Vikan


Vikan - 14.01.1943, Blaðsíða 13

Vikan - 14.01.1943, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 2, 1943 13 | \ I Dægrastytting | ^llimilMIMIIIIlM.IIIIMIIIIMMI imilMMIIIIIIIIIIIMIMIMMMMMIMMI^ Hamra-Setta. í tíð Þórðar Bjarnasonar í Njarðvík bjó sú kona á Qilsárvelli i Borgarfirði, er Sesselja hét og var Loftsdóttir. Hún var gift manni þeim, er Steingrímur hét. Maður einn var á bæ þeirra, sem hún hélt við og svo varð mikið um það, að þau myrtu Steingrím bónda. Eftir það struku þau i helli einn þar uppi í fjallinu, sem síðan er kall- aður Sesseljuhellir eða Sesseljuhamrar. 1 þess- um helli voru þau saman nokkur ár. Veiðivatn var í hellinum, og lifðu þau á því. Ekki er þess getið, að þau hafi lagzt á fé manna. Meðan þau voru í hellinum, áttu þau börn saman og drekktu þeim í vatninu, og fór þessu fram, unz fylgimaður hennar dó. Þá hélzt Sesselja ekki lengur við í hellinum fyrir langsemi og fór þaðan. Hún sagði, að hver sem fyrstur hefði þrek að ganga í helli sinn, hann skyldi eiga það, sem héngi upp yfir rúminu sínu. En ekki er þess getið, að nokkur hafi síðan í hann komið. Nú er hrapað grjót fyrir hann, svo að ekki verður í hann komizt. Eftir þetta leyndist hún eitt ár í Dyrfjöllum; þau liggja innan við Njarðvik. Þetta sama haust vantaði Þorvarð bónda 18 sauði gamla. Það var eitt sinn snemma vetrar i Njarðvík, að fólk sat allt inni í baðstofu um kvöldvöku. Vissi það þá ekki fyrr til en þrekleg kona gekk inn að pallstokknum, kastaði vaðmáls- stranga upp á pallinn og sagði: ,,Þá hefir hver nokkuð sauða sinna, Þorvarður bóndi, þá hann hefir ullina.“ En voðin var 18 álnir. Héldu menn, að bóndi hefði vitað af henni í fjallinu og gefið henni sauðina. Árið eftir bar það við á Eiðum fyrir jólaföstu eitt kvöld síðla, þá sýslumaður og fólk hans var allt við verk sitt inni, að sýslumaður hafðist upp úr eins manns hljóði og sagði: „Hefði eins staðið á fyrir mér nú og henni Hamra-Settu, þá skyldi ég hafa tekið reiðhestinn hérna úr hús- inu og ketið úr troginu, sem soðið var í dag og sett fram í klefann; reyna svo að komast suður i Skálholt fyrir jólin og þar í kirkjuna, og ná þar að halda um altarishornið." Enginn vissi hvemig á þessu stóð, en um morguninn var hesturinn horfinn úr húsinu og ketið úr troginu. En um vorið, þegar fréttist að sunnan, var þess getið, að um eða rétt fyrir jólin, þegar biskup kom í kirkju, hefði þar staðið vel vaxin kona við altarishomið, haldið um það og beðið sér griða og friðar. Þetta var Sesselja. Hún fór aftur austur til átthaga sinna, giftist þar og bjó lengi eftir þetta og þótti fyrir-taks kona að rausn og vænleik. Nafn hennar bera niðjar henn- ar á Áustfjörðum ennþá. (Þjóðsögur Jóns Ámasonar, II. b. Sjá einnig merkilega sögulega rannsókn, eftir Margeir Jónsson, i Grimu 17, 1942). Orðaþraut. EM J A SK AR ATIÐ ETUR S N A R AGLI F ANN ANDI Fyrir framan hvert þessarra orða skal setja ieinn staf, þannig að ný orð myndist. Séu þeir stafir lesnir að ofan frá og niður eftir myndast nýtt orð, er það heiti á nesi einu á Islandi. Sjá svar á bls. 14. Mér leiðist hann, jafnvel þegar hann talar um mig. William von Riegen. Úr ýmsum áttum. Slungnar Indíánakonur. Santa Fe, hin forna höfuðborg New- Mexico, er iðandi af fjölda Indíána, sem selja ábreiður, skartgripi og leirker á götum úti. Á hverjum degi setjast Indíána leirkerasmiðir — ávallt konur — á hækjur sínar fyrir framan hina sögufrægu höll landstjóranna og selja áf jáðum ferðamönn- um vörur sínar. En stundum eiga sér stað einkennileg atvik, sem ferðafólkið veitir sjaldan at- hygli. Hinum megin á gamla torginu, beint á móti höllinni, er nútíma glingurverzlun. Við og við sér maður Indíána konur, ef til vill með hörundsrautt barn einhversstaðar í fellingum skrautlitaðrar skikkju, kaupa ódýrlndíána leirker — alveg eins og ferða- menn' gera. Indíánakonan vefur leirkerin (sem hún kann að hafa búið til og selt verzluninni nokkrum vikum áður) inn í klút. Síðan gengur hún yfir torgið til hallarinnar, og sýnir þar munina á gólfi anddyrisins — og selur þá, hvem á fætur öðrum, hinu heillaða ferðafólki fyrir fjómm eða fimm sinnum hærra verð en hún borgaði fyrir þær í verzluninni hinum megin við torgið! Ferðafólk hefir gaman af því að kaupa af hreinræktuðum Indíánum; hin fram- takssama Indíánakona stórgræðir á leir- kerasmíð sinni og losnar við að bera þunga byrði í bæinn. Harold Q. Lee. Hnappaframleiðslan. Ef öllum þeim hnöppum, sem búnir eru til á einu ári að meðaltali í Bandaríkjun- um, væri úthlutað meðal íbúanna, mundi hver maður, kona og barn fá 187 hnappa. Gleymnar konur og jarðarfarasiður. Jafnvel frumstætt fólk skyggnist oft óvenju djúpt inn í mannlegt eðli. Hér er einn hinna mörgu, einkennilegu siða Betsi- leoanna, þjóðflokks, sem býr í suður-mið- héruðunum á eyjunni Madagascar: Þegar verið er að jarða konu, snýr líkfylgdin, sem er á leið til staðar þess, er jarða skal konuna á, við, fer aftur til heimilis hinnar látnu og tefur þar í klukkutíma áður en hún heldur áfram til grafreitsins. Ástæð- an er sú, að hinir innfæddu hafa þá hug- mynd, að konur gleymi alltaf einhverju, er þær fara að heiman. Einkennilegir draumar. Jennie Butler var á leið til föður síns, sem bjó í Louisville, og blundaði í lestinni. Hún svaf óvært, og hana dreymir, að lestin væri að koma á járnbrautarstöð. Frá glugga sínum sér hún, að verið er að aka líkkistu á handvagni eftir brautarpallin- um. Er hún horfir á þetta, er lokinu á kistunni lyft hægt upp, og faðir hennar rís upp og segir: ,,Já, ég er dáinn.“ Ungfrú Jennie vaknaði við þennaij draum og sér, að lestin er að koma á Cin- cinnati-járnbrautarstöðina. Lestin stóð töluvert lengi við þar og hún gekk að blaðasölu til þess að kaupa blað frá Louis- ville. Er hún opnaði blaðið, sá hún, að faðir hennar hafði látizt nokkrum klukku- stundum áður í bifreiðaslysi. Jennie Butler. * " Rudyard Kipling var alla ævi sína van- trúaður maður. Samt sem áður varð hann að játa það, að einu sinni hefði komið fyrir hann óskiljanlegt atvik. Kipling dreymdi, að hann væri klæddur viðhöfninni var lokið, sameinuðust hóp- og var gólfið lagt illa samsettum stein- hellum. I kringum hann var hópur manna, sem einnig voru búnir hátíðabúningi. Hin- um megin í salnum var svipaður hópur. Einhvers konar viðhöfn fór fram vinstra megin við Kipling, en hann gat ekki séð það fyrir ístru manns, er nálægt stóð. Er viðhöfninni var lokið sameinuðust hóp- amir, og er Kipling gekk áfram, greip maður í handlegg hans og sagði: „Mig langar til þess að segja nokkur orð við yður.“ Sex vikum seinna var Kipling boðið að taka þátt í opinberri samkomu, sem hann allt í einu sá að var samkoman, sem hann hafði dreymt um. Þama vom tveir hópar fólks, hellugólfið og ístran, sem vamaði honum þess að sjá. Þegar hann var að hug- leiða það, hvort líta mætti á þetta sem tilviljun, lauk viðhöfninni -og hóparnir gengu áfram. Einhver snerti handlegg Kiplings og sagði: „Mig langar til þess að ,segja nokkur orð.við yður.“ Robert W. Brown. Opni glugginn. Framhald af bls. 4. um gluggann, „frekar moldugir, en að mestu leyti þurrir. Hver var þetta, sem þaut út, er við vomm að koma?“ „Mjög einkennilegur maður, Nuttel að nafni,“ sagði frú Sappleton; „gat ekki tal- að um annað en veikindi sín, og þaut af stað án þess að kveðja eða biðja afsök- unar, er þið komuð. Maður gæti haldið, að hann hefði séð draug.“ „Ég held, það hafi verið hundurinn," sagði litla frænkan rólega; „hann sagði mér, að hann væri hræddur við hunda. Einu sinni elti hahn hópur hunda á bökk- um Gangesárinnar inn í grafreit, og hann varð að vera alla nóttina í nýgrafinni gröf og hundarnir geltu, ílfruðu og urruðu fyr- ir ofan hann. Það er nóg til þess að gera hvern meðalmann taugaóstyrkan.“ Hún var meistari í að koma með ævin- týralegar frásangir.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.