Vikan - 15.06.1944, Qupperneq 23
VIKAN, nr. 23—24, 1944
23
ENDUKREISN LÝDVELDIS.
Framliald af bls. 10.
Öánægja magnaðist með almenningi.
Mönnum þótti stjórnfrelsið frá 1874
hafa verið sýnd en ekki gefin veiði. —
Harðæri bundust þá samtökum við Dana-
stjórn um að sannfæra margan íslending
um, að hér væri vonlaust að vera. Menn
tóku að streyma til Ameríku. En rétt upp
úr aldamótunum 1900 verða straumhvörf
í stjórnmálalífi Dana. Afturhaldsöfl, sem
eftir ófarir gegn Prússum og Austurríkis-
mönnum 1864, höfðu náð töglum og högld-
um, urðu nú að víkja fyrir frjálslyndari
flokki, sem kenndi sig við vinstri hlið. I
hópi þeirra manna, sem nú tóku völd í
Danmörku, voru margir þess sinnis, að
þeir töldu kröfur Islendinga um heima-
stjórn á rétti byggðar. Og samkvæmt lög-
um staðfestum af konungi haustið 1903
tók hér í ársbyrjun 1904 til starfa íslenzk-
ur ráðherra.
Það var ómetanlegt happ þjóðinni, að
annar eins maður og Hannes Hafstein
skyldi fyrstur veljast til þess starfa. Við
hann hefir þjóðin mælt ráðherra sína fram
á þennan dag. Eflaust hefir það mat verið
ósanngjarnt að sumu leyti, því að röskra
100 þúsunda þjóð gat ekki alltaf haft
mönnum á að skipa, sem jafn vel voru
fallnir til forystu og hann, en ráðherra-
metið í gáfum og glæsileiká, framkvæmda-
hug og skáldlegri framsýni, var þá sett,
og þá þykir íslenzkum ráðherra vel hafa
tekizt, ef hann á einhverju sviði hefir náð
með tær, þar sem Hannes hafði hæla.
Jón Sigurðsson sem fyrirmynd og þjóð-
legt, skáldlegt helgiteikn lifði fyrir hug-
skotssjónum hans alla daga stjórnarferils
hans. Og eftirtímanum verður það æ ljós-
ara, sem frá líður, hversu mikið happ það
var þjóðinni, að eiga á þeim tíma að póli-
tískum forystumanni annað eins skáld og
Hannes Hafstein, og annað eins yrkisefni
í orði og verki fyrir slíkt skáld og Jón
Sigurðsson var.
Indriði Einarsson skrifaði um það
skemmtilega á 100 ára afmæli Jóns Sig-
urðssonar, að Jón hefði ekki litið við 12
króna regnhlíf, ef 15 króna regnhlíf var
fáanleg, og álíka „burgeisamóral“ gekk
hann með í vali tóbaks, og annarrar mun-
aðarvöru. En það er vandfarið með þetta
fordæmi hjá fátækri og nýríkri þjóð, því
að sönnum höfðingsskap og flottræfildómi
hættir við að hlaupa í sama dilk, og verða
sammerkt á ytra borði. <*
En Hannes mat lífið sama höfðingsmati
og Jón, og þótt hann í ljóði létist mundu
hafa verið niðurskurðarmaður, varð
hann sá aðdáandi hans, sem orkti
ódauðlega um hann sem þjóðfrelsishetjuna
meðal þess fólks, sem Hannes stýrði, og
vildi alveg sérstaklega vel.
Það fór titringur um hörpu Hannesar
árið 1911, þegar haldið var hundrað ára
afmæli Jóns Sigurðssonar. Þær hljóm-
bylgjur, sem þá liðu tært frá hörpu hans,
hafa endurómað íslenzkri sál æ pg síðan.
„Sjá roðann á hnjúkunum háu“, — og
„Þagnið dægurþras og rígur“, hefir lifað á
vörum söngvinna Islendinga fram á þenn-
an dag. Og það er eins og sagan sé búin að
kemba þá saman, Jón og Hannes, Hannes
og Jón, þannig að lítt fróðir menn í lands-
ins sögu viti naumast aðgreining á skáld-
inu og yrkisefninu, hugsjóninni og fram-
kvæmdinni — ljóðinu og lífinu.
En gjörvallt Island ómaði af ættjarðar-
ljóðum um þessar mundir. Fagurt orkti
Hannes, en fagurt orktu fleiri, og í stjórn-
málum voru menn ýmsir, á öndverðum
meiði við hann. Hér stóð flokkabarátta, og
gerðust margir í báðum herjum gráir fyrir
járnum. Hannes var hamingjubarn um
það eins og flest allt annað, að eiga mikla
menn í forystu andstæðinga sinna. —Björn
Jónsson og Skúli Thoroddsen eygðu rót-
tækari og líklega að einhverju leyti alþýð-
legri sjónarmið í baráttunni, en svo vel
og hlýtt er um þá alla í minning eftirtím-
ans, þessa forystumenn þjóðarinnar fram-
an af öldinni, að við, sem nú lifum, viljum
helzt hugsa okkur þá, sem samherja að
sjálfsögðum réttarkröfum Islands, — og
þa'ð voru þeir innst inni þrátt fyrir allt.
Hannes, Björn og Skúli áttu hver á sína
vísu dýrlega drauma vegna ættjarðar sinn-
ar, sem ekki hafa enn rætzt, nema að
hálfu.
Sólskinsblettur í heiðl.
Þess eru dæmi á þungbúnum dögum, er
dimmir skýjabólstrar byrgja sólarsýn, að
rofi til á bletti, svo geislafoss baðar og
lýsir eitthvert takmarkað svæði, — þótt
allt í kring sé dökkt og grátt. Veðra-
duttlungum sögunnar hefir þóknazt að láta
slíkt skýjarof verða yfir Islandi í ár, svo
að hér er sólskinsblettur, þó að margar
þjóðir heims eigi nú sólarlausa daga. En
höfum við Islendingar ekki þrátt fyrir það
fullt leyfi til þess að fagna því, að síðasta
skrefið er stigið til fulls frelsis og sjálf-
stæðis þessa lands? Sumum finnst, að svo
sé ekki, meðan margar þjóðir búa við böl
og harma þeirrar heimsstyrjaldar, sem
enn sézt ekki fyrir endann á. En gegn
þeirri skoðun mælir margt. Gera ekki
flestir menn sér glaðan dag, þegar svo
ber undir, enda þótt þeir viti mæta-vel,
að samtímis býr f jöldi manna í heiminum
og oft á næstu grösum við þá, við þján-
ingar, skort, sálarangist og hvers konar
mannleg mein. Og hverju væru hinir óham-
ingjusömu bættari, þótt hinir, sem þykj-
ast hafa ástæðu til að gleðjast, stilltu sig
um það, en klæddust í þess stað sekk og
ösku þeim til samlætis?
Og meðan slíkur samþjáningarandi má
heita næsta sjaldgæfur í lífi einstaklinga,
hvernig er þá hægt að ætlast til þess að
heilar þjóðir láti stjórnast af honum í
samskiptum sín á milli?
Það má einnig minnast þess, að þessi
þjóð getur ekki annað talizt en vel að því
fagnaðarefni komin, sem þetta vor hefir
fært henni. Það frelsi, sem við höfum full-
heimt, er ekki frá neinum öðrum tekið.
Fyrir það hefir ekki neinu mannsblóðiverið
úthellt hjá annari þjóð. Það er ekki einu
sinni svo, að hægt sé að segja, að við eig-
um það óbeinlínis styr jöldinni að' þakka.
Sambandinu við Dani hefði verið slitið um
þessar mundir hvort sem var. Og enda þótt
svo hefði verið, að sambandsslitin væru
söguleg afleiðing styrjaldarinnar, —
styrjaldar, sem við eigum engan þátt í og
engum Islendingi er trúandi til að hafa
óskað, að yrði háð, — hafði þessi þjóð
ekki neina ástæðu til annars en að fagna
þeim upplitsdjörf og með góðri samvizku.
Eða hefði sögunni verið eitthvað vand-
gerðara við okkur Islendinga, en t. d. við
allar þær þjóðir Evrópu og Asíu, sem hlutu
sjálfstæði sitt upp úr fyrri heimsstyrjöld-
inni ? Heill tugur ríkja hlaut um þær
mundir sjálfstæði sitt við blóðuga sundur-
limun þriggja keisaradæma og eins sol-
dánsveldis. Eða varð þess nokkuð vart, að
Finnar og Eystrasaltsþjóðirnar létu það
skyggja á fögnuð sinn yfir fengnu frelsi,
að leið þeirra til sjálfstæðis skyldi hafa
legið yfir rústir rússneska keisaradæmis-
ins? Eða mun Pólverja hafa nokkuð klýj-
að við sjálfum sér fyrir það að endur-
heimta land sitt aftur úr höndum þeirra
þriggja stórvelda, Rússlands, Þýzkalands
og Austurríkis, sem höfðu skipt því á
milli sín seint á 18. öld? Eða hver hefir
heyrt þess getið, að Tékkarnir Masaryk og
Benes hafi látið það á sig fá, að Tékkósló-
vakía þeirra yrði reist á pólitískri gröf
Habsborgarættarinnar í Austurríki? Því
síður vita menn nokkur dæmi hugarvíls í
Arabaríkjum Vestur-Asíu út af því, að
sundurlimun soldánsveldisins tyrkneska
var sögulegur undanfari sjálfstæðis þeirra.
Smáþjóðir hafa löngum heimt frelsi sitt,
þegar eitthvað það hafði gerzt, sem batt
hendur ríkisins, er sat yfir hlut þeirra.
Yfirdrottnan smáþjóða, hið sífellda skil-
yrði þess, að stórveldi skapist, er í senn
líf stórveldanna og banamein þeirra. Stór-
veldi eru lengstum skammlíf, en þjóðir líf-
seigar.
Vér vorum heppnir.
En nú er engu ofantöldu til að dreifa í
sambandi við endurheimt íslenzks þjóð-
frelsis. Frá því að sjálfstæðisbarátta þess-
arar þjóðar hófst, voru vopnin, sem hún
beitti, ekki stál né tortímandi bál, heldur
sannfærandi rök og seigur málflutningur.
Hér áttust við dvergþjóð og smáþjóð, og
sú viðureign var svo lítilsverð á mæli-
kvarða Evrópustjórnmálanna, að sárfáir
menn meðal stórþjóða höfðu hugmynd um,
að hún væri til. Frá sjónarmiði stórþjóð-
anna voru átök vor við Dani um sjálfstæði
Islands, músabrösur milli þils og veggjar,
— lítils háttar þrusk og annað ei. Og þó
var þessi baráttá háð með þeim háttum,
sem rembingslaust má fullyrða, að heldri
þjóðir heims hefðu mátt margt læra af.
Hér var sú leið farin, sem mestu vitmenn
og mannvinir allra alda hafa þráð, að orðið
gæti meginregla í samskiptum þjóða og
Framhald á bls. 26.