Vikan


Vikan - 15.06.1944, Blaðsíða 5

Vikan - 15.06.1944, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 23—24, 1944 5 Endurreisn lýdveldis á íslandi I vor sjáum við rætast vonir allra íslenzkra kynslóða í 682 ár. Við lifum það, að endurheimta þá eign, sem þjóðin glataði árið 1262. Aldrei munu íslendingar hafa gengið jafn einhuga að neinni samþykkt eða atkvæðagreiðslu cg nú í maímánuði að atkvæðagreiðslunni um alger sambandsslit við Dani og stofnun lýðveldis. Samstilltur, sterkur þjóðar- vilji hefir ákvarðað 17. júní 1944 sem þann dag, er ætíð skuli hafður í minni sem dagur mikilla tímamóta í fslands- sögu. Hver íslendingur, scm lagt hefir sitt lið til þess að lýðveldið yrði stofnað á þessu ári, elur þá von í brjósti, að ártalið 1944 verði það ártal, sem óbornar kynslóðir þessa lands sjái sér metnað í að muna, það verði ártalið, sem íslenzk börn á ókcmnum öldum verði fúsust að læra og hreykin af að geta nefnt sem hamingjuár fyrir land og lýð. Hve margur Islendingur, sem nú hvílir undir grscnni torfu, hefði þráð að mega standa í sporum okkar, sem sjáum þessi tíðindi ger- ast og höfum átt kost á því, að leggja því hver sitt litla lið, að landið hlyti aftur sltt forna frelsi? Það, sem glataðist á þrettándu öld. Á grafarbarmi þjóðveldisins forna bregður Þórði Andréssyni fyrir. Hcn- um sortnar fyrir augum, er hann horfir fram á yfirdrottnun Hákonar gamla og Gissurar jarls. Þá hrökti Þórður hestlnn undir sér og kvað dans þenna við raust: „Mínar eru sorgir þungar sem blý.“ Það viðkvæði varð spádómsorð. Það var líkast því, að feigur Odda- verjinn, sem söng það, yrði á bana- dægri sínu ófreskur á allt það, sem þjóð hans átti í vændum í langar aldir ófrelsis og ánauðar. Og sorgir íslendinga í 603 ár urðu sorgir hans og þeim þyrmdi yfir hann öllum í einu, þungum sem blý. En því mun hafa farið fjarri, að öllum Islendingum segði jafn þungt hugur og Þórði um afleiðingar þess, að Hákoni gamla var svarin hollusta. AI- þýða manna og eflaust margir meðal for- ystumanna höfðu fengið sig fullsadda á styrjöldum Sturlungaaldar. Margur bar ógróin sár og ævilöng örkuml eftir þann heljardans. Þrá eftir friði, hvað sem hann kostaði, var orðin svo sterk, að gegn henni varð ekki spyrnt. Og í friðarþrá fólksins fundu flugumenn konungs, lærðir og leik- ir, hljómgrunn fyrir kenningar sínar um yfirburði sterkrar konungsstiórnar yfir reikult og sundurþykkt ribbaldaveldi óeir- inna höfðingja. „Item, að konungur láti oss ná íslenzkum lögum og friði, eftir því sem lögbók vottar, og hann hefir boðað í sínum bréfum“, hef- <{£vuit ir vafalaust verið það ákvæði Gamla sátt- mála, cem mestu máli skipti fyrir margan, og hugsuðu þeir gott eitt til verndarinnar, scm konungur myndi velta þeim. I tilefni af lögleiðingu Jóncbókar á al- þingi 1281 verða átök, cem gefa glögga innsýn í tvö gerólík viðhorf til þess sam- bands, sem hér hafði verið stofnað til milli þjóðar og konungs. Islendingar vita ekki betur en að lög- gjafarvald ríkicins só í höndum alþingis. Þeir skcða lögbók þeirra Magnúsar kon- ungs lagab~tis og Jóns lögmanns Einars- sonar sem ems konar frumvarp til laga, sem þingið geti fellt eða samþykkt lið fyrir lið. Það var alíslcnzk skoðun, arfur þess „þingræðisrikis", sem staðið hafði hór á landi síðan 930 — í nær hálfa 4. öld. — En þá reis upp fulltrúi konungs, Loðinn leppur og kvað það firnum sæta, „að bú- karlar gerðu sig svo digra, að þeir hugðu að skipa lögum í landi, þar sem konungur ætti einn að ráða.“ Fljctt á litið virðist þessi rosti Loðins aðeins venjulegur gorgeir hreykinnar konungsundir- tyllu. En í raun og veru er Loðinn leppur að lýsa þeirri skoðun, sem þá er ríkjandi, ekki aðeins í Noregi, held- ur í öllum öðrum löndum álfunnar, sem um er vitað á þeim tíma. Að þing bænda skipaði lögum í landi, þekktist þá hvergi, og gat Loðinn leppur manna bect drmt um slíkt, svo víð- förull sem hann var og kunnugur landssiðum, ekki aðeins í Evrópu- löndum heldur einnig í Vectur-Acíu, því að hann er talinn hafa farið allt til Babýlonar. Bændur voru þá í öll- um löndum áhrifalaus og undirokuð stótt. Borgarar, einkum á Italíu, höfðu að vísu gert mvndarlegar til- raun:r til að ráða sjálfir málum sín- um. Báðar deildir cnska þingsins eru fæddar, en vald þeirra er aðallega fjárve'tingavald. Víðact hvar er landcctiórn öll og löggjöf í höndum emva’ds Icnsaðals. En nú eru kon- ungar tebnir að færa sig upp á skaft- ið með að draga völd úr höndum lóns- aðalsins. Og eitt af tiknum tímanna er það, að hver konungurinn af öðr- um gerist lagabætir í landi sínu. Magnús konungur Hákonarson var s'ður en svo nokkurt eins dæmi í þeim ; efnum. Valdemar sigursrli Danakonungur (t 1241) hafði síðustu ár ævi sinnar feng- iat við lagacöfnun og lagasmíð. Józk lög, sem við hann eru kennd, hélduct fram á 17. öld. Nokkru eftir miðja 13. öld hafði Birgir jarl (f 1266) sett Svíum lög, sem ætlað var að reisa skorður við ofbeldi og misrétti þessara róctugjörnu tíma. Loðvík helgi Frakkakonungur, sem sat að ríkjum 1226—1270, var svo vakinn og sofinn við umbætur á lögum og réttarfari lands síns, að höfðingjar ýmissa annarra ríkja báðu hann úrskurðar í deilumálum sínum. Friðrik 2., Þýzkalandskeisari (1215 —1250), sem var einnig konungur Suður- Italíu og Sikileyjar, lét sér mjög annt um lagasetningu og umbætur stjórnarfars.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.