Vikan


Vikan - 15.06.1944, Page 37

Vikan - 15.06.1944, Page 37
VIKAN, nr. 23—24, 1944 37 Poirot Og læknirillll. Framh. af bls. 12. „Ég veit, af hverju þér segið þetta,“ hrópaði hún. „En það er einmitt vegna þess að ég er áfjáð í að fara til hans. Þér eruð hræddur við það! En ekki ég! Ég þekki Ralph betur en þér.“ „Ralph,“ sagði Caroline. „Hvað snertir þetta Ralph ?“ Hvorugt okkar virti hana svars. „Ralph er veikgeðja,“ hélt Flóra áfram. „Hann hefir gert margt heimskulegt — jafnvel ýmislegt, sem er lítt fyrirgefanlegt — en hann gæti aldrei orðið morðingi." „Það veit ég,“ sagði ég. „Mér hefir aldrei dottið það í hug.“ „Hvers vegna fóruð þér þá til gistihússins í gærkvöldi ?“ spurði Flóra. „Það var íleiðinniheim — þegar búið var að finna frænda dáinn." Ég varð fyrst orðlaus. Ég hafði vonað, að enginn hefði tekið eftir þessari ferð minni. „Hvernig vitið þér, að ég gerði það?“ „Ég fór þangað í morgun,“ sagði Flóra. „Þjón- ustufólkið sagði mér, að Ralp væri þar — Ég greip fram í fyrir henni: „Þér höfðuð enga hugmynd um, að hann væri í Kings Abbot?“ „Nei. Ég var hissa á því. Ég skildi ekki, hvernig á þvi gæti staðið. Ég fór þangað og spurði eftir honum. Mér var skýrt frá því, eins og ég býst við, að yður hafi verið sagt i gærkvöldi, að hann hefði farið út um níuleytið — og og ekki komið aftur.“ Hún horfði í augu mér og sagði svo, eins og hún væri að svara einhverju, sem hún hafði séð á mér. „Já, hvað er við það að athuga? Hann getur hafa farið — eitthvað. Ef til vill hefir hann farið aftur til London.“ „Og skilið farangnrinn sinn eftir?“ spurði ég kurteislega. Flóra stappaði niður fætinum. „Mér er alveg sama — það hlýtur að vera ein- hver eðlileg skýring á þvi.“ „Og það er þess vegna, sem þér viljið fara til Hercule Poirot? Er ekki betra að láta allt eiga sig? Lögregluna grunar alls ekki Ralph, þér verðið að minnast þess. Lögreglumennirnir eru að vinna að allt öðru núna.“ „En það er einmitt það,“ kallaði stúlkan. „Þeir gruna hann. 1 morgun kom maður frá Cran- chester, Raglan lögreglufulltrúi, lítill, hræðilega vesældarlegur náungi. Ég komst að því að hann hafði komið á gistihúsið á undan mér í morgun. Mér var sagt allt urn komu hans þangað og hvað hann hefði spurt um. Hann hlýtur að halda, að Ralp hafi gert það.“ „Þá hefir honum snúizt hugur síðan í gær- kvöldi, ef þetta er svo,“ sagði ég hægt. „Hann trúir þá ekki á kenningu Davis um að það hafi verið Parker?“ „Parker, ekki nema það þó,“ sagði systir min og fussaði. Flóra kom til mín og lagði höndina á hand- legg minn. „Ó, Shepphard, við skulum fara strax til þessa Poirot. Hann mun komast að sannleikanum." „Kæra Flóra min,“ sagði ég blíðlega og tók utan um hendur hennar. „Eruð þér alveg vissar um, að við viljum kom- ast að sannleikanum ?“ Hún horfði á mig og kinkaði kolli alvarleg. „Þér eruð ekki viss,“ sagði hún, „en það er ég. Ég þekki Ralph betur en þér.“ „Auðvitað gerði hann það ekki,“ sagði Caro- line, sem hafði lagt hart að sér til að þegja. „Það kann að vera, að Ralph sé óhófssamur, en hann er góður drengur og vel upp alinn." Mig langaði að segja Caroline, að fjöldi morð- ingja hefðu verið vel upp aldir og kunnað sig vel, en ég þagði vegna þess að Flóra var þarna viðstödd. tJr þvi að stúlkan var ákveðin, neydd- ist ég til að láta undan vilja hennar og við lögðum strax af stað áður en systir mín gat komizt að með fleiri mótbárur og athugasemdir. Gömul kona með geysistóran skýluklút á höfðinu kom til dyra á heimili nábúa okkar. Herra Poirot var heima. Okkur var vísað inn í litla setustofu, og þangað inn kom kunningi minn frá í gær eftir svo sem einnar mínútu bið. „Herra læknir,“ sagði hann og brosti, „ung- frú.“ Hann hneigði sig fyrir Flóru. „Ef til vill hafið þér heyrt getið um hinn sorg- lega atburð, sem skeði í gærkvöldi," byrjaði ég. Hann varð alvarlegur á svip. „Vissulega hefi ég heyrt þess getið. Það er hræðilegt. Ég samhryggist yður mjög, ungfrú. Á hvern hátt get ég hjálpað yður?“ „Ungfrú Ackroyd," sagði ég, „vill, að þér —.“ „Finnið morðingjann," botnaði Flóra setninguna. EAGGI. OG MAGGI Teikning eftir Wally Bishop. 1. Raggi: Méi mc í allan morgun. Maggi: Hvað borðaðirðu? 2. Raggi: Möndlur — ég held, að mér hafi orðið svona illt af þeim —. 3. Maggi: Ekki trúi ég því, að þér verði illt af nokkrum möndlum —. Raggi: Nei, það getur verið ■—- en —. 4. Raggi: Möndlurnar voru inni í þremur kíló- um af súkkulaði! „Ég skil,“ sagði litli maðurinn. „En lögreglan mun gera það, er það ekki?“ „Þeim kynni að skjátlast," sagði Flóra. „Ég held, að þeim sé að skjátlast núna. „Ó, herra Poirot, viljið þér gera þetta fyrir mig? Ef — ef það er fjárhagshliðin,------ Poirot stöðvaði hana. „Nei, ungfrú, nei, það er alls ekki að ég kæri mig um peninga. — Að vísu hafa peningar allt- af haft mikla þýðingu fyrir mig.“ — Það brá fyrir augnabliks glampa í augum hans. „Nei, ef ég tek þetta að mér, þá verðið þér að láta yður skiljast eitt: Ég vil komast til botns i því. Minn- ist þess, að góður veiðihundur rennur alltaf á lyktina, þar til er hann hremmir bráðina. Það kann að fara svo, eftir allt saman, að þér munið óska þess, að þér hefðuð ekki beðið um aðstoð mína.“ „Ég vil komast að sannleikanum," sagði Flóra og horfði beint framan í hann. „Öllum sannleikanum?" „Já.“ „Þá skal ég taka þetta að mér,“ sagði litli maðurinn hljóðlega. „Og ég vona, að þér munið ekki sjá eftir þessum orðum yðar. Jæja, segið mér nú alla málavexti." „Það er betra, að Shepphard læknir segi yður þá,“ sagði Flóra. „Hann veit meira en ég.“ Þannig tilkvaddur tók ég að segja nákvæm- lega frá öllum þeim staðreyndum, sem ég hefi þegar skýrt frá hér. Poirot hlustaði með athygli, skaut inn spurningu öðru hverju, en lengst af sat hann þögull og horfði upp í loftið. Ég lauk sögu minni með því að segja frá því, er lögreglufulltrúinn og ég fórum frá Fernly Park kvöldið áður. „Og nú,“ sagði Flóra, er ég hafði lokið sögu minni, „segið honum allt um Ralph." Ég hikaði, en hið skipandi augnaráð hennar knúði mig til þess að halda áfram. „Þér fóruð inn á þetta gistihús í gærkvöldi á leiðinni heim?“ spurði Poirot, er ég hafði lokið við þennan þátt frásagnarinnar. „Segið mér, hvers vegna gerður þér það?“ Ég þagði í augnablik til þess að velja orð min með varkárni. „Mér fannst, að einhver ætti að segja honum frá dauða frænda hans. Mér datt í hug um leið og ég fór frá Fernly, að sennilega vissi enginn nema ég og Ackroyd, að hann var i þorpinu. Poirot kinkaði kolli. „Einmitt. Svo það var þetta sem fyrir yður vakti, er þér fóruð þangað?" „Það var það eina, sem fyrir mér vakti," sagði ég stirðlega. „Það var ekki, hvað á ég að segja, — til þess að vera viss um unga manninn, hvar þér hefðuð hann?“ „Vera viss um hann?" „Ég held, herra læknir, að þér vitið mjög vel við hvað ég á, þó að þér látið sem þér vitið það ekki. Mig grunar, að yður hefði létt, ef þér hefðuð komizt að því, að Ralph hefði verið heima allt kvöldið." „Alls ekki,“ sagði ég ákveðið. Litli leynilögreglumaðurinn hristi höfuðið alvar- legur. „Þér treystið mér ekki eins vel og ungfrú Flóra," sagði hann. „En það gerir ekkert. Stað- reyndirnar, sem við verðum að horfast i augu við eru þessar. — Ralps er saknað, undir kring- umstæðum, sem þarfnast skýringar. Ég ætla ekki að dylja ykkur þess, að málið horfir alvarlega við. En samt getur verið, að aðeins þurfi til mjög einfalda skýringu." „Það er einmitt það, sem ég segi,“ kallaði Flóra áköf. Poirot minntist ekki aftur á þetta. I stað þess stakk hann upp á því, að við færum strax að tala við lögreglumennina á staðnum. Hann ráð- lagði Flóru að fara heim, en bað mig að koma með sér á lögreglustöðina og kynna sig fyrir fulltrúanum, sem sá um málið.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.