Vikan


Vikan - 02.12.1943, Side 7

Vikan - 02.12.1943, Side 7
VIKAN, nr. 48, 1943 7 2. desember Framhald af bls. 4. eruð góður. En .... voruð þér ekki með einhverri stúlku á ballinu?“ „Aðeins yður,“ hvíslaði hann. Einhver titrandi eftirvænting greip hug hans. Þetta var dásamlegt ball. En hann fann allt í einu, að hann var orðinn þreytt- ur. Hann átti erfitt með andardrátt og ekki laust við að hann svimaði ofurlítið. „Eigum við ekki að hætta?“ spurði hann. „Jú. Það er hvort sem er ekki hægt að dansa fyrir þrengslum," svaraði hún. Helgi náði í fötin þeirra. „Við náum okkur í bíl,“ sagði hann. „Nei. Það er skemmtilegra að ganga. Veðrið er svo gott. Ég á heima vestur í Tjamargötu. Það er svo gaman að ganga meðfram tjörninni. Við skulum fara yfir brúna.“ Þau lögðu af stað. Og — — nú kom það hræðilegasta. Honum var ómögulegt að muna, hvað hann hafði sagt við stúlkuna á heimleiðinni. Eitthvað rámaði hann í það að hafa kysst hana á Tjarnarbrúnni, en ekki var hann þó alveg viss um það. En hann hafði áreiðanlega kallað haiia „yndislegustu kvenveru jarðarinnar“. Það mundi hann. Og hvernig hafði þá fram- haldið verið? Það var ekki gott að segja um það. Þegar þau komu heim að húsi frænda hennar, vildi hann fyrir engan mun skilja við hana. Hann minntist að hafa komið inn í rúmgóða forstofu og þar hafði hann tal- að ein ósköp, sem honum var ómögulegt að muna. Að lokum varð stúlkan næstum því að ýta honum öfugum út úr dyrunum. En---------hún kyssti hann samt að skilnaði. Og hafði hún ekki eithvað verið að minnast á endurfundi? Hann gat ekki fyrirgefið sjálfum sér glannaháttinn. Hefði þarna verið um veraldarvana heims- konu að ræða. En þetta saklausa sveita- barn. Ef til vill hafði hann vakið þær til- finningar, sem erfitt mundi reynast að kæfa án varanlegra menja. Hann blygðaðist sín af hjarta, en--- þó var eins og eitthvað kitlaði karlmann- legt stolt hans. Ösjálfrátt varð honum litið til spegilsins yfir snyrtiborði konu sinnar. Hann snaraðist fram úr rúminu og gekk að speglinum. Jú, hárið var dálítið úfið og andlitið nokkuð þrútið og ábúðarmikið, en -----heildarsvipurinn var nú samt karl- mannlegur. Hann blístraði hátt og hvellt, gekk að þvottaskálinni, greip tannglasið sitt af hillunni, lét svalt vatnið streyma í það og drakk. Hann drakk 4 glös. Síðan fyllti hann þvottaskálina og dýfði höfðinu ofan í hana. Eftir svo sem 3 dýfur leið honum sæmilega vel. Hann klæddist í skyndi. Prammi í eldhúsinu fékk hann sér einn bolla af köldu kaffi. Það setti að honum hroll. Hann flýtti sér fram í forstofuna og fór í frakkann og snaraðist út.------- Borstofuklukkan sló 10. Það var komið kvöld. Veður var kalt og hráslagalegt. Helgi Helgason þrammaði suður Þing- holtsstræti. Þetta var aumi dagurinn. Frá því klukkan 10 um morguninn hafði hann gengið um og safnað skýrslum um íbúa þessa hverfis. Til allrar hamingju var þessu senn lokið. Hann átti aðeins eftir eitt hús, lítið einbýlishús, syðst í Þing- holtunum. Vonandi að fólkið væri heima. Hann gekk hratt heim að húsinu, skálm- aði upp tröppurnar og hringdi dyrabjöll- unni. Enginn kom til dyra. Hann hringdi aftur, lengi. Það brá fyrir ljósi og hurð- in var skyndilega opnuð. „Gott kvöld. Ég . . .“ Helgi lauk ekki setningunni. Það gat ekki verið . . . og þó, jú, þetta var Eygló------Eygló Árnadótt- ir, klædd ísaumuðum slopp með ilskó á fótunum. Hann varð orðlaus af undrun — —- og skelfingu. Stúlkunni brá eigi hið minnsta. „Gott kvöld,“ sagði hún. „Eruð þér frá manntalsskrifstofunni ?“ Þér! Þau höfðu þúast á leiðinni heim kvöldið áður. Gat það verið, að hún þekkti hann ekki aftur? Hann leit á hana. Hún stóð þarna, róleg, jafnvel ofurlítið kæruleysisleg og endurtók nú spurningu sína. Áður en Helgi fékk ráðrúm til að átta sig frekar, kom hávaximi; ungur maður í ljós að baki stúlkunnar. „Hvað er þetta, elskan mín. Ætlarðu ekki að bjóða manninum inn? Gerið þér svo vel og snarið yður inn í hvelli. Þér eruð með manntalsskýrsluna, er það ekki? Það er ekki lengi verið að afgreiða okkur hérna. Við búum aðeins tvö í húsinu, kon- an mín og ég. Ég heiti Ölafur Snorrason og er stýrimaður, en hún heitir Kristjana og er Jónsdóttir. Maðurinn lét dæluna ganga. Hann var auðsjáanlega hreifur af víni. Helga var vísað inn í rúmgóða, hlýja dagstofu. Hjónin fylgdu á eftir. Hann var allur í uppnámi. Að hugsa sér annað eins. En sú dæmalausa ósvífni. Eða þá nafnið -----Kristjana--------Sjana---------. Hann var bæði sár og reiður, svona var þetta kvenfólk. Ekkert nema svik og prettir. Sú ætti fyrir því að fá á baukinn. Réttast væri að segja manninum hennar frá öllu sam- an. „Gerið þér svo vel og fáið yður sæti.“ Ólafur ýtti til hans þægilegum hæginda- stól. „Einhverjar fleiri upplýsingar þurfið þér sjálfsagt að fá. Konan mín er 28 ára. Já, það þýðir ekki að bera á móti því, góða mín, þegar manntalið er á ferðinni,“ bætti hann við og leit glettnislega til konunnar, sem hafði fengið sér sæti í sófanum and- spænis Helga. „Sjálfur er ég 29. Alveg eins og það á að vera, karl minn. Konan árinu yngri.“ Helgi tók skýrslueyðublað upp úr skjalatösku sinni og ritaði á það nöfn hús- ráðenda, fæðingardag og ár. „Má annars ekki bjóða yður einn lít- inn?“ Án þess að bíða eftir svari sótti Ölafur 2 glös og vínflösku. Hann hellti glösin barmafull. Skál! Helga langaði alls ekki í vín, en drakk þó. Já, vónt var það. Hann fekk ógleði og átti fullt í fangi með að kingja sop- anum. „Gerið þér svo vel, hérna eru vindlar, ágætis tegund, tollfríir.“ „Nei þakka yður fyrir, ég reyki aldrei.“ Þetta var raunar ekki satt, því Helga þótti gott að reykja, einkum þó vindla. En núna langaði hann einhvemveginn ekki til að reykja. „Jæja, ég fæ mér þá einn sjálfur,“ sagði Ölafur, dró fram stól, settist í hann, Framh. á bls. 13. Orustuskipið Californía, eins og það leit út eftir að Japanir höfðu gert árás á það.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.