Vikan - 09.09.1943, Blaðsíða 4
4
VTKAN, nr. 36, 1943
IPrinsinn í ævintýrinu
að var um það leyti orðið full dimmt;
en Elísabeth vildi ekki kveikja ljós
hjá sér. Það var eins og þetta dularfúlla
hálfrökkur, sem fyllti herbergi hennar,
væri hluti af henni sjálfri; væri samstillt
við hugarástand hennar. Þannig skyldi
birtan í herberginu vera þær fáu mínútur,
sem hún átti eftir að vera í því; þangað
til hún kveddi.
Hún átti erfitt með að finna þau orð,
sem hún helzt vildi segja í bréfinu, en
nú var hún samt búin, og hún las bréfið
yfir, til þess að festa sér enn betur í
minni efni þess:
„Ástkæri unnusti minn!
Ég sé það í dagblöðunum, að þú hefir
opinberað trúlofun þína, og nú er sá tími
kominn, að ég verð að senda þér þetta bréf.
Þegar þú móttekur það, verð ég ekki leng-
ur í lifandi manna tölu. Ég veit, að þér
fellur þetta þungt, en ég get heldur ekki
dulið það fyrir sjálfri mér, að ég vona
líka að þú verðir sorgbitinn. Þú veizt,
hversu mjög ég hefi elskað þig, og að ég
hefi aðeins hugsað um þig einan, frá þeim
degi, er við hittumst fyrst, núna fyrir tæpu
ári. Lestu þetta bréf og hugsaðu um þetta,
sem ég segi, og gleymdu mér svo.
Þín Elísabeth."
Hún braut bréfið saman og setti það í
gult umslag, sem hún hafði skrifað nafn
hans og heimilisfang utan á, nokkru áður.
Þegar hún hafði lokið við að líma frímerki
á bréfið, fann hún, að dauðastundin var að
nálgast. Eftir stutta stund mundi hún
verða liðið lík.
Þetta mundu vera hennar síðustu orð. 1
litlum skáp á veggnum stóð flaskan með
eitrinu, sem átti að losa hana úr þessari
dutlungafullu veröld. Það mundi vera
hægðarleikur fyrir hana að taka eitrið inn,
fyrst hún á annað borð, var ákveðin í því
að deyja.
Það versta við þetta var að skrifa
bréfið, en nú var því lokið, og þá var hún
komin yfir erfiðasta hjallann.
Þegar hún gekk niður tröppurnar, sagði
hún við sjálfa sig, að nú væri bezt að
hætta að hugsa um þetta. Hún ætlaði
bara að skjótast með bréfið út í næsta
póstkassa. Það mundi aðeins taka eina
mínútu, síðan ætlaði hún strax aftur til
svefnherbergisins — í hinsta sinni.
Um leið og hún kom út í dyrnar, sem
snéru út að götunni, kom smáatvik fyrir
— en það var nóg til þess að tef ja hana,
og láta hana breyta um stefnu þá, sem
hún annars var búin að ákveða, að póst-
kassanum.
Neðan úr kjallaranum kom horaður,
grár köttur. Hann strauk sig upp að fót-
um hennar. Henni fannst hún ekki geta
gengið fram hjá honum, hún stanzaði því
og klappaði honum á hrygginn; það var
auðséð á kvikindisanganum, að það var
mjög svangt.
Þetta litla mállausa dýr horfði bænar-
augum á hana, og mjálmaði angistarlega.
Hún beygði sig snarlega, og tók köttinn
í fang sér, og fór með hann til baka inn
í húsið. Henni varð hugsað til þess, að það
væri mjólk í skál í eldhúsinu, og hún fór
þangað og setti skálina á gólfið fyrir fram-
an köttinn. Síðan flýttí hún sér út aftur.
SMÁSAGA o
eftir JÖROEN VIBE
Það var blæjalogn, en þétt þoka var
yfir bænum. Hún gat varla séð nema fá-
ein skref fram fyrir sig.
Póstkassinn var á næsta horni. Hún
staðnæmdist augnablik við kassann með
bréfið í hendinni. Það var ekki eins auð-
velt og hún hafði búizt við að losa sig við
bréfið. Allt í einu heyrði hún fótatak á
bak við sig í myrkrinu. Götuljósið fyrir
ofan hana var kveikt, það var eftirlits-
maður Ijósanna, sem fór framhjá. Hún
flýtti sér að setja bréfið í kassann. Hún
heyrði þegar það féll niður á botninn, og
það fór hrollur um hana um leið.
„Góða kvöldið, fröken Elísabet."
Það var kalmannsrödd, sem hún heyrði
allt í einu, rétt við hlið sér, og Falk bók-
sali sem átti húsið, sem hún bjó í, stóð
hjá henni. Hún horfði á hann, án þess, að
geta sagt eitt einasta orð. Fyrir stundu
síðan hafði hún tekið ákvörðun sína, og
nú mátti hún ekki verða fyrir töfum.
„Eruð þér veikar?“ spurði hann, ,„þér
eruð svo fölar.“
Hún hristi höfuðið, og gerði tilraun til
[ VITIÐ ÞÉK ÞAS? I
| 1. Eftir hvern er þetta erindi?
I Sortnar þú, ský! I
\ suðrinu í =
| og síga brúnir lætur;
1 eitthvað að þér I
S eins og að mér i
| amar; ég sé, þú grætur.
: 2. Hvað er langt frá Reykjavik, fyrir =
Hvalfjörð, að Hagnánesvik í Fljótum? |
| 3. Hvaða ár hófst kennsla i alþýðuskólan- =
| um á Eiðum? i
1 4. Hvenær var biskupsstóllinn á Hólum |
| lagður niður? =
i 5. Hvenær var Danmörk hemumin af jj
= Þjóðverjum ? f
| 6. Hvaðan er silkiræktin upprunnin?
| 7. Hvenær hófst síðasta styrjöld milli =
Japana og Kinverja? i
I 8. Hvað hét stjömufræðingurinn, sem \
fann reikistjömuna tJranus, og hverrar s
= þjóðar var hann?
= 9. Hverrar þjóðar var tónskáldið Karl =
Maria von Wéber, og hvenær var hann |
| uppi ?
= 10. Hvaðan er tóbaksjurtin uppmnnin?
i Sjá svör á bls. 14. =
'Miin 11111111111111111111« iii 11111111111 iii ii iim 111111111111 m ii iiiiiitiMMiiM,iMii<J*iMUUUii
að brosa, en hún vissi sjálf, að bros henn-
ar var hjárænulegt.
„Ég ætlaði bara að fara í smá göngu-
ferð,“ sagði hún að lokum, „en ég er á
heimleið aftur til áð drekka teið.“
„Bíður móðir yðar eftir yður heima?“
„Nei, hún er ekki í bænum, og kemur
ekki heim fyrr en á morgun.“
„Svo drekkið þér þá teið aleinar?“
Hvað átti hún að gera til þess að hann
færi í burtu? Hana grunaði, að hann
mundi vilja koma heim með sér.
,,Já, en ég ætla að ganga svolítinn spöl
áður. Ég . . ..“
„Þá göngum við,“ sagði hann glaðlega,
og tók undir arm hennar og leiddi hana
af stað.
Hún var neydd til að fylgja honum.
Hann þagði og gekk áfram við hlið hennar.
Hvert þau gengu, vissi hún ekki, þau
fóru um margar götur, þær vóru gráar
og eyðilegar, og þokan grúfði yfir þeim.
Fólkið, sem fram hjá þeim gekk sáu þau
bara rétt eins og það væri skuggar, er
liðu áfram. Þetta var líkast því, sem þau
væru komin í álfheima, hugsaði hún. Hún
var búin að ákveða það að fyrirfara sér,
og hún varð að sjá um að úr því yrði.
Foreldrar Elisabeths voru bæði dáin,
hún mundi ekkert eftir þeim. Banvænn
sóttarfaraldur hafði tekið þau frá henni
með eins dags millibili. Kona sú, sem hún
kallaði móðuf sína, var uppeldismóðir
hennar, hagsýn kona, sem jafnan hugsaði
meira um peningana, sem hún fékk fýrir
uppeldi hennar, heldur en um hana sjátfa.
Elisabeth hafði alla tíð þurft að vinna.
Nú var hún bráðum tvítug, og siðustu
fjögur árin hafði hún unnið á skrifstofu.
Uppeldismóðir hennar hafði líka starfs að
gæta, og þær töluðu sjaldan saman. Elisa-
beth vissi að mesta áhugamáT uppeldis-
móður sinnar var það, að hún giftist, svo
að hún losnaði við hana, en unga stúlkan
reyndi alltaf að komast hjá því umtals-
efni.
Hún vildi aftur á móti helzt tala Um
bækumar, sem hún um mörg ár hafði ver-
ið kaupandi að í bókabúðinni hjá Falk, og
þar hafði hún fengið marga góða og hríf-
andi ástarsögu.
Hún hafði lifað í sínum draumaheimi,
og átt sínar vonir, en nú var John trúlof-
aður, og þá var lífið henni óbærileg kvöl,
það hafði sýnt henni grákaldan vemleik-
ann, og hún gat ekki vænst neinnar gleði
framar.
Þau gengu gegnum skemmtigarðinn, ilm
frá nýútspmngnum blómum lagði á móti
þeim. Hún dró andann þungt, og gat ekki
lengur staðið á móti támnum, sem
streymdu fram í augu hennar.
Falk leiddi hana að bekk.
„Setjizt hér niður augnablik," sagði
hann. „Þegar þér stóðuð undir götuljósinu
áðan hjá póstkassanum, sá ég strax að
eitthvað var að yður. Þér þurfið fyrst og
fremst að fá ró og dreifa áhyggjum yðar,
reynið þér nú að tala yið mig, eins og ég
Framh. á bla. 7.