Vikan


Vikan - 09.09.1943, Blaðsíða 7

Vikan - 09.09.1943, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 36, 1943 7 Prinsinn í œvintýrinu Framh. af bls. 4. væri vinur yðar, ef til vill get ég eitthvað hjálpað yður.“ Hann tók í hönd hennar og þrýsti hana. Handtak hans vermdi kalda fingur hennar í gegnum blauta hanskana. „Það er enginn sem getur hjálpað mér,“ sagði hún hljómlausri röddu. Hann þrýsti hönd hennar aftur, en sagði ekki neitt. Hún fór að.hugsa um það, að Falk hafði eiginlega verið einn af þeim fáu, sem alla tíð hefði verið henni vinveittur. Hann var svo rólyndur, og góðmannlegur. f sjálfu sér, þá bar hún traust til hans, það var í rauninni merkileg tilviljun, að hún skyldi einmitt hitta hann núna, og vera ein með honum síðustu stundirnar sem hún átti eftir ólifaðar. Ef til vill var það bezt, að hún segði honum allt. • „Ég hefi hugsað mér að fyrirfara mér,“ sagði hún. . Það leið nokkur stund þangað til hann svaraði. „Getið þér ekki hugsað yður nokkra aðra leið?“ „Nei, og þér megið ekki reyna, að aftra mér frá því.“ Þokan varð þéttari í kringum þau, og var eins og veggur hvert sem litið var. Þau sáu aðeins út fyrir endana á bekkn- um, sem þau sátu á. Vatnsdropar drupu niður af limi trjánna í kringum þau, og fuglarnir sungu á greinum. Langt í fjarska heyrðist niðurinn frá mnferðinni í bænum. „Ég skal ekki reyna til þess, að telja yður af þessu. En hugsið þér út í það, hvað þér eruð ungar ennþá. Mér finnst, að lífið hljóti að eiga eftir að færa yður mikla gæfu, þér gætuð átt eftir alla yðar hamingju.“ „Ég hata lífið!“ Henni fannst sjálfri að hún hefði sagt þetta óeðlilega, og flýtti sér að líta fram- an í Falk, til þess að ganga úr skugga um, hvort hann brosti ekki að henni, en hann var graf alvarlegur, og ekki sjáanlegt, að honum byggi hlátur í hug. Hann mundi þá skilja það, að henni var alvara. „Yður hefir vízt ekki alltaf liðið vel, Elisabeth?“ „Uppeldismóðir mín er ekki yond, en hún er fátæk, og hefír alltaf þurft að vinna sjálf fyrir daglegum þörfum. Ég skil það vel, að ég er byrði á henni.“ „Nú er hún ekki heima, og þér hafið skrifað henni, og sagt henni, að þér gæt- uð ekki haldið þetta út lengur, er það ekki rétt?“ „Það er ekki hún, sem ég skrifaði.“ „Jæja, var þá bréfið til unnusta yðar?“ „Já“. Nú brosti Falk, hálf vandræðalega, en hún sá það ekki, hún horfði bara niður í grasið við fætur sér. „Hann hefir náttúrlega svikið yður? Ég hafði ekki hugmynd um það, að þér væruð trúlofaðar.“ „Það hefi ég heldur ekki verið,“ sagði hún feimnislega, „hann veit alls ekkert um það, að ég elska hann.“ „Hm . . og hann heitir? — Já, sjáiðþértil, þér hafið gert upp við lífið, svo yður má vera sama, þótt þér segið mér allt af létta, eins og ég væri yðar skriftafaðir. Forlögin hafa sent mig til að vera með yður, þessi síðustu augnablik ævi yðar, svo þér ættuð að nota þau til þess að svara spumingum mínum.“ „Hann heitir John Farrar." „Já, einmitt það, hann er sómamaður!“ „Þekkið þér hann?“ „Það heyrið þér! Já, ég þekki hann mjög vel, en ég skil bara ekki, hvernig þetta getur verið. Viljið þér segja mér svolítið meira um hann og yður? Hvað hafið þér elskað hann lengi?“ „Frá því að ég sá hann í fyrsta sinn, það er núna um eitt ár síðan. Það var á dans- leik úti á landi hjá frænda hans. Móðir mín og ég vorum báðar þar. Og hann dans- aði mikið við mig. Strax þegar ég sá hann, vissi ég, að hann var sá, sem mig hafði dreymt um, frá því að ég var smátelpa. Hann var mér mjög vinsamlegur og við töl- uðum ýmislegt saman. Þegar ég kom aftur til bæjarins, skrifaði ég honum bréf.“ „Og hann svaraði því ekki?“ Elísabeth losaði hönd sína, sem Falk hélt í, og beygði sig fram og tók báðum höndum fyrir augun. Það var næsta skrítið af henni, að sitja hér og tala við Falk, ein- mitt á þeim tíma, sem hún hafði ætlað, að vera orðin liðið lík heima í herbergi sínu. „Hann fékk aldrei bréfið,“ hvíslaði hún. „Síðan hefi ég skrifað honum mörg bréf. Við höfum verið saman svo að segja allt síðasta ár. Við höfum tvisvar farið í leik- hús saman. Og í hvert sinn eftir að við höfum fundist skrifaði ég honum. . . . En nú er hann trúlofaður. Það stóð í blöðun- um í gær, og svo sendi ég honum þetta bréf áðan.“ Falk sat lengi þegjandi. Hann hallaði sér upp að bakinu á bekknum, og horfði á Elisabeth, hann sá að axlir hennar titruðu, og hún grét hljóðlega. „Elisabeth, þér eruð ekki tvítugar, og þér þekkið lífið lítið ennþá. Fyrsti maður- inn, sem þér berið ástarhug til, er prinsinn í ævintýri yðar. Og það er rétt, að John Farrar er mjög karlmannlegur maður, en það eru margir prinsar á borð við hann, sem þér getið átt eftir að fyrirhitta.“ „Ég hitti engan annan, ég hefi líka tekið ákvörðun, sem ekki verður breytt, og þér lofuðuð því áðan, að þér skylduð ekki reyna til þess að breyta skoðun minni.“ „Ég ætla heldur ekki að hindra yður þessa verks, en mér finnst að þér ættuð aðeins að fresta því. Bíða t. d. í eitt ár, eða bara eina viku, eða ef til vill bara í nokkrar klukkustundir, til þess að hugsa betur um þetta.“ Framh. á bis. 13. Landsbólcasalnid. Framhald af bls. 8. spyrjið þér, hvort ei mundi vegur til, að notið yrði þess vel- gjörnings, sem hr. lautenant Rafn hefur boðizt að auðsýna landi voru, sem í því er innifal- inn: að hann vill safna bókum í Danmörku og senda hingað, eður afhenda félögum vorum í Kaupinhavn, í þeim tilgangi, að hér við stiftið yrði grundvöllur lagður til viðlíka bókasafns, sem er við hvert annað stifti í Dana- veldi, samt að hann í þessu skyni allareiðu hafi safnað tölu- verðu, sem félagar vorir í Kaup- mannahöfn hafa tekið við, og þénar því til andsvars: að ég kann þessum landsvini vorum því hjartanlegra þakklæti fyrir þennan sinn heiðursverða vel- gjörning, sem þess konar bóka- safn er dýrmætara í einu landi hvar ekkert almennilegt bóka- safn er til, og hvar kjörum embættismanna er svo háttað, að þeir lítið eða ekki eiga af- gangs frá nauðsynlegu uppeldi, til bókakaupa; hvert innilega þakklæti mitt ég fel yðar vel- æruverðugheitum á höndur að gefa í mínu umboði, mín og landsmanna minna vegna, vel- nefndum lautenant Rafn til kynna, ásamt bókmenntafélags- deildinni í Kaupmannahöfn; eins og ég í dag héfi tilskrifað því konungl(ega) d(anska) cansel- lie og beiðst af því samþykkis og nauðsynlegs peningastyrks til að hentugur karmur yrði til- búinn á Reykjavíkur dómkirkju- Hallgrímur Hallgrimsson, magister, fæddur 14. sept. 1888 á Stærra-Ár- skógi á Árskógströnd í Eyjafirði. Varð stúdent frá Menntaskólanum i Rvík 1912, en magister í sögu frá há- skólanum í Kaupm.höfn 1918. Var aðstoðarbókavörður við Landsbóka- safnið frá 1. jan. 1919, en skipaður bókav. 1924 og gegnir því starfi enn. lofti, þessu til varðveizlu, og geri ég mér beztu von u'm bæn- heyrzlu hér um.“ Bréfið er dagsett 28. dag ágústmánaðar 1818 og í registr- inu (eða efnisyfirlitinu) framan við bréfabókina stendur (á dönsku eftir þeirrar tíðár venju): „Stiftsbibliotheket fun- deret (þ. e. stofnað) bls. 262.“ Og þennan dag verð ég að telja stofnunardag safnsins, þegar biskup landsins tók á móti gjöf- inni og þakkaði hana í bréfi til Bókmenntafélagsins. Það er eitthvað hugljúft við þetta atvik, að barnunginn tvæ- vetri, eldra systkinið, tók hvít- voðunginn sér í fang og hélt honum undir skírn hjá „Geir biskup góða“. Þótt Geir biskup Framhald á bls. 15.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.