Vikan


Vikan - 09.09.1943, Blaðsíða 10

Vikan - 09.09.1943, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 36, 1943 IJ 1171 Ifl m i i in. nci i III1 R. S U Einstaklingseðlið Matseðillinn. Buff a la mode. 1 kg-. nautakjöt, lítið eitt af reyktu fleski, pipar, salt, 2 gul- rætur, 4 litlir laukar, 1 lárberja- blað, 4 heilir negulnaglar, 50 gr. smjör, 20 gr. sagómjöl, 4 dl. kjötsoð. Mjóar fleskræmur eru dregnar í gegnum gott kjötstykki (helzt innan af læri), sem síðan er brúnað vel og velt upp úr salti og pipar. Þegar búið er að brúna kjötið, er það látið i pott ásamt gulrætunum, lauknum, lárberjablaðinu og negulnöglunum, sjóðandi vatni eða jurtaseyði hellt út á og soðið í 2 kl.st. Sakómjölið er hrært út í köldu vatni og bætt út í rétt áður en maturinn er framreidd- ur. Kjötið er skorið i þunnar sneiðar. Soðnar kartöflur og grænmeti er bor- ið með. Krækiberjasúpa. lVz 1. vatn, 500 gr. hrein og vel tínd krækiber, 100 gr. sykur, 20 gr. sagómjöl. Berin eru sett yfir eld i köldu vatni og soðin í 30* mín. Þá er saftin síuð og vatni bætt við, svo að hún verði Ef raki er í fataskápnum hjá yður, skuluð þér láta lifa ljós á standlampa irrni í honum. Við ylinn frá ljósinu þomar sagginn. En gæta verður þess, að peran sé ekki stór, svo hitinn verði ekki of mikill. Bezt er að peran sé lítil með daufu ljósi. iy2 1., og soðin í 3 mín. með sagó- mjölinu, sem áður hefir verið hrært út í köldu vatni. Litlar tvíbökur eða hveitibollur eru bomar með. Ef þurrkuð krækiber eru notuð, þarf 125 gr. af berjunum. Þau.eru lögð í kalt vatn í dægur áður en þau em soðin. Síðan soðin í vatninu, sem þau hafa legið í. Þetta er mjög klæðileg kápa úr gráu ullarefni. Hún er flegin í háls- inn og með útafliggjandi kraga með stómm hornum (herrahomum). Hún er hneppt með fjómm hnöppum og er tekin saman í mittið með lekum, svo að hún fellur fast að þvi, en að neðan er vídd í henni. Ermamar em viðar og felldar í öxlunum. Til skrauts eru hafðar stungur neðan á kápunni og i mittið og á axlastykkjunum. Einstaklingseðlið er ein hin bezta gjöf, sem maðurinn hefir þegið; í því er fólginn aðalstyrkur hvers manns. Einstaklingseðlið bendir hverjum manni á, hvað hann á fyrir sig að leggja, hvað hann á að stunda. Frá- bærar námsgáfur benda á lærdóms- leiðina, hagleiksnáttúra á smíðar o. s. frv. Alkunnugt er, eða ætti að vera, hvílík óhappavon er í því, að neyða menn til að stunda það, sem þeir hafa ekki hæfileika fyrir eða náttúru til; öll þau störf verða mönn- um bæði ógeðfeld og torveld og verða sjaldnast að sönnum og veru- legum notum. Skaparinn hefir ætlað hverjum manni sitt æfistarf, og ein- staklingseðlið er höndin, verkfærið, sem hann á að framkvæma það með. Fyrir því eiga foreldrarnir að virða einstaklingseðli barna sinna. Ef allt fer með felldu, kemur ein- staklingseðli hvers manns í ljós með aldrinum. En því miður verða börnin oft svo dul, að ekki er unnt að sjá, hvað i þeim býr; einstaklingseðlið fær ekki að birtast eins og skaparinn hefir ætlast til. Hvað veldur þessu? Óttinn. Óttinn venur bamið á að hræsna, að segja ósatt, að dylja, hvað með því býr. Ef þú vilt kynnast hinu sanna eðlisfari barns þíns, þá breyttu svo við það, að það opni hjarta sitt fyrir þér. Sumir foreldrar hrósa sér af því, að börnin séu hrædd við þau; en það er langt frá, að þetta sé hrós- unarefni. Þessir foreldrar ættu að veita bömum sínum eftirtekt, er þau halda, að enginn taki eftir þeim og því sem þau aðhafast þegar þau em óttalaus. Þá koma þau til dyranna eins og þau eru klædd, varpa af sér dulargerfinu, sem öfugt uppeldi neyðir þau til að bera daglega. Enginn efi er á, að þessir foreldr- ar vilja börnum sínum vel. Hýðing- ar og barsmíð fyrir smá yfirsjónir hefir hér á landi lengi verið talið hin happasælasta uppeldisaðferð. Menn hafa trúað því, „að enginn verði óbarinn biskup"; og engum ritningar- orðum hefir verið eins rækilega fylgt hér á landi og áminningunum hans Salómons, að spara ekki vöndinn. Hitt hefir mönnum ekki skilizt, að óttinn út af fyrir sig bætir engan, hvorki börn né fullorðna. Menn hafa gleymt því, að óttinn og kærleikurinn samrýmast ekki, en að kærleikurinn er inntak og uppfylling lögmálsins. Niðurstaðan hefir vanalega verið sú, að menn hafa annað hvort hýtt úr börnunum allan kjark og dug, eða hýtt í þau þrjózku og þvergirðing. Fyrir því verður að byggja óttanum út; þá fyrst getur einstaklingseðlið komið í ljós. Óttinn hverfur fyrir tvennu: reiði og kærleika. Þegar maðurinn reiðist, hverfur óttinn; maðurinn gleymir þá sjálfum sér og það kemur út, sem inni fyrir er. En af því að engum getur dotti, í hug að nota þetta ráð til þess að komast að raun um, hvað með barninu býr, þá er og verður hitt eina ráðið, að sýna barninu lcær- leika, að fara vel að baminu. Ef þú gjörir það, þá mun ekki hjá því fara, að barnið fær ást og traust á þér, opnar fyrir þér öll fylgsni hjarta síns. Vér elskum enga manneskju eins innilega og góða og ástrika móður. Þess vegna tala börnin við móðurina allt sem þeim kemur í hug, segja henni frá því, sem kætir þau eða hryggir, frá óskum sínum og til- hneigingum. Fyrir þessa sök fer skynsöm og góð móðir allra manna næst um það, hvað í hverju bama hennar býr, hvað hvert þeirra er mest lagað fyrir, hverjir hæfileikar felast með hverju þeirra. Þegar börnin sitja hjá móður sinnl í rökkrinu og eru að tala við hana á hinu hjartanlega barnamáli, þá steinþagna þau oft, er faðirinn kem- ur inn. Af hverju? Af því að þau þora ekki í návist hans að tala það, sem þeim býr í brjósti. Foreldrar verða að hafa hugfast, að kærleikurinn er lykill að hjarta barnsins. Hvað gjörir bömin dul ? Háðið. Það þarf kjark til þess að vera hreinskilinn og einlægur; en háðið dregur úr mönnum kjarkinn. Á sumum heimilum verða bömin fyrir aðhlátri, ef þau tala eins og þeim býr í brjósti. Það er torvelt að dæma um það, hve mikla hæfi- Framhald á bls. 15. Notið einu sinni Ozolo furunálaolíu í baðið — og þér aukið líðan og heilnæmi yðar stórlega. Ozolo bregst engum. ^ Heildsölubirgðir: § Agnar Norðf jörð & Co. h.f. Simi 3183. * V Ki NOTIÐ eingöngu IIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIUIIUMMIIIIIIIIIIIIIIIIII. c< STÍFELSI Heildsölubirgðir: GUÐMUNDUR ÓLAFSSONaCO. Austurstræti 14. — Síml 5904. STOPS PERSPIRATION ODORS Amolin __ deodorant c/vutm Heildsölubirgðir: Agnar Norðf jörð & Co. h.f. Sími 3183. MILO ifilllOutilHra Mni 4ÓSSSOIL uiumu iiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiii

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.