Vikan


Vikan - 10.06.1943, Side 3

Vikan - 10.06.1943, Side 3
VTKAN, nr. 23, 1043 3 Kapp- reiðar Framh. af forsíðu. Kappreiðar í Bolabáa á Alþingishátíðinni 1930. A þessari síðu er lýs- ing Daniels Daníels- sonar, úr bókinni „f áföngum“ á fyrstu kappreiðunum, sem háðar voru í Reykja- vík, Melakappreiðun- um svo nefndu, en í ofannefndri bók hans ar miklu ítarlegar sagt frá þeim, gæð- ingunum, eigendum þeirra og knöpunum. — l>ar segir og frá stofnun og starfi Hestamannafélagsins Fáks, en Daníel var formaður þess og vann því af lífi og sál. Hestamannafó- lagið Fákur legg- ur af stað í skemmtiför á gæðingunum. — Myndin er tekin í Tjarnargötu. Á síðasta fjórðungi nítjándu aldar, eða allt frá 1874, voru víðs vegar um land haldnar samkomur, sem nefndar voru þjóðhátíðir, til minningar um frelsi það, er þúsundárahátíðin færði þjóðinni. Á þjóð- hátíðum þessum voru sums staðar háðar kappreiðar við og við, og þóttu þær jafn- an einhver skemmtilegasti þáttur dagsins. Reykvíkingar tóku ekki upp slíkar sam- komur fyrr en leið að aldamótum. En þó að hér væri engar þjóðhátíðir, hafði samt oft komið til tals í hópi kátra drengja og hestamanna að taka upp kappreiðar á hentugum stað í umhverfi bæjarins. Átti þetta að vera því auðveldaraj þar sem vitað var um, að hér var gnægð góðra hesta, sem hvorki skorti skjótleik né áræði, enda tíðkaðist þá, eins og raunar fram á þennan dag, að beztu gæðingarnir væri seldir hingað. En þó að oft væri um það skrafað manna í millum, að efna hér til kappreiða, komst það ekki í framkvæmd fyrr en Reykvíkingar efndu til fyrstu þjóðhátíðar sinnar, 2. ágústmánaðar 1897. Kappreiðar á skeiðvellinum í Reykjavík. En að kappreiðar voru háðar þann dag má eflaust þakka enskum manni, Richardsson að nafni, er stundaði þá laxveiði í Elliða- ánum. Hann gaf 200 krónur til verðlauna, og var upphæðinni skipt í sex hluti: 50, 30 og 20 króna verðlaun handa þremur fljót- ustu hestunum á skeiði og stökki. Þessar fyrstu kappreiðar Reykvíkinga voru háðar á Skildinganessmelum og þóttu takast vonum fremur. Síðan urðu þær fastur liður í skemmtiskrá þjóðhátíðar- dagsins í öll þau sumur, sem þjóðhátíð var haldin hér, eða frá 1897—1909, að undan- skildum árunum 1900, 1907 og 1908; þá féllu hátíðarhöldin niður og kappreiðarnar einnig. Kappreiðarnar hófust jafnan kl. 9 árdegis og voru fyrsta skemmtiatriði dagsins. Alltaf streymdi þangað múgur og margmenni, svo að víst er um, að bæjar- búum þótti þetta góð skemmtun. Þar mátti líka oft sjá fjölda glæsilegra fáka, gust- mikla gæðinga og hraðfríska hlaupagikki. Þó að sumir reykvísku kappreiðahestarnir væri með ágætum snjallir, saknaði þó margur annara jafn-snjallra gæðinga, sem aldrei voru leiddir fram á sjónarsvið kappreiðanna. En hitt jók „spenninginn" á stundum, að þangað sóttu þjóðkunnir hestamenn utan af landi með gæðinga sína. Komu á vettvang hestar austan yfir fjall, ofan úr Borgarfirði og nokkrum sinnum norðan úr Húnavatnsþingi. Og sumir þess- ara aðkomnu hesta létu ekki hlut sinn, og urðu skeinuhættir þegar á hólminn kom. Kappreiðunum var þannig hagað, að hestarnir voru látnir keppa í flokkum og síðan valdir fljótustu hestarnir úr hverj- um flokki til þess að keppa til þrautar um verðlaunin, sem jafnan voru þrenn á hvoru fyrir sig: stökki og skeiði. Þegar Þjóðhátíðarhald Reykvíkinga lagðist niður, féllu hinar eiginlegur Mela- Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.