Vikan


Vikan - 15.06.1944, Side 42

Vikan - 15.06.1944, Side 42
42 VIKAN, nr. 23—24, 1944 ENDURREISN LÝDVELDIS. Framhald af bls. 40. Þegar martröð stjórnarfarslegra,r kúg- unar hvíldi þyngst á Islendingum, var sem íslenzkuna þryti varnir gegn danskri áleitni. Stjórnarfarsleg og efnahagsleg niðurlæging þjóðarinnar hélzt í hendur við niðurlægingu tungunnar. En áður en hin stjórnmálalega sjálfstæðisbarátta var hafin, hófst baráttan fyrir sjálfstæði tung- unnar. Bessastaðakennarar og Fjölnis- menn höfðu rutt brautina á þessu sviði, áður en hin eiginlega sjálfstæðisbarátta hófst. Og síðan hefir hlut tungunnar verið haldið uppi í landinu af ótalmörgum, sem átt hafa smekk og þekkingu til þess að verja hana og vernda gegn allri erlendri áleitni. Það er orðið gleðilegt tákn tím- anna, sem nú eru að líða, að þótt þeir, sem minnst hugsa og minnstu vilja fórna fyrir andleg verðmæti þjóðar sinnar, geri ekk- ert til að vanda mál sitt, þá eru hundrað sinnum fleiri Islendingar, sem þrá það að geta beitt þjóðtungu sinni í ræðu og riti, þannig, að vel sé og gera það — og með þeim árangri að íslenzk tunga er betur rituð nú en nokkuru sinni fyrr, síð- an á -gullöld bókmenntanna. Og þetta er eitt af fjöreggjum þess lýðveldis, sem nú er stofnað, því: „tungan geymir í tímans straumi trú og vonir landsins sona“. Knútur Arngrímsson. Jón Sigurðsson í rœðu og riti Bókaútgáfan Norðri h.f. gefur út sér- lega myndarlegt rit með ofangreindu nafni og er bókin nýkomin í verzlanir. Vilhjálm- ur Þ. Gíslason hefir séð um útgáfuna og byrjar bókin á ritgerð eftir hann um Jón Sigurðsson. Bókin er myndum prýdd og falleg að ytri frágangi, en um innihaldið er ekki að efast, því það eru ræður og rit- gerðir eftir forsetann. Jón Sigurðsson var fyrst kosinn á þing árið 1844 og er því bókin gefin út á aldarafmæli þingmennsku hans. — Auk ritgerðarinnar, sem áður er getið, skrifar Vilhjálmur Þ. Gíslason líka formálsgreinar fyrir hverjum höfuðþætti bókarinnar. Dagskrá þjóðhátiðarhaldanna lálÉflioUin á Þinpáta og Bsjiijivil Þjóðhátíðamefnd Lýðveldishátíðar- haldanna hefir gengið frá dagskrá hátíðahaldanna á Þingvöllum 17. júní og hér í Reykjavík þann 18. Fer dag- skráin hér á eftir: 17. júní. 1 Reykjavík. Kl. 9.00. Forseti sameinaðs Alþing- is leggur blómsveig við styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli og flytur ræðu. Lúðrasveit leikur: „ó, guð vors lands." — Stjórnandi Albert Klahn. Á þingvöllum (Lögbergi). Kl. 1.15. Ríkisstjóri, ríkisstjóm og alþingismenn ganga til þingfundar að Lögbergi, niður Almannagjá. Um leið og gengið er að Lögbergi, leikur lúðrasveit: „Öxar við ána". Kl. 1.30. Forsætisráðherra setur hátíðina. Guðsþjónusta. Sálmur: „Þín miskunn, ó, guð“. Biskupinn yfir Is- landi flytur ávarp og bæn. Sálpiur: „Faðir andanna." Kl. 1.55. Þingfundur settur. Forseti sameinaðs Alþingis lýsir yfir gildis- töku stjórnarskrár lýðvcldisins. Kl. 2.00. Kirkjuklukkum hriugt um land allt í 2 mínútur. Einnar mínútu þögn á eftir og samtímis umfcrðar- stöðvun um land allt. Þjóðsöngurinn. KI. 2.10. Forseti sameinaðs Alþing- is flytur ræðu. Kl. 2.15. Kjör forseta fslands. For- seti fslands vinnur eið að stjórnar- skránni. Forseti lsiands ávarpar þingheim. Þingfundi slitið. Sungið: „Island ögmm skorið." Kveðjur full- trúa erlendra ríkja. Fánahylling: „Fjallkonan" ávarpar fánann. Sungið: „Rís þú, unga Islands merki". Hlé. Á Þingvöllum (Völlunum). Kl. 4.30. Formaður þjóðhátíðar- nefndar flytur ávarp. Fulltrúi Vestur- Islendinga, prþf. Richard Beck, flyt- ur kveðju. Lúðrasveit leikur: „Þótt þú langförull legðir —“ (Stephan G. Stephansson. — Sigv. Kaldalóns). Þjóðhátíðarkór Sambands islenzkra karlakóra syngur. — Stjórnendur: Jón Halldórsson (aðalsöngstjóri), Sigurður Þórðarson, Hallur Þorleifs- son og R. Abraham. Emil Thoroddsen: „Hver á sér fegra föðurland?" (Hulda). „Island farsælda frón,“ íslenzkt tvísöngslag. Sveinbj. Sveinbjörnsson: „Móðurmál- ið“ (Gísli Jónsson). Þórarinn Jóns- son: „Ár vas alda" (úr Völuspá). Sveinbj. Sveinbjörnsson: „Lýsti sól“ (Matth. Joch.). Sigfús Einarsson: „Þú álfu vorrar" (Hannes Hafstein). Kl. 5.00 Benedikt Sveinsson, fyrv. forseti neðri deildar Alþingis, flytur ræðu. Kl. 5.15 Þjóðkórinn syngur undir stjórn Páls Isólfssonar tónskálds eftirfarandi ættjarðarljóð: „Ég elska yður, þér Islands fjöll." „Fjaliadrottn- ing, móðir mín.“ „Þið þekkið fold með blíðri brá.“ „Ég vil elska mitt land.“ Kl. 5.25. Hópsýning 170 fimleika- manna undir stjórn Vignis Andrés- sonar fimleikakennara. Kl. 5.40. Þjóðkórinn syngur undir stjóm Páls Isólfssonar tónskálds ef tirfarandi ættjarðarljóð: „Nú vakna þú, ísland.” „Ó, fögur er vor fósturjörð." „Lýsti sól stjörnustól." Kl. 5.50 Flutningur kvæða. Bryn- jólfur Jóhannesson leikari flytur hátíðarljóð Huldu. Jóhannesson úr Kötlum flytur hátíðarljóð sitt. Kl. 6.00. Islandsglima. Stjórnandi Jón Þorsteinsson, fimleikakennari. Að henni lokinni verður sigurvegaranum afhentur verðlaunabikar ríkisstjórn- arinnar og glímubelti 1. S. 1. Kl. 6.30. Þjóðhátíðarkór Sambands íslenzkra karlakóra syngur. Stjórn- endur: Jón Halldórsson, Sigurður Þórðarson, Hallur Þorleifsson og R. Abraham. — Jón Laxdal: „Vorvísur" (Hannes Hafstein). Bjarni Þorsteins- son: „Ég vil elska mitt land“ (Guðm. Magnússon). Björgvin Guðmundsson: „Heyrið vella" (Grímur Thomsen). Sig(valdi Kaldalóns: „Island ögrum Frá Akratiesi. Hinn 16. júní 1944 eru liðln 80 ár frá því að lög- giltur var verzl- unarstaður á Akranesi. Fimm fyrstu verzlanim- ar voru allar sett- ar á fót við Lamb- hússund. en það var hin löggilta höfn. Sundið sést á myndinni. Hún er tekin úr Vest- urflöt yfir sundið. Sjást bryggjur á myndinni og verzlunarhúsin, svo og kirkjan og fleiri hús, en Akrafjall í bak- sýn. skorið" (Eggert Ólafsson), einsöng syngur Pétur Á. Jónsson óperu- söngvari. Kl. 6.45. Fimleikasýning, úrvals- flokkur 16 kvenna. Stjórnandi: Jón Þorsteinsson. Kl. 7.00. Þjóðkórinn syngur undir stjórn Páls Isólfssonar tónskálds: „Þú nafnkunna landið." „Drottinn, sem veittir." „Island ögrum skorið." Lúðrasveit og þjóðkórinn leika og syngja: „Ó, guð vors lands.“ Kl. 9.00. Fimieikasýning 16 karla — úrvalsfiokkur. Stjórnandi Davið Sigurðsson, iþróttakennári. Lúðra- sveit leikur. 18. júní. 1 Reykjavík. Kl. 1.30. Skrúðganga hefst við Há- skólann. Haldið verður um Hring- braut, Bjarkargötu, Skothúsveg, Frí- kirkjuveg, Vonarstræti, Templara- sund, fram hjá Alþingishúsinu, Kirkjustræti, Aðalstræti, Austur- stræti og staðnæmst fyrir framan stjórnarráðshúsið. Á svölum Alþingishússins tekur forseti Islands kveðju fylkingarinnar. — Lúðrasveit gengur í fararbroddi og leikur ættjarðarlög. Kl. 2.00. Lúðrasveit leikur nokkur lög fyrir framan Stjórnarráðshúsið. Kl. 2.15. Forseti Islands flytur ræðu til þjóðarinnar. Að henni lok- inni leilcur lúðrasveit: „Island ögrum skorið". Ávörp formanna þingfiokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn: Ólafur Thors alþm. Framsóknarflokkurinn: Eysteinn Jónsson alþm. Sameiningarflokkur alþýðu, sósia- listaf lokkurinn: Einar Olgeirsson alþm. Alþýðuflokkurinn: Haraldur Guð- mundsson alþm. Á eftir hverju ávarpi verður leikið ættjarðarlag. Að lokum leikur lúðrasveitin þjóð- sönginn. Kl. 3.30—4.30. Þjóðhátíðarkór Sam- bands íslenzkra karlakóra syngur I Hljómskálagarðinum. Kl. 10.00—11.00. Lúörasveit leikur í tlljómskálagarðinum. Kl. 4 verður opnuð í húsakynnum Mcnntaskólans; sögusýning úr frelsis- og menningarbaráttu fsiendinga á liðnum öldum.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.