Vikan - 15.06.1944, Side 6
6
VIKAN, nr. 23—24, 1944
Hann stofnaði háskóla í Neapel, sem
skyldi veita embættismannaefnum lög-
fræðilega menntun. Lagabætur hans kom-
ust að vísu aðeins í framkvæmd á Italíu,
því að vald hans á Þýzkalandi var lengst-
um mjög veikt. Lénshöfðingjar þar norður
frá fóru sínu fram, hver í sínu ríki. Og
bxði í hópi þeirra og stjórnenda ýmissa
frjálsra ríkisborga má benda á valdhafa,
sem komu á lagabótum, hver innan síns
yfirráðasvæðis, enda þótt upplausn ríkis-
heildarinnar á árunum 1254—1273 áynni
því tímabili nafnið „Óstjórnartímarnir
miklu“. Viðleitni Rúdolfs 1. af Habsborg,
(sem; kjörinn var Þýzkalandskonungur í
lok þess tímabils og ríkti til 1290), í þá
átt að fá lögum komið yfir ránsmenn og
ribbalda af riddarastétt og efldan frið og
reglu í ríkinu, gæti talizt hliðstæða þess
lagabótastarfs, sem konungar í öðrum
löndum gengust þá fyrir.
Þá fór England ekki heldur
varhluta af lagabótastefnu þess-
ara tíma. Játvarður 1. (1272—
1307) hefir stundum verið nefnd-
ur „Jústinianus Englands", eftir
Jústinianusi keisara í Miklagarði
(527—568), sem lét lögfræðinga
sína gera lagasafn það hið mikla,
sem oftast er nefnt Rómarréttur,
eða þá kennt við keisarann sjálf-
an („Corpus juris Justiniani“).
Játvarður konungur 1. kom
fastri skipan á kviðdóma og fól
þeim niðurjöfnun skatta. En þar
sem rík einveldisstefna setti mark
sitt á lagasetningu annarra þjóðhöfðingja
þessa tímabils, tekur Játvarður 1. tillit til
þeirrar þróunar stjórnarfyrirkomulagsins,
sem átt hafði sér stað á Englandi fyrr á
Öldinni, þ. e. stofnunar „efri málsstofu“
þings með „Frelsisskránni miklu“ 1215 og
„neðri málsstofu“ að ráði Simonar af Mont-
Lort 1265. Hann lofaði því árið 1297 að leggja
ekki nýja skatta á þegnana nema með sam-
þykki þingsins. En til samanburðar við al-
þingi Islendinga er skylt að geta þess, að
enska þingið hafði enn mjög óákveðið
valdsvið, og gat engan veginn talizt lög-
gjafarþing. Aðeins aðall, klerkar og efn-
aðri borgarar áttu þar fulltrúa. „Búkarl-
ar“, eins og Loðinn leppur komst að orði
um bændur, áttu þar engan íhlutunarrétt.
Suður á Pyreneaskaga ríkti Alfons 10.,
nefndur „hinn vitri“ 1252—1284 yfir Leon
og Kastilíu. Hann gerðist mikill löggjafi í
ríkjum sínum. Cg má gera ráð fyrir því,
að menn við hirð Noregskonungs hafi haft
glöggar spurnir af stjórnarferli hans, því
að bróðir hans var kvæntur Kristínu syst-
ur Magnúsar lagabætis.
Og árið áður en Loðinn leppur heiðraði
Islendinga með heimsókn sinni, hafði yfir-
stjórn víðlendasta og fólksflesta ríkjasam-
bands á hnettinum komizt í hendur Mon-
góladrottnaranum Kúblai-khan, er þá gerð-
ist keisari Kínaveldis. Hann ríkti til ársins
1234, og er ein af merkustu stjórnarat-
höfnum hans sú, að gangast fyrir söfnun
kínverskra laga í eina mikla lögbók. Þessi
voldugasti þjóðhöfðingi jarðarinnar var
engan veginn ófróður um það, sem var efst
á baugi í Evrópu á þeim tímum, enda
þótt hann og ríki hans væru að mestu
austan við sjóndeildarhring evrópskrar
þekkingar. Hann kynntist ýmsum Evrópu-
mönnum eins og t. d. ítalanum Marcó
Póló, sem dvaldist 17 ár í þjónustu hans.
Er því engin fjarstæða, að geta sér þess
til, að áhugi hans fyrir lagasöfnun og við-
leitni í þá átt að koma á einum lögum í
öllu ríkinu eigi rót sína að rekja til þeirrar
lagabótastefnu, sem sýnt hefir verið með
ofangreindum dæmum, að var eitt megin-
einkenni vestrænnar konungs- og keisara-
hugsjónar allan síðari helming 13. aldar.
Samsteypa fernra laga í Noregi í eina
samræmda heild og samning Járnsíðu og
Jónsbókar handa Islendingum, sem aflaði
Magnúsi konungi Hákonarsyni (1263—
1280) auknefnisins „lagabætir“, er í fullu
samræmi við þá konungshugsjón. Víðast
hvar markaði þessi stefna spor í framfara-
átt. Frumkvæði konunganna að sköpun
lögbundinna réttarríkja í stað þess öryggis-
leysis, sundrungar og ofbeldis, sem fylgt
hafði lénsmannavaldinu þar sem „vopnin
sögðu mönnum lög“, boðaði nýja og betri
öld á ýmsum sviðum og hjá flestum
þjóðum.
Eitt land er þó hrein undantekning í
þessu efni. í einu landi hafði ævaforn
germönsk þingríkishugmynd öðlazt það
form og þá framkvæmd fyrir atbeina
spökustu manna, sem varð grundvöllur
réttarríkis án þjóðhöfðingja. Þar hafði
risið löggjafarþing, þar sem landslýður
allur átti sína fulltrúa, þótt þeir hlytu þar
sæti með öðrum hætti en nú tíðkast. Og á
því þingi höfðu verið samþykkt lög, til
tryggingar „frelsi, jafnrétti og bræðra-
lagi“, 800—900 árum áður en lýðræðis-
stefna Evrópu og Norður-Ameríku lctraði
þau orð á skjaldarmerki sitt. Aðeins í
þessu ríki „gerðu búkarlar sig svo digra
að hyggjast ráða lögum í landi.“ Aðeins í
þessu ríki boðaði frumkvæði konungsvalds-
ins um lagasmíð og lagasetningu afturför,
þröngvun þjóðar niður á lægra. pólitískt
menningarstig en hún hafði áður staðið á.
Loðni lcppi var vorkunn, þótt hann vissi
það ekki né skildi, að með niðurskurði við-
ræðna um Jónsbók á alþingi 1231, traðkaði
hann undir fótum fagran frumgróða þjóð-
félagsskipunar, sem þjóðir í öllum álfum
heims myndu taka upp í breyttú formi,
þegar aldir liðu fram. Og „búkarlar“ þeir,
sem mæltu gegn honum, vissu það raunar
ekki heldur.
Vitrir menn hafa sagt, að sagan sé einna
líkust vandlátu skáldi, sem gerir uppkast
og varpar því síðan í bréfakörfuna, og
gerir aftur uppkast, og aftur og aftur,
sem öll fara sömu leið, unz það ljóð, er
fullskapað, sem verður höfundi sínum til
sóma og lesendum andleg nautn.
1 borgríkjum Hellena og Rómverja í
fornöld gerði sagan uppkast að lýðræðis-
legu stjórnarformi, sem hún ónýtti síðan.
Á miðöldum samdi hún annað uppkast á.
íslandi, sem einnig var stungið undir stól.
Hvað verða mun um þau stjórnarform í
þessum anda, sem síðar eru fram komin
og þróazt hafa með öðrum þjóðum og
borizt hingað frá þeim, veit hún
ein. En samtímis því, að við end-
urheimtum það frelsi, sem við
glötuðum á síðara hluta 13. ald-
ar, vaknar sú spurning hjá mörg-
um, hvort það lýðveldi eða þjóð-
veldi á Islandi, sem glataðist
1262, hafi í raun og veru lent í
bréfakörfu sögunnar, hvort eitt-
hvað af anda þess og jafnvel
formi, sem féll fyrir ofurmagni
tíðarandans á síðari hluta 13.
aldar, myndi ekki tímabært á 20.
öld.
Um það skal ekkert fullyrt,
en ættúm við ekki samt vegna
samhengis í sögu landsins, að nefna þann
viðburð, sem tengdur verður árinu 1944 —
„endurreisn lýðveldls (eða þjóðveldis) á
ís!andi“ fremur en „stofnun lýðveldis” á
Islandi ?
Nýtt á gömlum grunni.
Þegar Norðmenn skildu við Svía 1905
og tóku sér fyrir konung Carl prins, son
Friðriks 8. Danakonungs af Gliicksborg-
arætt, gáfu þeir honum nýtt nafn. Þeir
nefndu hann Hákon 7. En hvers vegna?
Var ekki Karl fullboðlegt konungsnafn?
Vissulega. Það nafn höfðu ágætir þjóð-
höfðingjar í ýmsum löndum borið. Sjálf-
ir höfðu Norðmcnn lctið fjórum konung-
um með því nafni samtímis Svíum. Þeir
höfðu nefnt Karl Knútsson, sem taldist
Noregskonungur árlangt 1449, Karl 1., og
Karl 13. Svíakonung, sem Noregur laut á
árunum 1814—18, nefndu þeir Karl 2. Þá
var Karl Jóhann (1818—44) eiginlega
Karl 3., þótt hann væri víst sjaldan nefnd-
ur með raðtölunni, því Karl 15. Svíakon-
ungur (1853—1872) hét sem Noregskon-
ungur Karl 4.
Ekkert virtist því eðlilegra en það, að
Carl prins af Gliicksborgarætt, yrði þá
nefndur Karl 5.
En Norðmenn höfðu þá annað í huga.
Sfðasti konungur þeirra, áður en Noregur
(ásamt Islandi, Grænlandi, Færeyjum,'
Orkneyjum og Shetlandaeyjum) lenti und-
ir Danakonung, var Hákon 6. (d. 1380).,
Hátiðasalur Menntaskólans i Heykjavik. 1 þessum sal voru haldin öll
þing, sem Jón Sigurðsson sat. — Hátíðasalurinn var þingsalur frá
byggingu skólans og endurreisn Alþingis 1845—46 og þar til Alþingis-
húsið var reist 1881.
V