Vikan - 15.06.1944, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 23—24, 1944
9
asar „góða landhreinsun". En þetta orða-
samband, þótt ekki sé stórort, lifir jafn
lengi og íslenzk tunga verður töluð, og
minnir á tilefni sitt, — og það er voða-
legt að verða fyrir slíku. Þannig má benda
á dæmi þess, að íslendingar kæmu fram
hefndum gegn þeim fulltrúum danska
valdsins, sem verst léku þá, og hvað sem
annars er um hefndir að segja frá sið-
fræðilegu sjónarmiði, þá geta menn ekki
neitað því, að einhver þægileg eftirvitund
þess, að þeir hafi fengið makleg málagjöld,
geymist með þjóðinni eins og greiddur og
kvittaður reikningur.
Skammdegi og vor.
Stundum ber svo undarlega við, að ár-
töl sögunnar falla í stuðla. Það er líkast
því, að einhver kíminn, duttlungafullur
andi, sem hefir það hlutverk að ákveða
atburðunum tíma, sé á gamansaman hátt
að vekja á því athygli, að það sé hann en
ekki tilviljunin tóm, sem ræður viðburð-
anna rás.
Hvers vegna gat erfðahyllingin í Kópa-
vogi ekki verið árið 1661' eða 1663 ? Hvers
vegna þurfti hún endilega að vera 1662,
einmitt á árinu, sem Gamli sáttmáli var
400 ára?
En það er önnur hrynjandi í ártalaröð
íslandssögu, sem vekur geðfelldari hugs-
un hjá þeim Islendingum, sem veita henni
athygli, en sú hrynjandi segir til sín í ár-
tölunum 1711 og 1811.
Árið 1711 fæddist Skúli Magnússon, en
hitt ætti að vera óþarft að taka hér fram,
þar sem naumast nokkur blaðlæs íslend-
ingur getur kinnroðalaust játað, að hann
viti það ekki, að þá fæddist Jón Sigurðs-
son.
Og mánaðardagarnir, sem urðu fæð-
ingardagar þeirra, eru einnig valdir, ef ekki
af skemmtilegri hendingu, þá af sömu
skáldlegu glettninni og virðist standa á
bak við fæðingarár þeirra.
Skúli er fæddur 12. desember, 9 dögum
fyrir vetrarsólhvörf, — í svártasta
skammdeginu, í Keldunesi norður við op-
inn Axarfjörð.
Og það var sannarlega í svartasta
skammdegi einokunarf jötranna, sem þjóð-
in lifði, þegar þessi norðurþíngeyska
hamhleypa óð inn á sjónarsvið sögunnar.
I vitund kveifarlegs eftirtíma stendur
hann í baráttu sinni klökugur upp á haus
eins og beitarhúsamaður í norðlenzkri
skammdegisstórhríð, einn af þeim, sem
Hannes Hafstein lýsir löngu síðar: ,,Ef
kaldur stormur um karlmann fer og kinn-
ar bítur og reynir fót, þá finnur hann hit-
ann í sjálfum sér og sjálfs sín kraft til að
standa á mót.“
Enginn íslenzkur drengur þarf að bera í
brjósti frá bernsku til fullorðinsára lam-
andi eitur minnimáttarkenndar vegna að-
kasts fyrir óknytti sína í æsku, ef hann
fær nógu snemma að kynnast sögu þessa
pörupilts. Skúli var einn af þeim, sem
„kunni ekki að skammast sín“, — sú geð-
ólga og sú athafnaþrá, sem ollu uppalend-
um hans áhyggjum, lifðu með honum
ókúgaðar fram á fullorðinsár til þess að
glíma þá við gagnleg viðfangsefni, — til
þess að etja kappi gegn ofurefli og ráðast
á garðinn, þar sem hann var hæstur.
Slíkan mann þurfti til þess að leggja
einokunarverzlunina frá 1602 að velli.
Slíkt skammdegisbarn var rétt borið til
að verða nefnt faðir nyrstu höfuðborgar
á hnetti hér. Svo harðskallaðan mann
þurfti til þess að berja höfðinu við stein-
inn. Skála höfðu þeir viðað og tyrft feður
vorir á gullöld, þess vegna stendur hvergi
steinn yfir steini af hýbýlum þeirra né
öðru, sem þeir reistu, hærra úr jörð en
tóftarbrot Hofstaðahofs og Þorgeirsgarð-
ur á Ljósavatni, sokkinn að hálfu í svörð.
En fyrir atbeina desemberdrengsins að
Skúli Thoroddsen.
Fæddur 6. janúar 1859 í Haga á Barðaströnd.
Foreldrar voru: Jón Thoroddsen sýslumaður og-
kona hans, Kristín Þorvaldsdóttir Sivertsen. Varð
stúdent í Reykjavík 1879, cand. jur. i Kaupmanna-
höfn 1884. tJtgefandi og ristj. Þjóðviljans 1887—
1915, D. 21. maí 1916 í Reykjavík. Þingmaður
Eyfirðinga 1891; þm. tsfirðinga 1893—1902; þm.
Norður-lsfirðinga 1903—1915.
norðan voru reist hér hin fyrstu hús úr
höggnu grjóti, eða öðrum efnum, sem ekki
hafa hrunið á hælana á kynslóðinni, sem
reisti þau, — og standa því enn, — kirkja
í Viðey og á Hólum og fleira.
Bjarni Thorarensen orkti að vísu um
annan Viðeyjarbónda en Skúla, — nefni-
lega Magnús Stephensen: —
„Neita má sízt
nítjándu aldar að víst
átjánda öldin var móðir,“
En ef við höldum áfram að virða fyrir
okkur hið ljóðræna samband áranna 1711
og 1811, þá má án alls útúrsnúnings segja,
að afrek og starf mannsins frá árinu 1811,
hefði eflaust orðið annað, ef ekki hefði
lifað áður maðurinn frá 1711. Þótt hraði
hinnar sögulegu framþróunar á 18. og 19.
öld sé orðinn geysilegur miðað við þúsund-
ára Þyrnirósusvefn og algera kyrrstöðu
miðaldanna á mörgum sviðum, — þá lifum
við svo hratt, sem nú erum uppi, að okk-
ur finnst næsta þjóðsögukennt, að sagt
sé, að Jón Sigurðsson, fæddur 100 árum
síðar en Skúli Magnússon, hafi í raun og
veru tekið við, þar sem hans naut ekki
lengur, og fullkomnað hans verk.
En samt er þetta mjög nærri sanni, og
átti þó ísland marga ágæta sonu inni í
milli, sem ódauðlegir eru í minningu þjóð-
arinnar.
En sá gamansami og glettni andi, sem
leikur sér að ártölum og mánaðardögum,
gerði það ekki út í bláinn að gefa Jóni
Sigurðssyni afmælisdaginn 17. júní; en þá
fæddist hann á Eyri við Arnarfjörð, —
Rafnseyri, þar sem spekingurinn og ljúf-
mennið Hrafn Sveinbjarnarson gerði garð-
inn frægan um 1200. Geislar júnísólar
mættu sjónum þessa fráneyga Vestfirð-
ings, þegar hann litaðist um hér í heimi
fyrsta sinni. Það fóru „vorvindar glaðir“
um Vesturlönd á árunum, sem hann var
að búa sig undir ævistarf sitt. Stúdents-
próf tók hann árið, sem frelsisstríði
Grikkja lauk. Smáþjóð í suðausturhorni
Evrópu hafði risið gegn hart nær fjögurra
alda kúgun Tyrkja á tímum, sem aftur-
haldsöfl allra stórvelda álfunnar höfðu
,,heilagt“ og harðsnúið samband með sér
um undirokun allra frelsishreifinga. En
uppreisnina hófu Grikkir af því, að þeir
trúðu á mátt menntunar og víðsýnis í álf-
unni, er myndi, hvað sem það kostaði,
veita þeirri þjóð lið, sem enn geymdi á
vörum sínum í aðaldráttum tungu Hóm-
ersljóða, heimspekirita Aristotelesar og
Nýja testamenntisins.
Svo djúpt stóðu nátttröll afturhaldsins í
blindri þjónustu við bókstafinn frá Wien
1815, að 1823 lá við sjálft, að stórveldi í
Evrópu hlypu til hjálpar við Spánverja til
þess að kúga til hlýðni kúguðustu nýlendu-
menn jarðarinnar, sem risið höfðu gegn
þeim. Hógværar hótanir Monroes Banda-
ríkjaforseta afstýrðu því óhappaverki. En
athygli almennings á meginlandi Evrópu
beindist því meir að frækilegri vörn
Grikkja. Mennirnir í Mesolonghi sprengdu
sjálfa sig í loft upp ekki til einskis. Og
Byron, sem áður hafði andazt í þeirri
borg, — hann, sem í krafti himinborinnar
snilldar hafði leikið sér að því að hneyksla
allan borgaralegan smánaglaskap heima
hjá sér á Englandi, lét það verða sitt síð-
asta að sigla með skipi hlöðnu vopnum og
vistum þangað austur, — hann dó heldur
ekki til einskis. Því að svo fór, að þrátt
fyrir alla heilaga vandlætingu „helga sam-
bandsins“ — gegn uppreisninni, — lentu
þrjú af stórveldum þess, Englendingar,
Frakkar og Rússar í styrjöldinni með
Grikkjum 'móti Tyrkjum. Og enda þótt
þar réðu ýmsar aðrar hvatir s. s. erfða-
draumur Rússakeisara að eignast Mikla-
garð, löngun hins einvaldssjúka Bourbona-
konungs, Karls 10. á Frakklandi til þess
að koma sér í mjúkinn hjá frjálslyndum
menntamönnum ríkis síns og afbrýði
Englandsstjórnar gagnvart Rússum, sem
hættulegum meðbiðlum um vífilengjulausa
kosti Miðjarðarhafs, — þá var sigur
Grikkja, samt sem áður sigur í þjóðernis-
baráttu smáþjóðar gegn aldagömlum, er-
lendum yfirráðum, gegn ,,þjóðabandalagi“
þeirra Metternichs og Alexanders 1.
Rússakeisara til varðveizlu þess, sem
dansað hafði verið um í Wien 1814—15,
og samtímis sigur þeirra afla á Vestur-