Vikan


Vikan - 14.01.1943, Blaðsíða 6

Vikan - 14.01.1943, Blaðsíða 6
(í VTKAN, nr. 2, 1943 lýsingu á því, hvernig málið stæði. Gamla kon- an var að öllum likindum ekki komin til fullrar meðvitundar, hún talaði í óráði og hafði, sam- kvæmt ráðleggingu lögregiulæknis verið lögð á sjúkrahús. Að áliti lögreglustjórans var hún ekki mikið við málið riðin. Það hafði verið haldin bráðabirgðayfirheyrsla yfir imgu stúlkunni og þjónustustúlku hennar. Hin síðastnefnda vissi augsýnilega ekkert um málið, en unga stúlkan vissi augsýnilega mikið. Þjónustustúlkan hafði ekki einu sinni getað sagt, hver hin myrta var, því hún sór hátíðlega, að hún hefði aldrei séð þessa konu. Samt skýrði frásögn hennar fyrir okkur tvö atriði. , 1 fyrsta lagi: hin látna hafði ekki verið með frú Simpkinson og dóttur hennar stuttu fyrir morðið, því þá hefði þjónustustúlkan átt að þekkja hana. 1 öðru lagi: svarta ferðakistan var raunveru- lega eign ungfrú Simpkinson; stúlkan þekkti hana aftur. Yfirheyrslan yfir ungu stúlkunni sjálfri hafði vitanlega verið miklu áhrifaríkari, og FranQois Dubert rétti mér gerðabókina til aflestrar. Ég ætla ekki að ræða það nánar, hvort hann gerði rétt í þessu; en maðurinn var þvi svo feginn að mega njóta aðstoðar minnar. Framkoma ungfrú Simpkinson var mjög áber- andi og útilokaði hvem möguleika á því, að hún gæti verið alveg saJklaus. Helmingi þeirra spurn- inga, sem lagðar vöru fyrir hana, hafði hún svarað, en hinum helmingnum hafði hún blátt áfram neitað að svara. Hún hafði fúslega stað- fest, að nafn hennar og móður hennar væri raun- verulega Orr-Simpkinson, eins og á farangrinum stóð og að þær hefðii farið frá London snemma um morguninn eftir að hafa gist á litlu gisti- húsi nóttina áður. En er hún var spurð um hinn fasta dvalarstað þeirra, eða er þeir vildu kom- ast að þvi, hvar þær hefðu verið daginn fyrir ferðalagið, neitaði hún allt í einu að gefa nokkr- ar upplýsingar. — En strax á eftir áttaði hún sig þó, gaf upp nákvæmt heimilisfang sitt í Toot- ing og bætti við, að hún hefði daginn fyrir ferða- lagið dvalið ásamt móður sinni í gistihúsinu til þess að vera nær járnbrautarstöðinni, er þær færu morguninn eftir. Þessari frásögn hafði þjón- ustustúlkan, þrátt fyrir bendingar og merki frá ungu stúlkunni, andmælt algjörlega, en hún hafði verið tekin til yfirheyrslu aftur, því hún hafði sagt lögreglustjóranum, að mæðgurnar hefðu dvalið í Southend síðastliðnar þrjár vikur, og að þær hefðu farið til London frá Southend en ekki Tooting. Það kom nú einnig í Ijós, að þjónustu- stúlkan hafði ekki verið með þeim þennan tíma, heldur hafði hún hitt þær á járnbrautarstöðinni í London. — Hún hafði allan þennan tíma verið í íbúð þeirra í Tooting, og af því var einnig hægt að skýra, að hin myrtá kona var henni með öllu ókunnug. 1 það minnsta gat maður öruggur dregið þá ályktun, að ungfrú Simpkinson vissi, hver hin myrta kona var, og að þjónustustúlk- an vissi það ekki. ,,Ó, guð minn góður, ungfrú,“ hafði stúlkan hrópað og farið að gráta, „þér vitið, að allt, sem ég segi, er sannleikur eins og biblían. Hvers vegna látið þér ekki herra Harvey koma hingað ?“ Þá hafði lögreglustjórinn gerzt dálítið strang- ari, og ungfrú Simpkinson hafði orðið enn þver- úðarfyllri, en hafði þó játað, að ferðakistan væri hennar eign, lykilinn líka. Það hafði fundizt handklæði í ferðakistunni — átti hún það? „Nei." Vissi hún eða hélt hún sig vita, hver ætti það ? Hún gat ekki neitt um það sagt. Handklæðið hafði verið merkt með stöfunum E. R. — hafði hún nokkurn grun um, hvaða nafn þessir stafir táknuðu? Hún veigraði sér við að svara. Á nærfötum hinnar myrtu höfðu fundist sömu stafimir og var því sanngjarnt að álíta, að hand- klæðið hefði tilheyrt henni — var ungfrú Simpkin- son fær um að segja, hver hin látna var? „Já!“ Er ég las þetta „já“ í gerðabókinni, brá mér, og þó gat ég eiginlega ekki búizt við öðru svari. Furða mín óx, er ég las eftirfarandi linur: „Eruð þér fúsar til þess að gera það?“ „Nei!“ Það hafði ekki heppnast að fá meira upp úr henni; það hafði reynzt gagnslaust bæði að tala um fyrir henni og ógna henni. 1 örvæntingu hafði lögreglustjórinn slitið yfirheyrslunni, og farið hafði vterið með ensku stúlkuna í fangelsið sem grunaða um morðið á óþekktri manneskju. Persónuleg sannfæring lögreglustjórans var alveg ákveðin. Ég hefi aðeins eina kvörtun á hendur réttargangi sakamála á meginlandinu, en það er mjög alvarleg ákæra — hann gefur, að mínu áliti, hinum ákærða alltof litla von um að geta réttlætt sig. Er búið er að handsama hann, þá er hann strax talinn sekur, og allar tilraunir dómara og málaflutningsmanna fara í þá átt að reyna að fá fram játningu með því að koma hinum ákærða á óvart eða tala um fyrir hon- um. Skarpskyggnir og óhlutdrægir útlendingar — þar á meðal Dubert — höfðu verið mér sam- mála í þessu. — En í þessu tilfelli hafði Léon Dubert eins mikla tilhneygingu til þess að tortryggja ungfrú Simp- kinson og frændi hans. 1 þeirra augum var nú bara um spuminguna um meðseka að ræða, eða einnig um, hvort hún væri sjálf aðeins meðsek í glæpnum. Að áliti þeirra beggja var ekki minnsti vafi um, að hún átti einhvem þátt í morðinu. Ég játaði, að þeir gætu haft á réttu að standa; þeir þuldu upp allar þær ástæður, sem stuðluðu að því, að þeir tortryggðu stúlkuna, og það kom í ljós, að það var enginn smá listi. 1 fyrsta lagi hafði hún vitað um hið undarlega innihald ferða- kistunnar, sem hún af ástæðum, sem enn vom óskýrðar, hafði haft með sér frá Englandi — hvers vegna hafði hún lagt af stað í ferðalag með hana? Sennilega til þess að koma líkinu á einhvern þann stað, þar sem minni hætta væri á uppgötvun. Hún hafði því augsýnilega reiknað með því, að heppnin yrði með henni, að vegna sannfæringargáfu sinnar, hins rnikla farangurs, kaðalsins og svikna lykilsins mundi henni takast að sleppa í gegnum tollskoðunina, og einungis óheppni og hin ókurteisa þrákelkni tollþjónanna hafði kollvarpað öllum áformum hennar. Þetta var bæði mér og Frakkanum fyllilega ljóst. Auk þess var það áreiðanlegt, að hún þekkti morðingjann og að nafn hinnar myrtu var henni kunnugt. Hún hafði ætlað sér að koma Dubert á ranga braut með tilliti til dvalar sinnar í South- end, hún hafði játað, að ferðakistan, sem líkið hafði verið í, væri sín eign — það hafði þegar sannazt á vitnisburði þjónustustúlkunnar — og hún hafði neitað að gefa nokkrar upplýsingar um handklæði það, sem hjá líkinu hafði fundizt. Þjónustustúlkan hafði að visu líka verið spurð um handklæðið, og hafði það verið greinilegt af frásögn hennar, að það gat ekki verið eign ung- frú Simpkinson. Það, sem mér datt fyrst í hug, var, að stafirnir hefðu verið saumaðir á það til þess að villa réttinum sýn; en ég lét alveg af þessum grun, er Frangois Dubert sagði mér, að klæði myrtu konunnar væru merkt með sömu stöfunum. Þar af leiðandi hlaut hún að hafa átt handklæðið. V. Heimilisfangið á farangrinum. „En eitt er víst,“ sagði Léon Dubert, er við ræddum þetta mál nánar á lögregluskrifstofunni, „unga stúlkan hefir lykilinn að ráðgátunni í hendi sér -— ja, meira en það, allt bendir í þá átt, að glæpurinn hafi verið framinn af henni eða fyrir áeggjan hennar." Erla og unnust- inn. Oddur: Elsku vina mín, þú getur ekki ímyndað þér, hve þú hefir glatt mig með því að gefa mér þessa fallegu mynd af þér. Hún er dásamleg — alveg eins og þú. Erla: Finnst þér hún í rauninni falleg? Erla: Mér þykir svo vænt um, að þér skuli þykja myndin falleg. Þú ert yndislegur, ástin min. Oddur: Falleg? Hún er alveg dásamleg. Elskan min, ég ætla að láta innramma hana strax í dag. Oddur: Ég ætla að taka þessa skipsmynd Oddur: En hve það verður miklu skemmtilegra Oddur: Vat. n ! niður. Ástvinan mín verður að vera á áberandi að horfa á mynd vinu minnar en allt annað. stað í herberginu minu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.