Vikan


Vikan - 31.08.1944, Page 3

Vikan - 31.08.1944, Page 3
VIKAN, nr. 35, 1944 3 Smm a m 0 m ongstfori austan hafs og vestan. Framh. af forsíðu. Um árslok 1900 tók Brynjólfur við söng- kennslu í Menntaskólanum af Steingrími Johnsen, og við andlát Jónasar Helgasonar 1903 tók hann auk þess við söngkennslu í barnaskólanum og varð jafnframt organ- leikari við Dómkirkjuna. Öll þessi störf hafði hann á hendi þar til hann fór af landi burt vestur um haf til Kanada í ársbyrjun 1913. Á þessum tíma fellur aðalstarf Bryn- jólfs fyrir sönglíf og söngmenningu okkar hér á landi. Einn þátturinn í því er söngkennslan í skólunum. Um söngkennslu hans í Mennta- skólanum ætla ég ekki að vera langorður. Eitt er víst, að „þá var söngur í skóla, og þá útskrifuðust syngjandi stúdentar“ — Þannig fannst mér það reyndar líka vera á mínum skólaárum, og þannig er þetta sjálfsagt enn. En ég minnist þess, að eldri skólapiltarnir voru stoltir af söng sínum hjá Brynjólfi og fannst hann betri en okkar yngri piltanna. — Brynjólfur þótti einkar laginn að kenna börnum söng. Var jafnan fjölmennt við söngpróf í barna- skólanum á vorin, og þótti mönnum unun að heyra börnin syngja undir stjórn hans. Ég vil geta þess hér, að ég hefi heyrt Vestur-lslending tala með aðdáun um Söngfélag'ið „Kátir piltar“. Myndin tekin rétt eftir aldamótin. — Aftasta röð frá vinstri: Valdimar Ottesen, Ólafur Rosenkranz, Björgúlfur Ólafsson, Þorkell Þorláksson, Halldór Jónas- son, Herbert Sigmundsson, Hendrik Erlendsson, Jón Johannessen. — Miðröð: Jón Aðils, (ein- söngvari), Sigvaldi S. Kaldalóns, Brynjólfur Þorláksson söngstjóri, Guðmundur Pétursson, Gísli Guðmundsson. — Fremst: Jón Rosenkranz, Ólafur Björnsson, Guðmundur Gamaliélsson. söng barnaflokka undir stjórn Brynjólfs í Winnipeg, en starf hans þar vestra mun mestallt hafa legið á sviði söngsins. Þar stjórnaði hann meðal annars karlakór Is- lendinga í Winnipeg, og er Islendingar minntust hálfrar aldar dvalar sinnar í Kanada árið 1925 með hátíðahöldum að Gimli, hafði Brynjólfur á hendi stjórn blandaðs kórs og unglingakórs, sem vöktu á sér mikla athygli; birtust meðal annars, auk lofsamlegra ummæla um söngstjórann, myndir af báðum söngflokkunum í ýmsum helztu blöðum Kanada. Víðsvegar um Islendingabyggðir Kanada stofnaði Bryn- jólfur og starfrækti ungmennasöngflokka. Framh. á bls 7. Kórinn, sem söng við móttöku Friðriks áttunda 1907 í Alþingishúsinu. Þar voru sungin hátíðaljóð Þorsteins Gíslasonar, sem Sveinbjörn Sveinbjörns- son hafði samið lag við. Brynjólfur Þorláksson stjórnaði söngnum. — Aftasta röð frá vinstri: Pétur Jónsson, Jón Þ. Thoroddsen, Pétur Lárusson, Viggó Björnsson, Magnús Erlendsson, Sigurður Þorsteinsson, Einar Viðar, Valdimar Ottesen, Símon Þórðarson, Pétur Halldórsson. Nœst aftasta röð: Jörgen Þórðarson, Hendrik Erlendsson, séra Bjarni Hjaltesteð, Martin Bartels, Benedikt Gröndal Þorvaldsson, Jakob Guðmundsson, Bjarni Snæbjörnsson, Þorkell Þorláksson. Aftan við bekkinn: Elín Magnúsdóttir, Margrét Þórðardóttir, Helga Magnúsdóttir, Sigríður Björnsdóttir, Nikoiina Sigurðardóttir, Benediktína Benediktsdóttir, Sigríður Þorsteinsdóttir, Helga Claessen, Guðrún Helgadóttir, Jón Rosenkranz, Herbert Sigmundsson. Sitjandi: Elín Laxdal (einsöngvari), Geir Sæmundsson (einsöngvari), Sveinbiöm Sveinbiömsson. tónskáld. Bryniólfur Þorláksson söngstjóri, Ásta Einarsson (annaðist undirleik), Fremsta röð: Jón Halldórsson, Matthildur E. Kvaran, Ingibjörg Helgadóttir, Ragnheiður Þórðardóttir, Magnþóra Magnús- •dóttir, Hólmfriður Halldórsdóttir, Ágústa Thors, Þorsteinn Jónsson.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.