Vikan


Vikan - 31.08.1944, Page 1

Vikan - 31.08.1944, Page 1
Söngstjóri austan hafs og vestan. Brynjólfur Dorláksson fyrrum Dómkirkjuorganisti cg sörgstjóri hefir unnið mikiö og merkilegt starf í págu Það var hann, sem um skeið var athafnamestur og áhrifamestur við að móta söngsmekk okkar Is- lendinga. Brynjólfur Þorláksson er fæddur 22. maí 1867 í Nýjabæ á Seltjarnamesi, sonur hjónanna Þorláks bónda Þór- kellssonar og Þórunnar Sigurðardóttur, sem lengi bjuggu á Bakka í sömu sveit. Var Þor- lákur faðir hans söngmaður góður og fleiri menn í ætt hans. Ungur að aldri fekk hann ritarastarf í skrifstofu landshöfðingjans og var þar full tuttugu ár. En hann var kominn um tvítugt, er hann fyrst átti kost á að nema söngfræði og hljóðfæraslátt. Þá voru aðrir tímar hér á landi en nú em og tækifærin margfalt færri, sem img- ir menn áttu til að svala fróðleiksþorsta sínum, bæði á þessu sviði og öðrmn. Hann lærði um tíma söngfræði og harmoníum- Jeik hjá Jónasi Helgasyni organista, en síðan að leika á píanó hjá frú Önnu Peter- sen. Árið 1897 fekk hann utanfararstyrk hjá Alþingi og dvaldi síðan veturinn 1898 —99 í Kaupmannahöfn og lærði orgelleik hjá John. H. Nebelong, organista við St. Jóhanneskirkju, en tónfræði hjá P. Rasmussen, organista við Garnisonkirkj- una. Enda þótt þetta myndi nú á dögum þykja stuttur námstími og ónógur, þá er það alveg áreiðanlegt, að á þessum skóla voru ekki vindhöggin slegin, því að sá grund- völlur, sem Brynjólfur lagði með námi sínu, var traustur, og byggði hann síðan ofan á hann með sjálfsnámi og æfingum og varð aðdáun manna á söngstjóm hans og organslætti alveg einróma. * Framhald á bls. 3. íslenzkrar söngmenntar

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.