Vikan


Vikan - 09.09.1943, Page 2

Vikan - 09.09.1943, Page 2
2 VIKAN, nr. 36, 1943 Gullbrúðkaup áttu 7. sept. Anna og Nic. Bjarnason kaupmaður. P ósturinn ' 24. ágúst 1943. Kæra Vika! Ég sé að þú birtir oft Ijóð fyrir lesendur þína, sem þá langar til að læra. Nú langar mig til að biðja þig að birta fyrir mig ef þú getur ljóð, sem hefir oft verið spilað og sungið í útvarpinu, en mér hefir ekkí tekizt að læra ljóðið ennþá, en lagið kann ég aftur á móti, og ■ langar því til að læra allt ljóðið við það. Það byrjar svona, minnir mig: „Kenndu mér að kyssa nett.“ Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Norðlenzk stúlka. Svar: Vísurnar eru svona: Kenndu mér að kyssa rétt og hvernig á að faðma nett. Hvernig • á að brosa blítt og blikka undur þýtt. Ég, sem er svo ungur enn, af ástarþránni kvelst og brenn. Tækifærin fæ ég ei, flestar segja nei. Og vona minna fagra fley er flotið upp á sker. Þú sérð, að gjörvöll gæfa mín, er geymd í hendi þér. Kenndu mér að kyssa rétt og hvemig á að faðma nett. Þú færð í laun, minn ástaryl, — allt sem ég á til. Kæra Vika! Getur þú sagt mér hvort guitarar fást hér í bænum. Var það ekki Guitarskóli, sem kom út um daginn, og eftir hvern var hann. Óska eftir svari í næsta blaði. Söngelsk og Fáfróð. Svar: Guitarar fást hér ekki núna sem stendur. Guitarskólinn, sem út var gefinn um daginn, er eftir Sigurð H. Briem. Kæra Vika! ! Viltu svara spumingu minni? Þarf maður að hafa gengið menntaveginn til að verða tannlækn- ir (smíða tennur og gera við). Hvar fær maður að læra tannsmíði? Með fyrirfram þökk fyrir svarið. Áhugasamur. Svar: Við spurðumst fyrir um þetta hjá tannlækni, og fengum þær upplýsingar, að þeir, sem lærðu tannsmíði þyrftu að kunna eitt tungumál auk íslenzku, námið tekur tvö ár til að smíða venjulegar tenn- ur, en þrjú ár, ef nemandinn ætlar að læra líka að smíða gulltennur. Tann- smíði er kennd hjá tannlæknum. Tannlæknar geta menn ekki orðið, nema að hafa lokið stúdentsprófi. Reykjavík, 26. júlí 1943. Kæra Vika! Segðu okkur, hvort smákvikindi, sem lifir í húsum og spinnur þráð, sem það notar til þess að síga i, heitir Dordingull eða Fiskikarl. Vænti svars í næsta blaði Vikunn- ar, vegna þess, að hér er um veðmál að ræða. Þrætir. Svar: Dordingull er réttnefni þessa „smákvikindis“, sem þér talið um, enda þótt einhverir kunni, að kalla það Fiskikarl. 12. ágúst 1943. Kæra Vika! Margir leita ráða hjá þér, þegar vanda ber að höndum, og ég veit að þú reynir að leysa flestra vandamál, ef þér er það mögulegt. Mig langar til að biðja þig að ráðleggja mér eða gefa mér einhverjar upplýsingar um hvernig á að fá lækningu á því, að ég hefi mjög mikið af sprungnum æðum í hörundinu, og veldur það mér miklum áhyggjum. Ég hefi annars hvíta húð, að öðru leyti en þessu, að það koma eins og rauðar rákir eða vefir útundir skinnið. Vonast eftir svari. Ahyggjufull. Svar: 1 Fegrun og snyrting, segir um blæðingar í húðinni: „Blæðingar í húðinni eiga ævinlega rót sína að rekja til innri truflana. Þær geta verið mjög mismiklar, smádílar og stórir blettir. Oftast sjást blettirnir á fótleggjum eða upphandleggjum, en mjög sjaldan í andliti. Blæðingamar eru ekki sérstakur sjúkdómur, heldur einkenni innri sjúkdóma oftast blóðsjúkdóma. Á síð- ari árum hafa menn komizt að raun um, að smáblæðingar i húðinni era einkenni þess, að C-bætiefni vanti í fæðuna. Á þessu ber mest í skamm- deginu. Við sjúkdómnum er ráðlagt kalk Hið veglega aðsetur Landsbókasafns Islands við Hverfisgötu. Þegar horn- steinn hússins var lagður 23. september 1906, sagði Hannes Hafstein ráð- herra meðal annars: „Samkvæmt gamalli venju verður iögð niður í grund- völl hússins stutt skýrsla um bygging þess. Hún er rituð á bókfell, sem ásamt gildandi bankaseðlum og póstmerkjum verður sett í loftþétt blý- hylki, og hljóðar skýrslan þannig: Hús þetta er byggt handa landsbóka- safni og landsskjalasafni Islands samkvæmt lögum um stofnun bygg- ingarsjóðs og bygging opinberra bygginga, staðfestum 20. dag. októberm. 1905 og er hyrningarsteinninn lagður á dánarafmæli Snorra Sturlusonar 23. septemberm. 1906, á fyrsta ríkisstjórnarári Frederiks konungs hins VIII. Ráðherra: Hannes Hafstein. Landritari: Klemens Jónsson. Forsetar alþingis: Eiríkur Briem, Július Havsteen, Magnús Stephensen. Byggingar- nefnd, kosin af alþingi: Guðmundur Björnsson, Jón Jakobsson, Tryggvi Gunnarsson, teikning gerð af Magdahl Nielsen byggingameistara. Verkið framkvæmt af: Félaginu „Völundur". Umsjónarmaður við bygginguna: F. Kiörboe byggingameistari. Bókavörður landsbókasafnsins settur: Jón Jakobsson. Skjalavörður landsskjalasafnsins: Dr. Jón Þorkelsson. /Etlast er til, að aukið sé við bygginguna eftir þörfum síðar. Mennt er máttur." Lestrarstofa Landsbóka- safnsins í alþingishúsinu, en þar var það árin 1881 til 1908, eftir að hafa verið á dómkirkjuloftinu 1825 til 1881. Lestrarsalur Landsbókasafnsins. og fæða, sem auðug er af C-bætiefn- 'um (grænmeti og aldin).“ Kæra Vika! Viltu vera svo góð og segja mér, hver sé höfundur sögunnar, „Hann var knár, þótt hann væri smár“, sem birtist í 7. tölublaði Æskunnar '43. Ungur sjómaður. Svar: Þessari spumingu getum við því miður ekki svarað, því sagan er skrifuð undir dulnefni. Við spurð- umst fyrir um það, en það var eng- inn, sem gat upplýst það, hver höf- undurinn væri. Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365,

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.