Vikan


Vikan - 14.01.1943, Blaðsíða 4

Vikan - 14.01.1943, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 2, 1943 OPNI GLUGGINN. Frænka mín kemur bráðum niður, herra Nuttel,“ sagði ákveðin, fimmtán ára gömul telpa; ,,á með- an verðið þér að reyna að láta yður nægja að ég sé hjá yður.“ Framton Nuttel reyndi að segja það rétta, sem mundi vera hæfilegir gullhamr- ar fyrir ungu frænkuna, án þess að segja nokkuð óviðeigandi um frænkuna, sem koma átti/Með sjálfum sér efaðist hann meira en nokkru sinni áður um það, hvort þessar viðhafnarlegu heimsóknir til f jölda ókunnugra mundu gera mikið gagn við lækningu taugasjúkdóms þess, er hann gekk með. „Ég veit, hvernig það verður þar,“ hafði systir hans sagt, er hann var að búa sig undir að flytja til þessa sveitahéraðs; ,,þú grefur þig niður þar og talar ekki við nokkra lifandi veru, og taugar þínar verða verri en nokkru sinni áður af leiðindum. Ég skal gefa þér meðmælabréf til alls þess fólks, er ég þekki þar. Sumt af því er, að því er mig minnir, allra viðkunnanleg- ustu manneskjur.“ Framton var að hugsa um það, hvort þessi frú Sappleton, konan, sem hann var að koma með eitt af meðmælabréfunum til, væri ein af þessu viðkunnanlega fólki. „Þekkið þér margt fólk hérna?“ spurði frænkan, er henni fannst þögnin orðin hæfilega löng. „Varla nokkra manneskju,“ sagði Fram- ton. „Systir mín dvaldi hér á prestssetrinu fyrir fjórum árum, og hún lét mig hafa meðmælabréf til nokkurra manna hér.“ Hann sagði þetta síðasta í þeim tón, að auðheyrt var, að honum líkaði það miður. „Þér vitið þá eiginlega ekkert um hana frænku mína?“ spurði hin ákveðna, unga stúlka. „Aðeins nafn hennar og heimilisfang,“ sagði gesturinn. Hann var að velta því fyrir sér, hvort frú Sappleton lifði í hjóna- bandi eða væri ekkja. Það var eitthvað við herbergið, sem gaf til kynna, að karl- menn byggju þar. „Hinn mikli sorgarleikur í lífi hennar átti sér stað fyrir þrem árum,“ sagði barn- ið; „það hlýtur að vera eftir að systir yðar var hér.“ „Sorgarleikur?“ spurði Framton; hon- um virtust sorgarleikir útilokaðir á svona friðsömum stað í sveit. „Þér kunnið að undrast það, að við skul- um hafa þennan glugga opinn upp á gátt í októbermánuði," sagði frænkan og átti við stóran, franskan glugga, sem snéri út að grasflötinni. „Það er nú frekar heitt á þessum tíma árs að vera,“ sagði Framton; „en kemur þessi gluggi sorgarleiknum við?“ „I dag fyrir 3 árum fóru maður hennar og tveir bræður út um gluggann á veiðar. Þeir komu aldrei aftur. Er þeir fóru yfir mýrina að stað þeim, er þeir skutu helzt snípur á, sukku þeir alhr ofan í mýrina á hættulegum stað einum. Sumarið hafði verið ákaflega votviðrasamt og staðir, sem áður höfðu verið alveg hættulausir, létu nú allt í einu undan. Lík þeirra fundust aldrei. Það var það hræðilegasta við þetta.“ Smásaga eftir »Saki« (H. H. Munro) Nú hvarf einbeitnin úr rödd bamsins og hún varð hikandi og döpur: „Aumingja frænka heldur alltaf að þeir komi heim einhvem daginn, þeir og litli, brúni hund- urinn, sem týndist með þeim, og muni ganga inn gegnum gluggann alveg eins og þeir vom vanir að gera. Þess vegna er glugginn hafður opinn á hverju kvöldi, þar til niðdimmt er orðið. Aumingja frænka mín, hún hefir oft sagt mér, hvernig þeir lögðu af stað, maður hennar með hvíta regnkápu á handleggnum, og Ronnie, yngsti bróðir hennar, syngjandi. „Bertie, hvers vegna hopparðu?“ eins og hann gerði alltaf til þess að stríða henni, vegna þess að hún sagði að það færi í taugarnar á sér. Ég hefi það stundum á tilfinning- unni, á friðsömum og kyrrlátum kvöldum eins og þessu, að þeir muni allir koma inn um gluggann — Hún þagnaði og það fór hrollur um hana. Framton var það mikill léttir, er frænkan kom þjótandi inn í herbergið og bað af- sökunar á því, að hún skyldi koma svona seint. „Ég vona, að Vera hafi skemmt yður,“ sagði hún. | Vitið þér það? I 1. Hvenær voru fyrstu fjárlögin samin | fyrir tsland? | 2. Hvað starfaði Ólafsdalsskóli lengi? = 3. Hver er elzti nú starfandi sparisjóður á iandinu? § 4. Af hvaða tegund var fyrsta nothæfa ritvélin ? I 5. Hvenær er Kaupmannahafnarháskóli § stofnaður ? | 6. Hver fann upp rafsegulmagnið (Elek- tromagnetismen) ? | 7. Hver er talinn hafa samið fyrsta vís- indalega hagfræðiritið ? Í 8. Hvenær var Guðbrandur biskup Þor- Í láksson uppi ? : 9. Hvenær uppgötvaðist Radium og hver uppgötvaði það? i 10. Eftir hvem er bókin ,,Fótatakmanna“? Sjá svör á bls. 14. UllfUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIUIIII „Hún hefir verið mjög skemmtileg,“ sagði Framton. „Ég vona að yður standi á sama um, að glugginn sé opinn,“ sagði frú Sapple- ton fjörlega; „maðurinn minn og bræður mínir koma bráðum heim af veiðum, og þeir koma alltaf inn um þennan glugga. Þeir hafa verið á snípuveiðum í mýrunum í dag, svo þeir fara víst fallega með vesl- ings gólfteppin mín. Það er svo líkt ykkur karlmönnunum, er það ekki?“ Hún ræddi fjörlega um veiðarnar og friðun fugla og útlitið fyrir andaveiðum yfir veturinn. Framton fannst þetta alveg hræðilegt. Hann gerði ákafar, en ekki mjög vel heppnaðar tilraunir til þess að snúa samræðunum að öðru ekki eins drauga- legu efni; hann var þess meðvitandi, að konan veitti honum htla athygli, og augu hennar horfðu oftast fram hjá honum að opna ‘glugganum og út á grasflötina. Það var sannarlega óheppilegt, að hann skyldi einmitt hafa komið í heimsókn á þessum degi. „Læknarnir eru sammála um það, að fyrirskipa mér algjöra hvíld, og varast allan hugaræsing, og forðast alla and- lega áreynslu," (sagði Framton, sem fór eftir þeirri mjög almennu villu, að ókunn- ugir og fólk, sem maður kjmnist af tilvilj- un, þrái að heyra hin minnstu atriði um lasleika og veikleika manns, gang þeirra og lækningu. „En þeir eru ekki eins sam- mála að því er snertir mataræðið,“ hélt hann áfram. „Nei?“ sagði frú Sappleton, með röddu, sem afstýrði geispa á síðasta augnabliki. En svo vírtist hún allt í einu fyllast eftir- tekt — en hún snerti ekki það, sem Fram- ton var að segja. „Þarna koma þeir loksins!“ hrópaði hún. „Alveg á réttum tíma til að drekka te og mér sýnist þeir vera moldugir upp fyrir höfuð.“ Það fór hrollur um Framton og hann sneri sér að litlu frænkunni til þess að sýna henni skilningsríka samúð. Barnið horfði út um opinn gluggann skelfingu lostið á svipinn. Gripinn skyndilegum ótta snéri Framton sér við í stólnum og horfði í sömu átt. I rökkrinu gengu þrjár verur yfir gras- flötina í áttina til gluggans; þeir báru all- ir byssur undir handleggnum, ög einn þeirra hafði auk þess hvíta regnkápu yfir axlimar. Þreyttur, brúnn hundur var á hælum þeim. Þeir nálguðust húsið hljóð- laust, og svo byrjaði allt í einu einn þeirra að syngja með hásri, bamslegri röddu: „Ég sagði, Bertie, hvers vegna hopparðu?“ Framton hrifsaði til sín staf sinn og hatt; á flótta sínum tók hann óljóst eftir útidyrunum, malarstígnum og hliðinu á girðingunni. Hjólreiðamaður einn, sem kom hjólandi eftir veginum varð að fara út af veginum til þess að forðast árekstur. „Hér komum við, vina mín,“ sagði sá, er bar hvítu regnkápuna, er hann kom inn Framhald á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.