Vikan - 14.01.1943, Síða 7
VIKAN, nr. 2, 1943
7
Halldórpróf. Hermannsson
Framhald af forsíðu.
andi, að hann hsetti við laganámið. Var
það prófessor Willard Fiske, mikill bóka-
safnari, er lengi hafði lagt sérstaka alúð
við íslenzkar menntir, einkum bókfræði, og
átti mikið safn íslenzkra bóka. Halldór fór
með Fiske til Flórens á Italíu, en þar átti
Fiske þá heima. Tók Halldór að sér að
skrásetja hið íslenzka bókasafn hans.
Fiske arfleiddi Cornell-háskólann, sem er
í Iþöku, litlum bæ norðarlega í New York-
fylki í Bandaríkjunum, að mestum hluta
eigna sinna og þar á meðal íslenzka bóka-
safninu. Var Halldór, eftir að Fiske var
látinn, 1904, ráðinn þar bókavörður. Árið
1905 fór hann vestur um haf. Þar hefir
hann átt heima síðan. Nokkrum árum síð-
ar tók hann að kenna norræn fræði í
Cornell-háskólanum. Eitt ár var hann að
vísu bókavörður í safni Árna Magnússon-
ar í Kaupmannahöfn, en forráðamenn
Cornell-háskóla vildu fyrír engan mun án
Halldórs vera, svo að hann hvarf þangað
aftur. Hefir hann alla tíð notið mikilla vin-
sælda samkennara sinna og lærisveina.
Auk bókavörzlunnar, sem Halldór hefir
rækt af frábærri alúð, eins og fyrr er sagt,
hefir hann samið tvær miklar bókaskrár
um Fiske-safn og ritsafnið Islandica. Af
því hefir hann gefið út eitt bindi nærri ár-
lega síðan 1908 og samið það allt sjálfur.
Eru þetta undirstöðurit um í slenzka
bókfræði. 1 Islandica er margt annað en
bókfræði, bæði fyrir fræðimenn og alþýðu
manna. Svo hefir Halldór og gert útgáfur
fomra og nýrra íslenzkra rita. Fyrir Einar
Munksgaard, hinn stórvirka bókaútgef-
anda, hefir Halldór valið ágætt safn mynda
og upphafsstafa úr fornum handritum.
Vakti sú bók mikla athygli, því að það
kom flestum fræðimönnum á óvart, að til
væri í handritum vorum íslenzk myndlist
og skrautlist, sem að sínu leyti ber vitni
um ekki minni smekk og hagleik en bók-
menntimar sjálfar.
Halldóri er svo lýst, að hann sé glæsi-
menni, mikill vexti, fríður sýnum, hátt-
prúður og hvers manns hugljúfi í viðkvnn-
ingu, fjölmenntaður, skemmtinn í tali og
hrókur alls fagnaðar í samkvæmum, þjóð-
rækinn og þjóðhollur.
Halldór Hermannsson er fæddur 6. janú-
ar 1878 á Velli á Rangárvöllum, sonur
Hermanns sýslumanns Jónssonar, verzlun-
arstjóra á Isafirði Jónssonar, og Ingunnar
Halldórsdóttur bónda í Álfhólum, Þor-
valdssonar í Klofa, Jónssonar. Halldór
Hermannsson er ókvæntur. Systkini hans
em: Guðrún, ekkja séra Eggerts Pálsson-
ar á Breiðabólsstað í Fljótshlíð; Guðbjörg,
er var gift séra Jóni Thorsteinsen á Þing-
völlum; Kristín, er var gift séra Halldóri
Jónssyni á Reynivöllum; Jón tollstjóri,
kvæntur Ástu, dóttur Péturs Thorsteins-
sons; Oddur, skrifstofustjóri í stjómarráð-
inu, er var kvæntur Þóm, kjördóttur Jóns
Magnússonar ráðherra.
Hygginn hundur.
Kona ein varð fyrir þvi óláni, að mýs
tóku að gerast nærgöngular á heimili henn-
ar, og lagði hún fyrir þær margar gildrur.
Hundurinn hennar, Cinders, horfði alltaf
á, er verið var að leggja gildrurnar eða
taka mýsnar úr þeim. Morgun einn réðist
mús inn í dagstofuna. Ciders þaut á eftir
músinni, hún hljóp að arninum, tókst að
sleppa undan hundinum og upp í reyk-
háfinn.
Dálitla stund horfði Cinders á arininn.
Síðan snéri hann við, fór út um bakdyrn-
ar, og sá fólkið hann labba inn í bílskúr-
inn, þar sem músafellurnar voru geymdar.
Fáeinum mínútum seinna sást hann koma
til baka með fellu eina í munninum. Cind-
ers bar hana þvert yfir herbergið, lagði
hana frá sér, og ýtti henni með trýninu
að arninum og skildi hana eftir beint fyrir
framan hann.
Hyggjuvit mauranna.
Maður einn, sem var að horfa á maura-
þúfu, ákvað að láta brjóstsykursmola til
þeirra og sjá, hvað þeir gerðu við hann.
Maurarnir þyrptust um molann. En hit-
inn af líkama þeirra og sólinni gerði mol-
ann brátt límkenndan. Mauramir flýttu
sér burt af honum og áttu sumir erfitt
með að losa fæturna frá límkenndum mol-
anum.
Fáeinum augnablikum seinna sá maður-
inn maurana koma aftur og bar hver
þeirra örsmáan viðarbút. Þeir lögðu bút-
ana á brjóstsykursmolann, þannig að þeir
mynduðu marga vegi. Síðan stóðu þeir
fullkomlega öruggir á bútunum á meðan
þeir luku við máltíð sína.
Ótrúlegir atburðir.
Framhald af bls. 3.
eftir, að hann hefði dáið á sama klukku-
tímanum og ég gekk fram hjá húsinu.“
*
Ég get ekki sannað áreiðanleik þessarra
sagna, en ég þekki sumt af fólki því, er
segir þær og treysti því alveg. Hvað hina
snertir, verð ég að segja það, að sögur
þeirra virðast vera áreiðanlegar.
Er það sanngjarnt, að kalla slíka ein-
kennilega atburði uppgerð, þótt ekki sé
hægt, að venjulegum leiðum, að færa sönn-
ur á áreiðanleik þeirra?
Rauðar rósir.
Aðalsteinn Halldórsson, frá Litlu-Skóg-
um, hefir nýlega látið frá sér fara ljóða-
bók með þessu nafni. Áður, 1931, hefir
hann gefið út aðra ljóðabók, Vorgróður.
Kvæðin í Rauðum rósum eru hvorki stór-
felld né efnisvalið fjölskrúðugt, en sum
kvæðin eru lagleg og nokkur þróttur í
þeim og þó hefði höfundur bersýnilega
getað gert betur með meiri vandvirkni. —
Nokkrar þýðingar eru aftast í bókinni, þar
á meðal á frægu kvæði eftir Holger Drach-
mann: Enskir jafnaðarmenn, er hefst
þannig í þýðingunni:
Frá mótum rökkurs og ljóssins líður
ljóminn yfir borgarþökin-,
kveðja dagsins. Straumur stríður
stökkvir fljótsins grugguga vatni.
Til rykugrar borgar sem boðinn gestur
berst frá Norðursjónum í vestur,
er heilsar nótt með dauða eða drauma,
dimma þokan yfir borg og strauma.
SKRlTLUR.
Lítil stúlka, sem var að
skrifa fyrstu sögu sína, skrif-'
aði: „Ég fæddist í dimmri og
óþrifalegri götu í London, á
meðan hin káta og skemmt-
anasjúka móðir min var að
skemmta sér í Paris.“
*
Kennarinn: Getur þú sagt
mér, hvenær Kólumbus var
uppi?
Einar: Á þeim tíma, þegar
Ameríka var fundin.
*
Árni: Loksins komst Jens á
hina grænu grein.
Bjami: Er það virkilega?
Ámi: Já, hann hengdi sig úti
í skógi.
*
1. veiðimaður: Hvers vegna
eru bæði þú og hundurinn
svona sorgbitnir á svipinn?
2. veiðimaður: Það er ekkert
undarlegt. 1 dag ætlaði ég að
skjóta minn fyrsta héra, en
þegar nær kom, var það kú.
*
Nonni: Sendi hún frænka
þín þér gæs á jólunum, eins og
í fyrra?
Hans litli: Nei, í ár kom hún
sjálf.
Birgðaflutningur. Mynd þessi sýnir tvo léttibáta, sem leggjast að
skipi hlöðnu vörum, er flytja á í land til einnar herbækistöðvar
Bandaríkjanna í Kyrrahafinu. Þessar bækistöðvar þar eru ágætar
til þe3s að ieggja af stað frá í árásir á Japani.