Vikan


Vikan - 14.01.1943, Blaðsíða 11

Vikan - 14.01.1943, Blaðsíða 11
 VIKAN, nr. 2, 1943 11 .. Framhaldssaga: ............. 7 GIFT eda ÓGIFT ................... Eftir Betsy Mary Croker - „Ertu þá þegar búinn að tala við hana, eða er hún búin að segja, að hún vilji hverfa aftur til alls hins gamla?“ „Nei, svo er nú ekki,“ sagði Lawrence og leit forviða á vin sinn, „en auðvitað vill hún það.“ Jessop þagði augnablik. Hann varð að taka á öllu hugrekki • stnu til þess að segja vini sínum, hverjum augum hann liti á málið. Hann vissi, að því mundi verða illa tekið, en taldi það samt skyldu sína að gera það. „Þú veizt, að allt, sem snertir þig, snertir mig 'líka," byrjaði hann hikandi. „Hana, komdu þá með það!“ sagði Larry óþolin- móður. „Konidu bara með það. Ég heyri, að þetta er eitthvað leiðinlegt, sem þú ætlar að segja, •og ég er reiðubúinn.” „Ég ætla bara að vekja athygli þína á því, að það er óskynsamlegt að treysta of mikið á eitt eða annað,“ sagði Jessop, stóð á fætur og lagði höndina á öxl vinar síns. „Þú veizt, að maður á aldrei að vera of bjartsýnn, og þess vegna vil ég vara þig við því að treysta því svo ákveðið, að Madeline óski þess og ætli sér að snúa aftur i hinar gömlu aðstæður." Ungfrú West kom heim úr ökuferð sinni. Hún hafði verið í útisamkvæmi með lafði Ftachel, hafði séð alla líta aðdáunaraugum á sig og var því í mjög góðu skapi, er hún kom heim og frétti, að maður hefði komið og spurt eftir henni. . „Skildi hann eftir nafnspjald sitt?“ spurði hún. „Nei, ungfrú, hann sagðist hafa gleymt nafn- spjaldi sínu." „Og hann spurði eftir mér, en ekki herra Forsaea: Madeline West, dóttir ® * riks kaupmanns í Ástra- líu, hefir verið í enskum heimavistarskóla frá því hún var sjö ára. Allt í einu hættir faðirinn að senda henni peninga, svo að hún kemst í hin mestu vandræði og gift- ist Lawrence Wynne, ungum lögfræðingi. sem verður veikur, svo að þau lenda í mikl- um bágindum. Þá kemur tilkynning frá frú Harper, um að hún hafi fréttir að færa af föður Madeline. Hún sýnir manni sínum skeytið. Þau ráðgast um, að hún fari til frú Harper, og gerir hún það; segir þá frúin að boð hafi komið frá föður hennar og sé hann væntanlegur til Englands. Lawrence og barninu er komið fyrir á sveitabæ, en Madeline fer aftur til frú Harper, sem ekki veit, að hún er gift, og ætlar að bíða þar komu föður síns. Madeline og Lawrence skrifast á daglega. Loks kemur skipið, sem faðir hennar er með, og hún fer ásamt Lætitiu Harper til að taka á móti föður sínum. Kynnir hann hana fyrir Antony Foster lávarði. West kaupir glæsilegt hús í London og þau setjast þar að. Hann lætur Madeline lofa sér því, að giftast aldrei fá- tækum manni. Lavrence nær sér furðu fljótt í sveitinni, þrátt fyrir áhyggjurnar, sem hann hefir vegna fjarvistar konu sinn- ar. Hann tekur að skrifa í blöð og tíma- rit og getur sér þegar ágætt orð sem rit- höfundur, eri mesta rækt leggur hann við bréfin til Madeline. Madeline fær alvarlegt bréf frá Lawrence, sem biður hana að segja föður sínum sannleikann. Hún ætlar að heimsækja hann, en það dregst, svo hann fer til London að hitta hana, en hún er þá ekki heima. Hann fer til vinar síns Jessop. West?“ hélt hún kæruleysislega áfram, um leið og hún leit á föður sinn, sem var að leita í stór- um bréfabúnka og tína þau úr, sem á var eitt- hvað skjaldarmerki. „Ég veit, hver það hefir verið,“ sagði West, er hún leit á hann. „Sennilega Maltravers lávarður, útaf páfagauknum, sem hann var búinn að lofa þér. Hann hefir sennilega ætlað að tala við þig um hann.“ „Nei, herra," sagði James ákveðinn, „það var enginn þeirra manna, sem venjulega koma hing- að. 1 það minnsta var það ekki Maltravers lávarður." „Kaupsýslumaður, ef til vill?“ „Nei, herra. Það var hann vissulega ekki,“ sagði James með áherzlu. „Hvemig leit maðurinn út?“ spurði Made- line, sem var að skoða bréf eitt. Það var langt frá því, að hún væri að hugsa um Lawrence núna. „Eins og tiginn maður. Hann var hár, álíka hár og ég, hafði svört augu, svart skegg; hann var, sem maður segir, laglegur maður. Hann hélt á göngustaf, sem á var sérkennilegur húnn úr fílabeini. Honum virtist þykja það mjög leitt, að ungfrúin skyldi ekki vera heima.“ „Staf með sérkennilegum filabeinshún og leit út fyrir að honum þætti leitt að'hitta mig ekki?" Madeline lét bréfið, sem hún var að lesa, falla, er James, óafvitandi, sagði henni, að maðurinn hefði verið Lawrence, eiginmaður hennar, og hún var fegin að geta beygt sig eftir bréfinu, til þess að leyna því, að hún skipti litum. Lawrence hafði komið til þess að tala við hana!, Hvílíkt hugsunarleysi! Hvílík fásinna! Munið að gæta að því, er þér kaup- ið tilbúin föt, hvort ekki sé einhvers- staðar á þeim miði, sem gefur upp- lýsingar um þvottaaðferðina, sem nota eigi. MILO 'Of •fllOSOMBiBMn: <Bm júnsson. BAinasmi Húsráð. Áður en þér lakkið yfir húsgögn yðar, skuluð þér gæta þess að þrifa vandlega burt allan gamlan áburð og lakk á þeim, með þvi að bursta þau með hörðum bursta vættum í terpentíun. Núið þau síðan með sand- pappír og þurrkið svo með klút. Síðan má lakka að nýju. Gætið þess, er þér gerið hreint, að nota ekki of sterka sápu á viðkvæma málningu á veggjum og lofti. Minnslu ávallt I Til þess að halda látúnsílátum vel gljáandi skuluð þér þvo þau oft upp úr heitu sápuvatni, þurrka vel, og bera á þau einhvern gljáa, en þvo þau síðan aftur og þurrka. .LlíSlÁri! Ef þér eigið rafmagnshrærivél eða önnur slík áhöld, skuluð þér gæta þess vel að fara eftir leiðbeiningum framleiðenda um meðferð og viðhald þeirra. Skóáburður Heildsölubirgðir: Lárus Óskarsson & Co., Kirkjuhvoli. Heildsölubirgðir: ----- -...... ............. = Agnar Norðfjörff & Co. h.f. Sími 3183. mildu sápunnar

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.