Vikan


Vikan - 09.09.1943, Blaðsíða 12

Vikan - 09.09.1943, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 36, 1943 þef, þá þefar hann í allar áttir •— í sífelldri leit að því, sem ekki er eins og' það á að vera. Þann- ig fer Hercule Poirot einnig að. Og oft — já, ákaflega oft, finnur hann það, sem hann er að leita að.“ „Hún er ekki vel þokkuð, þessi atvinna okkar,“ sagði Jepp. „Nei, öðru nær, en að hún sé vel þokkuð. Og yðar hlutskifti er þó sýnu verra en mitt -— ekki opinbert, og þess vegna þurfið þér að starfa með enn meiri lymsku og leynd en ég.“ „Ég nota aldrei dulargerfi. Ég hefi aldrei reynt að dulbúast.“ „Þér gætuð það ekki,“ svaraði Jepp. „Þér eruð svo sérkennilegur. Sá, sem sér yður einu sinni, gleymir yður aldrei.“ Poirot leit til hans hálf tortryggnislegu augna- ráði. „Ég er bara að spauga,“ sagði Jepp. „Takið ekkert mark á mér. Má bjóða ykkur glas af víni? Gleður mig . ..“ Þetta kvöld var i alla staði notalegt og sam- ræðumar friðsamlegar. Rifjaðar upp gamlar endurminningar, hvert málið á fætur öðru. Og ég verð að játa, að ég hafði einnig gaman af að tala um „gamla daga.“ Oft höfðu það verið skemmtilegir dagar. Og mér fannst ég vera orð- inn ærið roskinn og reyndar maður. Veslings gamli Poirot. Hann var alveg rugl- aður í þessu máli. Ég sá það á honum. Hann var ekki eins skarpskygn og hann hafði verið, þegar hann var á bezta skeiði. Mér fannst ég hafa eitt- hvert hugboð um það, að honum mjmdi skjátlast að þessu sinni, — að aldrei myndi upplýsast morð- ið á Maggie Buckley. „Vertu ekki hnípinn, vinur góður,“ sagði Poirot, og sló hægri hendi á herðar mér. „Ekki er öll nótt úti enn. Láttu mig ekki sjá á þér þennan vonleysissvip, — ég bið þig þess.“ „Allt í himnalagi með mig.“ „Og eins hvað mig snertir, — og ekki er að spyrja um Jepp.“ „Það er allt í lagi hjá okkur öllum,“ sagði Jepp glaðlega. Skildum við þannig, allir í bezta skapi. Morguninn eftir fórum við aftur til St. Loo. Þegar við komum til gistihússins, hringdi Poirot þegar upp hjúkrunarheimilið, og bað um að fá að tala við Nick. Allt í einu sá ég, að hann hleypti brúnum, — það lá við að hann misti heymartólið. „Hvað eruð þér að segja? Segið það aftur, í öllum bænum?“ Hann beið andartak og hlustaði. Síðan sagði hann: „Já, já, ég skal koma á stundinni.” Hann var fölur sem nár, er hann vék sér að mér og mælti: „Hvers vegna fór ég héðan, Hastings? Drott- inn minn dýri! Hvers vegna í ósköpunum fór ég héðan?" „Hvað hefir gerst?" „Ungfrú Nich hefir veikst hættulega. Kókaín- eitrun.Þeir hafa loksins náð til hennar. Drottinn minn dýri! Hvers vegna var ég að fara héðan?" 17. KAFLI. Sætinda-öskjur. Alla leiðina til hjúkrunarhælisins var Poirot að tauta eitthvað við sjálfan sig. Hann gat ekki á heilum sér tekið fyrir sjálfsávítum. „Ég hefði átt að vita þetta," stundi hann. „Mig hefði átt að gmna það. Og þó, •—• hvað gat ég gert? Ég hefi gert allar hugsanlegar varúðar- ráðstafanir. Þetta er óhugsanlegt — ómögulegt. Það gat enginn komist til hennar. Hver hefir orðið til þess að óhlýðnast fyrirskipunum mín- um?“ Þegar við komum á hjúkrunarhælið, var okkur vísað inn i lítið herbergi á stofuhæðinni og eftir fáeinar mínútur kom Graham læknir til okkar. Hann var fölur og þreytulegur. „Henni er borgið," sagði hann. „Hún nær sér von bráðar. Erfiðast var að henda reiður á, hve stóran skammt hún hafði tekið af þessu djöfuls eitrii" „Hvaða eitur var það?“ . „Kókaín." „Hún lifir, þetta af?“ „Já, hún er nú úr allri hættu." „En hvémig gerðist þetta? Hvernig náðu þeir til hennar? Hverjum hefir verið leyfður hér að- gangur?" Það lá við að Poirot dansaði á gólfinu af óþolinmæði. • „Hér hefir engum verið veittur aðgangur." „Ómögulegt." „Þetta er sannleikur." „En, hvað þá —“ „Hér var um að ræða sætindaöskjur." „Ja hver andsk....... Og ég sagði henni, að hún mætti einskis neyta, — einskis, sem henni væri sent að.“ „Ekkert veit ég um það. Það er erfitt, að halda sætindaöskjum fyrir ungri stúlku. Hún át aðeins einn mola. „Var kókaín i öllum molunum?" „Nei. Stúlkan át aðeins einn. Alls voru aðeins þrir molar i efsta laginu. Allir hinir molamir í öskjunni voru óskaðlegir." „Hvemig var farið að þessu?" „Ákaflega klaufalega. Súkkulaðimolar, skornir sundur í miðju, fylltir kókaíni, og molunum sið- an þrýst saman aftur. Ákaflega viðvaningsleg aðferð." Poirot stundi við. „Æ, — ég vildi að ég vissi — ef ég aðeins vissi-----. Má ég tala við ungfrúna?" „Ef þér getið komið aftur eftir klukkustund, hygg ég, að óhætt muni vera að leyfa yður að tala við hana,“ svaraði læknirinn. „Þér skuluð ekki vera svona hnugginn, maður, hún er úr allri hættu." Við ráfuðum nú um götumar i St. Loo i heila klukkustund. Ég gerði það sem mér var unnt, til að dreifa hugsunum Poirots — benti honum, meðal annars á, að raunar væri þetta allt í bezta lagi, þegar öllu væri á botninn hvolft, og sem betur fór, hefði ekki orðið neitt slys. „Ég er hræddur, Hastings, — ég er hrædd- ur ..." Og hann sagði þetta þannig, að seinast hafði honum tekist, að gera mig skelkaðan líka. Allt í einu þreif hann i handlegginn á mér og sagði: „Hlustaðu nú á mig. Ég fer alveg villur vegar. 7 Ég hefi tekið algjörlega ranga stefnu þegar i upphafi." „Þú átt við, að það séu ekki peningamir." „Nei, nei! Ég hefi rétt fyrir mér, hvað þeim við- víkur. Sei, sei, já! Það er ákaflega einfalt mál. En það er annar hnútur á spottanum. Já, það er annar hnútur, sem ég verð að leysa.“ Og allt í einu sótti svo að honum enn sam- vizkubitið og æsingin: „Vesalings stúlkan! Bannaði ég henni þetta ekki? Sagði ég ekki við hana: „Þér skuluð forð- ast að snerta nokkuð,. sem yður er sent utan úr bæ?" Og hún óhlýðnaðist mér — mér, Hercule Poirot. Nægir henni nú ekki, að lenda fjórum sinnum í lífshættu. Á hún eftir að verða fyrir fimmtu árásinni? En hún virðist vera ósigrandi!" Loks var kominn tími til, að við snérum við. Eftir skamma bið var okkur vísað upp á loft. Nick sat uppi í rúmi sínu. Sjáöldrin í augun- um á henni voru óeðlilega þanin. 'Hún virtizt vera ærið óvær og hendurnar voru á sífeldu iði. „Þeir hafa gert eina tilraunina enn,“ sagði hún. Það var auðséð á Poirot, að hann komst í talsverða geðshræringu, þegar hann sá hana. Hann ræskti Sig og tók í hönd hennar. „Kæra, kæra ungfrú!" „Mig hefði gilt það einu," sagði hún þrjósku- lega, „þó að þeir hefði gert út af við mig í þetta sinn. Ég er orðin þreytt á þessu öllu, — alveg uppgefin!" „Veslings litla stúlka!" „En eitthvað er það þó í mér, sem þvertekur fyrir það, að láta þá snúa á mig.“ „Þetta líkar mér að heyra, •— þetta er hug- prýði — þér verðið að vera hugprúð allt til enda, ungfrú!" „Þetta gkmla hjúkrunarhæli yðar, reynist þá ekki öruggara en þetta, þegar til kom,“ varð Nick að orði. „Ef þér hefðuð hlýtt skipunum minum, ung- frú —“ Hún leit á hann, eins og henni kæmi þetta eitthvað ókunnuglega fyrir. „Ég hefi gert það?“ „Lagði ég ekki svo fyrir, að þér neyttuö einskis þess, sem yður væri sent utan úr bæ?“ „Ég hefi ekki heldur gert það.“ „En hvað þá um þetta sælgæti?" „Nú, — það var ekkert grunsamlegt, þar sem það kom frá yður sjálfum." MAGGI OG RAGGI. 1. Raggi: Ég heyri sagt að þú standir kófsveittur alla daga, Maggi, við að reita arfa úr garðinum. 2. Maggi: Já, það hefi ég líka gert. 3. Maggi: En fyrst ég er nú setztur niður á annað borð, þá reyni ég að taka það rólega. 4. Maggi: Ég ætla sem sagt að bíða héma þangað til arf- inn er orðinn vaxinn aftur.!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.