Vikan


Vikan - 09.09.1943, Blaðsíða 15

Vikan - 09.09.1943, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 36, 1943 15 Landsbókasafnid. Framhald af bls. 7. einn skrifi undir, en ekki bæði stiftyfirvöldin, þá er það ekkert tiltökumál, því að bæði var verkahringur biskupanna og vald meira þá en síðar varð, og svo bar þetta atvik upp á þann tíma, þegar Castenschiold stift- amtmaður var fjarverandi embætti sínu,“ segir landsbóka- vörður í áðurnefndu minningar- riti. Ýmsar tafir, sem hér verða ekki raktar, urðu þess valdandi, að safnið var ekki opnað fyrir almenning fyrr en í nóvember- mánuði, 1825. En meðan aðrir sváfu vakti Rafn sem fyrr og hélt áfram að safna í útlöndum bæði bókum og fé. Á fyrstu átta árunum safnaði hann nær tveim þriðju hlutum allrar bindatölunnar, 918 bindum. Og í 40 ár, eða til dánardægurs, hélt hann endurgjaldslaust áfram að safna og sjá um heimsend- ingu gjafabóka til Reykjavíkur. P. F. Hoppe stiftamtmaður varð fyrsti bókavörður safnsins og fékk þrjá eftirtalda menn til að mynda forstöðunefndina: Steingrím Jónsson, biskup, Jón Thorsteinsen, landlækni og C. W. Ebbesen, kaupmann. Þetta var árið 1826 og eftirmenn hans þrír urðu líka bókaverðir, þann- ig að fyrstu 22 árin gengdu stiftamtmenn landsins þessu starfi. Jón stúdent Árnason varð bókavörður árið 1848 og var það í 39 ár. Hallgrímur Melsteð tók við af honum 1887, en hafði í nokkur ár aðstoðað Jón í safninu, fyrst kauplaust, en síðar fékk hann einhverja þóknun. Pálmi Pálsson, yfir- kennari, var aðstoðarmaður frá 1887 til 1895 og Jón Jacobson frá 1895 þangað til hann var settur landsbókavörður 1906, en skipaður var hann í stöðuna 1908 og gegndi henni til 1924, að dr. Guðmundur Finnbogason varð landsbókavörður. Hann lét af starfinu í maí síðastliðnum og við tók dr. Þorkell Jóhannes- son. Safnið var til húsa á dóm- kirkjuloftinu frá 1825 til 1881, í alþingishúsinu 1881 til 1908 og síðan í hinu veglega lands- bókasafnshúsinu við Hverfis- götu. Þorkell Jóhannesson, lands- bókavörður, er fæddur að Fjalli í Aðaldal 6. desember 1895. — Foreldrar hans voru Jóhannes Þorkelsson hreppstjóri og kona hans Svafa Jónasdóttir frá Hraunkoti. Þorkell varð stúdent 1922 og mag. art. 1927. Skóla- stjóri Samvinnuskólans var hann á árunum 1927 til 1931 og ritstjóri Samvinnunnar á sömu árum. Dr. phil. frá háskólanum í Kaupmannahöfn 1933. Rit- stjóri Dvalar og Nýja dagblaðs- ins 1933 til 1934. Hann varð 1. bókavörður við Landsbókasafn- ið 1932 og síðan, þar til í vor að hann var skipaður lands- bókavörður. Þorkell er kvæntur Hrefnu Bergsdóttur, frá Ökrum á Mýrum. Einstaklingsedlid. Framhald al bls. 10. leika menn hafa stundum kæft með háðinu og aðhlátrinum. Þekkt höfum vér mann einn, sem var talinn söng- mannsefni, er hann var unglingur. En þá var einu sinni hlegið að honum í fjölmenni fyrir það, að hann fór út af laginu. Hann gleymdi þvi aldrei og fékkst aldrei oftar til að syngja meðan hann lifði. Fleiri dæmi eru til lík þessu. Háð og aðhlátur, er menn hafa orðið fyrir á æskuárum, eru oft hin sanna rót að einurðarleys- inu, kjarkleysinu og óhreinskilninni, sem einkennir að mörgu leyti kynslóð vorra tíma. Uppeldisbörn og stjúpbörn hafa stundum með þessum hætti verið gjörð að hálfgerðum aumingjum; yfir öllu, sem þau tala eða gjöra, er fyrir fram uppkveðinn áfellisdómur. Hafa börnin svo orðið dul, kjarklítil og ómannblendin, einræningsleg og hjárænuleg. Þó að þetta geti lagazt og lagist oft með tímanum, þá grær stundum aldrei um heilt. Hinar helgustu tilfinningar geyma menn í helgidómum hjartans og kasta þeim ekki utan á sig i návist ókunnra manna. En hjarta barnanna á að vera opið og öndvert fyrir for- eldrunum. Venjið ekki börnin yðar á, að dylja það fyrir yður, sem þau eiga bezt og ágætast. Verið ekki sem óvelkomnir gestir á heimilum yðar, gestir, 'sem börnin flýja og fælast; verið feður, en ekki harðstjórar. Það er mikið ólag á því heimili, þar sem börnin ganga um undirleit með ótta- svip á andlitinu, hnipra sig í skugg- anum og þora varla að koma að knjám sinna eigin feðra. Því heimili er vel farið, þar sem hóflegri gleði slær ekki í þögn, þótt húsbóndinn komi heim, þar sem unglingarnir fá að njóta sín og taka eðlilegum þroska; því heimili er vel farið, því að í skauti þess er upp- spretta lífs og blessunar. (Úr bókinní „Foreldrar og börn“). SKRlTLUR Gamall einyrkjabóndi, sem hafði aldrei séð spegil, fann spegilbrot ög leit í það. „Nei, ef þetta er ekki hann pabbi, þá er ég illa svikinn. En ég Auglýsing um kennslu og einkaskóia. Berklavarnalögin mæla þannig fyrir samkvæmt 9. gr. þeirra: „Enginn, sem hefir smitandi berklaveiki, má fást við kennslu í skólum, heimiliskennslu né einkakennslu. Engan nemanda með smitandi berklaveiki má taka í skóla, til kennslu á heimili eða til einkakennslu. Engan nemanda má taka til kennslu á heimili, þar sem sjúklingur með smitandi berklaveiki dvelur.“ Allir þeir, sem stunda ætla kennslu á komandi hausti og vetri eru því beðnir um að senda tilskilin vottorð fyrir sig og nemendur sína á skrifstofu mína, hið allra fyrsta, og mega þau ekki vera eldri en mánaðargömul. Þá er ennfremur svo fyrirmælt í ofangreindum lögum: „Enginn má halda einkaskóla, nema hann hafi til þess skriflegt leyfi lögreglustjóra og skal það leyfi eigi veitt, nema héraðslæknir telji húsnæði og aðbúnað fullnægja heilbrigðiskröfum, enda liggi fyrir tilskilin læknisvottorð um að hvorki kennari eða aðrir á heimilinu né neinn nem- endanna sé haldnir smitandi berklaveiki.“ Þeir, sem hafa í hyggju að halda einkaskóla eru því áminntir um að senda umsóknir sínar til lögreglustjórans í Reykjavík hið allra fyrsta, ásamt tilskildum vottorðum. Það skal tekið fram, að þetta gildir einnig um þá einka- skóla, smáa sem stóra, er áður hafa starfað í bænum. Umsóknir um slíka einkaskóla utan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur, en innan takmarka læknishéraðsins, má senda á skrifstofu mína. Héraðslæknirinn í Reykjavík, 3. sept. 1943. Magnús Pétursson. GLETTUR! Enn er tækifæri til að kaupa Glettur, skemmtilegustu bók ársins. En upplagið er senn þrotið. Gerið haustkvöldin að sólskinsstund- um og lesið GLETTUR! s.. vissi ekk, að hann hefði látið taka mynd af sér.“ Síðan fór hann heim með spegilinn og faldi hann vandlega. En kerlingin hans hafði hann grun- aðan um ótryggð, og þegar hún sá pukur hans, jukust grunsemdir henn- ar um allan helming. Hún fór að leita og fann loks spegilinn. Þegar hún leit í hann, varð henni að orði: „Svo það er þessi herfilega norn, sem hann er að eltast við.“ (Glettur). Lítið eftir ábyggilegt. Kaupmaður einn „einhvers staðar í Bandarilcjunum skrifaði verzlunar- húsi og bað að láta senda sér nýj- asta verðlistann, sem það hefði gefið út. Verðlista fékk hann að visu. En bréf fylgdi með, og var svohljóð- andi: „Það eitt er óbreytt og óhaggan- legt, sem í þessum verðlista stendur, að verzlunarhús vort er stofnað 1885. Vörur og verð, sem þar er skráð, er ekki til.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.