Vikan


Vikan - 09.09.1943, Blaðsíða 13

Vikan - 09.09.1943, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 36, 1943 13 1 öðrum þœtti leikritsins sátu Tómas frændi og Eva út við vatn- ið og sungu. Sliirley Temple- myndir. Myndin til hægri: Prófessorinn fór allur hjá sér, þeg- ar þessi hefðar- kona kom inn á fá- læklega heimilið hans. ,,Prófessor,“ sagði frú Drew, ,,ég er mjög hrifin af litlu stúlkunni yðar. Lofið henni að koma í fóstur til min, ég skal gera allt fyrir hana, sem ég get.“ ,,En mér þykir svo vænt um hana, að ég get ekki iátið hana frá mér,“ sagði pró- fessorinn. jHmimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiilliiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiimiiiiim Dægrastytting ^iiniiiiminminiiiiiiniiiniMiniii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiin Orðaþraut. L AUF ST AÐ ARFI ELT A INN A OKIÐ arni FLÖ A ÖRIÐ Fjfrir framan hvert þessara orða skal setja •einn staf, þannig, að séu þeir stafir lesnir ofan frá og niður eftir, myndast nýtt orð, og er það þjóðarheiti. Sjá svar á bls. 14. Stýflishóladrangar. I>eir voru margir saman í félagi, skiptu sér nið- Ur á bæi á Álftanesi, og gengu ljósum logum svo enginn hafði frið. Þeir voru kallaðir Hverfis- draugar. Þetta var seint á 18. öld og þá var séra •Guðlaugur prestur i Görðum, og hann kunni margt fyrir sér. Nú þegar bændur voru orðnir ráðlausir með þessa aðsókn, þá fóru þeir til séra Guðlaugs, og beiddu hann að hjálpa. ,,Mikið er •að vita,“ segir prestur, ,,að þið skulið ekki hafa komið fyrr; það er nú orðið of seint, þeir eru 'hú orðnir of magnaðir, ég get ekki sett þá niður." Þ6 fór hann af stað og fékst lengi við draugana, og gat komið þeim að stýflishólum, en lengra kom hann þeim ekki, því hvar sem hann leitaði á var eitthvað fyrir. Hann markaði því reit um- hverfis hólana, sem þéir aldrei komust útyfir og skildi svo við. Síðan eru þeir kallaði Stýflis- hóladraugar, og hefir lehgi verið þar reimt, og einhver vandræði fyrir flesta sem fara þar fram hjá, en nú eru þeir farnir að dofna; því þeir eru orðnir svo gamlir. (J. Á. þjóðsögur). Vísan um „hann“. 11. Hann er að skrýðást herklæðum, hann er að kvíða engu, hann er að prýða Hárseldum, hann er að stríða í bardögum. (Þjóðvísa). Kerlingin í Vatnsdalsf jalli. Landvættir hér á landi undu því all illa, er kristni fór að breiðast hér út, og þó þessa verst, er kirkjur voru reistar. Skömmu eftir að kirkja var sett á Þingeyrum, er sagt, að nátttröll þáð, sem átti byggð í Vatnsdalsfjalli, hafi bitið illa á brisið, og þótt sér nær gengið, er þar var kirkja reist. Nátttröll þetta var skessa; hún tók sig til eina nótt, og ætlaði að héfna þessarar skap- raunar. Hún gekk norður á Vatnsdalsfjallsenda, eða þvi nær, þar sem Öxl heitir, og af því hún hafði ekki annað hendi lengra, en stafinn sinn, greip hún til hans, og kastaði honum, og ætlaði að brjóta með þvi Þingeyrarkirkju. En þegar hún hafði varpað stafnum, litaðist hún um, hvað tímanum liði, en þá ljómaði dagur í austri. Við það brá henni, sem öðrum nátttröllum, svo, að hún hrapaði vestur af fjallseggjunum, sem eru hár vegghamar, og nam staðar á bring nokkr- um, spölkom fyrir neðan hamrastallinn, og varð þar að steinstöpli, og stendur hún þar enn í dag, og er kölluð kerling, upp undan bæ þeim, sem dregur nafn af fjallsöxlinni, er hún stóð á, þegar hún kastaði stafnum, og öxl heitir. En það er að segja af stafnum, að hann brotnaði sundur á fluginu, og kom annar hlutinn niður ekki all- fjarri Þingeyrarkirkju; því hann lenti á Þing- eyrarhlaði sunnanverðu, og hefir hann verið hafður þar fyrir hestastein siðan; hann mun vera nærri 3 álnir á lengd, og ekki meir en 80 faðmar frá honum að kirkjunni, þaðan sem hann var 1832. En hinn hluti stafsins kom niður fyrir sunnan Þingeyrartún, og er hann nokkru styttri. Hann er nú syðst í túntraðarhominu til hægri handar, er riðið er heim að Þingeyrum. (J. Á. þjóðsögur). Prinsinn í ævintýrinu Framh. af bls. 7. „Ég hefi hugsað um það.“ Hún sá í huganum herbergið sitt heima. Hvítu sængina sína, sem hún hafði þráð að fá sinn síðasta blund undir. Ef hún hefði ekki mætt Falk væri öllu lokið, hún væri búin að fá ró og frið, og flaskan með eitr- inu mundi liggja tóm á teppinu við hliðina á rúmi hennar. Þessa stundina fannst henni þetta mundi vera hryllilegt, þrátt fyrir það, þótt hún áður væri búin að þaul- hugsa um það. Falk freistaði hennar; innst inni hafði hún löngun til þess að hætta við þetta, en hún vildi ekki hætta við áform sitt. „Það er farið að frjósa," sagði Falk. Hann stóð upp og tók í hönd hennar, til þess að hjálpa henni að rísa á fætur. — „Við skulum ganga svolítinn spöl aftur. Hvers vegna skylduð þér ekki vilja lofa mér að fylgja yður eftir, þessar síðustu mínútur ævi yðar, fyrst ég af tilviljun var sendur í veg fyrir yður?“ Þau gengu aftur út úr skemmtigarðin- um, þegar þau fóru fram hjá póstkass- anum, þar sem hún fyrir hálfri stundu hafði látið bréfið til John, var póstmaður- inn að ljúka við að tæma kassann, og ók í burtu með bréfin. Elisabeth staðnæmdist og horfði á eftir honum, en Falk fékk hana til að halda áfram með sér. „Hann fær bréfið í kvöld,“ sagði hún. „Það var líka tilætlunin, skilst mér, en það verður ekki fyrr en eftir nokkurn tíma, sem það verður komið til hans, og á meðan skulum við vera saman. Nú skulum við fá okkur te. Ég fylgi yður heim.“ Elisabeth gat ekki séð neina leið til þess að komast undan. Hann fylgdi henni upp að tröppum hússins, og stundarkorni síðar var hann kominn inn í stofu með henni. Elisabeth settist og sneri baki að skápn- um á veggnum, sem hún geymdi eitrið í. Falk tók aftur í hönd hennar, henni fannst sem hún titraði. Þá varð henni það ljóst, að hann var fullur kvíða og hræðslu vegna hennar. Hún fann að það var rangt gagn- vart honum, að gera honum þessa geðs- hræringu. Falk hafði eins og áður er sagt alltaf verið einn af þeim fáu, sem sýnt höfðu henni alúð og vinalegt viðmót. Hvernig átti hún að komast út úr þess- um ógöngum, svo hún gerði honum ekki angur með því? Hann talaði blítt til hennar: „Ég bað yður áðan um að bíða. Hafið þér fyllilega ákveðið yður?“ „Hvers vegna ætti ég að bíða?“ Falk stóð á fætur og gekk út að glugg- anum, og horfði út í gráa þokuna. Hann sneri baki að henni og hélt svo áf ram: „Þér eigið að bíða, af því þér vitið hreint ekki, hvað það er, sem þér ætlið að gera. Ég hitti yður af tilviljun í dag. Það var einhver innri rödd, sem hvíslaði því að mér að fylgjast með yður, þegar þér fóruð með bréfið í póstkassann. Þér hafið aldrei haft neinn til þess að tala við, um það sem hefir angrað yður. Þér hafið verið mjög einmana. Svo hefir yður dreymt dag- drauma; allt er þetta draumur. Ást yðar

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.