Vikan - 09.09.1943, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 36, 1943
5
•[ Framhaldssaga
< l
|15 Konan í Glenns'kastala
-ÁSTASAGA
wn9r,9nWinWn9nWn9n9n9 ém
,,Hér er bréf til frúarinnar," sagði stúlkan, sem
rétt í þessu kom inn í herbergið.
Barbara leit á bréfið. „Það er frá faðir Matt-
hews, sé ég,“ sagði hún. ,,Ó, bara að ekkert sé
að börnunum! Viltu gera svo vel og ganga út úr
herberginu Ann, rétt á meðan ég les bréfið? Ég
vil heldur vera ein á meðan, ég skal svo kalla á
þig strax á eftir.“
Með titrandi hendi reif Barbara bréfið upp og
byrjaði að lesa.
„Kæra frú Maloney!
Ég mundi ekki ónáða yður, ef þess gerð-
ist ekki mikil þörf, það geri ég aðeins af
alvarlegum ástæðum. Patrick er orðinn
hættulega veikur, og í gær sagði læknirinn
mér, að það væri taugaveiki, sem að honum
væri. Eins og þér vitið, er drengurinn ekki
hraustur fyrir, hefir alla tíð verið veik-
byggður. Móðir hans var alla sína tíð
heilsuveil, og hann líkist henni mjög mikið.
Ég hefi fengið tvær systur frá klaustrinu
til að vaka yfir honum, og þær gera sitt
bezta, til þess að hjálpa honum, en hann
kallar alltaf á yður, bæði þegar hann er
í óráði, og eins utan þess. Og það er þessi
ástæða, sem knúði mig til þess, að skrifa
yður þetta bréf. Læknirinn hefir sagt mér,
að það væri tvísýnt um líf hans. Og ef ég
þekki yður rétt, þá veit ég að þér verðið
við bón drengsins, og komið sem bráðast
til hans, hann langar svo mikið til þess að
sjá yður.
Ég get ekki annað en ásakað sjálfan
mig fyrir það, að ég skyldi ekki gæta hans
betur; það hefir gengið taugaveiki hér um
byggðarlagið, en mér hefir ekki, tekizt að
gæta hans eins vel og með hefði þurft og
ég ég hefði viljað. Sveitaprestur er heldur
ekki alltaf sinn eiginn herra, hann þarf að
gegna mörgum skyldum. Ég bið daglega fyr-
ír honum, að hann fái að lifa, og komast
til heilsu, og nú bið ég yður, frú Maloney,
að þér gerið það af tryggð við yðar elsku-
lega látna mann, að koma til veika drengs-
ins hans —“
Barbara las ekki lengra. Bréfið féll úr mátt-
lausri hendi hennar og hún brast i grát.
„Elsku litli Patrick minn er veikur," snökti
hún, „og i veikindum sínum kallar hann á mig!
Ó, guð minn, hvemig gat ég fengið það af mér
að yfirgefa bömin ? Nú kemur refsingin fyrir það,
að ég gerði ekki skyldu mína, fyrir það, að ég
skyldi skilja þessi blessuðu föður- og móðurlausu
böm við mig.“
Þreyta og sorg Barböru voru gleymdar. Hún
reis upp í rúmi sínu og innan fárra mínútna var
hún klædd; svo hringdi hún í þjónustustúlkuna.
„Sonur minn er veikur,“ sagði hún ákveðin,
„og í dag fer ég aftur til Irlands. Ég hefði aldrei
átt að treysta öðrum fyrir börnunum, en sjálfri
mér. Það sem mér ríður nú á, er að komast fljótt
af stað, svo að ég komi í tæka tíð.“
Þessi síðustu orð talaði hún fremur til sjálfrar
sín, heldur en til stúlkunnar, sem hlustaði á hana
með eftirvæntingu, og vissi ekki hvaðan á sig
stóð veðrið.
„Náið í leiguvagn fyrir mig, fljótt!" hélt Bar-
bara áfram og snéri sér að þjónustustúlkunni.
„Patrick er orðinn veikur, heyrið þér það? Ég
verð að komast á stað eins fljótt og mögulegt
er.“
Forsaga:
Howard Burton kemur að
kveðja Barböm Carvel.
Hann er að fara til Suður-Afríku. Hún
bjóst við, að hann mundi biðja sín og varð
fyrir miklum vonbrigðum, er hann gerði
það ekki. Þegar hann er farinn heimsækir
Barbara móður hans. Er Barbara kemur
heim, hefir Pierce Maloney verið fluttur
þangað, en hann meiddist í bifreiðarslysi
þar rétt hjá. Vinur Maloney, Revelstone lá-
varður, heimsækir hann, og Pierce segir
honum, að hann sé ástfanginn í Barböm og
muni byrja nýtt líf, ef hún vilji giftast sér.
Revelstone er ekkert hrifinn af þessu og
flýtir sér að kveðja. Pierce tjáir Barböm
ást sína og þau giftast skömmu seinna.
Hann gefur henni stórgjafir og er þau
giftast var veizla haldin hjá Ann frænku
hennar. Þegar Barbara er að búa sig í brúð-
kaupsferðina, kemur frú Burton upp til
hennar og ásakar hana fyrir trúleysi gagn-
vart Howard. Áður en hún fer lofar Bar-
bara að lána henni peninga. I brúðkaups-
ferðinni eys Pierce út peningum í skemmt-
anir, en þegar Barbara biður hann um 150
ptmd verður hann hvumsa við, en lætur
hana hafa ávísun. Síðan fara þau til Ir-
lands. Þegar þau koma í Glennskastala
verður Barbara fyrir miklum vonbrigðum,
er hún sér, hve allt er fátæklegt og tötra-
legt. Svo fær hún að vita, að Pierce er
ekkjumaður og á tvö böm, en hefir leynt
hana þessu öllu. Hún veit ekki enn, hve
fátækur maður hennar er og taiar um að
breyta öllu og færa í lag, en Pierce fer und-
an í flæmingi og vill ekkert um fjármál
þeirra tala. En þó kemur að því, að hann
verður að játa það fyrir henni, að hann sé
fátækur, og reiðist hún honum fyrir að
hafa ekki sagt sér frá þvi fyrr. Barbara
fær bréf frá Howard Burton, og þar tjáir
hann henni ást sína. Hún ásakar sig nú
harðlega fyrir bráðlæti sitt, að hafa gifst
Pierce Maloney. Faðir Matthews reynir að
hughreysta Barböm og vekja ást hennar
á heimilinu. Hún fer nokkru síðar í heim-
sókn til Revelstones lávarðar, vinar Pierce,
og ræða þau ýmislegt saman. Nú líður tim-
inn, Pierce hefir verið arfleiddur að 1000
pundum, og tekur Barbara nú til óspiltra
málanna við að lagfæra heimili sitt. Bömin
hafa tekið ástfóstri við hana, og hún er
orðin mjög hamingjusöm. Hún gengur með
bami og bíður þess með eftirvæntingu að
vera móðir. Þau Pierce hafa nú lifað mjög
hamingjusömu lífi um hríð, og eiga orðið
3ja mánaða son. En svo kemur sorgin eins
og reiðarslag yfir Barböru, og hún missir
bæði manninn og bam sitt af slysförum.
Hún verður örvingluð af þessu áfalli, og
fer til Englands, heim til Ann frænku sinn-
ar.
„En", stamaði stúlkan, „en erað þér ekki alltof
óhraustar, til þess að takast svona ferð á hend-
ur? Þér eruð ekki búnar að ná yður ennþá, ég
þekki Ann ekki rétt, ef hún lætur yður fará svona
snögglega."
„Farið þér og gjörið eins og ég bað yður um,"
sagði Barbara skipandi, „og kallið svo á Ann
frænku mína."
Á meðan þessu fór fram, klæddi hún sig í
ferðafötin, og hafði lokið þvi, og var að setja
á sig hattinn, þegar Ann kom inn i herbergið
til hennar.
„Elsku barnið mitt," sagði Ann, „það getur
ekki verið ætlun þín, að fara svona beint upp úr
rúminu, jafn lasin og þú hefir verið, og illa fyrir
kölluð á allan hátt, og ætla að 'ferðast alla leið
til Glenns-kastala, til þess að gæta taugaveiks
bams? Það gengi brjáiæði næst, ef þú gerðir
það, Barbara."
„Það þýðir ekkert að letja mig þessarar ferðar,"
sagði Barbara ákveðin, „það stendur, sem ég hefi
sagt. Ég fer með fyrstu lest til Irlands; Patrick
biður mig að koma, og ég vil ekki daufheyrast
við bæn hans."
Frænka hennar horfði undrandi á hana; hversu
einbeitt hún var, á meðan hún var að láta nauð-
synlegasta klæðnað sinn niður i ferðatösku sína.
„Ó, Ann frænka, ef þú vissir, hvað ég skammast
mín mikið. Hér hefi ég legið í sinnuleysi og vesal-
dómi og ekkert hugsað um annað, en sjálfa mig,
og látið mér á sama standa um börn mannsins
míns, sem hafa þó sömu sorg að bera og ég, já,
ég hefi verið þeim reglulega harðbrjósa stjúp-
móðir, og ég get fyrirlitið sjálfa mig fyrir það,
einmitt vegna þess, að ég vissi þao fyrir, hvað
mér bar að gera, og hvaða ábyrgð hvíldi á mér
gagnvart þeim, þegar ég yfirgaf þau. Ég vissi
það vel, að ég átti að vera kyr hjá börnum
Pierce; og að ég átti aldrei að yfirgefa heimili
hans. En nú hefi ég fundið það betur, hver skylda
mín er, og séð hvað mér ber að gera.“
„Fyrst að þú ferð núna aftur til Irlands," sagði
Ann dapurlega, „þá veit ég, að þú verður þar
framvegis og, að Glenns-kastali verður heimili
þitt hér á eftir. Þú kemur sennilega aldrei aftur
til mín.“
Barbara svaraði frænku sinni engu, allar hugs-
anir hennar voru bundnar sjúka drengnum, og
hún óskaði þess, að hún væri komin til Irlands
þá á stundinni. Hún þráði að vera komin til þess
heimilis, sem henni áður hafði fundizt svo lítið
til um, og sem henni hafði fundizt svo óbærilegt
að eiga heima á. Og hún þráði að hitta aftur
þessi tvö munaðarlausu börn, sem var það eina,
sem Pierce hafði látið eftir sig.
Á meðan hún var að ljúka við að taka dót
sitt saman, var eins og kæmi yfir hana einhver
undursamleg ró og friður, hún fann að hún var
styrkari en hún hafði verið, og það birti yfir
huga hennar. Það var eins og sorg hennar mild-
aðist; þótt hún að vísu gæti ekki gleymt henni
að fullu, það mundi hún aldrei geta. Það var ekk-
ert til, sem gat bætt henni þann missi, sem hún
hafði orðið fyrir. En þó fannst henni léttara að
bera sorg sína, þegar hún hafði það á tilfinning-
unni, að hún breytti rétt. Og hún vissi, að ef
hún einhvemtima kæmist yfir raunir sínar, og
kæmist til sjálfrar sín aftur, þá mundi það vera
þvi að þakka, að hún hefði gert skyldu sina og
verið kærleiksrík móðir, þessum tveim einmana
bömum í Glenns-kastala.
„Bara að ég komi ekki of seint," endurtók
hún við sjálfa sig, „bara að það takist, að bjarga
lífi drengsins. Ó, guð minn góður!" sagði hún
svo og fórnaði höndum. „Leggðu ekki meiri sorgir
á mig, gef þú að Patrick fái að lifa!"
Ann horfði þegjandi á hana; hún sá að það
þýddi ekkert að reyna að aftra henni að fara
fyrst hún vildi það sjálf; henni var það Ijóst,
að hún var ekki lengur litil telpa, hún var orðin
fullorðin kona, sem réði sér sjálf. Þegar Bar-
bara litlu síðar gekk út að vagninum, sem átti
að flytja hana á járnbrautarstöðina, kvaddi
hún hana með lotningu, og henni kom ekki til
hugar að leggja henni lífsreglur að skilnaði, því
hún vissi að þess þurfti ekki með, Barbara var
orðin fullþroskuð, og hafði fundiQ köllun sína og
mótað framtíð sína í lífinu.
16. KAFLI.
„Eruð þér að gráta, frú Maloney, grátið þér
ennþá?" sagði faðir Matthews hógværðlega, um
leið og hann gekk út í garðinn til Barböru, sem