hana. Eins og ég hefi þegar frá sagt, var hún dökkeygð og gáfuleg, viljaföst á svipinn og hún leit út fyrir að vera manneskja, sem ekki lét sér bregða við smámuni. Samt ásakar maður að vísu ekki, að því er virðist, saklausa stúlku, «em ferðast með móður sinni, um hinn hræðilega glæp, morð; en á hinn bóginn eru ungar stúlkur að vísu ekki vanar að hafa meðferðis lík í ferða- kistum sínum. Unga stúlkan hafði greinilega óttast, að einmitt þessi ferðakista yrði opnuð, og þótt það mætti S sjálfu sér útskýra það, þá þótti það grunsam- legt undir þessum kringumstæðum. Við þetta bættist svo annað, sem mér fannst öllu veiga- meira: Þegar hún hafði verið beðin um lykil- inn, hafði hún veigrað sér við að verða við þeirri ósk. Ég var ekki í minnsta vafa um, að lykill sá, sem hún hafði látið af hendi, hefði ekki verið sá rétti, og síðan hafði hún neitað að afhenda réttan lykil. Þetta var þó hægt að skýra á þann hátt, að hún hafði fyrir hvem mun viljað koma í veg fyrir að ferðakistan yi'ði opnuð, og að hún hafði talið það vist, að tollþjónarnir mundu láta undan og láta sér nægja að athuga eitthvað annað af farangri þeirra. Hún hafði margsinnis fullyrt, að Forsaga: Það er á norður-jám- brautarstöðinni í París. Ungur leynilögreglumaður, sem staddur er þar, verður sjónarvottur að því, að lík finnst í ferðakistu ungrar stúlku. Hann verður áfjáður í að leysa þessa ráðgátu. þetta væri sá rétti lykill; það var ekki sá rétti lykill — hún hafði því sagt ósannindi. Á hinum stutta starfsferli minum sem leyni- lögregluþjónn hafði ég komist að raun um, eins og félagar mínir, sem höfðu meiri reynzlu að baki sér höfðu staðfest fyrir mér, að þegar ein- hver manneskja skrökvar af ásettu ráði og með frekju í orðum eða verkum, þorir maður að hugsa sér þann möguleika — vitanlega aðeins sem möguleika — að sú manneskja geti einnig framið hvern annan glæp. — Lygarinn getur á hvaða tíma, sem vera-skal, orðið morðingi. Allt benti á, að unga stúlkan — sennilega ungfrú Simpkinson — hafi vitað um hið undar- lega innihald ferðakistu sinnar, og það var útaf fyrir sig nógu einkennilegt. Með þessarri for- sendu sem undirstöðu, virtist allt annað trúlegt. Og samt var ég ekki í alvöru sannfærður um, að ungfrú Simpkinson væri í rauninni morðing- inn. Til þess að vera snjall leynilögreglumaður þarf um fram allt getgáfu og eðlishvct — en hvorutveggja varð að stjórna og leiða á réttan hátt — í því liggur vandinn. Ég vab alveg sann- færður um, að ungfrú Simpkinson stæði i sam- bandi við þennan glæp, en að hún hefði ekki framið hann sjálf. Tíminn varð að sýna, hvernig samhengið væri. Einhver mun nú segja, að þetta leyndarmál hafi alls ekki komið mér neitt við, og játa ég það fúslega. Ég hafði engan rétt til þess að rannsaka það og mjög lítið tækifæri til þess að komast inn í það og þó var ég á einhvern óskilj- anlegan hátt heillaður af því og gat ekki slitið huga minn frá þessu atviki á tollstofunni. Mér fannst hið granna, gamla andlit með brostnu augunum blasa við mér úr öllum búðargluggum. Hver var það, sem myrt hafði veslings gömlu konuna, og hvers vegna hafði það verið gert? Hvort sem piér var það ljúft eða leitt, þá varð ég að fást við málið — það var mér ljóst. IV. Dubertarnlr tveir. Ég sagði áður, að ég hefði haft mjög lítið tækifæri til þess að rannsaka mál þetta, og í rauninni var aðeins ein leið fyrir mig til þess að gera það, og það því einungis, að heppnin væri með mér. Fyrir nokkrum mánuðum hafði ég við starf mitt komizt í kynni við lögreglustjóra í Paris. Yfirmaður minn lét mig alltaf starfa á megin- landinu, vegna þess að ég hafði á unglingsárum minum lært frönsku mjög vandlega. Þannig hafði Þessi nýja framlialdssaga, sem hófst í síðasta blaði, er ákaflega dularfull og spennandi og trúlegt mjög, að hún verði sérlega vinsæl, eigi síður en aðrar sakamálasögur, sem birzt hafa hér í blaðinu. Leynilögreglumaðurinn, sem vann að lausn ráðgátunnar, segir söguna. ég einu sinni verið sendur til París út af máh einu, sem varðaði sanmingsrof og hafði þar komizt í kynni við franskan lögreglustjóra, Dubert að nafni, og hafði, meðan á málinu stóð, fengið tæki- færi til þess að gera honum smávægilegan greiða. Siðan hafði ég ekki séð hann, en ákvað nú að heimsækja hann; það var hugsandi, þótt ekki væri það mjög sennilegt, að hann gæti orðið mér að einhverju gagni í þessu tilfelli. Ég hitti hann á litlu skrifstofunni hans nálægt Pantheon, sem tilheyrði héraði hans. Hann varð augsýnilega mjög glaður við að sjá mig og lýsti þessarri gleði sinni með mörgum og fögrum orð- um. Hann vissi þó ekki neitt um atvikið á norð- ur-jámbrautarstöðinni, en ég sagði honum hrein- skilnislega, að mér væri það mjög mikils um vert að fylgjast frekar með þessu máli, og bætti lika við, að franska stjómin gæti ef til vill haft gagn af því, að ég skyldi einmitt nú af tilviljun vera staddur í París. Og nú var lánið með mér, eða það er kann- ske of sterkt að orði kveðið, því það var ekkert einkennilegt við það, að Dubert vissi nákvæm- lega hvaða stéttarbræður hans hefðu fengið málið til meðferðar, þótt það hefði ekki verið fengið honum í hendur. — Nú hafði hitzt þannig á, að lögreglustjóri sá, er málið heyrði undir, var ætt- ingi hans; ég veit í rauninni ekki, hvort þessi staðreynd hefir haft nokkra sérstaka þýðingu fyrir mig. Ég er búinn að gleyma því, hvort þetta var bróðir hans eða frændi; ég held, að það hafi verið frændi hans — þeir hétu í það minnsta sama nafni. Sá Dubert, sem ég þekkti hét Léon. og iögreglustjórinn í jámbrautarstöðvarhverfinu hét Frangois. Vinur minn bauðst strax til þess að fara með mig til frænda síns — mig minnir, að það hafi verið frændi hans, — en hann varð að vinna J hálftíma ennþá. Ég varð því að stilla óþolinmæði mína þennan tíma, að svo miklu leyti, sem hægt var, og ég skemmti mér vel yfir hinum óteljandi siðvenjum og hinni yfirdrifnu nákvæmni í starfi hinnar frönsku lögreglu. Hún á yfir mörgum ágætum starfsmönnum að ráða, sérstaklega meðal lögregluþjóna og lögreglustjóra. Þessi hálftími leið loks og lögreglustjórinn lokaði skrifborði sínu. Við fengum okkur leigu- vagn og ókum yfir í norðurenda borgarinnar og hittum þar Frangois Dubert i svipaðri skrifstofu. Hann vissi náin deili á atburðinum. Allt kvöldið hafði hann ekki heyrt um annað, ekki talað um annað og ekki hugsað um annað. Hann var mjög ræðinn, fjörlegur, lítill maður, sem ekki leit beint út fyrir að vera vel hæfur lögregluembættis- maður, hugsaði ég, en manni getur svo oft skjátl- ast í þeim sökum. Við þetta tækifæri var hann vist líka ákafari og æstari en venjulega, því þetta var mjög mikils- vert og alvarlegt mál, sem hafði að hálfu leyti átt sér stað í útlöndum. Vitanlega talaði hann einungis frönsku — í Frakklandi sem Englandi eru embættismenn sjaldan færir í öðrum málum, — og þar sem konumar, er handteknar höfðu verið, vom útlendingar og ferðakistan kom frá útlöndum þá var öll rannsókn á málinu mjög miklum vandkvæðum bundin. Hann kvartaði mjög undan því við mig, að menn hans hefðu reynzt mjög duglitlir, og hann var þeim mun áfjáðari í að þiggja þá hjálp, sem ég gæti látið í té. En það kon\ brátt í ljós, að ég gat minna, en ég hafði vonað. Hann byrjaði á því að gefa okkur nákvæma

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.