Vikan


Vikan - 15.06.1944, Blaðsíða 17

Vikan - 15.06.1944, Blaðsíða 17
VIKAN, nr. 23—24, 1944 17 Vinsælar amerískar kvikmyndaleikkonur. Talið frá vinstri: Priscilla Lane, Rosemary Lane, Gale Page oj Lola Lane í kvik- myndinni „Fjórar mœður“. | Dægrastytting | ....IMMIIIIIIIIIIIII.II ..MMM... Öxará. Það er sagt að Öxará verði að víni eina stund á ári hverju. Svo bar við, að prestar tveir vöktu á Þingvöllum á gamlársnótt. Annar þeirra var ungur maður, og var hann að búa til ræðu til nýársdagsins. Hinn presturinn var gamall, og sat hann hjá hlnum yngra til skemmtunar hon- um. Um miðnættið Jryrsti hinn unga prest ákaf- lega; hljóp hann þá með flösku út í öxará og tók á hana vatn úr ánni. En þegar hann kom heim og fór að skoða vatnið sá hann, að það var á þvi vínlitur. Hann saup á flöskunni og fann, að það var allra bezta vín á henni. Drukku nú báðir prestarnir úr flöskunni og settu hana svo í gluggann hjá sér. Að litlum tíma liðnum taka þeir aftur flöskuna og ætla nú að gjöra sér gott af vindropanum, sem eftir var á henni. En þá var hreint og tært vatn á flöskunni. Þeir undruðust þetta mjög og töluðu margt um at- burð þennan. Hinn yngri prestur hét að rejma, hvernig vatnið yrði í ánni um sama leyti næsta ár. Leið nú að næstu gamlársnótt. Voru þá prest- amir aftur báðir á fótum. Um miðnættið fer ungi presturinn eins og fyrr og sækir á flösku í ána. Þegar hann kom heim sýndist honum blóð- litur á því, sem í flöskunni var. Hann sýpur á og finnur, að nú er blóð í flöskunni. Setur hann þá flöskuna af sér, en tekur hana bráðum aftur. Var þá vatn á flöskunni, en ekkert blóð. Þeir ræddu margt um þetta prestamir og þykist nú ennþá síður skilja í breytingum árinnar. En sú var trú manna, að þegar Öxará yrði að blóði, þá vissi það á blóðsúthellingu á Alþingi. Er það og sagt, að svo fór í þetta sinn, að á næsta alþingi varð bardagi og mannfall mikið. Orðaþraut. O STI FUND R A N I Á S A R GILS ÖRIÐ ANDI Fyrir framan hvert þessara orða skal setja etnn staf, þannig, að sóu þeir stafir iesnir oían- frá og niðureftir, myndast nýtt orð og er það nafn á merkum sögustað. Sjá lausn á bls. 32. Ban3þiiila. Tunglið skín á himni háa, gekk ég út á islnn bláa. Þar var kátt á hjöllum hjá dansmönnum öllum; undir tók svo hátt í hömrum og fjöllum. Þar kom Ingimundur í peysunni bláu, hann féklc mest hólið hjá drósunum smáu. Þar kom hún Sigrún, hlaðbúin var hún; dansaði hún með einum, en dvergar hlógu, á steinum. Ég sé þá ganga utan með sjónum. Dönsum og dönsum. Þar kemur hann Guðmundur Grímscon, Þórólfur, Stórólfur, Þorbjörn og Helgi, Rútur og Trútur og Rembilátur, Vingull og Kringill og karl'nn hann Bjálfi. Ekki vili hún Ingunn dansa við hann Svein. Annan fær hún ungan mann, og dansa þau á svelli, en tunglið skín á felli. Litla Sigga lipurtá dansar við hann Bjarna, sem nú stendur hjá sveinunum þama. Karlmannlegur er hann, af öðrum mönnum ber hann. Silkin hennar og sokkabönd sjálfur skal hann leysa, leysi sá, er leysa kann. Það er hann ungi hofmann. Langt ber hann af dansmönnunum öllum, og enn þá skin tunglið á fjöllum. Álfar uppi’ í hlíðum, renna sér á skíðum og stjörnurnar blika á himninum blíðum. Smalamaðurinn. 1 fyrndinni bjó ábóti á Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri; hann var ríkur af gangandi fé, eink- um sauðfé; hann hélt smalamann, er Árni hét. Árni var hinn frískasti maður, hugaður vel og lét sér ekki allt í augum vaxa; hann var þar að auki hinn mesti smiður. Eitthvert'sinn bar svo til, að allt kvifé ábótans hvarf, svo smaladrengur fann það hvergi; hafði hann þó leitað, hvar sem honum kom til hugar. Þetta var snemma sumars, og var nótt farin að dimma. Ábóta þótti mikið íjár- hvarfið, en ásakaði þó lítið smalamanninn, Smala- maður tók þá til að smíca sér stöng, 5 álna langa, síðan fór hann í smiðju og smíðaði brodd mikinn; það var fjaðrabroddur (eca tvíeggjaður broddur) mjög beittur og svo langur, að hann tók hálfa alin niður úr stönginni. 1 efri endann setti hann einnig tvíeggjaðan flein, jafnlangan broddinum og mjög biturlegan. Síðan skrúfaði hann hólk með hnappi á efri enda ofan á fleininn, svo að ekki var annað að sjá, en heilt væri. Ábótinn spurði, hvað þetta skyldi. Árni kvaðst enn ætla að gjöra tilraun að leita fjárins, en sagði sig svo dreymt haía, að betra væri að vera' ekki staf- laus. Næstu nótt hvarf smalamaður að heiman og stefndi til fjalla. Á leið hans var sandur mikill, og á sandinum hitti hann fjárbraut mikla og spor tveggja manna, og þótti hbnum þau í stærra lagi. Braut þessi lá til útnorðurs. Þetta þótti honum undarlegt, en rakti þó brautina, allt upp undir Mýrdals- eða Kötlujökul.'nn. Það þóttist hann vita, að féð hefði verið rekið á iökullnn; tók hann því það ráð að ganga upp á jökul, en þar gat hann ekki ha’dið brautinni; því geltk hann áfram, þar t:l jökull'nn hækkaði; sá hann þá til fjalla þeirra, er Iluldufjöll heita; þau eru sunnan og austanvert í Mýrdalsjökli. Þangað stefnir hann, ogþegarhann kemur að fjöllum þessum. sér hann, að þetta er dalur nokkuð stór, fjalÞbrýrnar lítið eitt hærri » en jökullinn, en dalur djúpur á milli og skógi- vaxnar hlíðar upp frá allt í kring, en einstigi eitt og þó þröngt var upp úr dal þessum. Hann gengur með einstiginu og litast þar um; sér hann þá bæ niðri á sléttunni og eitthvað af gripum, en uppi við einstigið sér hann allt fé sitt í einum hóp, en þar hjá sofa tveir menn — sinn hvoru megin við uppganginn. Hann lætur sér ekki bilt við verða, heldur skrúfar hann hólkinn ofan af stöng sinni, gengur síðan ofan einstigið og rekur upp fé sitt, gekk það fljótt, því féð vildi halda í átt- ina, er það var nýkomið. En þegar hann var kom- inn skammt austur á jökulinn, sér hann, hvar tveir menn koma hlaupandi á eftir sér. Þeir hafa axir í höndum og láta ófriðlega; ætla þeir þegar að ráðast á Árna, en hann varð milli þeirra og hefir ekki annað tilræði en það, að hann rekur flelninn í gegnum annan, en broddlnn í gegnum hinn. Síðan rekur hánn féð af jöklinum, og geng- ur það vel, því féð vill fara til átthaga sinna. Ekki varð hann var við aðra eftirför. En Ámi komst heim klakklaust með féð, sagði frá ferð sinni og þótti mönnum mikils um vert. Ábótinn launaði Áma vel þessa ferð, og þótti hann sícan hinn mesti hreystimaður. Nú ætla menn, að þessi dalur sé nær fullur af sandi, vatni og jökli og ekki líkur því, sem áður kann að hafa verið. Svör v2ð Ve'ztu —? á bls. 13. 1. Það var haustið 1845. Ingibjörg var þá 41 árs, en Jón 34 ára. > 2. 1) 870—74. 2) um 930. 3. 20—30 þúsund. 4. Um 900. Höfuðlausn og Sonatorrek. 5. 1118. 6. Að Helgafelli 1037 eca 1038 og dó 1143. 7. 1203—1237. 8. Aðfaranótt 23. sept. 1241. 9. 1232—64. 10. Heimskringla, Snorra-Edda. 11. 1397. 12. 1402 og geisaði nálega þrjú ár. 13. 1524—1550, er hann var hálshöggvinn. 14. Að Kvennabrekku 1663, dó 7, jan. 1730. 15. 1 Keldunesi, 12. desember 1711 og dó í Viðey 9. nóv. 1794. 10. 1783. 17. 1816. 18. Islend'ngar viljum vér allír vera. Vér viljum vernda mál vort og þjóðerni. Vér viljum hafa alþingi á Þingvelli. 19. Tómas Sæmundsson, Jónas Hallgrímsson, Brynjólfur Pétursson og Konráð Gíslason. 20. 1801. 21. 1835. 22. 1 Reykjavík 1845; þeir voru 26. 23. 1851. 24. 1854. 25. 5. jan. 1874. „Ætlast maðurinn þinn til, að þú hlýðir honum?“ „Nei, nei, hann hefir nefnilega verið kvænt- ur áður.“ Ótryggur vinur er eins og forarpollur. Ilann sýnist tær er sólin skín á hann.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.