Vikan - 11.02.1943, Síða 2
2
VTKAN, nr. 6, 1943
Pósturinn
y
Reykjavík, 5. febr. '43.
Kæra Vika!
I. Viltu gera svo vel að segja
mér, hvemig orðið skírmæltur er í
raunirmi hugsað og hvort rita eigi
þar af leiðandi í eða ý í því. Ég hefi
nefnilega orðið þess var, að jafnvel
lærðustu menn í íslenzkri tungu eru
ekki sammála um ritun þess. Sumir
segja, að það sé sama og hreinmælt-
ur og vilja þvi rita það með í, þar
eð orðið skír (= hreinn) sé ritað
svo. Aðrir halda því fram, að orðið
tákni þann, sem tali greinilega, og
sé því rftað með ý, þar eð orðið skýr
(= greinilegur) sé ritað svo. — Nú
datt mér i hug að leita til þín. Ef
til vill getur verið, að þeir séu búnir
að koma sér saman um ritun orðsins,
málfræðingamir, þótt ég viti ekki um
það. Og ef svo er, bið ég þig að segja
mér hið rétta. Að öðmm kosti vona
ég, að þú látir mig fá einhverja úr-
lausn.
II. Af þeim blöðum, sem gefin em
út vikulega núna á Islandi er „Vik-
an“ hið bezta og læsilegasta að mín-
um dómi. Hún flytur að öllum jafn-
aði svo bráðskemmtilegt, fjölskrúð-
ugt og valið efni, að unun er að lesa.
Sérstaklega hefi ég mikla og óblandna
ánægju af forsíðumyndunum af ýms-
um forystumönnum þjóðarinnar og
öðmm góðkunnum Islendingum og
greinunum, sem þeim 'fylgja. Þá
finnst mér fréttamyndimar einkar
vel valdar, og Gissur og Rasmina
hafa skemmt mér marga stund með
uppátækjum sínum. Unnusti Erlu
hefir oft komið mér til að hlæja með
einfeldni sinni og fánahætti, og
Maggi og Raggi em orðnir góðir
vinir minir. Dægradvölin og kross-
gátumar hafa löngum stytt mér
stun,d, og skrítlumar hafa mér fund-
izt góðar. Á hinn bóginn finnst mér,
að mætti vanda valið betur á sögun-
um, sem birtast í blaðinu, og meira
ætti að vera þar eftir íslenzka menn,
bæði sögur og ritgerðir um dægur-
málin og enda annað líka. En yfirleitt
finnst mér „Vikan“ i alla staði ágætt
blað, og ætti hún skilið að koma inn
á hvert íslenzkt heimili.
Að endingu langar mig að spyrja
,,Vikuna“: Er ekki mögulegt að birta
tefldar skákir af Skákþingi Rvíkur í
blaðinu? Ég veit um marga, sem
óska, að þær séu birtar. Hvernig er
með skákþrautir ? Ég veit, að margir
sakna þeirra úr blöðum og tímarit-
um. Væri ekki hægt að fá einhvern
til að gera þær fyrir „Vikuna“ og
birta þær, t. d. i „Dægradvölinni" ?
Með fyrir fram þökk fyrir svörin.
Virðingarfyllst. Menntaskólaiiemi.
Svar: I. I orðabók Sigfúsar Blön-
dals stendur: „skýrmæltur: som tal-
er tydeligt, klarmælet." Vér spurð-
um einnig málfræðing og hann sagði,
að það væri enginn vafi á því, að
orðið ætti að rita: skýrmæltur. II.
Þetta með skákþrautimar ætlum vér
að taka til athugunar.
Svar til „Phroso“, Isafirði.
Þér vitið eflaust, að ómannblendni
er nokkurs konar feimni. Eitt gott
ráð til þess að venja sig af henni er
að umgangast margt og ólíkt fólk.
Annað ráð er það, að láta sem
aðrir séu feimnari en þér sjálfur. Ef
þér hittið mann úti, þá skuluð þér
hugsa sem svo, að hann sé feimnari
en þér, og þér munuð brátt verða
þess var, að þér hegðið yður sam-
kvæmt hugsunum yðar. Gleymið þvi
aldrei, að flest fólk er feimið. Ef þér
komið fram við annan man'n eins og
þér séuð minna feiminn en hann, þá
mun sjálfstraust yðar eflast, og þér
munuð ekki finna til feimni.
Svar til 14 ára stúlku.
1. Þér skuluð venja yður á að
hugsa um það, að allir aðrir eru
manneskjur eins og þér, og kannske
alveg jafn feimnar í eðli sínu, og því
er engin ástæða til þess að óttast þá
á neinn hátt. — 2. Þér ættuð að
velja yður mildar sápur, sem hafa
mýkjandi áhrif á húðina. — 3. og 4.
Þetta atriði fer algjörlega eftir hin-
um mismunandi smekk manna. Bezt
væri fyrir yður að reyna ýmsar teg-
undir og vita þannig, hvað hentar
hörundi yðar bezt. — 5. Kvölds og
morguns og helzt eftir hverja mál-
tíð. — 6. Það er mjög hæpið að þeir
hverfi sé ekkert gert við þeim. Þér
ættuð að reyna að kreista þá út, en
munið að gæta ítrasta þrifnaðar við
það. — 7. Álit manna er mjög mis-
munandi á þessu sviði sem öðrum, en
víst er það, að mörgum karlmönnum
þykir fallegra glært lakk en rautt.
— 8. Orðið ,,amerískur“ mun vera
réttara en „amerikanskur". Þótt það
síðara sé oft notað, má það teljast
rangt. 1 orðabók Sigfúsar Blöndals
er einungis orðið amerískur notað.
„Áméríkanskur" mun vera afbökun
úr öðrum málum.
Kæra Vika!
1. Geturðu kennt mér ráð til þess
að megra mig, ég er sem sé of feit.
Er ekki til eitthvað meðal, sem ekki
er skaðlegt fyrir heilsuna? — 2.
Hvemig á ég að lýsa á mér hárið,
svo það verði ljóst?
Kær kveðja. Sanný.
Svar: Þér ættuð að byrja á því að
halda í við yður með mat, og borða
ekki fitandi fæðutegundir, áður en
þér farið að taka inn megrunarmeðul.
Einnig gætuð þér reynt að iðka
íþróttir, t. d. sund, skauta- og skiða-
ferðir og leikfimi. — 2. Gott ráð til
þess að lýsa hárið, er að skola það
upp úr kamillute; nota skal 35 gr.
kamillute í yz 1. vatns. Líka má nota
brintoverilte, en það er skaðlegt, sé
það notað að staðaldri.
Góða Vika!
Getur þú sagt mér, hvort þáð muni
satt, að í Englandi sé til einn staður,
sem konungurinn geti aldrei komið á.
Ég heyrði þetta sagt einhvers staðar,
en man ekkert, hver þessi staður á
að vera. Englandsvinur.
Svar: Þetta mun vera neðri máls-
stofa enska þingsins, sem um er að
ræða.
Kæra Vika!
Þú getur víst ekki sagt mér, hvar
ég get fengið gert við sjálfblekung-
inn minn, ég var svo óheppinn að
brjóta í honum pennann.
Skrifari í sveit.
Svar: Þér gætuð reynt að senda
hann í ritfangaverzlunina Penninn,
Ingólfshvoli; þar eru framkvæmdar
alls konar viðgerðir á sjálfblekung-
um.
VIKAN er víðlesnasta blaðið.
AUGLÝSIÐ í VIKUNNI!
Lönd leyndardómanna
ferðabók eftir Sven Iledin
í þýðingu Sigurðar Ró-
bertssonar, er komin út í
mjög vandaðri útgáfu með
45 myndum. sem flestar
eru eftir teikningu höf-
undarins.
Bókaútgáfa
Pálma II. Jónssonar,
Akureyri.
Ur ýmsum áttum.
Rakel: „Mér er sagt, að ég hafi nefið af henni
mömmu.“
Emilia: „Er hún ekki ánægð yfir að vera laus
við það?“
Búðarmaðurinn: Við verðum að hafa strangar
gætur á öllu, herra forstjóri. Það var framið
innbrot í nótt í næstu verzlun.
Forstjórinn: Já, og í morgun náðu þeir í hálfa
tylft af vindlum úr vindlakassanum mínum.
Kaupmaðurinn (við nýja sendisveininn): Þegar
þú ert búinn að taka til, áttu ekki að standa
með hendur í vösum og láta tímann líða. Þú getur
veitt flugur og sett þær á nýja flugnaveiðarann,
svo má kasta honum, þegar hann er fullur.
Menn vilja vita; þegar þeir hætta að vilja
vita, hætta þeir að vera menn.
— Friðþjófur Nansen.
öskur strútsins er svo líkt öskri ljónsins, að í
mikilli fjarlægð er ekki hægt að greina þau í
sundur. Gíraffinn hvorki öskrar né hvíslar, hann
er mállaus.
Næturgisting I eyðimörkinnl. Mynd þessi er tekin I Egyptalandi og sýnir tvo skriðdreka, þar
sem hermennirnir eru að búa sig undir nóttina. Þetta er ekki nema þrjár og hálfa mílu fyrir
aftan víglinu óvinanna, og er svona'langt á milli skriðdrekanna, svo að ein sprengja geti ekki
grandað þeim báðum í einu.
Utgefandi; VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4 sími 5004, pósthólf 365.
!