Vikan


Vikan - 11.02.1943, Blaðsíða 6

Vikan - 11.02.1943, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 6. 1943 að á stafina, sem ég hafði séð skrifaða á ferða- kistuna, og lagði hann við hliðina á bréfinu til þess að bera saman P-ið við undirskriftina á bréfinu. P = Philipp. Er ég athugaði stafina þar sem þeir lágu þarna hvor við hliðina á öðrum, var ég ekki í hinum minnsta vafa um, að Philipp í bréfinu og P-ið á kistunni hefði verið skrifað með sömu hendinni. Ég leitaði einnig að stóru H og fann það í orð- inu hversvegna, og nú lagði ég þau hvort við hliðina á öðru. H Hversvegna. Ég þurfti ekki að leita að ættarnafninu; bréf- ritarinn hét Philipp Harvey, eigandi svörtu kist- unnar var Philipp Harvey, náinn ættingi Austin Harvey og eftir öllum líkum að dæma morðingi ungfrú Raynell. Ég hafði sannarlega ástæðu til þess að vera ánægður með uppgötvanir þær, sem ég hafði gert síðan í fyrradag. Glæpurinn hafði sennilega verið framinn á aðfaranótt mánudags; á mánudags- kvöld klukkan hálf sjö hafði ég fyrst komizt að þessu. Nú var miðvikudagsmorgunn; það vai' því varla meira en sólarhringur síðan ég hafði komizt inn í mál þetta. Þá hafði ég ekki vitað neitt, nú vissi ég nafnið á þeirri, sem myrt hafði verið, vissi um morðstaðinn og ýms smáatriði, sem af þessu stöfuðu, já, ég vissi jafnvel nafnið á þeim, sem grunaður var um morðið og vissi núverandi dvalarstað hans. Mér var það nú fullkomlega ljóst, að ungfrú Simpkinson hefði ekki vitað neitt um glæpinn fyrr en kistan, sem hún, vegna misgripa, hafði talið sína, hafði verið opnuð á tollstofunni. Þá hlaut hún strax að hafa vitað, að kistan var ekki hennar eign, eða þá, að eitthvað hefði verið gert við hana. Ég gat eðlilega ekki vitað, hvaða ástæða lá tii þess, að hún vissi undir eins, hver hinn seki var, en hún hafði augsýnilega getið sér rétt til, og hún hafði þegar í stað ákveðið að hylma yfir með þeim manni, sem væri meðlimur fjöl- skyldu unnusta hennar, já, ef tii vill bróðir hans. Stúlkan hafði verið hugrökk og snarráð, það varð ég að játa, en ég verð þó að segja það, að mér fannst móðirin langtum geðfelldari með skelfingu sinni og yfirliði — skelfing hennar var miklu eðlilegri. Sú spurning, sem nú ruddi sér til rúms, og sem ég varð að fá svar við, var eðlilega þessi: „Hvers vegna og hvernig var morð þetta framið?“ Þessarri spurningu var eingöngu hægt að svara í Englandi, og ef til vill gat enginn annar en Philipp Harvey sjálfur svarað henni. Ég sendi símskeyti til yfirmanna minna og bjó mig undir það að fara frá París um nóttina; stúlkunnar og piltsins á Grand Hótel gat hver maður gætt. Ég ætlaði mér að fara til London, skýra frá mál- inu á skrifstofu minni, öðlast vitneskju um kist- una og fara síðan til Dover til frekari rann- sókna. Philipp Harvey var miðdepillinn í öllum hugs- unum minum. Þessi Philipp! Ég varð að finna hann og komast að fleiru um hann, og þetta varð að eiga sér stað áður en bróðir hans fékk tíma og tækifæri til þess að hjálpa honum að flýja. Guð minn góður — ef hann var nú þegar búinn að því! Ég fór þegar af stað til Englands, en aldrei hafði mér fundizt jámbrautin svona ógurlega hægfara — aldrei hafði skipið siglt svona hægt og letilega áfram. XI. KAFLI. I leðurvöruverzluninni. Þegar er ég var kominn til London og hafði rætt við yfirmenn mína, hóf ég frekari rannsókn- ir viðvíkjandi morði þessu. Uppgötvunin á Norðurjárnbrautarstöðinni hafði átt sér stað á mánudagskvöldi, ég fór þaðan að- faranótt fimmtudags, eftir að staðgengill minn hafði komið til Parísar með skipinu, aðfaranótt fimmtudags. — Áður en ég fór frá París, hafði ég fengið svo- hljóðandi bréf frá Austin Harvey: „Heiðraði herra! Ég missti alla stjóm á sjálfum mér í gær og hegðaði mér eins og vitlaus maður. Það eina, sem getur skýrt og afsakað framkomu mína, er sú hræðilega aðstaða, sem ég svo óvænt hefi komizt í. Þér hafið þetta vonandi hugfast og fyrirgefið mér. Þrátt fyrir hina ókurteisu fram- komu mína, verð ég að biðja yður að halda rannsókn yðar áfram; allt er betra en að vera í þessarri óvissu. Ég verð fyrst um sinn kyrr á Hotel de la Pair. Með virðingu, Austin Harvey.“ Veslings maðurinn. Það var ekki hægt að biðja afsökunnar á hreinskilnislegri og kurteisari hátt en hann gerði, og ég þurfti ekki að leggja mikið á mig til þess að fyrirgefa þann órétt, sem hann hafði beitt mig, þvi væri grunur minn réttur, þá var aðstæða hans alveg hræðileg. Á fimmtudaginn fór ég snemma morguns — á þeim tíma, sem ekki var sennilegt, að ég mundi hitta marga viðskiptavini — til leðurvöruverzlun- ar Brown & Elders á Cheapside númer 117. Ég bað um að fá að tala við einhvern af forstjór- um verzlunarinnar og sendi nafnspjald mitt. Áður en ég gat tekið annað skref, varð ég að sann- færast um það, að sá Philipp Harvey, sem ég hafði gert mér hugmyndir um vegna nafnsins „Philipp" í bréfinu til Austins Harvey, væri í rauninni til. Mér var boðið inn í litla skrifstofu, þar sem herra Elder, miðaldra maður, feitlaginn og vin- gjarnlegur, tók á móti mér. Hann var augsýni- lega vel stæður, og það gladdi mig mjög, vegna þess að því stærri sem verzlunin er, þeim mun nákvæmara er bókhaldið og þeim mun meiri von var til þess, að ég gæti fengið nákvæmar upp- lýsingar. Ég hafði á leiðinni þangað verið í vafa um, hvort ég ætti að kynna mig sem viðskiptavin, sem Harvey hefði bent á verzlunina, eða hvort ég ætti hreinskilnislega að biðja um þá hjálp, sem ég þurfti á að halda sem leynilögreglumaður. Það endaði með því, að ég valdi hið síðamefnda, vegna þess að það var einfaldara, og ég hafði í starfi mínu oft komizt að raun um, að maður nær fljótast takmarki sínu með því að beita einföldustu og eðlilegustu aðferðinni. Ég lýsti eins nákvæmlega og ég gat svörtu kistunni, sem ég hafði séð í París, og Elder var það strax ljóst, að hún hafði verið keypt hjá honum. „Þessar kistur eru sérgrein okkar,“ sagði hann. „Við höfum bætt úr mikilli vöntun með þeim. Þær eru mjög sterkar, hagkvæmar og tiltölulega ódýrar. Það má auðvitað vel nota þær til þess að hafa föt í, en það er ekki aðaltilgangur þeirra. Þær eru bezt til þess fallnar að hafa í þeim bæk- ur, vopn, íþróttaáhöld og annað, sem slæmt er að koma fyrir. Margt ferðafólk hefir saknað slíkra kistna, og kistur okkar urðu því þegar vinsælar, sérstaklega þar sem við erum færir um að hafa þær ódýrar. Salan á þeim *er mjög mikil." ) „Það gleður mig að heyra það,“ sagði ég kurteislega, „þótt það muni áf þeirri ástæðu vera verra fyrir yður að verða við bón minni. Með leýfi að spyrja, hafið þér þessar kistur til i mis- munandi stærðum." Erla og unnust- inn. Erla: Elsku Oddur minn, þú ætlar alltaf að elska mig, er ekki? Oddur: Auðvitað! Hvernig spyrðu? Þú ert mér ailt, þú ert yndisleg. það Oddur: Heimurinn væri mér einskisvirði án þín. Enginn getur verið eins hamingjusamur og ég er. svo Erla: „Jú, vinur minn, ég er hamingjusamari, því að þú ert minn, ástin mín. Erla: Þú ætlar ekki að líta við neinni annarri stúlku, er það, hunangið mitt? Oddur: Þetta er heimskuleg spuming, blómið mitt. Ég sé enga nema þig, þú ert minn heimur. Oddur: Kysstu mig bara einu sinni enn áður en Erla: Er þetta ekki barnalegt? við förum inn í kvíkmyndahúsið. Oddur: Hræðilega! Erla: Ætlarðu að hugsa alltaf um mig, á meðan Kona: Af hverju er maðurinn minn nú við erum þar? ekki svona?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.