Vikan


Vikan - 15.06.1944, Síða 7

Vikan - 15.06.1944, Síða 7
VIKAN, nr. 23—24, 1944 7 Og nú (1905) var Noregur að endurheimta sitt forna algera sjálfstæði. Til þess að und- irstrika þá staðreynd í þjóðarsögu sinni, að þarna væri endurreist hið forna norska konungsríki gáfu Norðmenn hinum nýja konungi sínum nafn síðasta konungsins yfir sjálfstæðum Noregi og tölusettu hann næstan á eftir honum í röðinni — því hlaut hann nafnið Hákon 7. Auðvitað skuldbatt sú sögulega málvenja, sem með þessu var ákveðin, Norðmenn á engan hátt til að taka upp það stjórnarfyrirkomulag, sem verið hafði þar í landi á dögum Hákonar 6. Á grundvelli þeirrar frjálsu stjórn- arskipunar, sem þeir höfðu samþykkt á Eiðsvelli 17. maí 1814, reistu þeir þingræðisriki í sniðum 20. aldar. Á sama hátt gætum við íslending- ar ákveðið þá málvenju í íslandssögu, að tala um endurreisn lýðveldis á Is- landi 1944 án þess að lögð sé í það sú merking, að hér skuli horfið að end- urreisn fornra stjórnarforma eins og goðorðaskipunar og lögsögumanns- embættis, lögréttu, f jórðungsdóma og fimmtardóms. Liðinn tíma fær eng- inn kallað aftur til þess að lifa hann upp að nýju, en með þeirri reynslu, sem hann skilur eftir, er bezt búið í haginn fyrir ókomin ár. Þess vegna má margt læra af sögu hins forna þjóðveldis á íslandi, sem orðið getur lýðveldi voru í dag til eflingar, og það án þess, að apað sé upp eitthvað af ytri einkennum þjóðveldisins forna, sem ef til vill voru búin að lifa sitt fegursta löngu áður en það leið undir lok. Hvaða ár lióí'st samband Islands og Danmerlmr? Menn muna vel ártalið 1262. En þegar spurt er, hvaða ár ísland lenti undir Danakonung, koma vöflur á marga. Og sennilegt er, að þau hús- bændaskipti hafi vakið álíka litla at- hygli almennings hér á landi, þegar þau urðu, og þau vekja enn í dag hjá þeim skólanemendum, sem eru sögu- menn um og neðan við mcðallag. En hvort tveggja er nokkurt vorkunnarmál. Fyrst er þess að geta, að með konung- dómi Magnúsar smeks 1319 tekur fjar- lægðin milli konungs og Islendinga að auk- ast. Fyrst veldur því bernzka konungs og síðan sú ráðstöfun hans sjálfs eða ráðgjafa hans að selja landið á leigu. Meðan svo var ástatt, skipti það minnstu máli fyrir ís- lendinga, hvað konungurinn hét, hvar hann sat, eða yfir hve mörgum löndum hann ríkti. Hitt varð meira um vert, hvernig skattlandsstjórnin fór þcim mönnum úr hendi, sem konungur fól hana. Brá mjö" til beggja vona í því efni. Bæði í stjórnar- tíð Magnúsar smeks og sonar hans o" sonarsonar, sem ríktu stutta hríð hvor fram af öðrum. Viðnámsþrótt Islendm"" á þeim tímum má marka af því, að ho”- drápu hreinlega tvo hirðstjóra konung^ þá Smið Andrésson (1362) og Eirík Guð- mundsson (1388). En íslendingum nútímans er að því leyti vorkunn, þótt þeir eigi ýmsir örðugt með að muna, hvaða ár landið komst undir Danakonung, að um það fer tvennum eða jafnvel þrennum sögum í námsbókum og annars staðar, þar sem á þetta er minnzt, eða það sem er enn verra: Ýmsir, sem þurfa í ræðu eða riti að nefna þetta ár, en hafa veður af einhverri óvissu í sam- bandi við það, krækja fyrir það með óákveðnu orðalagi. Nú þegar við höfum endanlega slitið sambandinu við Dani, er ekkert eðlilegra en það, að mörgum þyki viðkunnanlegra að vita, hvenær og með hverjum háttum þetta samband hófst. En til þess liggur sú saga, að 1340—1375 ríkti í Banmörku valinkunnur sæmdarkonungur Valdemar, sem vanalega var nefndur „atterdag“. I-Iann átti dóttur, sem hét Margrét. Var hún 6 ára að aldri föstnuð Hákoni syni Magnúsar smeks Noregskonungs, sem fyrr var nefndur. Eftir f jögurra ára setu í fest- um, giftist hún Hálconi, en hann var þá 23 ára. Árið 1370 fæddist þeim sonur Þau nefndu hann Ólaf. Árið 1374 dó Magnús smek. Hákon varð þá konungur í Noregi, nefndur Hákon 6. En ári síðar dó Valdemar atterdag Dana- konungur. Fékk Margrét drottning því þá framgengt, að stórmenni Daxunerkur kusu Ólaf son þeirra Hákonar, 5 vetra gamlan til konungs. En sá var munur á stjómar- skipun þéssara landa, að Noregur var erfðaríki en Danmörk kjörríki. En árið 1380 varð snöggt um Hákon 6. Hinn tíu ára gamli sonur hans, sem nú hafði borið konungsnafn í Danmörku á 5. ár, erfði nú Noreg. Var hann 5. konungur í Noregi, með nafninu Ólafur, en er oftast kenndur við föður sinn að fornum, norræn- um sið og nefndur Ólafur Hákonarson. Ásamt Noregi erfði liann ísland, Græn- land og eyjarnar sem áður voru nefndar. En barnkóngi þessum var ekki langra lífdaga auðið. Hinn 3. dag ágústmánaðar árið 1387 lézt hann voveiflega aðeins 17 ára að aldri. Þau 12 ár, sem Ólafur hafði talizt Danakonungur og 7 ár, sem hanm hafði borið Noregskonungsnafn, var þess ekki að vænta af honum fyrir æsku sakir, að hann gegndi konungs- embætti. Móðir hans hafði þá í raun- inni ráðið ríkjum. Hún var því eng- inn viðvaningur í þeim efnum, er sonur hennar féll frá og hún erfði Noregsríki eftir hann og gegndi jafn- framt embætti Banakonungs til bráðabirgða, þar til öðruvísi kynni að skipast með konungskjör. En nú er mál til komið að spyrja: Hvaða ár lentu þá Noregur og Island eiginlega undir Danakonung? Eða ef til vill verður það mál ljósara, sé spurt: Hver var fyrsti Danakonung- ur, sem réð yfir Noregi og íslandi? Þyí verður naumast svarað á annan veg en þann, að það hafi verið Ólaf- ur Hákonarson, þar sem hann var búinn að vera rétt kjörinn Danakon-' ungur í 5 ár, þegar hann erfði Nor- egsríki (með íslandi) eftir föður sinn. Sé þannig á málið litið, hefir sam- band Islands og Danmerkur hafizt árið 1380. En hér kemur fleira til athugun- ar. Það mætti eins vel spyrja: Hver var síðasti Noregskonungur, sem ríkti yfir Islandi? 1 samræmi við það, sem að ofan greinir, hefir það ver- ið Hákon 6. En var ekki Ólafur Hákonarson réttborinn til ríkiserfða í Noregi og meðfylgjandi skattlöndum? Því verður ekki neitað. Hann er „Skud av Haraldstammen", kvistur af ættstofni Haralds hárfagra, — en síðasti kvistur- inn. — Blóð þeirrar ættar, sem Snorri Sturluson rakti til Óðins, rennur í ungum æðum hans. En var hið goðkynjaða blóð tekið að þreytast á að renna í konungs- æðum, — ættin úrkynjuð? — Svo bráð- kvaddir urðu þeir feðgarnir, Hákon fer- tugur, Ólafur seytján ára. Sé sameining Danmerkur og Noregsríkis miðuð við það, að ólaf Hákonarson beri að telja síðasta Noregskonung yfir Islandi, verður að telja, að samband Danmerkur og íslands hef jist árið 1387 og það á dán- \ Ilannes Ilafstein. Fœddur 4. desember 1861 á Möðruvöllum i Hörgárdal. For- eldiar voru: Pétur Havsteen amtmaður og kona hans, Krist- jana Gunnarsdóttir. Varð stúdent í Reykjavik 1880, cand. jur. í Kaupmannahöfn 1886. Ráðherra 31. jan. 1904 til 31. marz 1909. Fyrsti ráðherrann eftir að stjórnin var flutt inn í landið. D. 13. desember 1922 í Reykjavik. Þingmaður Isfirð- inga 1901; þm. Eyfirðinga 1903—1915. Landskjörinn frá 1916 til 1922, en sat ekki á þingi eftir 1918,

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.