Vikan


Vikan - 15.06.1944, Side 26

Vikan - 15.06.1944, Side 26
26 VIKAI'í, nr. 23—24, 1944 ENDURREISN LÝDVELDIS. Framhald af bls. 23. ríkja, — leið samninganna, sú leið, að annar aðilinn sækti rétt sinn með festu og viti, og sú leið, að hinn aðilinn léti sann- færast af rökum, og vægði í samræmi við þau. Það er samningaleiðin í viðskiptum þjóða, sem svifið hefir fyrir hugskots- sjónum allra, sem undirhyggjulaust studdu starfsemi Þjóðabandalagsins til eflingar friði á jörð. Og enda þótt mörgum Islendingi hafi hitnað í hamsi í garð Dana á þeim manns- öldrum, sem vér glímdum við þá um rétt- indamál vor, þá verður því ekki neitað nú, þegar litið er yfir farinn veg, að þeim hefði verið innan handar að torvelda oss þessa baráttu enn meir. Þeir höfðu alltaf í fullu tré við oss margfaldlega, en slök- uðu þó á klónni, vægðu og gáfu kost á nýjum og nýjum samningaumleitunum, að vísu oft sárgrætilega dræmt, og sýndu oft hörmulegt skilningsleysi á málstað vorum, en virtu þó viðtals þá, sem kröfurnar fluttu, og urðu loks við flestum þeim kröf- um, sem vér höfum fitjað upp á við þá. Þeim var innan handar að beita oss her- valdi eins og í fyrri daga, en þeir stilltu sig um það, hafi þeir yfirleitt haft nokkra tilhneigingu til þess. Enda þótt herskip þeirra lægju hér við land, mun enginn Is- lendingur hafa orðið þess var, síðan um miðja 19. öld, að danskt vopnavald léti sig varða hætis hót skoðanir hans í sjálf- stæðismálinu. Þannig er það atvik haft í minnum, sem eins dæmi, að danskir dátar gerðu upptækan íslenzkan fána af smábát á Reykjavíkurhöfn, meðan þessi fáni var enn ekki löggiltur sem siglingafáni. Sannast að segja var íhlutunarleysi Dana um það, sem hugsað var, rætt eða ritað hér á landi það tímabil, sem sjálf- stæðisbaráttan stóð, svo algert, að í vit- und okkar er það hreinasta fjarstæða að gera ráð fyrir því, að einhver slík íhlutun hefði getað komið til greina. Og þannig sýndu Danir meiri virðingu fyrir persónu- frelsi og almennum mannréttindum, en tíðkazt hafði annars staðar í álfunni á sama tíma, þar sem lítil þjóð átti sjálfs- forræði að sækja í hendur stærri þjóðar. Þjóðlegur og sögulegur réttur. Jón Sigurðsson sýndi og sannaði, að vér ættum tvennan rétt til að byggja sjálf- stæðiskröfur vorar á. Annars vegar var hinn sögulegi réttur, að þessi þjóð hafði öldum saman verið sjálfstæð, áður en hún lenti undir yfirráðum Noregskonungs með Gamla sáttmála, og ætti því um leið og ein- veldi konungs í Danmörku var afnumið, einnig að afnema einveldi konungs á Is- landi og veita þjóðinni sérstök landsrétt- indi. Hins vegar var hinn þjóðlegi réttur, er byggðist á því, að Islendingar tala aðra tungu og eru því annars þjóðernis en Danir. Alls staðar í Evrópu, og víða í öðr- um heimsálfum, eru sjálfstæðiskröfur ófrjálsra eða undirokaðra þjóða byggðar á sams konar rétti, sums staðar bæði sögu- legum og þjóðlegum rétti eða aðeins sögu- legum. En þótt löng hafi verið biðin fyrir Islendinga eftir fullri viðurkenningu Dana á þessum réttindum og eftir þeim algeru sambandsslitum, sem eru rökrétt afleiðing þeirrar viðurkenningar, þá verður að játa, að vér höfum sætt stórum betri meðferð af hendi Dana en aðrar ófrjálsar þjóðir álfunnar af hendi yfirdrottnara sinna. Stirðlega gekk sambúð Svía og Norð- manna 1814—1905, og þótt skilnaður þeirra 1905 sé löngmn talinn hafa tekizt farsællega, munaði minnstu, að hann yrði látinn kosta styrjöld. Sjálfstæðisbarátta Ira stóð að mestu samtímis sjálfstæðis- baráttu vorri. En þótt full sambandsslit Englands og Eire 1937 og stofnun lýðveld- is á írlandi, færi friðsamlega fram, hafði leiðin að því takmarki legið yfir þúsundir líka af báðum þjóðum, þúsundir fangels- ana og réttarskerðinga, launmorð, starfs- tækjaspjöll, helsveltu borgarstjórans í Cork o. fl. o. fl. Litlu hafa Flæmingjar í Belgíu fengið áorkað í þá átt að fá sérmál sín aðskilin frá málum Vallóna. En Flæmingjar tala germanskt mál og Vallónar frönsku, svo að krafa þeirra styðst við þjóðlegan rétt. Og 1 Tékkóslóvakíu vildu Slóvakar fá sér- stök landsréttindi, en var synjað um það af Tékkum. Kröfur sínar byggðu þeir á þeim þjóðlega rétti, að þótt tékkneska og slóvakiska séu hvort tveggja slafneskar tungur, þá eigi Tékki og Slóvaki álíka örðugt með að tala saman og Dani og ís- lendingur, nema annar hafi lært tungu hins. Og suður í Júgóslavíu vildu Króatar fá sjálfstjórn, en mættu í því máli harð- vítugri mótspyrnu Serba. Að vísu tala þessar þjóðir svo líkar mállýskur, að rit- mál þeirra er sameiginlegt, en Serbar eru grísk-kaþólskir, Króatar aftur á móti róm- versk-kaþólskir og samfara trúarbragða- mismuninum er svo margt sundurleitt með þessum þjóðum í siðum og menningu, að þeim veitist örðugt að lúta að öllu leyti sömu lögum. Allar þessar þjóðir, sem nú hafa verið nefndar, mega að fólksfjölda teljast stórþjóðir í samanburði við okkur íslendinga. En víða í álfunni eru smáþjóð- ir, drjúgum fólksfleiri en vér, sem naum- ast geta gert sér nokkra von um að fá þjóðlegan rétt sinn viðurkenndan, og hreifa því engum kröfum í þá átt. Hvað myndu Englendingar segja, ef Keltarnir á Wales, sem tala kymrisku, heimtuðu sérstök landsréttindi á grund- velli þjóðlegs og sögulegs réttar? Hvað myndu Frakkar segja, ef Baskar í suð- vesturhorni landsins skírskotuðu til þjóð- legs réttar síns og krefðust þess að mega stofna sjálfstætt ríki, eða þá að samein- ast Böskum í aðliggjandi héruðum Spán- ar, sem fyrir sitt leyti krefðust hins sama af Spánverjum? Hvað myndu Þjóðverjar segja, ef Sorbar í Spreewald, sem eru nærri því eins margir og íslendingar og tala sérstakt slafneskt mál, sem þeir erfðu frá Vindum, færu fram á það að stofna sjálf- stætt ríki? Og, hugsazt gæti einnig, að íbúar Möltu færu fram á það við Englend- inga, að þeir veittu þeim sjálfsforræði. Malteyingar eru ekki innan við tvö hundr- uð þúsund, tala sérstakt mál, sem orðið er til við samruna ítölsku og arabisku eða jafnvel púnversku, og eru því óvéfengjan- lega sérstök þjóð. En hætt er við, að þeim yrði lítið ágengt í því efni. Þannig má telja ýmsar smáþjóðir hér í álfu, hvað þá, ef litazt væri um á öllum hnettinum, sem ekkert myndi þýða að ympra á neinum sjálfstæðiskröfum. Stórþjóðir þær, sem ráða yfir þeim telja sig gera vel til þeirra, ef þær sjá þeim fyrir barnaskólum, þar sem kennt er á tungu þessara smáþjóða, og láta þær hafa embættismenn, sem skilja og tala mál' þeirra. Samanburður við önnur smáríki. Enginn vafi leikur á því, að stærð og lega landsins, sem við byggjum, hefir verkað okkur í vil í baráttunni fyrir sjálf- stæði. Hætt er við, að Danir hefðu ekki sinnt mikið sjálfstjórnarkröfum frá okkar hendi, ef við hefðum t. d. byggt einhvern hluta Jótlandsheiða, þótt höfðatala okkar hefði verið áþekk því, sem nú er, en þar værum við nú vafalaust niðurkomnir, ef þær tæpu 40 þúsundir manna, sem lifðu hér upp úr móðuharðindunum 1784, hefðu verið fluttar þangað, eins og ýmsum þótti vænlegt ráð í þá daga. En sanngjarnt er að benda á þetta þeim þjóðum til nokkurr- ar afsökunar, sem aftaka með öllu stofn- un kotríkja inni í miðjum löndum sínum eða á útjöðrum þeirra eins og myndi verða, ef Wales-Keltar, Baskar eða Sorbar fengju fullveldi, eða á hernaðarlega mikilvægum stöðum eins og malteyiskt þjóðríki yrði, ef slíkt kæmi nokkurn tíma til orða. Auk þess hagar svo til víða í álfunni, að þjóðatak- mörk eru óskýr og því erfitt að draga landamæralínur eftir þeim, svo að allir geti vel við unað. Verður slíkt tiltölulega tor- veldast, þar sem örsmáar þjóðir búa undir handarjaðri stórþjóða. Við öll slík vandamál höfum við Islend- ingar sloppið. Um það hefir aldrei þurft neinum blöðum að fletta, hvað sé Island og tæplega heldur um hitt, hverjir séu ís- lendingar og hverjir ekki. Stærð landsins okkar, eins og það horf- ir á landabréfi við ókunnugum, erlendum augum, mælir eindegið með því, að slíkt land geti verið sjálfstætt ríki. Það er ofur- lítið stærra en Ungverjaland (á árunum 1919—1938), þar sem 9 milljónir manna hafa uppeldi sitt, og Portúgal, sem fæðir 7 milljónir manna og tvöfalda tölu Islend- inga að auki. Það er jafn stórt Búlgaríu, (103 þús. km.2), heimkynni 6 milljóna og 320 þús. manna. Og í Ameríku kemur stærð Islands einna helzt til samanburðar við stallsystur þess ey-lýðveldið Kúbu (110 þús. km.2), sem er sjálfstætt ríki undir vernd Bandaríkjanná og er föður- land 4,4 milljóna íbúa, eða lýðveldið Guate- Framhald á bls. 40.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.