Vikan - 15.06.1944, Qupperneq 11
VIKAN, nr. 23—24, 1944
11
FRAMHALDSSAGA _________________
Poirot og lœknirinn
........... Sakamálasaga eílir Agatha Christie
„Parker getur samt hafa verið þar að verki —
ef Lil vill áður en honum varð hugsað til lokaðra
dyra og opna gluggans. En svo hefir lionum
snúist hugur — eða hræðslufát hefir gripið hann
— og þá hefir hann ákveðið að neita öllu. Svona
gæti legið í þessu.“
Ég jankaði því efablandinn.
„En hvað sem þessu líður, þá ættum við að
geta fengið vitneskju um upphringinguna á stöð-
inni. Ef hringt hefir verið héðan, þá kem ég ekki
auga á, hver hefði getað gert það annar en
Parker. En við skulum láta þetta liggja milli
hiuta — við hreyfum ekki við honum fyrr cn
við erum búnir að athuga fleiri vitnisburði. Ég
skal sjá um, að hann sleppi ekki. En fyrst þurf-
um við að athuga dularfulla manninn, sem þér
mættuð.“
Hann hafði sezt á stólinn við skrifborðið, en
stóð nú á fætur og gekk að hægindastólnum.
„Vopnið ætti að verða okkur leiðarvísir," sagði
lögreglufulltrúinn og leit upp. „Það er einkenni-
legur gripur — sérkennilegur sýnist mér."
Hann hallaði sér fram og athugaði skaftið
með athygli og ánægjuuml heyrðist í honum. Þvi
næst tók hann um rýtinginn fyrir neðan skaftið
og dró hann út úr sárinu. Hann snerti ekki rýt-
inginn öðruvísi og setti hann á skál á arinhill-
unni.
„Já,“ sagði hann og kinkaði kolli. „Þetta er
snilldarlega gert stykki. Það er ósennilegt, að
margir séu til alveg eins.“
Það var orð að sönnu, að rýtingurinn var
fallegur gripur. Ilann var blaðmjór og mjókkaði
fram i endann; meðalkaflinn úr undnum skraut-
málmi, mjög haglega gerður. Lögreglufulltrúinn
kom varlcga við blaðið með einum fingri, til þcss
að reyna bit þess, og gretti sig íbygginn á svip-
inn.
„Guð minn góður, hvað hann er beittur," sagði
hann við Sheppard. „Jafnvel barn hefði getað
rekið hann á kaf í mann — eins auðveldlega og
að skera smjör. Það er svci mér hættulegt að
hafa svona áhald á glámbekk."
„Má ég athuga likið nákvæmlega núna?“
spurði ég.
Ilann kinkaði kolli.
„Gjörið þér svo vcl.“
Ég framkvæmdi athuganir mínar.
„Jæja?“ sagði lögreglufulltrúinn, þegar ég
hafði lokið athugunum mínum.
„Ég ætla ekki að þrcyta yður á fræðilegum
skýringum á læknamáli," sagði ég. „Það verður
skýrt betur, þegar líkskoðunin fer fram. Þcssi
stunga var gefin með hægri hönd manns, sem
stóð fyrir aftan Ackroyd og hann hefir dáið
undir eins. Eftir andlitssvip hins dauða hefir
stungan komið honum algerlega á óvart. Hann
hlýtur að hafa dáið án þess að vita, hver árásar-
maðurinn var.“
„Kjallarameistarar geta læðst um eins og kett-
ir,“ sagði Davis lögreglufulltrúi. „Það ætti ekki
að þurfa að hvíla mikil hula yfir þessum glæp.
Lítið þér á handfang rýtingsins."
Ég gerði það.
„Ég þykist- vita, að þau séu ekki augljós fyrir
yðar augu,“ sagði hann, „en ég sé þau nógu
greinilega." Hann lækkaði röddina: „Fingraför!"
I-Iann gekk nokkur skref aftur á bak til þess
að sjá, hver áhrif þetta hefði á mig.
„Já,“ sagði ég hátíðlega. „Ég bjóst við því.“
Mér fannst alveg óþarfi af honum að vera að
gefa í skyn, að ég væri einhver blábjáni. Ég
F’orsnfrn • Sheppard læknir er að
1 “ * koma frá heimili frú Ferr-
ars, en húrj hafði lálizt um nóUina. Garo-
hne systir hans spyr hann spjörunum úr
og heldur þvi fram, að frú Kerrars hafi
framið sjálfsmörð, og að hún hafi komið
manni sinuru fjrir kallarnef, er hann lézt
íyrir nokkrum mánuðum. Sheppard segír
söguna og er bmnn að lýsa þvi, er hann
niælli Roger Ackroyd, ríkum manni, er býr
í Kernloy Park. Ralph 1‘aton er uppeklis-
sonur Aekroyd. Shepirard kynnist 1‘oirot.
]*eir eru nágrannar Hoger Aekroyd býður
Sheppard til sin i kvöldverð og trúir hon-
um fyrir þvl, að frú Kerrars hafi sagt sér,
að hún hafi gefið manni sinuni eitur, og
að einhver, sem vissi það, hafi gert henni
lifið óbærilegt. Ackroyd fær bréf, sem frú
Ferrars hefir skrifað rétt áður en hún dó
og í þvi segir hun nafn þess, seni heíir of-
sótt hana. en hann vill ekki lesa það allt
fyrir lækninn. Sheppard fer heim, en um
kl. tíu er hringt til hans og sagt að Roger
Ackroyd hafi verið myrtur. Sheppard flýtir
sér aftur til Fernley Park. Kjalláranieist-
arinn, Parker, viðurkennir ekki að hafa
hringt til Sheppards, cn læknirinn segir, að
það hafi verið hann. Ungfrú Flóra hefir'
verið inni hjá Ackioyd eftir að Seppard fór.
hefi lesið mikið af sakamálasögum og fylgist
með i blöðunum, og er ekki hæfileikaminni en
fólk er flest. Ef fótspor hefðu sést á rýtingnum,
þá hefði verið allt öðru máli að gegna — þá
hefði ég, auðvitað látið í ljós lotningu!
Ég held, að lögreglufulltrúinn hafi verið
óánægður með það, að ég svipti hann þeirri
skemmtun að dást að honum. Hann tók skálina
með rýtingnum og sagði mér að fylgja sér inn í
knattborðsherbergið.
„Ég ætla að vita, hvort Raymond getur nokltuð
frætt okkur um rýtinginn," sagði hann.
Við lokuðum dyrunum á eftir okkur og fórum
inn i lmattborðsherbergið og fundum Geoffrey
Raymond þar. Lögreglufulltrúinn sýndi honum
rýtinginn.
„Hafið þér séð hann áður, Raymond?"
„Ég held — ég er nærri viss um það, að þessi
merkilcgi gripur er gjöf frá Blunt til Ackroyds.
Rýtingurinn er frá Marokko — nei, hann er frá
Tunis. Var glæpurinn framinn með honum? Þetta
er óvenjulegt vopn til slíkra hluta. Mér kemur
það ótrúlega fyrir sjónir, en samt getur varla
verið um tvo rýtinga eins að ræða. Má ég ná
í Blunt majór?“
íiann flýtti sér út, án þess að bíða eftir svari.
„Ljómandi geðugur náungi," sagði lögreglu-
fulltrúinn. „Hann er svo heiðarlegur og greindar-
legur á svipinn."
Ég samþykkti. I þessi tvö ár, sem Gcoffrey
Raymond hafði verið einkaritari Ackroyds, hafði
ég aldrei séð hann skipta skapi. Og hann var,
eftir því sem mér var kunnugt, mjög góður einka-
ritari.
Að nokkrum mínútum liðnum kom Raymond
aftur í fylgd með Blunt.
„Þetta er hann,“ sagði Raymond, „það er rýt-
ingurinn frá Tunis!“
„Blunt majór hefir ekki litið á hann enn,“ sagði
lögreglufulltrúinn.
„Ég sá það strax, þegar ég kom inn í skrifstof-
una,“ sagði þessi rólegi maður.
„Þér þekktuð hann þá?“
Blunt kinkaði kolli.
„Þér minntust ekkert á það þá!“ sagði lög-
reglufulltrúinn og var tortryggnislegur á svip-
inn.
„Ekki réttur staður né stund til þess," sagði
Blunt. „Það getur gert illt verra að tala um
slikt á röngum tirna."
Ilann mætti augnaráði lögreglufulltrúans
óhikandi.
Það rumdi eitthvað í lögreglufulltrúanum og
hann hætti að stara á Blunt. Hann fór með rýt-
inginn til majórsins.
„Þér eruð alveg vissir um að þekkja rýting-
inn ?“
„Alveg viss — ég er í engum vafa um það!“
„Hvar var þessi dýrgripur venjulega ge'ymdur ?
Getið þér sagt mér það?“
Það var einkaritarinn, sem svaraði:
„Hjá silfurmununum í dagstofunni.“
„Hvað segið þér?“ spurði ég.
Hinir litu á mig.
„Nú, læknir?“ sagði lögreglufulltrúinn hvetj-
andi.
„Nei, það er annars ekkert," bætti hann við,
jafnvel enn meira hvetjandi á svipinn.
„Það eru smámunir," sagði ég í afsökunartón.
„Það er aðeins það, að þegar ég kom til kvöld-
verðar, heyrði ég að lokið á silfurborðinu i dag-
stofunni var sett niður."
Efi og grunur var augljós á andliti lögreglu-
fulltrúans.
„Hvernig vissuð þér, að það var lokið á silfur-
borðinu?"
Ég varð að skýra nákvæmlega frá þessu —
gefa langa og þreytandi lýsingu, sem ég hefði
helzt viljað vera laus við að romsa út úr mér.
Lögreglufulltrúinn hlustaði með mestu þolin-
mæði á frásögn mina.
„Var rýtingurinn á sínum stað, þegar þér lituð
á það, scm i borðinu var?“
„Ég veit það ekki," sagði ég. „Ég man ekkf
svo eftir hverjum einstökum hlut — en auðvitaff
hefir hann verið þar.“
„Við verðum að ná i ráðsköíiUna," sagði fuli-
trúinn og hringdi bjöllunni.
Ungfrú Russel kom inn nokkrum minútum sið-
ar og Parker var með henni.
„Ég held ég hafi ekki komið nálægt silfur-
borðinu," sagði hún, þegar fulltrúinn hafði lagt
spurninguna fyrir hana. „Ég var að gæta að því,
hvort ckki þyrfti að vökva blómin. Æ! Jú, nú
man ég það! Silfurborðið var opið — en það
var ekki vant að vera það og ég. setti lokið
niður um leið og ég fór fram hjá þvi.“
Hún horfði hvasst á fulltrúann.
„Jahá,“ sagði hann, „getið þér sagt mér, hvort
þessi rýtingur var þá á sinum stað?“
Ungfrú Russell horfði athugulum augum á
vopnið.
„Ég er ekki viss um það,“ svaraði hún. „Ég
stanzaði ekkert til að virða hlutina fyrir mér. Ég
vissi, að fólkið mundi koma á hverri stundu og
ætlaði mér að vera kominn út úr stofunni, þegar
það kæmi.“
\ „Þakka yður fyrir,“ sagði fulltrúinn.
Hann var eitthvað hikandi. Það var svo að
sjá sem hann væri að hugsa um, hvort hann
ætti að spyrja hana að fleiru. En ungfrú Russell
hafði tekið orð hans sem merki um, að hún mætti
fara og fór út úr herberginu.
„Skyldi hún vera tatari, ég gæti ímyndað mér
það,“ sagði fulltrúinn og horfði á eftir henni.
„Við skulum nú athuga þetta betur. Þetta silfur-