Vikan


Vikan - 15.06.1944, Blaðsíða 18

Vikan - 15.06.1944, Blaðsíða 18
18 VIKAN, nr. 23—24, 1944 SKEMMTIFERD. Smásaga eftir Jón H. Guðmundsson. AUt starfsfólkið hjá H. f. Hengli sctlaði að fara í skemmtiferð. Féiagið hafði lánað því þrjá vörubíla og gefið frí einn dag, laugardag. Undanfarm kvöld höfðu piltarnir, með aðstoð smiðanna, ver- ið að smíða bekki á bilana. Það voru ekki sérlega mjúk sæti, en á þeim tímum var fólk svo óvant því að fá frí á virkum degi til þess að fara í bíl til Þingvalla, að engin ljiætta var á því, að kvartað yrði undan áætunum. Allir höfðu hlakkað til fararinn- ar, og það var létt yfir fólkinu. Það var komið föstudagskvöld. Undir- búningnum var að mestu lokið, og Ford- bílarnir þrír stóðu í portinu, með þessum líka forláta bekkjum. Það var verið að enda við að þvo bílana. Þetta voru ljóm- andi falleg og virðuleg farartæki! Svo fannst að minnsta kosti sendisveininum. Hann var að þvo síðasta bilinn og leit yfir hann allan til þess að sjá, hvernig það væri gert. En það var enginn ánægjusvipur á and- liti hans. Hann var búinn að sendast mikið þennan dag, hafði vaknað klukkan rúm- lega fimm og verið kominn til vinnunnar um sexleytið. Fyrstu tvo tímana vann hann við að losa blautan saltfisk úr hestvögn- um. Hann þoldi saltið illa. Það fór í smá- skeinur á höndunum á honum, svo að hann logsveið og hafði grafið í öllu saman. Það var ekkert gaman að vera svona hörunds- veikur. Miklu verra var þó að bera kpl- í>g saltpoka á bakinu og allra verst var að vera í helvítis sementinu. Það var óþokka- legasta vinna, sem-Hreiðar litli lenti í. Hann var á fjórtánda árinu og hafði fengið frí til þess að ganga til spurninga um vorið og var nú feginn því, að ferming- unni var aflokið. Um áttaleytið þvoði hann gólfin í skrif- stofunni, dimma ganginn og stigann niður. Það voru ljótu óhreinindin; ekki mjög leið- inlegt verk, miklu skárra en saltfiskvinnan. Svo byrjuðu sendiferðirnar. Fyrst að kaupa í matinn handa forstjóranum; fara með olíubrúsa, kartöflupoka eða annað til heimilanna, róa með skipstjóra í litlu kæn- unni út í togara; sækja mjólk fyrir konu verkstjórans og ýmsar aðrar sendiferðir. Hjólið var sæmilegt og gaman að þjóta á því, en vagninn var afleitur, alitof þungur, þó að ekkert væri í honum. Hreiðar var aumur í öxlunum undan bandinu. Brekkan neðan frá sjónum var erfið. Hún var löng og vegurinn holóttur. Það væri ekki ama- legt að hafa vél.í svona vagni. Ef hlé varð á sendiferðunum, þá var Hreiðar látinn losa af saltfiskvögnunum. Milli tólf og eitt mátti hann borða. En ekki fékk hann að fara heim til þess. Litla svstir hans kom með matinn, og stundum sat hún h.já honum meðan hann borðaði. Hann kunni bezt við að borða í dimma gahginum. Þennan dag hafði verkstjórinn 236. krossgáta Vikunnar Lárótt skýring: 1. auðkenni. — 5. sæti. — 9. gína — 13. liödýr. — 15. mannsnafn (þf.j 1G. vikur. — 17. þyngdarein. — 18 upphafsstafir. — 21. tveír samhljóð ar. — 23. grænmeti. — 24. hrökk. — 26. umlileypingar. — 30. þornar. — 32. liffæri. — 34. eyða. — 36. fornafn —• 38. raka. — 40. ílát. — 43. fara beint af augum. — 45. gladdist. — 47. rifrildi. — 49. bókstaísheiti. — 50. verkur. — 51. læt mér lynda. — 52. iþróttafélag. — 53. leiða. — 55. æfing. — 58. stigi. --- 59. einblína. — 61. hengsli. — 63. rein. — 64. undir- vöxtur. .— 66. sterk. — 68. nytjaland. — 71. vegur. — 73. vagga. — 75. mánuður. — 77. hræra. — 79. gagn- staða. — 82. ávarp (sk.st.). — 83. hringsnerumst. — 85. söngflokkur. — 86. afturhvarf. — 88. hijóp. — 89. verja rotnun. — 90. garga. Lóðrétt skýring: 1. skóflar. — 2. ljót hljóð. — 3. mynt. — 4. reykur. — 6. -rófa. — 7. rugl. — 8. ung kind, —- 9. stormur. — 10. burðartré. — 11. iðngtein. — 12. snauður. —- 14. kveikur. — 16. löngun. — 19. verkfæri. — 20. eignir. — 22. ákæra. — 25. ákveðin hljóð, — 27. tenging. — 28. slæm. — 29. hýungur. — 3Ó. kona. — 31. á nótum. — 33. fagn- aðarlæti. — 34. trjámél. — 35. nudda. — 36. baug- komið óvenjusnemma úr mat og sá ekki Hreiðar í myrkrinu, rak tána í annan fót- inn á drengnum, bölvaði og sagði: „Ætlarðu að vera í allan dag að éta, drengur!“ Hreiðar þagði, en systir hans varð hrædd og þorði ekki annað en fara strax. Eftir hádegi brenndi hann kaffi úti í skúr. Það var erfitt að snúa kúlunni meðan kaffið var að brenna. Annars þótti honum ekkert leiðinlegt að vera í skúrnum og snúa og snúa. Það var hreinlegt verk, og þá gat hann hugsað í ró og næði og dundað við að búa til vísur. Stundum söng hann, en ekki hátt, því að það mátti ekki. Það kom fyrir, að einhver af strákunum skauzt inn til hans og sagði eitthvað skemmti- legt. Þá var oft hlegið að litlu. Seinna um daginn sótti hann kaffi langt út í bæ fyrir einn verkstjórann. Það var skemmtileg ferð. Fólkið var gott við hann, bauð honum sæti í eldhúsinu meðan hann beið og kaffi og kökur. Verkstjórinn átti ljómandi laglega systur; hún var góðleg og brosti hýrt til Hreiðars. Þangað var gott að koma. Það gat líka verið gaman að fara í sendiferðir fyrir.' heimili forstjóranna. Vinnustúlkurnar voru kátar og spaugsam- ar, en verst þótti honum að fara aftur og aftur á sama staðinn og kaupa rjómakök- ur og berlínarbollur. ‘ En nú var vinnu hætt þennan föstudag og fólkið átti frí daginn eftir og ætlaði í skemmtiferð austur á Þingvelli. Bara að það yrði nú gott veður. Margir litu til lofts og allir snáðu góðu veðri. Verkafólkið hafði safnazt í portinu hjá ar. — 37. skefur. — 39. votar. — 41. Ásynja. — 42. rengdi. — 44. læri. — 46. eykt. — 48. stólpi. -— 54. viður. — 56. sjór. — 57. ending. — 58. spöl. — 60. vín. — 62. op. — 63. gömul mynt (sk.st.). — 65. fæddi. -— 67. þyngdarein. — 68. matarílát. — 69. kaffibætir. -— 70. eldsneyti. — 72. disa. — 73. rödd. — 74. úrgangur. — 75. bent. — 76. álpist. — 78. sund. -— 79. hug. •— 80. skaut. — 81. ending. — 82. löngun. — 84. sk.st. i— 87. tveir eins. bílunum og var að tala um, hverjir ættu að vera saman í bil. „Hefir þú komið til Þingvalla, Hrciðar?“ spurði Pétur; hann var líka sendisveinn, tveim árum eldri en hinn. „Nei,“ sagði Hreiðar. „Ég fór þangað í fyrsta skipti í fyrra. Það er ákaflega gaman að koma þangað. Ég á að vera í fyrsta bílnum. Hvar átt þú að vera?“ „Ég veit það ekki,“ sagði Hreiðar. Enn þurfti að snúa Hreiðari ýmislcgt, þótt aðrir væru hættir að vinna, og hann gerði sér far um að vera fljótur í öllum ferðum. Hreiðar bað um að fá lánaða kænuna um kvöldið, og það var veitt umyrðalaust. Hann reri einn út að kolabarkinum og veiddi vel, nokkra þyrsklinga og litla lúðu. Það var góður fengur. Mamma hans var ákaflcga glöð, þegar hún sá hana. Það var ekki nákvæmlcga rctt, sem sagt var í upphafi sögunnar, að „allt starfs- fólkið“ ætlaði að fara í skemmtiferðina. Einn maður varð að vera eftir og gácta símans, og sá var til þess valinn, sem ekki kærði sig um að fara. Hreiðar þurfti að snúast fvrir ferða- fólkið um morguninn, rétta því ýmislerrt upp í bílana og fara með skilaboð á milli þeirra. Loks var allt tilbúið og allir komn- ir í sæti sín. Þá var lagt af stað og veifað glaðlega til þeirra, sem eftir urðu. Það var einn maður, sem ekki langaði til að fara — og lítill, þrettán ára drenaur, sem aldrei hafði séð Þinavelli, og engum hafði dottið í hug að bjóða að vera með.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.