Vikan - 09.11.1944, Qupperneq 5
VIKAN, nr. 40, 1944
5
FRAMHALDSSAGA ___________________________________
.... ■■■■ ■■!!■—————. I """
Poirot og lœknirinn 23 |
/ :
-------------- Sakamálasaga eftir Agatha Christie-*
gaman af því. Þér eruð fljótur að hugsa og
breyta.“
„Mér er alveg sama um skoðun yðar,“ sagði
Blunt kuldalega.
Hann ætlaði að halda áfram, en Poirot, sem
var ekkert móðgaður, lagði höndlna á handlegg
hans.
„En hlustið á mig. Ég hefi meira að segja.
Um daginn var ég að tala um það sem fólk
leyndi. Ég hefi alltaf vitað, að þér leynduð ein-
hverju fyrir mér. Þér elskið ungfrú Flóru af
öllu hjarta. Frá því að þér sáuð hana í fyrsta
skiptið ? Við skulum ekki vera að dylja það —■
því er það nauðsynlegt hér á Englandi að tala
um ást eins og eitthvert smánarlegt leyndar-
mál? Þér elskið ungfrú Flóru. Þér reynið samt
að leyna því öllum. Það er ágætt, það er eins og
það á að vera. En hlustið á ráðleggingu Hercule
Poirots — leynið þvi ekki fyrir ungfrúnni sjálfri.“
Blunt hafði verið áhugalaus á svip meðan Poi-
rot var að tala, en þessi síðustu orð virtust vekja
eftirtekt hans.
„Hvað eigið þér við með því?“ sagði hann
hvasslega.
„Þér haldið, að hún elski Ralph Paton, kaptein,
— en ég, Hercule Poirot, segi yður að svo er
ekki. Ungfrú Flóra lofaðist faton kapteini til
þess að geðjast frænda sinum, og af því að hún
sá að með giftingunni gæti hún losnað við að
lifa hérna, því að það var farið að verða óþol-
andi fyrir hana. Hún kunni vel við hann, og
það ríkti mikill skilningur og samúð milli þeirra.
En ást — nei! Það er ekki Paton kapteinn,
sem ungfrú Flóra elskar.“
„Hvern fjandann eigið þér við?“ spurði Blunt.
Ég sá, að roðinn breiddist út undir sólbrenndri
húðinni.
„Þér hafið verið blindur, herra minn. Blindur!
Hún er trygg, sú litla. Ralph Paton er í vanda
.staddur, og sóma sins vegna má hún ekki svíkja
bann.“
Ég fann, að það var tími til kominn að gera
góðverk.
„Systir mín sagði um daginn,“ sagði ég upp-
örvandi, „að Flóra hafi aldrei kært sig fyrir
tvo aura um Ralph Paton og myndi aldrei gera
það. Systur minni skjátlast aldrei um glíkt.“
Blunt lét eins og hann tæki ekkert eftir þess-
ari tilraun minni, sem var gerð í beztu meiningu.
Hann talaði við Poirot.
„Haldið þér það —,“ byrjaði hann og þagnaði
svo.
Hann er einn þeirra stirðmæltu manna, sem
eiga erfitt með að koma fyrir sig orði.
Poirot þekkir ekki slikt.
„Ef þér efist um það, spyrjið hana þá sjálfir,
herra. En þér kærið yður kannske ekki um það
lengur — peningamálið —.“
Blunt hreytti úr sér hljóði, sem líktist reiði-
legum hlátri.
„Haldið þér, að ég láti það hafa einhver áhrif
á mig. Roger var alltaf dálítið einkennilegur í
peningamálum. Hún var í vandræðum, en þorði
ekki að segja honum frá því. Veslings barnið.
Veslings, einmanalega barnið.“
Poirot var hugsi.
„Ég held að ungfrú Flóra hafi farið út í garð-
inn,“ muldraði hann.
„Ég hefi verið fífl,“ sagði Blunt stuttlega.
„Þetta hefir verið undarlegt samtal: Líkt og í
dönsku leikritunum. En þér eruð ágætur ná-
ungi, Poirot. Þakka yður fyrir."
Hann tók í hönd Poirots og þrýsti hana hraust-
lega. Svo fór hann út um hliðardymar og út í
garðinn.
„Ekki algjör kjáni,“ muldraði Poirot og neri
hendurnar." Aðeins kjáni í ástarmálum!"
XX. KAFLI.
Ungfrú Russell.
Raglan fulltrúi hafði fengið áfall. Hann trúði
ekki hinni riddaralegu lýgi Blunts fremur en við
hinir. Á leiðinni til þorpsins gerði hann ekki ann-
að en að kvarta.
„Þetta breytir öllu. Skiljið þér það, herra
Poirot?“
„Ég býst við því, já,“ sagði Poirot. „Ég hefi
nefnilega verið að velta þessu fyrir mér lengi."
Raglan, sem hafði ekki grunað neitt um allt
þetta fyrr en fyrir hálfri stundu, horfði ráð-
þrota á Poirot og hélt áfram að rausa.
„Nú er allt til einskis nýtt. Árangurslaust! Við
verðum að byrja á byrjuninni aftur. Komast að
því, hvað allir hafa gert frá klukkan níu og
þrjátíu og áfram. Níu—þrjátíu það er tíminn,
sem við verðum að binda okkur við. Þér höfðuð
á réttu að standa um Kent — við eigum ekki að
sleppa honum strax. Við skulum sjá — klukkan
kortér í tíu var hann í kránni. Hann hefir komizt
þangað á kortéri, ef hann hefir hlaupið. Það getur
hafa verið rödd hans, sem Raymond heyrði tala
við Ackroyd — sem neitaði að láta peninga af
hendi. En eitt er áreiðanlegt, að það var ekki
hann, sem hringdi. Símstöðin er hálfa mílu i hina
áttina — meira en hálfa aðra mílu frá kránni,
og hann var þar, þangað til um tíu minútur yfir
tíu. Bölvuð simahringingin, hún ruglar öllu!“
„Já, það er einkennilegt," sagði Poirot.
„Það getur auðvitað verið, að Ralph Paton,
hafi sent skilaboðið, ef hann hefir komið inn í
herbergi frænda síns og séð hann myrtan, því að
hann hefir þá óttast, að hann yrði grunaður.
Getur þetta ekki verið mögulegt?"
„Því ætti hann að hringja?"
„Hann hefir kannske efast um að frændi hans
væri dáinn, og þess vegna viljað fá lækni strax,
en hann hefir ekki viljað gefa sig fram. Já,
hvemig er þessi tilgáta? Getur ekki eitthvað
verið til í henni."
Lögreglufulltrúinn rétti úr sér. Hann var svo
! augsýnilega ánægður með sjálfan sig, að það var
óþarfi fyrir okkur að segja nokkúð?
Við vorum nú aftur komnir heim til min, og ég
flýtti mér inn til sjúklinganna minna, sem höfðu
beðið talsverðan tima og ég skildi Poirot og full-
trúann eftir, þeir gátu gengið til lögreglustöðv-
arinnar.
Þegar ég var búinn að afgreiða síðasta sjúk-
linginn, gekk ég inn í litla herbergið, sem ég'
kalla vinnustofu mína — ég er mjög hreykinn af
útvarpstækinu, sem ég smíðaði. Caroline hatar
vinnustofuna mina. Ég geymi verkfæri mín þar,
og Annie fær ekki að umtuma öllu þar með
rykklút og sóp. Ég var einmitt að gera við
vekjaraklukku, sem Caroline sagði að. væri ónot-
hæf, þegar hurðin opnaðist og Caroline rak
höfuðið inn um gættina.
„Ó, þama ertu, James," sagði hún með méstu
fyrirlitningu. „Poirot vill fá að sjá þig.“
„Jæja,“ sagði ég gremjulega, því að mér brá
við, þegar hún kom svona óvænt og ég missti
niður vélarstykki úr klukkunni. „Ef hann vil)
hitta mig, þá getur hann komið hingað."
„Hingað?" sagði Caroline.
„Já, ég sagði þ:að — hingað."
Caroline saug fyrirlitlega upp í nefið og fór.
Hún kom aftur eftir slundarkorn, visaði Poirot-
og fór aftur um leið og hún lokaði hurðinni
harkalega.
„Jæja, vinur minn," sagði Poirot og gekk í átt-
ina til min um leið og hann neri saman höndun-
um. „Það er ekki svo auðvelt að losna við mig,
eins og þér sjáið!“
„Hafið þér lokið við að tala við fulltrúann ?“
„Já í bili. Og þér, hafið þér lokið við að sinna
sjúklingunum ? “ •
„Já.“
Poirot settist niður og horfði á mig, hallaði
höfðinu dálitið á hliðina og var glettnislegur á
svipinn.
„Yður skjátlast," ’sagði hann að lokum. „Þér
eigið enn þá eftir einn sjúkling."
„Líklega ekki yður?“ hrópaði ég undrandi.
„Ó nei, alls ekki mig. Ég hefi stórkostlega
heilsu. Nei, svo að ég segi yður sannleikann, þá
er það dálítið samsæri, sem mér datt í hug að
gera. Það er ein persóna, sem mig langar til að
hitta — en það er samt alls ekki nauðsynlegt
að allt þorpið viti af því — en það mundi gerast,
ef kona sæist fara inn í hús mitt. En til yðar
hefir hún komið áður sem sjúklingur."
„Ungfrú Russell!" hrópaði ég.
„Alveg rétt. Mig langar mjög mikið til þess að
tala við hana, svo að ég sendi henni litla bréfið
og bað hana um að hitta mig héma á læknis-
stofu yðar. Yður þykir það vonandi ekki miður?"
„Þvert á rnóti," sagði ég. „Ég býst við að ég
fái; að vera viðstaddur samtalið?"
„Vitanlega! Þetta er yðar læknisstofa!"
„Þér skiljið," sagði ég, um leið og ég kastaði
frá mér tönginni, sem ég hélt á, „þetta er allt
svo óskiljanlegt. Hvert nýtt atriði sem kemur
fram á sviðið breytir öllu. Nú, hvers vegna liggur
yður svona mikið á að hitta ungfrú Russell?"
Poirot leit upp.
„Finnst yður það ekki auðskilið?" muldraði
hann.
„Yður finnst alltaf allt auðskilið," sagði ég hálf
gremjulega, „en þér skiljið mig eftir í niða-
mýrkri."
Poirot kinkaði til mín kolli.
„Þér skopist að mér. Tökum til dæmis ung-
frú Flóru. Fulltrúinn var undrandi — en ekki
þér.“
„Mér datt aldrei í hug, að hún væri þjófurinn,"
sagði ég í áminningartón.
„Nei, kannske ekki það. En ég horfði á and-
lit yðar og þér voruð ekki — eins og Raglan —
undrandi og vantrúaður."
Ég var hugsi dálitla stund.
„Þér hafið, ef til vill, á réttu að standa," sagði
ég að lokum.
„Mér hefir alltaf fundizt Flóra leyna einhverju
fyrir okkur, svo að undirv.itundin hefir kannske
alltaf búizt við þessu. Það fékk mjög á Raglan,
veslings mannii)n.“
„Já, auminginn! Veslings maðurinn verður að
hugsa sér allt aftur frá byrjun. Ég gat samt
notað mér þetta hugarástand hans til þess að
fá hann til að gera mér dálítinn greiða."
„Hvað var það?“
Poirot tók pappírsörk upp úr vasa sínum,
nokkur orð voi-u skrifuð á pappírinn, hann las
þau upphátt.
„Lögreglan hefir i nokkra daga leitað að