Vikan


Vikan - 14.01.1943, Blaðsíða 3

Vikan - 14.01.1943, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 2, 1943 3 Ótrúlegir Dag nokkum kom virðulegur, grá- hærður maður til mín — sem var, að því er ég komst seinna að, dóm- ari við yfirdóm í Pennsylvaníu. ,,Ef til vill hafið þér áhuga á því að heyra um dálítið, sem kom fyrir mig fyrir þrjátíu árum,“ sagði hann. „Þeir, sem ég hefi sagt þetta, hlusta vantrúaðir á mig, þó er ekkert í lífi mínu jafn lifandi fyrir hugskotssjónum mínum. Er ég var málflutningsmaður uppi í sveit, þurfti ég einu sinni að fara í langa ökuferð með hest og lítinn eineykisvagn eftir þjóðvegi síðla dags. Mér var ieiðin ókunn. Er rökkrið skall á, var ég að aka eftir stíg einum og var steinveggur hægra megin við hann. Það sást ekkert hús. Þar sem ég var ekki viss um, að ég væri á réttri leið og langaði til þess að spyrja ein- hvern til vegar, létti mér stórum við að sjá mann sitja á steinveggnum framund- an. Er ég var í um fimmtíu metra fjar- lægð frá honum, renndi hann sér niður af veggnum, gekk í áttina að veginum, en datt svo allt í einu, og sá ég hann liggja á grúfu þarna á veginum eins greinilega og ég sé yður núna. Ég hélt, að liðið hefði yfir veslings manninn, og fór því út úr vagninum til þess að veita honum þá hjálp, sem mér var unt. Veran á veginum hreyfðist ekki, en er ég nálgaðist hana, hvarf hún. Er ég kom á staðinn, var maðurinn þar ekki. Eg hafði ekki litið af honum eitt augnablik. Og ég get bætt því við, að ég var ungur, heilsugóður, hafði góða sjón og hafði ekki bragðað vín. Ég var mjög undrandi og gekk aftur til hests míns. Mér til mikillar undrunar var hesturinn, sem var gamall og sljór, skelfingu lostinn. Augun voru galopin af ótta, hann andaði ótt, svitinn draup af hon- um, og er ég lagði hönd mína á hrygg honum, fann ég að hann titraði ákaft. Það var með naumindum að ég fékk hestinn til þess að fara fram hjá staðnum; en er við vorum komnir fram hjá, tók hann sprett og frísaði við hvert stökk. Hálfa mílu frá staðnum nam ég staðar við hús eitt og spurðist ég fyrir, eins og af hendingu, um staðinn, þar sem stein- veggurinn var. Konan, sem ég talaði við, leit forvitnislega á mig. „Ó, sá staður,“ sagði hún. „Það fellur engum vel að fara þar fram hjá. Húsið brann fyrir nokkrum árum. Það var þar, sem hin hræðilegu morð voru framin. Þér sáuð eitthvað, var það ekki? Menn hafa séð ýmislegt þar.“ Jæja, þetta er sagan, staðfest af frá- sögn konunnar um þáð, að aðrir hafi séð drauga þar. Og svo var það hinn æðislegi ótti hestsins. Ég held stundum, að dýr atburðir. &ítÓi ARCHIBALD RUTLEDGE. JJ'YHIR nokkrum ámm skrifaði ég tíma- ritsgrein og lýsti í henni mörgum leynd- ardómsfullum atvikum, sem komið höfðu fyrir mig eða kunningja mína. Eftir birt- ingu hennar fékk ég hundruð bréfa og einnig nokkra gesti, sem sögðu m’ér frá svipuðum atvikum. Eftirfarandi frásagnir af snertlngu við hiun ókunna heim, sem ég er viss um að er til, þó að við skyn jum hann venjulega ekki, þóttu mér einkennilegastar. hafi eitthvert sjötta skilningarvit gagnvart svona hlutum. Trúið þér því, sem ég hefi sagt yður?“ Ég sagði honum, að ég tryði honum, því ég er sannfærður um, að til sé ósýnilegt ríki, og að íbúar þess kunni stundum að birtast okkur. * Því er oft haldið fram, að dýr hafi eitt- hvað sjötta skilningarvit, sem geri það sð verkum að þau sjá ýmislegt það, sem sumt fólk telur ímyndun eina. Bréf eitt, sem mér var sent, sagði sögu um einkennilega hegð- un hunds eins. „Veiðihundinum okkar, Marcella," sagði í bréfi þessu, „þykir ákaflega vænt um mann minn. Starf hans hafði það í för með sér, að hann var oft að heiman, og þegar maðurinn minn var ekki heima, svaf Marcella á gólfinu í svefnherbergi mínu. Eina slíka nótt vaknaði ég við gelt Marc- ellu. Ég kveikti ijós, því ég bjóst við, að einhver óboðinn gestur væri kominn inn í húsið. Hárin risu á hundinum og hann urr- aði mikið og mjög einkennilega. Svo tók hann að ýlfra dapurlega, síðan skreið hann inn í skáp einn og lá þar volandi. Er ég fór niður, sá ég, að allt var lokað og læst eins og það átti að vera. Börn mín sváfu bæði vært. Eftir um klukkutíma var hringt til mín og mér sagt, að maðurinn minn hefði lát- izt af völdum bílslyss. Ég held, að Marcella hafi séð það eða séð hann.“ # Frá Connecticut barst mér þessi saga: „Kvöld eitt vorumágkonamínogþriggja ára gömul dóttir hennar einar í upplýstu svefnherbergi í íbúð þeirra. Litla stúlkan lá á hnjánum við rúm sitt og var að lesa bænirnar sínar. Móðir hennar stóð hjá og hlustaði á. Allt í einu fannst henni eins og einhver kæmi inn í herbergið, en hún sá engan og nefndi þetta ekki. Er litla stúlkan hafði lokið við að lesa bænir sínar, leit hún upp og sagði: „Mamma, hvaða gamli maður er þetta, sem stendur við hliðina á þér?“ Lýsing hennar á manninum átti alveg við afa hennar í Svíþjóð, en hann hafði hún aldrei séð. Næsta bréf, sem barst frá Svíþjóð, hafði þær fréttir að færa, að afi þessi hafði lát- izt sama kvöldið og barnið hafði séð hann. * Frá bréfritara í Illinois barst mér þessi saga um undarlegt atvik: „Móðir mín fór ásamt systur minni til Richmond í Virginia til þess að búa þar, á meðan bróðir minn var að lesa til prests. Þau leigðu sér stór, gamalt hús. Þessi tvö ár, sem hún bjó í húsinu, birtist móður minni oft liðsforingi úr Sambandshernum, sem var með svart band á vinstri erminni. Hún sagði systkinum mínum frá því, að hún hefði séð þennan mann, en þau stríddu henni með því. Seinna sagði hún mér þetta, því að ég var áhugasamari áheyrandi. Hún sagði, að dag nokkurn, er hún hefði verið orðin þreytt á þessum stöðugu komum hans, hefði hún sagt við hann eins og hann væri mannleg vera: „Hvers vegna eruð þér að ónáða mig? Ég vildi óska þess, að þér vilduð fara og láta mig í friði.“ Hann leit á hana, hristi höfuðið dapurlega, hvarf út um dyrnar á borðstofunni og kom aldrei aftur. Nokkrum mánuðum seinna var systir mín að líta yfir myndaskrá á eins konar listasafni. Allt í einu sagði hún við móður mína: „Hérna er mynd af draugnum þín- um.“ Lýsing móður minnar á manninum hafði verið svo nákvæm, að systir mín hafði strax þekkt hann, og svo var hann líka með bandið á vinstri erminni. 1 skránni stóð, að maðurinn á myndinni væri dr. Hunter Holmes McGuire. Síðar þennan dag sögðu þær konu einni, sem þær voru boðnar til, alla söguna og konan sagði: „Hvað, vitið þér ekki, hver McGuire var?“ Móðir mín sagðist aldrei fyrr hafa séð mynd hans eða heyrt hans getið. „Jæja,“ sagði konan, „hann var skurð- læknir í borgarastyrjöldinni. Hann annað- ist Stonewall Jackson, er hann var særður banasári sínu. Bandið hylur blett af blóði Jackson. McGuire vissi, að fyrirliði varð að vera í blettlausum einkennisbúningi og huldi því blóðblettinn, sem komið hafði af blóði hins heittelskaða hershöfðingja hans, með silkibandi. McGuire lét byggja og bjó í húsi því, er þið búið nú í.“ # „Er ég kom heim kvöld eitt,“ skrifar mér útgefandi f jármálatímarits eins, „gekk ég fram hjá húsi eins vinar míns. Ég vor- kenndi honum mjög, því að lítill sonur hans var með barnaveiki og lá fyrir dauð- anum. Er ég gekk fram hjá húsinu, sá ég lítinn dreng, veiklulegan og fölan, standa þar hjá. Ég þekkti undir eins, að þarna var veiki drengurinn kominn, og hélt, að í óráðinu hefði hann sloppið frá hjúkrun- arkonunni. Ég talaði við hann og ætlaði að fara að taka hann í fangið og bera hann inn, er hann hvarf. Ég frétti morguninn Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.