Vikan


Vikan - 09.09.1943, Page 14

Vikan - 09.09.1943, Page 14
14 VIKAN, nr. 36, 1943 til John er einn draumur yðar, og í draumavímu yðar hafið þér tekið þessa heimskulegu ákvörðun. Þér munduð nú vera búnar að framkvæma sjálfsmorð, ef ég hefði ekki vakið yður upp af draumi yðar. Horfið þér nú bara hérna út á göt- una, og hlustið á fótatak fólksins, sem streymir heim frá vinnu sinni. Allt hefir þetta fólk sína drauma, og sitt vissa tak- mark til að stefna að. En það mark, sem þér hafið sett yður og leitað að ér aðeins draumur, sem yður hefir dreymt um að yrði veruleiki . . . Nú eruð þér vaknaðar. Er það ekki ? Finnið þér ekki áð lífið kallar á yður?“ „Þér talið svo undarlega við mig, Falk. Ég veit að þér viljið mér vei, en nú er bréf- ið á leiðinni til John. Nú þegar allt ætti að vera liðið hjá, sit ég hér bráðlifandi!“ Falk gekk til hennar, og staðnæmdist fjnrir aftan stólinn, sem hún sat á. „Fyrst að þér hafið nú tekið þessa ákvörðun í draumkenndum dvala, að stíga þetta örlagaríka spor, þá hljótið þér að sjá yður um hönd, og hætta við það, þegar þér nú eruð vaknaðar!“ Elisabeth lagðist grátandi fram á borðið. „Ó, hvað þetta er allt undarlegt. Hvers vegna má ég ekki deyja?“ „Elisabeth, getur ekki verið að þér hafið skemmt yður, á því að lesa allar þessar ástarsögur, sem þér hafið fengið hjá mér? .. . Þér eruð ekki einar um það að dreyma, það eru fleiri, sem eiga sína drauma. — Ég er ekki ungur eins og John Farrar. Þegar þér komuð í fyrsta sinn í búðina til mín, þá voru þér lítil telpa með borða í hárinu. Þér voruð feimnar og uppburðarlitlar, og vissuð varla, hvað þér áttuð að segja. Þér ólust upp með ástarsögurnar fyrir aug- unum, og ég sá, hve gagnteknar þér voruð af þeim, og satt að segja var mér það áhygjuefni, en ég gat ekki neitað yður um að selja yður þær. Ég hef lengi vitað það, að þér hafið átt bátt, og að þér hafið þarfn- ast hjálpar, og það gleður mig sannar- lega að ég skyldi hitta yður áðan, þegar þér stóðuð hjá póstkassanum. Ég sá, hve fölar þér voruð, og vissi, að það hlaut að vera eitthvað mikið, sem amaði að yður. Skyldi það þá engan árangur bera, að fund- um okkar bar saman?“ Elisabeth reisti höfuð sitt frá borðinu. „Ég veit ekki, hvað þér viljið.“ „Ég vil spyrja yður; hvort það sé ómögulegt að ég geti komið í staðinn fyrir prinsinn í ævintýrinu?“ Elísabeth reis skyndilega á fætur. „Þér viljið . . . Þér eruð allt of brjóst- góður maður. Þér segið þetta bara til þess að fá mig til að hætta við fyrirætlun mína!“ „Ef það væri aðeins þess vegna, að ég vildi forða yður frá dauðanum, hefði þetta ekki vafist svona fyrir mér, þá mundi ég bara hafa kallað á fyrsta lögregluþjón, sem ég hefði mætt, og sagt honum, hvað þér hefðuð í hyggju.“ „Hvers vegna hefðuð þér gert það?“ Falk tók utan um báðar höndur Elisa- 199. krossgála Vikunnar. Lárétt skýring: 1. glaSur. •— 6. ógóður. — 11. niður. — 13. flytjum. •— 15. sigluviður. — 17. opna sig. — 18. ökumann. — 19. sk. st. — 20. orka. —. 22. fóðruðu. — 23. atviksorð. — 24. fótabúnað. — 25. hlegið. — 27. tilkenning í munni. — 29. himinn. — 30. arga lágt. — 31. magn. — 34. 4 hnakk. — 37. hinir. — 39. skarð. — 41. tónn. — 43. vökvi. — 44. sterk. — 45. upphróp- un. — 46. tjara. — 48. klaeði. — 49. telpunafn (stytting). —- 50. grænmeti. — 51. grikk. — 53. á öngli. — 55. kroppur. — 56. fóru í flýti. — 57. viðmót. — 60. ökutæki. — 63. bætur. — 65. vizka. — 67. tveir samhijómar. — 69. hnita. — 70. rétt. — 71. flækti. — 72. ókyrrð. — 74. sverð. — 75. krap. — 76. hvíldi. — 77. hæðanna. — 78. hrákasmíði. Lóðrétt skýring: 2. hæð. — 3. hár. — 4. höfn við Héraðsflóa. — 5. róta. — 6. gera við. — 7. eldstæði. — 8. and- vari. — 9. forsetning. — 10. leifar. — 12. dreifði. — 13. holdug. — 14. námsstofnun. — 16. tusk. — 19. rás. — 21. kvikna. — 24. málæði. — 26. hrossa. — 28. gerðum okkur gott af. — 32. dúk. — 33. hreyfst. — 34. sporöskjulöguð. — 35. í hóp. — 36. annálar. — 38. skrifa. — 39. fugl. — 40. hræddu. — 42. ráfa. — 45. sleipa. — 47. pára. — 50. ræfill. — 52. styrkjum. — 54. grikk. — 58. stólpinn. — 59. heyið. — 60. skemmd. — 61. gjald. — 62. ráð«- vönd. — 64. lesta. — 65. hristi. — 66. mjólk. — 68. kona. — 71. kvæði. — 73. gjörð. — 76. veizla. Lausn á 198. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. drakk. — 6. Dölum. — 11. æmar. — 13. hanar. — 15. ia. — 17. feli. — 18. rugg. — 19. má. — 20. ófá. — 21. fim. — 23. iðu. — 24. bál. —- 25. atbeina. — 27. pilsinu. — 29. kræf. — 30. öfug. — 31. atast. — 34. gotið. — 37. iðkar. — 39. firrð. — 41. K H. — 43. Irsa. — 44. árna. — 45. fá. — 46. ört. — 48. álf. — 49. iða. — 50. mát. — 51. kjörmat. — 53. raðtala. — 55. kúla. — 56. ólán. -— 57. fundu. — 60. strit. — 63. marga. — 65. hýrir. — 67. úr. — 69. rógs. — 70. atar. — 71. ál. — 72. lán. — 74. man. — 75. rif. — 76. oki. — 77. andvari. — 78. trippin. beth og augu hans voru hvarflandi og feimnisleg, þegar hann ávarpaði hana: „Af því að ég elska yður, Elisabeth, og vil ekki að þér deyjið. Ég hefi elskað yður frá því að þér voruð lítil telpa, og ég hefi hugsað mikið um yður.“ Hún leit á Falk efablöndnu augnaráði, þannig hafði hún aldrei séð hann, eða heyrt hann tala fyrr. Þetta hafði hana aldrei get- að dreymt um, og þá fannst henni nú sem henni hefði alltaf þótt vænt um hann. „Hverju svarið þér nú?“ spurði Falk. Hún fann, að hún roðnaði. „En bréfið?“ stamaði hún, „bréfið, sem ég sendi til John.“ „Ég veit, hvar hann á heima og get farið strax í kvöld og náð í það, þetta hefði líka verið rangt gagnvart honum, ef þér hefðuð framkvæmt áform yðar.“ Það heyrðist kattarmjálm við hurðina, og Elisabeth, gekk til dyra og opnaði. Hún tók köttinn í fang sér, og hann fór að mala ánægjulega hjá henni. „Þú veizt það ef til vill ekki,“ sagði hún svo, með gleðitár í augunum og brosti til Lóðrétt: — 2. ræ. — 3. arf. — 4. knefi. — 5. kalin. — 6. dauði. — 7. öngul. — 8. lag. — 9. ur. 1 — 10. klóak. — 12. rima. — 13. hrip. — 14. málug. — 16. aftra. — 19. mánuð. — 21. ábæti. — 24. bifið. — 26. efaði. — 28. sötra. — 32. skrám. — 33. tasla. — 34. girða. — 35. omað. — 36. skökk. — 38. raft. — 39. fáir. — 40. gátan. — 42. hrjúf. — 45. fálát. — 47. tölum. — 50. malir. — 52. ranar. — 54. tórir. — 58. dróma. — 59. uggar. — 60. sýtir. — 61. trafi. — 62. súla. — 64. asni. — 65. hart. — 66. ólin. — 68. rán. — 71. Áki. — 73. Nd. — 76. op. Falk, „að það var þessi köttur, sem ég mætti fyrst; þegar þú hefir heyrt þá sögu, mun þér áreiðanlega þykja vænt um hann.“ Svar við orðaþraut á bls. 13. KÍNVERJAR. KLAUP lSTAÐ N ARFI VELTA EINNA ROKIÐ JÁRNI AFLÓ A RÖRIÐ Svör við spurningum á bls. 4. 1. Jón Thoroddsen. 2. 459 kílómetrar. 3. Árið 1919. 4. Hann var iagður niður árið 1801. 5. 9. apríl 1940. 6. Hún er uppnmnin í Kína, en barst til Evrópu á miðöldum. 7. Hún byrjaði árið 1937. 8. Hann hét Herschel og var af þýzkum ættum. 9. Hann var þýzkur og var uppi frá 1786 til 1826. 10. Hún er upprunnin í Ameríku.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.