Vikan


Vikan - 14.01.1943, Blaðsíða 12

Vikan - 14.01.1943, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 2, 1943 „Jæja, veiztu nú, hver þessi leyndardómsfulli gestur kann að hafa verið?“ spurði faðir hennar og leit á hana. „Eftir lýsingunni að dæma, held ég, að það hafi verið bróðir einnar skólasystur minnar," sagði hún rólega og reif upp annað bréf. „Nú!“ sagði West í tón, sem gaf til kynna, að honum væri ekkert um bræður skólasystra hennar gefið. „Hér er heimboð frá lávarði og lafði Carbiinkle á fimmtudaginn kemur,“ sagði dóttir hans og rétti honum bréf. Hún varð að beina hugsunum hans inn á hættuminni braut. „Fimmtudaginn kemur? Erum við ekki þegar búin að lofa öðrum þeim degi?“ „Jú, við erum boðin í miðdegisverð til Thomp- son hjónanna — á Portland torgi.“ „Já, það er alveg rétt,“ sagði West gremju- lega. „Það var leiðinlegt. Getum við ekki breytt þessu?“ Dóttir hans gaf honum litla von um það. Hún vissi, að það var óviðeigandi og móðgandi að hafna heimboði, sem maður var þegar búinn að þiggja, þótt maður fengi annað frá tignara fólki, og að slík framkoma tíðkaðist ekki með siðuðu fólki. Gamli maðurinn hafði nú séð annað bréf með skjaldarmerki, svo hann sætti sig við þetta. Næsta morgun hafði Madeline ákveðið að vera nokkuð djörf. Hún lézt vera með höfuðverk, til þess að þurfa ekki að fara og horfa á kappsigl- ingu eina. En varla hafði hún fyrr séð föður sinn aka í burtu, en hún fiýtti sér inn í herbergi sitt, fór i óbrotinn kjól, lét á sig hatt með svartri blæju, stakk á sig vel fullri peningapyngju og fór út úr húsinu. Á næstu vagnstöð fékk hún sér leiguvagn og ók til Waterloo'járnbrautarstöðvarinnar. Þetta skipti ferðaðist hún á fyrsta farrými, og er hún kom á járnbrautarstöðina, tók hún sér vagn til þess að aka til bóndabæjarins. Hún lét hann bíða í dálítilli fjarlægð frá bænum, ef Holt kynni 'ekki að geta ekið henni til baka. Frú Holt, sem sat í eldhúsinu og var að af- hýða baunir, gaf frá sér lágt óp, er frú Wynne stóð allt í einu í dyrunum. Hún stökk á fætur og missti öll hýðin, sem lágu í kjöltu hennar, þurrk- aði hendumar á svuntunni og bauð Madeline inni- lega velkomna. Barnið var hresst og stækkaði óðum, en Wynne var þvi miður ekki heima. Hann og Holt höfðu farið út þegar eftir morgunverð og komu víst ekki strax aftur.' En hve það hitt- ist óheppilega á! Konan varð óróleg, er Madeline sagði, að hún ætlaði ekki að vera kyrr hjá þeim, heldur ætlaði til Irlands eftir tvo eða þrjá daga, því faðir hennar hefði keypt þar veiðisetur, sem hann nú ætlaði að fara að skoða ásamt nokkrum kunn- ingjum. „Ó, guð minn góður, hvað ætli veslings herra Wynne segi?“ sagði hún eftir nokkra þögn. „Ég held, að hann láti yður alls ekki fara,“ bætti hún svo við og hristi höfuðið hugsi. En það var einmitt þetta, sem Madeline hafði komið til þess að tala við hann um, og svo hittist svona iila á, að hann var fjarverandi. Það hefði ekki getað hitzt verr á. Þögn frú Kane var keypt með peningum, þögn Harpers-mæðganna með verðmætum gjöfum og vonum um að verða boðið til Belgravetorgs. Law- rence varð einnig að veita samþykki sitt. Hann varð að bíða þolinmóður, þar til rétta augna- blikið væri komið, þar til henni heppnaðist að vinna ást föður síns og traust að svo miklu leyti, að hann gæti ekki verið án hennar framar og sæi, að staða hans meðal heldra fólks væri tengd henni. Þá, en ekki fyrr en þá, ætlaði hún að kasta sér í fang honum og játa, að hún væri gift. Lawrence og barnið áttu þá að flytja á Belgravetorg og lifa þar í auði og munaði. Þetta var hin fallega áætlun Madeline, og hún sagði við sjálfa sig í það minnsta tíu sinnum á dag: „Lawrence verður að bíða, verður að vera þol- inmóður." Hún kyssti son sinn, og hrósaði rauðu kinn- unum hans, spurði margs um Larry, og varð undrandi, er hún heyrði að hann væri að skrifa mestan hluta dagsins. Og frú Holt tók eftir því, sér til mikillar hryggðar, að Madeline hafði ekki framar neinn áhuga fyrir hænsnum og kálfum eða hundunum, og að hún nefndi ekki einu sinni mjólkurstofuna. Hin skarpskyggna kona sá allt, frá hinum dýrmætu hringum á hendi ungu konunnar til litla úrsins hennar, sem hún var alltaf að lita á með óróa. Kjóll hennar var að visu óbrotinn, en hann var sennilega dýr samt, og það skrjáfaði í honum, er hún hreyfði sig. Ja, það lék enginn efi á því, að Madeline var orðin allt önnur. Auð- urinn hafði numið hana til sín, og hann, veslings maðurinn hennar, mundi ekki geta gert hana ánægða. Hún vissi nú, hvað það var, að eiga peninga og vera tigin stúlka. Frú Holt hristi höfuðið hugsi. Á meðan bóndakonan var að matbúa graut, fór Madeline með barnið á handleggnum út til þess að gá að Lawrence, en enginn Lawrence kom, og drengurinn var einkennilega þungur. Hún gekk út í garðinn. En hve henni fannst hann nú lítill og vatnið var þakið ljótri, grænni leðju. Svo fór hún inn í gömlu setustofuna þeirra með bókahillunni, Bomhólmsklukkunni, útsaum- uðu myndunum á veggjunum og rauðu múrstein- unum á gólfinu. Hinn mildi andvari sveif inn um opinn glugg- ann og lék sér að hinum drifhvítu gluggatjöld- um. Yllirunnarnir og sólblómin uxu svo þétt fyrir utan gluggann, að þau gægðust inn. Og þama var pípa Lawrence; í horninu stóð göngustaf- urinn, sem komið hafði upp um hann, og á borð- inu lágu skrifuð blöð, sem hann hafði sýnilega verið að fást við rétt áður en hann fór út. Það voru ekki bréf. Hvað var það þá? Hún tók upp eina örk og las hana hratt. Titillinn var: „Hefð- arkonan á Miðöldum.“ Hvaða vitleysa var þetta? Henni datt skyndilega eitthvað í hug, kallaði á frú Holt, lagði bamið í fang hennar og eettist við að skrifa Lawrence við borð hans og með penna hans. „Elsku Lawrence," skrifaði hún. „Ég kom hing- að frá London til þess að sjá þig og tala við þig, og ég er mjög hrygg yfir að hafa ekki hitt þig, því ég hefi ekki tíma til þess að biða eftir því, að þú komir, og ég þarf svo mikið að tala við þig. Það gleður mig að Dengsi skuli vera svona fjör- legur og hress og svona kröftugur; og það gleð- ur mig ekki síður að heyra, að þér skuii líða vel. En ég býst við, að það hafi Verið þú, Law- rence minn, sem spurðir eftir mér á Belgrave- torgi, og það gerði mig mjög skelkaða. Hvemig datt þér í hug að vera svona óvarkár, vinur minn! Til allrar hamingju grunar engan, hver maður þessi hafi verið, og í hvaða sambandi hann stend- ur við Madeline West. Er ég sit nú héma og horfi út um gluggann á fallega, gamla garðínn og skógi vaxnar hæðimar í fjarska, þá finnst mér ég vera allt önnur en sú Madeline West, sem þú spurðir eftir. Mér finnst nú, að peningar séu ekkert annað en sjónhverfingar á við æsku, frið og heimilis- ánægju og að ég gæti verið ánægð með að búa, hér hjá þér; en ég veit það líka, að í kvöld, þegar ég fer inn í stofu mína, þá mun ég hugsa á allt annan hátt, og að þá mun mér finnast sveita- lífið alveg óþolandi, eitthvað á við að vera graf- in lifandi. Ást á ég, peninga, en auð verð ég að vinna mér, og ég vil ráða yfir hvoru tveggja, ást og auði. Við höfum komizt að raun um, hvað ást án peninga er, ekki satt ? En tilfinningar mínar í þinn garð munu aldrei, aldrei breytast, það mátt þú vera viss um. Ég hefi fengið síðasta bréf þitt, ihugað það og lagt það vandlega á minnið; en, elsku Law- rence, þú verður að láta mig eina um allt það, er snertir leyndarmál okkar og föður minn. Ég mun fyrr eða seinna tala við hann, en ég verð sjálf að velja1 það augnablik, sem mér finnst viðeigandi og hentugt til þess. Er við bjuggum á Solferinotorgi, varst þú vanur að segja, að ég væri hugsunarsöm og hyggin, og ég get varla hafa breytzt mikið í gagnstæða átt á þessum þrem mánuðum. Láttu mig því um mál þetta. Ég skal sjá um það að snúa pabba og eftir það munum við lifa eins og í ævintýri. Á sunnudaginn kemur förum við með hrað- lestinni frá Eustonjámbrautarstöðinni til Irlands. Pabba datt þetta skyndilega í hug. Hann hefir gefizt upp á skozku heiðinni og tekið á leigu írska höll með mörg þúsund hektara veiðilandi af aðalsmanni, sem hann kynntist í klúbb sínum. Við eigum að hafa marga gesti þar hjá okkur, og ég vonast eftir því að geta framkvæmt margt á þrem mánuðum. Ég skal skrifa þér vikulega og segja þér, hvemig það gengur. Kærar kveðjur, elsku Lawrence. M. W.“ Madeline stakk bréfinu í umslag, skrifaði utan á það og lét það á borðið, þannig að hann hlaut að sjá það undireins og hann kæmi inn í stof- una, og er hún hafði gert þetta, létti henni mjög í skapi. Svo drakk hún te í eldhúsinu hjá frú Holt, hrósaði smjörinu og hveitibrauðinu og eyddi öllum áhyggjum konunnar. Amerískir hermenn I London. Á mynd þessari sjást amerískir hermenn í fríi í London. Eru þeir á gangi fram hjá hliðinu að Buckinghamhöll, sem er bústaður konungs. Með þeim er stúlka, sem er i brezka hemum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.