Vikan


Vikan - 14.01.1943, Síða 10

Vikan - 14.01.1943, Síða 10
10 VIKAN, nr. 2, 1943 u in Ifl Iki 1 1 m u 1 Ba 1 III III Ll ii i Matseðillinn. Eplasúpa. 2 1. vatn, 750 gr. epli, 30 gr. hrísmjöl, 200 gr. sykur, 2 eggja- rauður, 1 matskeið rjómi. Eplin eru þvegin, skorin í sundur, kjaminn tekinn úr þeim og þau soð- in meyr í vatninu. Síðan eru þau síuð í fínni síu. Súpan soðin upp að nýju ásamt hrísmjölinu og sykrinum, sem hrærður hefir verið út í örlitlu köldu vatni. Eggin eru þeytt ásamt rjóm- anum og látin saman við áður en súp- an er borin fram. Hakkað buff. 1 kg. kjöt (helzt úr læri), 3% dl. soð, 20 gr. hveiti, 3 stórir laukar, pipar, salt, 15 gr. hveiti, dálitið af matarlit. Kjötið er þvegið, sinar teknar úr því og það skorið í smástykki, sem hökkuð eru einu sinni í hakkavél og síðan eru smástykki mynduð úr kjöt- inu. Þau em barin og velt upp úr hveiti, sem dálítið af pipar og salti er saman við. Buffið er steikt í brún- uðu smjöri í ea. 4 minútur á hverri hlið. Þegar það er tekið af pönnunni, er soðinu hellt á hana, það soðið upp og hrært út með hveitinu, sem hrært hefir verið í köldu vatni. Eftir 5 minútna suðu er brúnuðum lauknum hrært út í. Er buffið er borið fram, er sósunni hellt yfir það, og brúnað- ar kartöflur hafðar með. Möndlubúðingur. % 1. mjólk, 50 gr. möndlur, 75 gr. maizenamjöl, 50 gr. sykur, 2 til 3 egg, y2 vanillustöng. Mjölið er hrært út með mjólkinni og hvorutveggja soðið ásamt vanillu- stönginni. Eftir nokkurra mínútna suðu, eru skolaðar og fínt hakkaðar möndlumar látnar saman við ásamt Bykrinum. Potturinn tekinn af eld- lnum og eggjarauðumar ásamt stif- þeyttum hvítunum settar út í. Til viðbótar má taka 5 gr. af maizena- mjöli, ef búðingurinn óskast þéttari. Borinn fram með rauðri sósu. Snotur dragt. Dragt þessi er úr svörtu ullarefni. Pilsið er með einni lokafellingu að framan. Treyjan er hneppt og er ekkert belti við hana. Má sauma í hana að framan. Rosalind Russell gefur góð ráð í ástamálum. Verið móðins — með nokkmm gamaldags aðferðum. Það er ráð, sem Rosalind Russell kvikmyndaleik- kona gefur, til þess að hrífa karl- menn. Hún segir: „Það, sem þér eigið að gera, er að sitja siðprúður í sófa, spenna greipar í kjöltu yðar, vera hjálparvana á svipinn og segja: „Ég veit ekki, hvað ég á að gera.“ Þetta lætur karlmanni finnast hann vera sterkur. Og honum mun geðjast því betur að yður, sem þér látið honum finnast hann sterkari. Auk þess munu vandræði yðar gefa honum tækifæri til þess að gefa yður góð ráð. Og honum mun þykja vænt um yður fyrir það!“ Tvö húsráð: Gætið þess, er þér látið pönnur eða skaftpotta á eldstóna að skaftið standi ekki út af henni; annars Eigingirnin hafði veðjað við hina andana. Hún hafði horft drýgindalega í kringum sig á hina andana og sagt: „Ég er óefað sú ykkar, sem mest vald hefi yfir mönnunum." Er hinir andamir hreyfðu mótmæl- um, var það að hún hafði boðizt til að veðja. „Gott og vel,“ hafði hún sagt. „Þið viljið þá ekki trúa því, að mennimir séu þrælar mínir, að það sé enginn sá eða ekkert það, sem stjórnar þeim eins og ég? Komið þá með mér og sannfærizt." é Og þeir fóru yfir mörg lönd, og Eigingimin sýndi félögum sínum sigri hrósandi, hvernig mennimir hylltu hana og tóku ok hennar á herðar sér með smjaðurslegri undir- gefni. Hún leit með fyrirlitningu í kring- um sig og hrópaði til fjöldans: „Er nokkur meðal ykkar, sem ekki vill lúta yfirráðum minum?" Þá gekk kona ein fram fyrir hana. Hún var fátæklega klædd og föl í andliti. Hún bar lítið bam á hand- legg sér, sem hélt fast um háls henn- ar með höndunum, en tvö heldur stærri böm héldu í pils hennar. Á bakinu bar hún greinaknippi, sem hún hafði tínt í skóginum. Hún horfði djarflega á hina vold- ugu Eigingimi og sagði: „Þótt allir aðrir lúti þér og hylli þig, þá geri ég það ekki. 1 hjarta mínu ríkir sú, sem er stærri én þú, hún getur neytt þig til þagnar, þú neyðist til þess að lúta henni, hún getur drepið þig, ef hún vill — —• nafn hennar er Móðurás't!" Þá hneigði Eigingimin höfuð sitt. „Ég mundi ekki eftir henni," sagði hún. „Ég hefi tapað veðmáli mínu. Ég veit, að hún hefir á réttu að standa. Móðurástin er sterkari en ég, hún er neisti af hinni guðdómlegu á,st----- hún getur allt---. Móður- ástin getur bjargað heiminum." Og Eigingimin og allir hinir and- amir héldu burt, þögulir og kyrr- látir. rzÆz rnínnniganna. r33íad úr aögu gamallar í<onu. Hún er áttatíu og átta ára, gamla konan; hár hennar er hvítt sem snjór og hún er ákaflega bogin í baki. En augun em ennþá ljómandi, og hún hefir enn gaman af því að sjá fólk hjá sér, halda smáveizlur fyrir þá, sem henni þykir vænt um, og heyra ungar raddir í kringum sig. En rétt eftir hádegismatinn, fyrir kaffi, er tími, sem tilheyrir henni einni, tími, sem hún notar til að hvíla sig, og þá þorir enginn að ónáða hana. — Hún hallar höfðinu að púðum hægindastólsins, spennir greipar, og lokar augunum, því þá er betra að hugsa. — Það var eitthvað, sem hún átti að muna — rétt — það var bróðurson- ur hans Hans frænda, sem hafði fengið góða atvinnu — það varð að óska honum til hamingju — skrifa — eða senda kannske heldur sím- skeýti. — Já, og svo hafði dóttir Rotenburgs trúlofazt, móðirin var bezta vinkona hennar, hún varð víst að halda hinum nýtrúlofuðu smá- veizlu. Það var dálítið þreytandi, en það varð nú samt að vera svo — og þau áttu að smakka hina frægu smjörköku ungfrú Lenu — hver var það nú aftur, sem hafði þótt hún svo gætuð þér óvart rekizt á skaftið og fellt pottinn eða pönnima á gólfið. Gott ráð til þess að ná málningar- lykt úr nýmáluðu herbergi er að setja fulla fötu af vatni lnn í herbergið. góð? t— Hún mundi eftir litlu hönd- inni með mörgu hringunum, sem glitruðu, er höndin var rétt fram eftir enn einu stykki. — En nafnið — ó, þetta minni — jú, Inga Hjelm, greifadóttir, það var hún! Það var nú langt síðan hún hafði séð hana — hún ætlaði að bjóða henni að koma á miðvikudaginn með unga fólkinu, — hún gat líka boðið frú Malm, nei, það var satt, hún var enn í sorg, hún hafði misst yngsta bamið sitt, vesl- ins konan, hún bar sig svo illa — en Inga Hjelm átti að koma og fá smjörköku. — „Megum við kveikja, frænka? Það er kominn kaffitími,“ það var bama- barn hennar, sem inn kom. „Strax? Tíminn hefir liðið svo fljótt — ég sat og hugsaði um gamla kunningja mina.“ „Það hefir vonandi ekki verið neitt sorglegt?" „Ne-ei, ég vorkermi bara frú Malm, sem er búin að missa eitt bama sinna. Annars var ég að hugsa um að skrifa Hans frænda og óska hon-' um til hamingju í tilefni af því, að bróðursonur hans fékk svo ágspta stöðu, og að halda dálitla veizlu fyrir dóttir Rotenburgs — hún er nýtrú- lofuð — smá trúlofunarveizlu —.“ „En þetta er ekkert sorglegt, frænka, og samt ert þú svo döpur í bragði.“ „Jú, bamið mitt, það er samt sorg- legt.“ „Hvers vegna?" „Vegna þess að allt þetta fólk er dáið, dáið fyrir langa löngu!“

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.